Akureyri - 08.05.2014, Blaðsíða 10
10 17. tölublað 4. árgangur 8. maí 2014
Heilsugæslan í höndum
Akureyrarbæjar
Bæjarráð Akureyrar fjallaði um
samninga Akureyrarbæjar við ríkis-
valdið um rekstur Heilsugæslustöðv-
arinnar á Akureyri á fundi sínum á
mánudag og var það gert í framhaldi
af bókun félagsmálaráðs um sama
efni. Í bókun bæjarráðs segir orðrétt:
Félagsmálaráð telur að rekstur
Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri
eigi heima í höndum Akureyrarbæj-
ar eins og verið hefur undanfarin
17 ár. Félagsmálaráð samþykkir að
fela bæjarstjóra að ganga til við-
ræðna um nýjan samning við Vel-
ferðarráðuneytið sbr. framlögð gögn
vegna málsins. Sömuleiðis skorar
félagsmálaráð á Alþingi að taka
fjárveitingar til Heilsugæslustöðvar-
innar til gagngerrar endurskoðunar
hið fyrsta.
Bæjarráð tekur undir bókun fé-
lagsmálaráðs. Þar sagði: Félagsmála-
ráð telur að rekstur Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri eigi heima
í höndum Akureyrarbæjar eins og
verið hefur undanfarin 17 ár. Félags-
málaráð samþykkir að fela bæjar-
stjóra að ganga til viðræðna um nýj-
an samning við Velferðarráðuneytið
sbr. framlögð gögn vegna málsins.
Sömuleiðis skorar félagsmálaráð
á Alþingi að taka fjárveitingar til
Heilsugæslustöðvarinnar til gagn-
gerrar endurskoðunar hið fyrsta.
Bæjarráð tekur undir bókun fé-
lagsmálaráðs. a
Sjöhundruð
syngjandi konur
Helgina 9-11. maí næstkomandi
verður landsmót Gígjunnar, lands-
sambands íslenskra kvennakóra,
haldið á Akureyri. Kvennakór Ak-
ureyrar sér um framkvæmd mótsins
að þessu sinni en þetta er í níunda
sinn sem mótið er haldið.
Von er á tuttugu kórum víðsvegar
að af landinu auk þess sem einn
gestakór er væntanlegur frá Noregi.
Alls verða um það bil sjöhundruð
syngjandi konur samankomnar á
Akureyri þessa helgi. Miðpunktur
mótsins verður í menningarhús-
inu Hofi en æfingar í söngsmiðjum
fara fram víðs vegar um bæinn.
Viðfangsefnin í söngsmiðjunum
eru mjög fjölbreytt, má þar nefna
rokklög, þjóðlög frá ýmsum lönd-
um, madrigala og spuna. Hefð hefur
skapast fyrir því að samið sé sérstakt
landsmótslag og í ár var tónskáldið
Hugi Guðmundsson fenginn til að
semja lag við texta Jakobínu Sig-
urðardóttur, Vor í garði.
Söngurinn mun því óma um Ak-
ureyri þessa helgi og hápunkturinn
verður svo í Hofi sunnudaginn 11.
maí þar sem allir þátttakendur sam-
einast á sviði ásamt hljómsveit og
frumflytja meðal annars landsmóts-
lagið, segir í tilkynningu. a
LEIÐRÉTTING
Að gefnu tilefni skal tekið fram að vegna mistaka blaðamanns er ranglega
haft eftir leikhússtjóra LA, Ragnheiði Skúladóttur, að menningarhúsinu Hofi
megi kenna um hvernig komið er fyrir Leikfélagi Akureyrar fjárhagslega.
Mistök við vinnslu fréttarinnar urðu til þess að fyrirsögn fréttar í papp-
írsútgáfunni sem dreift verður á Norðurlandi á morgun er röng.
Blaðið biður Ragnheiði Skúladóttur og aðra hlutaðeigandi auðmjúklega
afsökunar og harmar ónákvæmnina.
- ritstjóri
Ný sumaráætlun strætó
Frá og með 18. maí nk. tekur ný
áætlun gildi á Vestur- og Norður-
landi. Helstu breytingar eru að leið
57 fer tvær ferðir á laugardögum
milli Akureyrar og Reykjavíkur og
ekur þar með tvær ferðir á dag alla
daga vikunnar. Fyrri ferðin fer frá
Akureyri kl 10:15 kl. Seinni ferðin
fer kl 16:20.
Í öllum ferðum milli Akureyrar
og Reykjavíkur verður nú gert ráð
fyrir 30 mín stoppi í Staðarskála. a