Akureyri


Akureyri - 08.05.2014, Blaðsíða 13

Akureyri - 08.05.2014, Blaðsíða 13
8. maí 2014 17. tölublað 4. árgangur 13 AÐSEND GREIN SÓLEY BJÖRK STEFÁNSDÓTTIR Við getum breytt kerfinu “Þetta fyrirkomulag er í hróplegu ósamræmi við niðurstöður kosninga og þar með vilja kjósenda” Í vor munu sjö flokkar bjóða fram til bæjarstjórnar hér á Akureyri og ljóst er að allir frambjóðendur vilja vinna bænum okkar gagn þó skiptar skoðanir séu um hvernig það sé best gert. Um leið eru pólitískar línur að óskýrast þar sem hluti flokk- anna leggur ekki upp með skýrar pólitískar hugsjónir heldur frekar að um sé að ræða hóp ólíkra einstaklinga sem hver fyrir sig taki af- stöðu í málum og málefnum samkvæmt sinni persónulegu póli- tísku skoðun þó reyndar hafi ekki borið á slíku í hreinum meirihluta L-listans síðastliðið kjörtímabil. Svo það er greinilega ekki nóg. Þess vegna er mikilvægt að efla samræðu- og samvinnustjórnmál og velta upp nýjum möguleikum til þess. Við í VG viljum afleggja hefð- bundna skiptinu í meirihluta og minnihluta en þess í stað vinni allir bæjarfulltrúar saman. Þannig höldum við eðlilegra valdajafnvægi í samræmi við niðurstöður kosninga. Staðreyndin er þó sú að stór hluti vinnunar fyrir bæjarbúa fer fram í nefndum. Þar hefur meirihluta- hópurinn hingað til eignað sér valda- mesta embætti í hverri nefnd; for- mennskuna. Þetta fyrirkomulag er í hróplegu ósamræmi við niðurstöður kosninga og þar með vilja kjósenda. Sem dæmi má nefna að í kosningum 2010 hlaut L-listinn 45% atkvæða en skipar 100% nefndarformanna. Við leggjum til að nefndarformönnum og nefndarmönnum verði skipt niður á flokkana í samræmi við útkomu úr kosningum sem. Auk þessa er mikilvægt að auka aðkomu íbúa að umræðu og ákvörðunum. Fyrsta skrefið að þessu bætta lýðræði er að auka upplýsingagjöf um það sem fram fer í stjórnsýslunni. Það þýðir ekki að ætlast sé til að allir bæjarbú- ar kynni sér öll mál sem tekin eru til umræðu heldur að þeir bæjarbúar sem áhuga hafa eigi greiðlega aðgengi að þeim gögnum sem liggja til grundvallar ákvarðanatöku. Með þessu eiga íbúarnir auð- veldara með að beita virku aðhaldi. Við leggjum til að öll gögn sem bæjarfulltrúar fá í hendur við umræðu um málefni í nefndum og ráðum séu gerð opinber með fundargerðum innan marka persónuverndar og við- eigandi laga. Í vikunni bárust þær fréttir að CCP hefði í ársreikningi sínum birt upplýsingar um alla hluthafa í fé- laginu. Þetta hefur víst ekki gerst áður hjá stórfyrirtæki á Íslandi. Þetta er mikilvægur liður í auknu upplýsingaaðgengi og til mikillar fyrirmyndar og vonandi að fleiri fylgi eftir. Það er nefninlega þannig að það þarf bara að ríða á vaðið, ekki bara afsaka sig með því að þetta eða hitt tíðkist ekki. Það eru ekki gild rök í umræðunni um aukið aðgengi að gögnum. Einn liður í betra upplýsingaflæði milli bæjarkerfis og bæjarbúa er að haldið sé úti upplýsingagátt þar sem íbúar hafa tækifæri til að koma að ákvarðanatöku, forgangsröðun og til að afla sér upplýsinga án mikill- ar fyrirhafnar. Bæjarkerfið þarf að taka frumkvæði í upplýsingagjöf til íbúanna sem það þjónustar. Þetta er