Akureyri - 08.05.2014, Qupperneq 18
18 17. tölublað 4. árgangur 8. maí 2014
AFKOMA STAPA LÍFEYRISSJÓÐS
Á ÁRINU 2013
Ársfundur
Ársfundur sjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 21. maí kl. 14:00 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.
Efnahagsreikningur í árslok
Fjárhæðir í milljónum króna 2013 2012
Verðbréf með breytilegum tekjum 50.209 42.245
Verðbréf með föstum tekjum 85.111 81.237
Veðlán 1.357 1.028
Bankainnstæður 6.957 7.101
Aðrar eignir 64 66
Kröfur 681 1.319
Skuldir -877 -1.340
Hrein eign til greiðslu lífeyris 143.501 131.656
Hrein eign tryggingadeildar 139.330 127.657
Hrein eign séreignardeildar 4.172 3.999
Breytingar á hreinni eign
Fjárhæðir í milljónum króna 2013 2012
Iðgjöld 6.729 6.376
Lífeyrir -3.967 -3.776
Fjárfestingartekjur 9.340 12.152
Fjárfestingargjöld -81 -68
Rekstrarkostnaður -178 -160
Hækkun á hreinni eign 11.845 14.524
Hrein eign frá fyrra ári 131.657 117.132
Hrein eign til greiðslu lífeyris 143.501 131.656
Kennitölur
Tryggingadeild 2013 2012
Nafnávöxtun 6,8% 10,1%
Raunávöxtun 3,0% 5,3%
Raunávöxtun 5 ára 1,0% -2,5%
Raunávöxtun 10 ára 2,4% 2,9%
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,12% 0,12%
Lífeyrir í % af iðgjöldum 56,3% 55,1%
Fjöldi sjóðfélaga 18.705 18.505
Fjöldi launagreiðenda 2.668 2.609
Fjöldi lífeyrisþega 7.337 6.972
Stöðugildi 12,4 13,1
Séreignardeild 2013 2012
Safn 1
Nafnávöxtun 8,1% 8,8%
Raunávöxtun 4,3% 4,1%
Safn 2
Nafnávöxtun 7,9% 10,9%
Raunávöxtun 4,1% 6,1%
Safn 3
Nafnávöxtun 6,6% 7,1%
Raunávöxtun 2,8% 2,5%
Afkoma
Nafnávöxtun tryggingadeildar var jákvæð um 6,8% og
raunávöxtun var jákvæð um 3,03%. Séreignardeild býður
upp á þrjár ávöxtunarleiðir Safn I, Safn II og Safn III og
var raunávöxtun leiðanna 4,3%, 4,1% og 2,8% á árinu.
Tryggingafræðileg staða
Tryggingafræðileg úttekt hefur verið gerð á stöðu
tryggingadeildar sjóðsins og var hún neikvæð um 4,6%
í árslok 2013.
Lífeyrisgreiðslur
Lífeyrisgreiðslur tryggingadeildar námu 3.671 millj.kr. og
hækkuðu þær um 7,3% milli ára en fjöldi lífeyrisþega í
árslok var 7.337. Lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild námu
232 millj.kr. en þar af var sérstök útborgun séreignar skv.
lögum 113 millj.kr.
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs:
Björn Snæbjörnsson formaður, Ágúst Torfi Hauksson
varaformaður, Ásgerður Pálsdóttir, Gunnþór Ingvason,
Pálína Margeirsdóttir og Unnur Gréta Haraldsdóttir.
Framkvæmdastjóri er Kári Arnór Kárason.
STAPI lífeyrissjóður Strandgötu 3, 600 Akureyri Egilsbraut 25, 740 Neskaupstað Sími 460 4500 www.stapi.is
STAPI
L Í F E Y R I S S J Ó Ð U R
List án landamæra
á Norðurlandi
List án landamæra er síbreytileg og
lifandi hátíð þar sem fatlaðir og ófatl-
aðir mætast og vinna saman í list sinni.
Hátíðin á Norðurlandi er vettvangur
viðburða og stendur frá 3. – 22. maí.
Vorfánar og alls konar mynd-
ir munu dagana 9. – 23. maí prýða
verslunina Eymundsson á Akureyri.
Það eru verk eftir notendur í Skógar-
lundi sem mynda sýninguna en hún
er opin á opnunartíma verslunarinnar.
