Akureyri - 08.05.2014, Qupperneq 2
2 17. tölublað 4. árgangur 8. maí 2014
Hitaveitu &
gasskápar
Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is
fyrir sumarbústaði og heimili
Gæði • Þjónusta • Öryggi
Hitaveituskápar
Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager.
Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl.
Fáanlegir í mörgum litum.
Gasskápar
Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir
og smíðaðir úr áli.
Láttu ekki stela af þér kútunum!
Þrír af fjórum vilja strætó út á völl
Í gær hófst átak þar sem hvatt er til
þess að Íslendingar hjóli í vinnuna.
Samkvæmt bæjarkönnun sem gerð
var fyrir skömmu á vegum Háskóla-
brúar-Keilis vilja Akureyringar hjóla
í vinnuna á sérstökum hjólastígum
án þess að þurfa að vera í slagtogi
með bílum eða gangandi fólki eins
og sést á myndinni.
Spurt var: Hvar vilt þú hafa sam-
gönguhjólreiðafólk?
Gefnir voru þrír svarmöguleik-
ar. 16-29% svarenda (mismunandi
eftir stjórnmálaviðhorfum) vilja að
hjólareiðafólk ferðist um á götur
bæjarins en 50-69% vilja að hjóla-
fólk ferðist umá þar til gerðum hjóla-
stígum. 11-30% vilja blandaða um-
ferð hjóla- og göngufólks.
Einnig var spurt um ánægju bæj-
arbúa gagnvart snjómokstri í bænum.
64% svarenda telja að göng og hjóla-
stígar séu ekki ruddir sem skyldi á
vetrum og 55% telja að það sama eigi
við um götur, aðrar en stofnbrautir.
Þá telja 76% svarenda í sömu
könnun að flugvöllurinn eigi að
vera hluti af leiðarkerfi strætó en
þannig hefur ætíð háttað til að sá
sem kemur með flugi til Akureyr-
ar þarf annað hvort að ganga eða
taka leigubíl í bæinn. Eiríkur Björn
Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri,
segir aðspurður um niðurstöðuna að
hún komi sér ekki á óvart miðað við
spurninguna.
„Það er auðvelt að svara svona
spurningu með jái en það er svo
önnur spurning hvort fólk nýtir sér
þessa þjónustu ef hún er til staðar.“
Bæjarstjóri segir að þessi niður-
staða muni þó örugglega hvetja
menn til að ræða þessa hugmynd
enn og aftur. Taka þurfi ákvörðun
sem sé talin skynsamleg bæði fyrir
rekstur strætókerfisins og þjónustu
við íbúa.
„Það sem helst hefur staðið í vegi
fyrir því að þessi þjónusta hefur
komist á er að skipulag hennar þarf
að henta sem best komu- og brott-
farartíma flugvélanna. Leigubílar
geta betur aðlagað sig að því.“ -BÞ
Vaxandi misrétti í samfélaginu
Kristján Þórður Snæbjarnarson, for-
maður Rafiðnaðarsambands Íslands,
flutti aðalræðu dagsins á 1. maí há-
tíðarhöldunum á Akureyri. Þar kom
fram hörð gagnrýni á kaupaukakerfi
sem hyglir hinum efnameiri á sama
tíma og launalægstir leptu dauðann
úr skel.
„Í dag eru mestu áhyggjur stjórn-
valda að huga að stöðu þeirra sem
hafa það best, þá launahæstu.
Viljum við ekki örugglega að sam-
félagið sé fyrir alla?
Viljum við búa til samfélag fyrir
suma? Viljum við búa til kaupauka-
kerfi fyrir þá sem hæstu launin hafa
svo þeir geti fengið tvöföld árslaun?
Er virkilega svo fyrir okkur kom-
ið að við viljum auka misskiptingu
hér á landi?
Höfum við ekkert lært af því
efnahagshruni sem við fórum í gegn-
um og stöndum reyndar enn í dag?
Er mikilvægast fyrir þjóðfélagið að
þeir ríku fái að verða ríkari? Er það
mikilvægast fyrir þjóðfélagið að
öfgalaunin í fjármálafyrirtækjum
þurfi að tvöfalda samanber frumvarp
til laga sem fjármálaráðherra lagði
fram á Alþingi Íslendinga?