pólitísk stefna okkar í VG. Höfundur skipar fyrsta sæti á lista VG til sveitarstjórnarkosninga. AÐSEND GREIN MATTHÍAS RÖGNVALDSSON Við viljum aukna nýsköpun Fjölbreytt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Eins og dæmin sanna á okkar góða landi, þá kann það ekki góðri lukku að stýra að treysta um of á eina atvinnugrein. Heilu byggðirnar eiga undir högg að sækja þegar undirstöðugreinin eina missir fótanna og oftar en ekki eru það sjávarútvegsfyrirtæki sem um ræðir. Við Akureyringar erum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa við fjölbreytt atvinnulíf. Hér eru starfandi öflug sjávarútvegsfyrirtæki, gamalgróin iðnfyrirtæki, blómleg framleiðsla, fjölmiðlar og menningarstarfsemi af ýmsum toga svo fátt eitt sé nefnt, auk þess sem ferðaþjónustunni hefur mjög vaxið fiskur um hrygg á undan- förnum misserum. Í nýrri atvinnustefnu Akureyrar- bæjar sem samþykkt var samhljóða undir forystu L-listans og skoða má á vef bæjarins er að finna greiningu á stöðunni eins og hún er í dag, en þar er einnig að finna þær leiðir sem við viljum fara til að gera gott enn betra. Unnið er út frá sex lykilþáttum: 1. Rannsóknir og menntun 2. Ferðaþjónusta, verslun og almenn þjónusta 3. Iðnaður, sjávarútvegur og hefðbundnar atvinnugreinar 4. Lýðheilsa, heilbrigði og umhverfismál 5. Menning og skapandi greinar 6. Stjórnsýsla og stuðningsstofnanir Okkar markmið er að samspil þessara lykilþátta efli allt atvinnu- líf og skapi bæjarbúum „öll lífsins gæði“ þar sem þeir geta notið fram- úrskarandi menningar, heilbrigðs lífsstíls og fjölbreytilegra valkosta í atvinnulífinu, jafnt hefðbundinna sem nýstárlegra. Sem mikill áhugamaður um at- vinnumál og nýsköpun hef ég tek- ið virkan þátt í nefndarstarfi sem snýr að atvinnumálum á Akureyri undanfarin ár. Ég hef þó ekki látið þar við sitja, heldur er ég líka einn af stofnendum Atvinnu- og nýsköp- unarhelgarinnar, ANA, sem haldin er árlega á Akureyri og hefur síðan orðið fyrirmynd sambærilegra upp- ákoma víða um land.Yfir 300 aðilar hafa tekið þátt í ANA á Akureyri og tugir sjálfboðaliða komið að fram- kvæmdinni. Fleiri þúsund vinnutím- ar hafa farið í þessar skemmtilegu helgar undanfarin ár og ég leyfi mér að fullyrða að þeir hafi verið hverrar mínútu virði og ríflega það. Í aðdraganda kosninga eru at- vinnumálin ávallt áberandi, sem eðlilegt er. Hefðin virðist mæla fyr- ir um að aðkoma sveitarfélaga að atvinnumálunum eigi og megi ekki vera með beinum hætti, þ.e., sveitar- félögin eigi aðeins að skapa frjóan jarðveg fyrir einkafyrirtæki til að vaxa í og dafna en fyrirtækin sjálf eigi að sjá um eftirleikinn. Í grunninn er ég sammála þessu en þar sem nýsköpun er annars vegar vil ég þó ganga lengra. Við í L-list- anum viljum feta nýjar slóðir þegar kemur að nýsköpun, með beinni aðkomu sveitarfélagsins. Við viljum koma á laggirnar Nýsköpunarhúsi sem styður dyggilega við bakið á frumkvöðlum með góðar hugmyndir. Slíkt framtak kostar vissulega peninga en ef rétt er að málum staðið mun slík fjárfesting skila sér marg- falt aftur til sveitarfélagsins með fjölmörgum og fjölbreytilegum störf- um, enda