Akureyri - 08.05.2014, Qupperneq 1
17. tölublað 4. árgangur 8. maí 2014
VI
KU
BL
AÐ
Mjúku rúmfötin
fyrir börnin
Lín Design Glerártorgi & Laugavegi 176 www.lindesign.is
100% Pima bómull
Dularfullt hljóð veldur andvöku
Embætti heilbrigðisfulltrúa Norður-
lands eystra rannsakar nú dularfullt
lágtíðnihljóð sem valdið hefur íbúum
í nokkrum hverfum á Akureyri svefn-
truflunum og ónæði undanfarið. Grun-
ur beinist að loftblásara í Vaðlaheiðar-
göngum gegnt bænum. Fleira er nefnt til
sögunnar sem hugsanlegur orsakavaldur,
s.s. skipaniður, starfsemi í Slippnum eða
ljósavélar.
„Þetta er fyrirbæri sem er ekki óþekkt
í fræðunum en vissulega dálítið ráðgáta.
Gæti verið lágtíðnihljóð sem berst um
langan veg. Í erli dagsins tekur enginn
eftir þeim en svo þegar kvöldar og kyrrist
magnast hlutfallegur styrkur,“ segir Al-
freð Schiöth heilbrigðisfulltrúi á Akur-
eyri.
Nokkrir aðilar hafa haft samband við
embætti heilbrigðisfulltrúa á Akureyri.
Akureyri vikublað hefur rætt við fólk
sem segist ekki geta sofið út af hljóð-
inu. Einn íbúa bæjarins kallar hljóðið
draugahljóð. „Það er full ástæða til að
taka svona rannsókn alvarlega,“ segir
Alfreð Schiöth.
Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri
Vaðlaheiðarganga, hefur sjálfur heyrt
lágtíðnihljóðið frá eigin heimili á Ak-
ureyri. „Þetta hljóð er væntanlega ekki
yfir hávaðamörkum en það gæti verið yfir
þægindamörkum.“
„Ég myndi halda ef ég ætti að giska
á eitthvað að þetta væri loftblásarinn.
Það þarf að finna upptökin sem fyrst og
bregðast við,“ segir Valgeir. -BÞ
FERÐALAG UM DRAUMALAND Nýr Lambi, skáli Ferðafélags Akureyrar, var fluttur af félögum í FFA og snjóruðningsmönnum Hlíðarfjalls í síðustu
viku inn í botn Glerárdals. Glerárdalur er án vafa ein mesta náttúru- og útivistarperla Norðlendinga. Völundur
Matthías Rögnvaldsson
1. sæti
Kosningaskrifstofa: virka daga kl. 14-18 og um helgar kl. 12-16
Kosningastjóri s: 842 0208
Matthías hefur reynslu af miklum rekstri