Ef við skoðum hvað var lagt fyr-
ir ársfund Sjóvár í þessari viku en
þar sagði í tillögum stjórnar: “Fyrir-
hugað er að koma á árangurstengdu
launakerfi fyrir starfsmenn. Kerf-
ið skal vera í samræmi við reglur
Fjármálaeftirlitsins um slík kerfi hjá
fjármálafyrirtækjum.”
Væri ekki réttara að kaupaauka-
kerfum fjármálaráðherra yrði fyrir-
komið í launum almenns launafólks?
Þar sem raunveruleg verðmætasköp-
un fer fram! Væri ekki ráð að hækka
launin okkar allra? Leita allra leiða
til þess að auka jöfnuð? Eða ætlum
við á blása út fjármálafyrirtækin
okkar AFTUR og sjá til hvort þetta
“reddist ekki” í þessari lotu?
Við sjáum að það viðskiptasið-
ferði, ef siðferði skyldi kalla, sem
viðgekkst fyrir hrun er komið aft-
ur á fulla siglingu. Við getum ekki
sætt okkur við aukna misskiptingu
áfram,“ sagði Kristján Þórður. -BÞ
Refastofninn
hefur tífaldast
Umhverfisstofnun hefur útbúið drög
að áætlun til þriggja ára um refaveið-
ar. Markmiðið með áætluninni er að
tryggja upplýsingaöflun og samráð
við helstu hagsmunaaðila. Þannig
megi byggja upp enn betri grunn fyr-
ir ákvarðanatöku um veiðar á ref.
Að þremur árum liðnum má gera
ráð fyrir að betri upplýsingar um
stofnstærð refsins um land allt liggi
fyrir sem og frekari upplýsinga um
tjón. Áætlunin var unnin að höfðu
samráði við Sambandi íslenskra
sveitarfélaga. Drögin hafa verið til
umfjöllunar á samráðsvettvangi með
sambandinu og Náttúrufræðistofn-
un Íslands.
Lögð er áhersla á eftirfarandi
atriði:
Veiðiálag verði sem næst óbreytt
eins og verið hefur. Áætlunin verði
þó endurskoðað árlega á samnings-
tímanum.
Greitt verði fyrir refaveiðar
samkvæmt samkomulagi milli Um-
hverfisstofnunar og sveitarfélaga,
sem byggir á þeirri áætlun sem
sveitarfélagið leggur fram.
Tekið verði tillit til sanngirnis-
sjónarmiða, þ.a. smá en landstór
svæði gætu því fengið hlutfalllega
hærri kostnað greiddan en stór
sveitarfélög sem eru landlítil og/eða
ágangur refa ekki vandamál.
Sátt náist um hvaða atriði beri
að leggja til grundvallar við mat á
tjóni af völdum refa.
Veiðiálag á tilteknum svæðum
verði metið og ákveðið í ljósi þess
tjóns sem refur er talinn valda á við-
komandi svæði.
Miðlæg skráning grenja hjá Um-
hverfisstofnun verði bætt.
Lögð verði áhersla á veiðiálag
(grenjavinnslu eða vetrarveiði) í sam-
ræmi við áætlað tjón eftir svæðum.
Efla samvinnu milli sveitarfélaga
varðandi refaveiðar þar sem það á við.
Lagt er til að sveitarfélög sem
eru með meðalveiðar upp á 10 refi á
ári eða færri yfir þetta tímabil gangi
inn í áætlun með öðru sveitarfélagi/
sveitarfélögum.
Skoðað verði hvort umbuna eigi
sérstaklega fyrir góða upplýsinga-
gjöf, s.s. vegna mats á tjóni og grenja-
skráningu.
Öllum er heimilt að senda inn
umsögn eða athugasemdir við drögin
í gegnum vefinn fyrir 11. maí næst-
komandi.
Í skýrsludrögum að refaveiðum seg-
ir að refastofninn hafi líklega meira en
tífaldast á síðustu 30 árum, eftir að
hafa verið í sögulegri lægð. Þetta megi
að öllum líkindum rekja til bættra lífs-
skilyrða svo sem vegna aukins fæðu-
framboðs, en t.d. hafi fýl og heiðargæs
fjölgað mikið á sama tímabili.