sanna dæmin að nýsköp- unarfyrirtæki nútímans eru ekki síður arðbær en hin hefðbundnu. Nægir þar að nefna dæmi á borð við Marel, Össur, Quizup, Meniga.is og svo mætti lengi áfram telja. Í atvinnumálunum gildir að hafa mörg og mismunandi egg í mörgum og mismunandi körfum – og hlúa vel að þeim öllum! Höfundur er oddviti L-listans. AÐSEND GREIN INGIBJÖRG ISAKSEN Ánægjulegt ævikvöld Á komandi árum mun hlutfall bæj- arbúa sem teljast til eldri borgara aukast hægt og bítandi. Við sem sam- félag þurfum að velta fyrir okkur hvernig hægt er að bæta lífsgæði þessa aldurshóps. Margt bendir til þess að heilsa eldri borgara í fram- tíðinni verði betri en áður hefur verið vegna bættra lífskjara, úrræða heil- brigðisþjónustu almennt, betri fjár- hags og möguleika til líkamsræktar. Það hlýtur að vera markmið samfé- lagsins að sem flestir geti notið eldri áranna sem best. Akureyrarbær þarf í þessu samhengi að endurskoða áætlanir hvað varðar búsetuúrræði eldri borgara með markvissum hætti í þeim tilgangi að til séu viðeigandi úrræði í þessum málaflokki sem öðrum. Það þarf að auðvelda þeim sem hafa heilsu, getu og áhuga til að stunda útivist, sinna áhugamálum og sækja þjónustu á vegum bæjarins. Ef fjárhagur er knappur er vert að skoða hvaða leiðir þarf að fara til að auðvelda eldri borgurum að sækja þá þjónustu sem greiða þarf fyrir. Ánægjulegt ævikvöld hlýtur með- al annars að innifela möguleikann á að geta valið sér tómstundir og dægradvöl við hæfi. Langtímaátak í heilsueflingu eldri borgara Betri heilsa eldri borgara eykur líkur á því að einstaklingar geti lifað sjálf- stætt og án utanaðkomandi aðstoð- ar. Því viljum við auka heilsueflingu aldraðra með langtímaátaki. Í því felst meðal annars að fela íþróttaráði að kanna alla hugsanlega möguleika til að bæta aðgengi að íþróttamann- virkjum bæjarins. Í kjölfarið er hægt að skoða möguleikann á því að stofna íþróttafélag aldraðra sem hef- ur það að leiðarljósi að auka hreyf- ingu og bæta heilsu þessa aldurshóps í samvinnu við Félag eldri borgara og íþróttaráð. Tómstundastyrkur Við framsóknarfólk á Akureyri vilj- um bjóða upp á tómstundastyrk fyrir eldri borgara á svipaðan hátt og gert er fyrir ungmenni í flestum sveitarfé- lögum landsins. Margvíslegar leið- ir eru til þess að fjölga möguleik- um eldri borgara til tómstunda og heilsubætandi hreyfingar miðað við getu hvers og eins. Sem dæmi má nefna golf, sund, íþróttatíma und- ir handleiðslu fagfólks, gönguhópa o.s.frv. Við styðjum hugmyndir Félags eldri borgara um Öldungaráð sem verði stefnumótandi við skipulag mála sem varða eldri borgara Ak- ureyrar. Þessi atriði ásamt fleirum er hluti af okkar leiðum til að gera góðan bæ betri. Höfundur skipar 2. sæti lista Framsóknarflokksins til bæjarstjórn- arkosninga. SÓLEY BJÖRK STEFÁNSDÓTTIR Það þarf að auðvelda þeim sem hafa heilsu, getu og áhuga til að stunda útivist, sinna áhugamálum og sækja þjónustu á vegum bæjarins.Ingibjörg Isaksen ... enda sanna dæmin að nýsköpunar­ fyrirtæki nútímans eru ekki síður arðbær en hin hefðbundnu MATTHÍAS RÖGNVALDSSON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.