Akureyri - 08.05.2014, Side 6
6 17. tölublað 4. árgangur 8. maí 2014
AÐSEND GREIN JÓN INGI CÆSARSSON
Útivistarsvæðin eru auðlind
Í áranna rás hefur uppbygging úti-
vistarsvæðanna á Akureyri gengið
þokkalega. Þó má segja að betur má
ef duga skal. Íbúar á Akureyri eru
vel settir hvað varðar fjölda svæða
og fjölbreytileika. Þó hefur gengið of
hægt að mínu mati að gera svæðin
eins vel úr garði og nauðsynlegt er til
að þau þjóni íbúum bæjarins og ekki
síður þeim mikla fjölda sem sækir
bæinn heim, vetur sem sumar.
Staða mála hvað varðar einstök
svæði er mismunandi, sum svæð-
in eru þokkalega stödd en önnur á
frumstigi hvað varðar uppbyggingu
og þjónustu.
KROSSANESBORGIR
Þar er staða mála með þeim hætti
að svæðið var gert að fólkvangi árið
2004 og síðan hefur áhersla verið
lögð á stígagerð og nú verður loks-
ins hafist handa við merkingar á
svæðinu, sett verða upp 11 kynn-
ingarskilti víðsvegar þar sem kynnt
er saga, fuglalíf og fleira nú í vor. En
betur má ef duga skal, fjölga þarf
þessum skiltum verulega og ljúka
stígagerðinni, þá er svæðið orðið eitt
það áhugaverðasta á landinu.
KJARNASKÓGUR
Í Kjarnaskóg koma tugir þúsunda á
hverju ári. Það þarf að leggja meiri
fjármuni í að byggja upp og viðhalda
svæðinu, álagið er mjög mikið og
víða sér á landi og umhverfi, sér-
staklega nærri leiksvæðum og grilla-
stöðunni. Fyrirhugað er að gera aðra
slíka í sumar og gera upp þá gömlu.
Að mínu mati þarf að segja meiri
fjármuni i viðhald svæðisins og ekki
síst að koma þar fyrir merkingum
þar sem sögu og náttúru eru gerð skil,
á það skortir sárlega. Einnig þarf að
gera fleiri áhugaverða áfangastaði
til að dreifa álagi. Raflínur verða að
hverfa.
ÓSHÓLMAR EYJAFJARÐARÁR
Það eru mörg herrans ár síðan gert
var deiliskipulag af óshólmasvæði
Eyjafjarðaár, en illa hefur gengið að
fá Eyjafjarðarsveit með í að ljúka því
formlega ferli. Það verður að gerast,
því á meðan skipulag er ekki fulln-
ustað hjá öllum hagsmunaaðilum er
ekki hægt að hefja stígagerð og laga
aðgengi að svæðinu. Gömlu brýrnar
þarf að lagfæra, þær eru sögulegar
minjar sem ber að varðveita. Það
er verkefni nýrra bæjaryfirvalda að
koma þessu máli í höfn sem fyrst svo
svæðið fái þá umhirðu og eftirlit sem
sárlega skortir. Eftirlitsnefnd sem
hefur það hlutverk að fylgjast með
og ber ábyrgð á svæðinu gagnvart
sveitastjórnunum hefur verið dáin
allt þetta kjörtímabil. Því verður að
breyta. Áhugi fráfarandi meirihluta
á þessu svæði hefur enginn verið.
NAUSTABORGIR
Naustaborgirnar eru sennilega
minnst þekktar af útivistarsvæðun-
um á Akureyri. Þar hefa verið gerðir
stígar og gróðurinn fer hratt vax-
andi. Verið er að vinna að endurheimt
Hundatjarnar sem þarna var og hafa
verið gerðar tilraunir til að stífla
skurði og fá fram tjörn eins og þarna
var. Því miður hefur það ekki gengið
sem best og líklega þarf að grípa til
aukinna framkvæmda á svæðinu til
að svo geti orðið. Í Naustaborgum
er eitt af fjórum fuglahúsum í landi
Akureyrar en nánast engar merk-
ingar eru á svæðinu auk þess sem raf-
línur liggja eftir því endilöngu sem
verða að hverfa á næstu árum til að
Naustaborgir verði sá gimsteinn sem
efni svo sannarlega standa til. En til
að svo megi verða þarf að sýna svæð-
inu meiri áhuga og leggja áherslu á
uppbyggingu og viðhald.
GLERÁRDALUR
Unnið er að því að gera Glerárdal
að fólkvangi, og það mál er í ferli
og fær vonandi þá bestu niðurstöðu
sem hentar hagsmunum allra Akur-
eyringa til framtíðar.
AUÐLIND AKUREYRAR
Þetta eru hin formlegu útivistar-
svæði en auðvitað er Akureyri, allt
bæjarandið, eitt áhugaverðasta
útivistarsvæði á Íslandi. Útivistar-
svæðin sjálf eru síðan eru auðlind til
viðbótar við það. Það er hreinlega
lífsnauðsynlegt að bæjaryfirvöld átti
sig á mikilvægi þess að gera heild-
stætt kynningarefni um öll útivist-
arsvæðin. Það er einn af lykilþáttum
í þeirri viðleitni að fá ferðamanninn
til að dvelja lengur í bænum auk
þess sem bæjarbúar mun áreiðan-
lega mæta oftar og betur á svæðin
þegar kynningarefni og umfjöllun
liggur fyrir.
Við erum rík af fallegum svæðum,
við þurfum að sinna þeim betur og
byggja þau betur upp, það er spurn-
ing um áherslur og vilja.
Gerum Akureyri skemmtilegri.
