Akureyri


Akureyri - 12.06.2014, Side 8

Akureyri - 12.06.2014, Side 8
8 22. tölublað 4. árgangur 12. júní 2014 Gasið getur valdið fólki miklum skaða Á sumrin eykst gasnotkun til muna. Í húsbílum og hjólhýsum er gas mikið notað bæði til upphitunar og eldamennsku. Í ökutækjaskrá eru 3.600 hjólhýsi skráð og 2.600 húsbílar. Hvort tveggja eru vel þétt þannig að bæði súrefnisskortur og gasleki getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. Huga þarf því vel að loftristum, lögnum, samskeytum, gasskynjara, kolsýrlingsskynjara og eldvörnum, að því er kemur fram í varnaðarorðum frá VÍS. Í vor kviknaði í hjólhýsi í Þjórs- árdal sem brann til grunna og voru eldsupptök í gasofni. Í fyrra létust þrír á sama stað í tveimur slysum. Annað slysið varð vegna súrefnisskorts út frá gasnotkun er kolsýrlingur hlóðst upp í and- rúmsloftinu. Í hinu slysinu lést kona er kviknaði í hjólhýsi út frá gasleka sem var við ísskáp. Árin 2001 og 2008 létust sex einstak- lingar vegna súrefnisskorts, er gas var notað í loftþéttu rými. Varnað- orðin eiga erindi við lesendur þessa norðlenska blaðsins eins og aðra Íslendinga. „Á ferð hristast og hreyfast öll samskeyti og lagnir sem eykur lýk- ur á að eitthvað gangi til. Mikilvægt er því að skoða lagnir og tengingar nokkrum sinnum yfir sumarið en ekki bara í upphafi þess. Líftími búnaðar er ekki ótakmarkaður og til að mynda þarf að skipta slöng- um út á fimm ára fresti. Lofttúður niður við gólf eru sér- staklega hugsaðar til að hleypa gasi út ef það lekur og þurfa alltaf að vera opnar. Gas er þyngra en and- rúmsloft og því eiga gasskynjarar að vera niður við gólf. Kolsýrling- ur leitar aftur á móti upp og slíkur skynjari þarf því að vera staðsettur í lofti. Þar eiga einnig að vera opnar lofttúður,“ segir í frétt VÍS. a Gagnaeyðing fyrir dóm Manni á Norðurlandi var óheimilt að nota í atvinnustarfsemi sinni auðkennið Gagnaeyðing Norður- lands og önnur auðkenni sem inni- halda vörumerkið og firmaheitið Gagnaeyðing, hvort sem er á bréf- hausum, nafnspjöldum, í kynn- ingu, munnlegri eða skriflegri, á heimasíðu sinni, í auglýsingum eða á annan sambærilegan hátt. Þetta kemur fram í máli sem dæmt hefur verið í hjá Héraðsdómi Norðurland eystra. Gagneyðing ehf sótti málið og þarf Gagnaeyðing Norðurlands einnig að greiða Gagnaeyðingu ehf., 200.000 krónur í málskostnað. Málið var höfðað 3. október 2013, af Gagnaeyðingu ehf., Bæj- arflöt 4, Reykjavík, á hendur Pétri Axel Valgeirssyni, Valagili 2, Akur- eyri. Stefnandi gerði þær kröfur að viðurkennt verði að stefnda sé óheimilt að nota í atvinnustarfsemi sinni auðkennið GAGNAEYÐING NORÐURLANDS Stefnandi sagð- ist hafa notað auðkennið GAGNA- EYÐING frá stofnun, bæði sem vörumerki og firmaheiti en heitið sé sérkennandi fyrir þjónustu sem stefnandi veiti. Hafi stefn- andi jafnframt verið í forystu hvað varði kröfur til upplýsingaöryggis við meðhöndlun gagna.Stefnandi sagði að í vörumerkjarétti fælist að öðrum væri óheimilt að nota í atvinnustarfsemi tákn sem séu eins eða lík vörumerkjum hans en svo hafi verið. Stefndi sagðist telja að það heiti, sem hann hafi valið starfsemi sinni, sé alls ekki líkt því sem stefnandi hafi fengið skráð og engin ruglings- hætta sé því á milli merkjanna. Í niðurstöðukafla dóms segir: „Þegar á framanritað er horft verður að líta svo á að stefnandi hafi rennt stoðum undir þau sjónarmið sín, að vegna notkunar um rúmlega tutt- ugu ára skeið og kynningar á henni á opinberum vettvangi hafi orð- merki hans öðlazt slík sérkenni að það verði hæft til skráningar. Þyk- ir stefnandi hafa axlað sönnunar- byrði sína, en ekkert í málatilbún- aði stefnda þykir styðja gagnstæða niðurstöðu um þetta atriði. Verður í ljósi framanritaðs að fallast á að stefndi hafi, með notkun heitisins Gagnaeyðing Norðurlands á starf- semi sína brotið gegn vörumerkja- rétti stefnanda. Verður því fallizt á kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að slíkt sé stefnda óheimilt, og sama niðurstaða verður um aðra notkun vörumerkisins GAGNA- EYÐING.“ Þorsteinn Davíðsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. a Eru m a ð ta ka u pp n ý úr fyrir vori ð! HAFGOLAN er ekki alltaf uppspretta leiðinda. Heldur líka stundum flugdreka. Völundur

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.