Akureyri


Akureyri - 08.05.2014, Blaðsíða 16

Akureyri - 08.05.2014, Blaðsíða 16
16 17. tölublað 4. árgangur 8. maí 2014 AÐSEND GREIN BJARKI ÁRMANN ODDSSON Akureyri tækifæranna Akureyri er sannkölluð paradís. Fegurð bæjarins er óumdeilanleg og þykir mörgum Akureyri vera fegursti bær landsins. Hér þrí- fst blómlegt menningarstarf og kraftmikið íþróttalíf. Jafnt sumar sem vetur, alltaf er nóg að gera. Frábært og vel menntað starfs- fólk ber uppi öfluga skóla. Úrval verslunar og þjónustu er mikið og ferðamennirnir eru duglegir að heimsækja bæinn. Meira að segja íbúar Akureyrar þykja bera af þrátt fyrir að gefa aldrei stefnuljós. Engu af síður hef ég þó óneitan- lega nokkrar áhyggjur af atvinnu- lífinu í bænum. Það er einfaldlega of fábreytt. Hlutfallslega er hér gríðarlega mikið af þjónustustörfum og störfum hjá hinu opinbera sem verður þess valdandi að Akureyri hefur dregist aftur úr og er orðið að láglaunasvæði, sérstaklega þegar miðað er við höfuðborgarsvæðið. Samanlagður hagvöxtur Norð- urlands eystra á árunum frá 2004- 2011 er 0%. Þetta er eini lands- hlutinn sem hefur ekki séð neina aukna framleiðni á þessum árum. Á sama tíma jókst framleiðni á höfuð- borgarsvæðinu um 11%, Suðurnesj- um um 32% og á Vesturlandi um 18%. Á ársgrundvelli er framleiðni á mann um 600.000 krónum minni á Norðausturlandi en á höfuðborgar- svæðinu. Það jákvæða er þó að hvert sem litið er í okkar fallega bæjarfélagi eru tækifæri. Tækifæra til að gera betur. Gerum atvinnulífið í bænum fjöl- breyttara og ögn skemmtilegra Það yrði alveg frábært að koma á fót alvöru matarmarkaði miðsvæðis í bænum. Þar sem framleiðendur í Eyjafirði og nágrenni myndu kynna og selja vörur sínar heimamönnum jafnt sem ferðamönnum. Áherslan yrði á vörur úr heimahéraði. Þarna gefst frábært tækifæri fyrir stóra sem smáa framleiðendur, sem við eigum nóg af, til að koma sér og sín- um vörum á framfæri. Hver hefði til dæmis trúað því að bestu smyrsl í heimi væru framleidd á Svalbarðs- eyri, að bestu paprikur heims væru innan úr Eyjafjarðarsveit og besti fiskur heims kæmi að landi á Akur- eyri? Hversu frábært yrði til dæmis ef trillusjómenn gætu lagst upp að Torfunesbryggjunni og selt fisk á góðum sumardögum? Menning er önnur aðalástæða heimsókna ferðamanna til Íslands. Akureyri þarf að bjóða upp á stóra alþjóðlega menningarviðburði til að standast samkeppni við höfuð- borgarsvæðið og nágrannalönd. Með tilkomu Menningarhússins Hofs hafa möguleikar bæjarins til að setja upp stærri listviðburði ásamt ráðstefnu- haldi aukist. Þennan möguleika þarf að nýta betur. Það skiptir ekki máli hvaða viðburður það er. Tónleikar, ráðstefnur, kvikmyndahátíðir eða íþróttamót, aðstaðan er til staðar hér á Akureyri. Það þarf bara að nýta hana betur! Tryggja þarf áframhaldandi starfsemi Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhjómsveitar Norðurlands. Það þarf að gera þessum stofnunum hátt undir höfði svo þær geti tek- ist á við metnaðarfull verkefni til frambúðar. Starfsfólk Akureyrarbæjar hef- ur fundið allhressilega fyrir niður- skurði hin síðustu ár. Nú þegar rofar til þarf að gera úttekt á því hvernig bærinn stendur sig sem vinnuveit- andi og skoða sérstaklega hvaða áhrif margra ára niðurskurður hjá stofnunum bæjarins hefur haft. Nauðsynlegt er að fjölga störfum innan þjónustustofnana til dæmis í leik- og grunnskólum og öldrunar- þjónustu, þar sem undirmönnun er orðin viðvarandi. Betra vinnuum- hverfi þýðir ánægðara starfsfólk og betri þjónusta. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan skipar stóran sess á Akureyri og skilar íbúum meiri og betri þjónustu allt árið um kring. Auk þess eflir hún allt mannlíf og gera það skemmtilegra. Akureyr- ingar eru góðir gestgjafar og mik- ilvægt er að hlúa að jákvæðum samskiptum við gesti bæjarins. Ak- ureyri er um þessar mundir gríðar- lega vinsæll ferðamannastaður. Það er því mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og markaðsetja bæinn enn betur. Ferðaþjónustufyr- irtæki ásamt Akureyrarbæ þurfa að skilgreina vörumerkið AKUREYRI. AKUREYRI á að verða samheiti í ferðaþjónustu fyrir allt Norðaustur- land. Öflug ferðaþjónusta og mark- aðssetning Akureyrar sem ferða- mannabæjar eflir ferðaþjónustu á öllu Norðurlandi. Eitt sem sveitarfélagið getur gert er að efla Akureyrarstofu og Mark- aðsstofu Norðurlands til að kynna vörumerkið AKUREYRI, efla mark- aðsrannsóknir og halda áfram með þá vinnu að fá fleiri bein millilandaflug til Akureyrar. Mikilvægt er að leggja áherslu á þróun atvinnugreinarinnar með sjálfbærni og aukna arðsemi að leiðarljósi. Sérstaklega þarf að leggja áherslu á að markaðssetja Vetrarbæinn Akureyri sem paradís útivistar- og ævintýraferðamennsku. Forsenda þess er frekari uppbygging upp í Hlíðarfjalli. Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyri skiptir okk- ur gríðarlegu miklu máli. Hann er ekki bara stór vinnustaður heldur útskrifar hann hæfa einstaklinga og er verðmætaskapandi fyrir svæðið sem heild. Háskólinn á Akureyri er frábær skóli og þekki ég það mjög vel eftir að hafa lokið gráðum bæði úr HA og HÍ að sá fyrrnefndi stendur þeim síðarnefnda framar á mörgum sviðum. Persónulegri kennsla, metn- aður fyrir hönd landsbyggðarinnar og einstaklega hjálpfúst starfsfólk standa þar upp úr að mínum dómi. Reynslan hefur sýnt að útskrifaðir nemendur úr HA er mun líklegri til að starfa á landsbyggðinni. Skólinn er um þessar mundir alvar- lega fjársveltur og vissulega þarf hið opinbera að koma þar að með myndar- legri hætti. Hins vegar vil ég benda á að atvinnulífið, sérstaklega hér í Eyjafirði, þarf að koma mun meira að því að styðja við bakið á skólanum. Of mörg stór fyrirtæki leggja ekkert til skólans en njóta góðs af honum. Fyrirtækin ættu hins vegar að sjá sér hag í því að styðja vel við bakið á skól- anum og fá þannig til baka hæfara starfsfólk. Stuðningurinn þarf ekki að vera annað en að verðlauna fyrir góðan árangur, ritgerðasamkeppnir, nýsköpunarverðlaun, uppfinninga- keppnir og svo framvegis. Það sem ég tel þó vera brýn- ast fyrir framtíð skólans er að efla vísindastarf og auka stuðning við rannsóknir við allar deildir háskól- ans. Það myndi auka nýsköpun og efla mannauð. Þetta myndi svo hafa margföldunaráhrif eftir því sem vegur háskólans vex með auknum fjölda sprota- og þekkingarfyrir- tækja tengdum Háskólanum. Að auki tel ég okkur Akureyr- inga vera að súpa seyðið af því að hafa misst tölvunarfræðideildina úr háskólanum. Mikill skortur er á tölvu- og tæknifræðingum. Störf þeirra eru ein af forsendum þess að byggja hér upp öflugt þekkingasam- félag. Ég held að það liggji ljóst fyrir að við þurfum að berjast fyrir því að fá fullt tækni- og tölvunarfræðinám á háskólastigi til Akureyrar á allra næstu árum. Já, tækifærin eru svo sannarlega til staðar. Áfram Akureyri! Höfundur er stjórnsýslufræðingur og 3. maður á lista Samfylkingarinn- ar á Akureyri Samanlagður hagvöxtur Norðurlands eystra á árunum frá 2004­2011 er 0%. Þetta er eini landshlutinn sem hefur ekki séð neina aukna framleiðni á þessum árum. BJARKI ÁRMANN ODDSSON Akureyrarbær hvetur bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með brosi á vör. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu ekki fjarlægja garðaúrgang frá lóðarmörkum en gámar verða staðsettir í hverfum bæjarins frá 12. – 19. maí. Staðsetning gámana verður á eftir- töldum stöðum: • Kaupangi • Hagkaup • Hrísalundi • Bónus við Kjarnagötu • Bónus við Langholt • Aðalstræti sunnan Duggufjöru • Bugðusíðu við leiksvæði • Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð Einnig er tekið við garðaúrgangi og fl. á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttöku- stöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl staðsettir í hesthúsahverfum bæjarins frá 20. – 30. maí. HVATNING TIL DÁÐA Akureyrarbær hefur stundum fengið sæmdarheitið “fegursti bær landsins” en til þess að hann verðskuldi það þurfa allir að leggjast á eitt og taka til í sínum ranni. Það er samfé- lagsleg skylda okkar sem í þessum bæ búa að ganga vel um og koma í veg fyrir sóðaskap sem hlýst af uppsöfnuðu rusli. Með því að hreinsa rusl og snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan lóðarmarka, við næsta göngustíg og/eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni. OPNUNARTÍMAR GÁMASVÆÐIS VIÐ RÉTTARHVAMM: Frá 16. ágúst til 15. maí: Mánudaga til föstudaga kl. 13.00 - 18.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 17.00 Frá 16. maí til 15. ágúst: Mánudaga til föstudaga kl. 13.00 - 20.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 - 17.00 Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar Forstöðumaður umhverfismála Fögnum sumrinu og fegrum umhverfið Hreinsunarvika 2014

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.