AÐSEND GREIN EYMUNDUR L.EYMUNDSSON
Að hugsa út fyrir kassann
Forvarnir og fordómar
Forvarnir og fordómar eru mér hug-
leikin málefni. Þegar einstaklingar
og sérfræðingar fara að skiptast á
skoðunum um hvaða forvarnir virka
best vil ég gjarnan blanda mér í um-
ræðuna. Forvarnir byrja heima og
foreldrar eiga að vera fyrirmynd og
styðja börn sín en hvernig er staðið
að þessum málum út í samfélaginu?
Ég tel mig hafa ágæta reynslu af
bæði fordómum og forvörnum þar
sem ég er með “meistaragráðu” í fé-
lagsfælni, kvíða og þunglyndi sem ég
hef glímt við frá því ég var krakki.
Ég veit hvað þessi veikindi geta haft
mikil áhrif og stjórnað lífinu. Ég veit
líka hvað hægt er að gera til að kom-
ast úr þessum vítahring og öðlast
betra líf.
Ég var svo heppinn að taka
þátt í geðfræðsluteymi Hugarafls í
Reykjavík. Geðfræðsluteymið hef-
ur gert samning við Reykjavíkur-
borg og fer í alla grunn- og fram-
haldsskóla borgarinnar. Meðlimir
geðfræðsluteymisins eru allir með
reynslu af geðsjúkdómum og kallaðir
notendur eða fræðarar. Þeir segja
frá veikindunum, hvernig þau lýsa
sér og hvað hægt er að gera til að
ná góðum bata. Einnig greina þau
frá því hvaða lausnir sé að finna í
nánasta umhverfi nemenda og hvað
það sé ávallt mikils virði að láta sig
hvort annað varða ef vanlíðan er
á ferðinni. Ungmennum er kennt
að leita sér hjálpar og að tala um
hlutina fyrr en síðar. Oft er gripið
inní vanda sem síðar meir hefði get-
að orðið óbærilegur og því er hér
ómetanleg forvörn á ferðinni og að
sama skapi er hræðslan við vanlíðan
tekin frá ungmennum sem á hlýða.
Óhætt er að segja að þessi nálgun
virkar mjög vel. Þegar krakkarnir
hitta manneskju, augliti til auglitis
og heyra hvað sé hægt að gera til
að ná bata hefur það orðið mörgum
þeirra hvatning til að stíga skrefið og
leita sér hjálpar. Margir íþróttamenn
hafa verið að koma fram, lýst reynslu
sinni af geðröskunum og hvaða áhrif
það hefur haft á líf þeirra. Slíkar
frásagnir minnka fordóma gefa von
og segja okkur að allir geta orðið
veikir en að alltaf sé hægt að vinna
í lausnum.
Fordómar og vanþekking eru því
miður enn mikil í samfélaginu, ekki
síður hjá fagmönnum en notendum.
Það vill enginn vera veikur og því
held ég að það sé kominn tími til að
samfélagið standi saman.
SAMFÉLAGIÐ
Akureyri er lítið samfélag og hefur
mikla möguleika á að vera braut-
ryðjandi og til fyrirmyndar í því
að nota sérþekkingu þeirra sem
orðið hafa fyrir áföllum í lífinu og
náð góðum bata. Ég tel það skyldu
bæjarins, óháð flokkspólitík og sam-
félagsins alls, að opna á þessa um-
ræðu og fylgja eftir með forvörnum
og fræðslu í þessu litla samfélagi.
Bæjarfélög og sveitarfélög hér í
kring ættu að vera partur af þessu
samstarfsverkefni. Afhverju leið-
ast unglingar út í vímuefni? Ýmsar
ástæður. Þess vegna eru forvarnir og
fræðsla mikilvægt afl sem við eigum
að nota ef við viljum gera okkur að
betra samfélagi.
Hér eru samtök eins og Grófin
Geðverndarmiðstöð og Aflið sem ætti
að vera hægt að virkja í vinnu að
forvörnum. Einnig þyrftu vímuefna-
og eineltisforvarnir að fylgja með.
Hægt væri að koma á skipulögðu
samstarfi. Með stuðningi frá bænum
gætu notendur sinnt fræðslu í skól-
um, stofnunum og öðrum stöðum í
samfélaginu.
Förum að hugsa út fyrir kassann
og nýta dýrmæta þekkingu notend-
anna sjálfra sem eru fagmanneskjur
í sínum veikindum, fagmanneskjur
sem geta gefið öðrum von og geta
hjálpað mörgum að öðlast betra líf.
Það eru þrír sem taka sitt eigið
líf á mánuði hér á Íslandi og eru að
glíma við geðraskanir. Ég veit að ég
hefði getað verið einn af þeim.
Komum á vitundarvakningu til
að búa til betra samfélagi fyrir börn-
in okkar og framtíðina. Hættum að
tala og förum að framkvæma til að
á Akureyri séu öll lífsins gæði fyrir
alla.
Eymundur L.Eymundsson ráð-
gjafi úr Ráðgjafaskóla Íslands og
notandi Grófarinnar Geðverndar-
miðstöðvar.
Það eru
þrír sem
taka sitt
eigið líf á
mánuði hér
á Íslandi og eru að
glíma við geðrask
anir. Ég veit að ég
hefði getað verið
einn af þeim.
EYMUNDUR L.EYMUNDSSON
Áhugi fráfar-
andi meirihluta
á óshólmum
Eyjafjarðarár
hefur enginn
verið.
Jón Ingi
Cæsarsson
Mikið úrval af hjólum
Schwinn
Wheeler
Mongoose
GT
Varahlutir
og viðgerðar-
þjónusta SkíðaþjónustanFjölnisgötu 4b – sími 462-1713