Garðurinn blómstar í Skógarlundi
fimmtudaginn 15. maí og föstudaginn
16. maí kl. 9-11 og 13 – 15:30. Þá er
gestum og gangandi boðið að koma
í heimsókn. Í garðinum verða sýnd
verk notenda sem eru unnin undir
handleiðslu myndlistarkonunnar Að-
alheiðar S. Eysteinsdóttur og starfs-
mannafélag Skógarlunds mun selja
veitingar.
Af öðrum dagskrárliðum Listar
án landamæra á Norðurlandi má
nefna Opið hús í Iðjunni á Siglufirði
fimmtudaginn 8. maí og föstudaginn
9. maí kl. 9-17. Þar gegna tónlist
og ljóðalestur mikilvægu hlutverki
ásamt handverkssýningu notenda
Iðjunnar. Á Húsavík verður opið hús,
vormarkaður og kaffihúsastemning
í Miðjunni laugardaginn 17. maí kl.
14 – 16. Í Samkomuhúsinu á Húsavík
verða þrjár sýningar sunnudaginn
18. maí á Stuttmyndinni X kl. 13: 15
og 17. Þetta er hetjustuttmynd byggð
á Þrymskviðu og hinum japönsku
sentai ofurhetjum en myndin er
unnin í samstarfi við Sam og Mar-
inu Rees.
Markmið hátíðarinnar er að auka
aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í
menningarlífinu. Að koma list fólks
með fötlun á framfæri og koma á
samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs
listafólks.
„Sýnileiki ólíkra einstaklinga er
mikilvægur, bæði í samfélaginu og í
samfélagsumræðunni og hefur bein
áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það
er von aðstandenda hátíðarinnar að
sem flestir komi og njóti þess sem
um er að vera,“ segir í tilkynningu. a
AÐSEND GREIN SINDRI GEIR ÓSKARSSON
Þess vegna
kristinfræði!
Á baksíðu síðasta tölublaðs Akur-
eyri vikublaðs spyr Silja Björk hvers
vegna kristinfræði sé skyldufag í
grunnskólum, hvort ekki væri „nær
að kenna börnum almenna siðfræði
og samhug um hin fjölmörgu ólíku
trúarbrögð og lífskoðanir, fremur
en að þylja upp ævistörf Salómons
konungs eins og páfagauka?“.
Þeir eru margir sem setja spurn-
ingarmerki við það að í grunnskól-
um sé kennd námsgrein sem nefn-
ist kristinfræði og vissulega eru
það gildar vangaveltur í ljósi þess
að varla sé hægt að kalla íslenskt
samfélag kristið, þ.e. þetta er ekki
samfélag sem einkennist af kristinni
trúrækni. Við búum við fjölhyggju
og trúfrelsi á Íslandi, í ört smækk-
andi heimi verðum við fyrir sífellt
meiri áhrifum frá hinum fjölbreyttu
og ólíku menningar og trúarhefð-
um heimsins. Menningararfur okkar
byggir hinsvegar á, og er rækilega
mótaður af kristinni trú. Samfélag
okkar, eins og öll samfélög í væst-
rænum heimi, hvílir á heimsmynd
sem hefur þróast og mótast í samspili
við kristinn arf fortíðar okkar. Því
væri kannski hægt að tala um ís-
lenskt samfélag sem post-kristið þar
sem menning okkar er tengd kristni
órjúfanlegum böndum þó að trúar-
lega hliðin sé ekki hluti af daglegu
lífi allrar þjóðarinnar.
Ég á ekki margar minningar úr
kristinfræði í grunnskóla þrátt fyrir
að hafa haft góða kennara. Ég veit
ekki hversu spennandi mér þótti fag-
ið, en það sem ég man eftir á lítið
skilt við trúboð. Ég man eftir að
hafa lært um þá kristnu hátíðisdaga
sem við höldum uppá og einhverjar
dæmisögur las ég líka en mér þykir
ólíklegt að ég hafi þurft að þylja upp
ævistörf Salómons konungs (þrátt
fyrir að vera að ljúka B.A gráðu í
guðfræði veit ég ekki hvort ég gæti
þulið þau upp). Ef það stendur til
að ræða gagnsemi og tilvistarrétt
kristinfræði í grunnskólum tel ég
skynsamast að fletta upp í aðal-
námskrá grunnskóla og sjá hverju
sú kennsla á að skila.
Meðal markmiða í samfélags-
greina námi kemur fram að:
Við lok 4. bekkjar eigi nemandi
m.a. að geta „áttað sig á að trúar- og
lífsviðhorf fólks birtast í mismun-
andi viðhorfum, siðum og venjum,“
„velt fyrir sér nærtækum spurning-
um sem tengjast trú, lífsviðhorfum
og breytni“, „sagt deili á nokkrum
frásögnum, helstu hátíðum og sið-
um kristni og annarra trúarbragða,
einkum í nærsamfélaginu“, „nefnt
dæmi um trúarlegar vísanir í listum
og bókmenntum“.