Mjög er mismunandi eftir sveitar-
félögum hve mikill útlagður kostn-
aður fer í að halda ref niðri en sum
norðlensk sveitarfélög verja miklum
fjárhæðum í refaveiðar. -BÞ
Skipan vinnuhóps gagnrýnd
Mikil samstaða var um að standa
vörð um Leikfélag Akureyrar á fé-
lagsfundi í síðustu viku. Fjármál
félagsins voru eðlilega mjög til um-
ræðu. Skiptar skoðanir eru með-
al félagsmanna um ágæti þeirrar
áætlunar að LA hætti framleiðslu
leikefnis fyrr en næsta ár til að spara
útgjöld.
„Í peningaumræðunni vil ég að
það komi fram að á þessu leikári
hefur sjálfaflaé LA aukist um 50%
síðan í fyrra. Hér hefur átt sér stað
gríðarleg listræn og hugmyndafræði-
leg uppbygging, samstarf við aðrar
menningarstofnanir hefur aukist til
muna, sýningar okkar hafa beinlínis
verið notaðar sem námsefni í fram-
haldsskólum sem er áægjulegt auk
þess sem aðsókn að leiklistaskóla
LA hefur aukist og nemendur tekið
þátt í 2 uppfærslum Sek og Gullna
hliðinu,“ sagði Ragnheiður Skúla-
dóttir leikhússtjóri.
Lerikhússtjóri sagði mikilvægt að
ungt fólk sæi sviðslistir fyrir sér sem
atvinnugrein. Þess vegna væri grund-
vallaratriði að ungt fólk hefði eitt
atvinnuleikhús utan höfuðborgar-
svæðis. Hugmyndin nú í niður-
skurðinum væri að framleiða tvær
veglegar sýningar á ári í stað þriggja
til fjögurra, auk þess sem LA myndi
stofna atvinnunglingaleikhús. „Við
könnumst öll við kennslusjúkrahús,
af hverju ekki kennsluleikhús?“ Slíkt
hús yrði rekið í samstarfi við stofn-
un sviðslistabrautar við VMA auk
þess sem MA kæmi að. Byggt yrði á
gömlum grunni þess mikla starfs sem
hér hefði verið unnið. Akureyri gæti
orðið fyrirmyndabær á landsvísu í
sviðlistamenntun.
SAMEINING ÁN FJÁR
EKKI GÓÐ HUGMYND
Eldfimasta umræðan á fundinum
varð um hugsanlega sameiningu
Hofs, SN og LA. Meðal annars var
gagnrýnt að framkvæmdastjóri Hofs
leiddi vinnu starfshóps sem skoðar
sameiningu þessara þriggja menn-
ingarstofnana. Varað var einnig við
að LA hæfi nýtt samstarf með skottið
milli fótanna og varað við að LA yrði
gleypt. Skúli Gautason listamaður
benti á að samkvæmt rannsókn
heppnuðust sameiningar menningar-
stofnana aðeins í 15% tilfella, þær
misheppnuðust af því að farið væri of
geyst og ekki nægur peningur settur
í sameininguna. Í þessu tilviki nú færi
ekki ein einasta króna til ferilsins og
starfsfók væri ekki haft með í ráðum.
Betra hefði verið að kaupa utanað-
komandi sérfræðiráðgjöf áður en stór
skref yrðu stigin.
Eiríkur Haukur Hauksson fram-
kvæmdastjóri LA var ósammála
Skúla og sagðist sjá gríðarleg tæki-
færi í sameiningu.
Guðmundur Baldvin Guðmunds-
son, bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins á Akureyri, sagði að það
hefði sært hann verulega þegar Sig-
urður Guðmundsson, bæjarfulltrúi
A-listans lét bóka að foraðamönnum
LA bæri að segja af sér. -BÞ
Mdtxt: Stærstur hluti Akur-
eyringa vill sérstaka stíga fyrir
hjólreiðafólk.
Mydtxt: Eiríkur Björn Björg-
vinsson bæjarstjóri: „Niður-
staðan kallar á umræðu.“
FULLT VAR ÚT úr dyrum á nokkuð tilfinningaríkum félagsfundi Leikfélags Akureyrar.