Við lok 10. bekkjar eigi nem-
andi m.a. að geta „útskýrt marg-
breytileika trúarbragða og lífs-
viðhorfa og greint áhrif þeirra á líf
einstaklinga, hópa og samfélaga“,
„fengist við og greint viðfangsefni
sem snerta trú, lífsviðhorf og sið-
ferði og tengjast spurningum um
merkingu og tilgang lífsins,“, „sýnt
fram á læsi á frásagnir, hefðir, kenn-
ingar, hátíðir, siði og tákn kristni og
annarra helstu trúarbragða heims,“,
„rætt og borið saman ólík trúar- og
lífsviðhorf og gert sér grein fyrir
hvað er sameiginlegt og hvað sér-
stætt,“, „útskýrt trúarlegar vísanir og
tjáningu í listum og bókmenntum“.
Ekki er gerð krafa í aðalnámskrá
að kenndur sé sérstaklega áfangi sem
heitir kristinfræði en vissulega á skv.
henni að kenna um kristna trú sem og
fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoð-
anir. Kristinfræði virðist eiga að stuðla
að því að gera börn, læs á samfélag
sitt, menningu og listir. Skilja á hvaða
hátt kristni hefur mótað samfélagið
okkar, m.a. hvað varðar helgidaga og
hátíðir. Mér sýnast þessi markmið sem
liggja kristinfræðikennslu til grund-
vallar vera vel ígrunduð og skynsamleg.
Kristinfræði á ekki að vera kennd sem
trúarinnræting heldur sem lykill að
menningararfi okkar. Það sem hefur
komið mér hvað mest á óvart eftir að
ég hóf nám í guðfræði er að sjá hvað
samfélag okkar er gegnsýrt af trúarvís-
unum og hvað tungumál okkar, orðtök
og hugmyndir sækja mikið í Biblíuna.
Áhrif kristinnar trúar, menningar og
hugsunar á samfélag okkar eru gíf-
urleg, hvort sem okkur líkar það betur
eða verr og því þykir mér nauðsynlegt
að kristinfræði sé kennd í grunnskól-
um.
Við lifum við ákveðna fjölhyggju,
sem er mjög jákvætt, en í þessu
ástandi eigum við á hættu að glata
tengingu við uppruna menningar
okkar. Á sama tíma og við eigum
að kynnast framandi menningar-
straumum og trúarbrögðum annarra
þjóða, hinni norrænu heiðni sem
mótaði hugarheim forfeðra okkar og
goðsagna og mýtuarfi heimsins, þurf-
um við að halda í kristinfræði. Eins
og Carl Sagan sagði eftirminnilega
þurfum við að þekkja fortíðina til
að skilja samtíma okkar, þess vegna
þarf að kenna kristinfræði, hvort
sem hún gengur undir því nafni eða
ekki.
Höfundur er guðfræðinemi.
Við lifum við ákveðna
fjölhyggju, sem er
mjög jákvætt, en í
þessu ástandi eigum
við á hættu að glata tengingu
við uppruna menningar okkar
SINDRI GEIR ÓSKARSSON
LEIKSÝNING Á
LAUGARDAG
Leikhópurinn Talking Timber sýnir
verkið “Answering Answering –
Machine” í Rýminu laugardaginn
10. maí kl. 17:00. Hópurinn sam-
anstendur af Josephine Kylén
Collins (SÞ), Mikkel Rasmussen
Hofplass (NO), Piet Gitz-Johan-
sen (DK) og Hanna Reidmar (SÞ).
Tónlistarmennirnir Jonny Collins
Wartel og Georgia Wartel Collins
sýna með þeim í þessu verki. Sýn-
ingin er flutt á ensku.
Bakgrunnur hópsins liggur
í mismunandi listgreinum: inn-
setningum, sjónrænu leikhúsi,
ljósmyndun og dansi. Að loknu
námi í The Norwegian Theatre
Academy í Fredrikstad í Noregi
ákváðu þau að setja saman krafta
sína og vinna að sérhæfðu tungu-
máli innan sviðslistanna. Talking
Timber leitar stöðugt eftir nýjum
leiðum í vinnu sinni bæði í inni-
haldi og byggingu.
Miða á sýninguna er hægt að
nálgast hjá Leikfélagi Akureyrar,
sími 4 600 200 og á leikfelag.is