Akureyri


Akureyri - 12.06.2014, Side 10

Akureyri - 12.06.2014, Side 10
10 22. tölublað 4. árgangur 12. júní 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR „Í Lofi og lasti vikunnar í blaðinu fyrir þremur vikum birtist LAST á konu sem vildi sjálf biðjast afsökunar á samskiptum sínum við ófrísku konuna sem var við Akureyrarsundlaug/íþróttahús nýverið. Ég get ekki annað en tekið það beint til mín. Mig langar mikið til að fá að LOFA þessa sömu konu fyrir afsökunarbeiðn- ina og þakka henni fyrir. Ég óska henni alls hins besta. Kveðja, ófríska konan við Akureyrarsundlaug,“ skrifar kona í bréfi til blaðsins. Mig langar að LOFA góða þjónustu í Centró tískuverslun hjá henni Vilborgu, segir kona sem hafði samband við blaðið. Hún var búin að leita um allan bæ á Akur- eyri að höfuðfati fyrir krabbameinssjúkling en fann ekkert. Vilborg í Centró brást við er hún heyrði af málinu, pantaði margar gerðir og bauð konunni að koma og skoða, bauðst einnig til að panta meira og það sem meira var: „Hún opnaði fyrir mig búðina bara út af þessu, utan hefðbund- ins afgreiðslutíma. Þetta kalla ég frábæra þjónustu og mér finnst um að gera að láta þetta berast,“ segir konan... LAST fær Menntaskólinn á Akureyri vegna hárrar gjaldtöku á upptökuprófum. Svo skrifar „pirruð móðir“. Hún segir að hvert upptökupróf kosti 8000 krónur.“ Ég sjálf á barn sem þarf í upptökupróf, en sem dæmi er einstaklingur í bekk míns barns sem þarf í 3 upptökupróf og er bara ekki víst að allir foreldrar megi við þessum aukakostnaði. Öll börn eiga að mínu mati að hafa kost á upptökuprófum, óháð efnahag fjölskyldunnar. Annað sem má LASTA skólann fyrir er kaup á gömlum prófum, en þau kosta 500 krónur. Í t.d. Háskólanum á Akureyri eru þessi próf sett á vef skólans og nemendur geta þá sjálfir prentað út ef þeir vilja og kostar það þá 10 - 15 krónur ef prentað er út í skólan- um. Vil endilega koma þessu á framfæri því ég er komin með upp í kok af þessu endalausa peningaplokki út um allt í þessu þjóðfélagi,“ skrifar pirraða móðirin. AKUREYRI VIKUBLAÐ 22. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Egg andanna þykja hnossgæti Löng hefð er fyrir því að Mývetningar nytji varp anda. Mikl gróska er sögð í fuglalífi í sveitinni þessa dagana og var glampi í augum heimafólks í Vog- um þegar eggjum var skipt í hluti eftir bæjum. Þeir sem kunna að nytja anda- varp skilja hverja önd eftir á hæfilega mörgum eggjum til að hámarka líkur á að ungar þeirra komist upp en oft verpa margar endur í sama hreiðrið og þarf þá að grisja verulega. Þar sem eggin þykja hnossgæti segja heima- menn þetta eitt af indælustu verkum hverrar sumarbyrjunar. a Mikið listfengi við erfiðar aðstæður hjá leikfélaginu Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson verður gestasýning í Borgarleikhúsinu í haust. Sýningin vakti mikla athygli hér á Akureyri síðasta vetur og fékk mikið lof gagnrýnenda og er tilnefnd í sjö flokkum til Grímuverðlauna, sem sýning ársins, leikstjóri ársins, leik- kona ársins og fyrir tónlist, búninga, lýsingu og sviðsmynd. Það er Egill Heiðar Anton Pálsson sem leikstýrir verkinu. Hljómsveitin Eva skipuð þeim Sigríði Eir Zophoní- asardóttur og Jóhönnu Völu Höskulds- dóttur sömdu nýja tónlist við verkið, um sviðsmynd og lýsingu sá Egill Ingi- bergsson, búninga Helga Mjöll Odds- dóttir en aðalhlutverk leika Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson, María Pálsdóttir. Þá fékk Söngur hrafnanna eina tilnefn- ingu til Grímunnar. Ragnheiður Skúladóttir leikstjóri segir þetta mikla viðurkenningu fyr- ir Leikfélag Akureyrar og starfsfólk þess. „Þetta er hvatning til leikhússins að halda áfram að framleiða gæðaleik- list sem kætir og bætir. Þó að erfitt hafi verið í ári hjá leikhúsinu undanfarið eru þessar tilnefningar og viðbrögð áhorfenda til merkis um að þrátt fyrir allt hafi tekist að vekja mikil viðbrögð og áhuga á starfsemi Leikfélags Akur- eyrar.“ Spurð um óvissu framtíðar Leikfé- lags í kjölfar hallarekstrar undanfarið segir leikhússtjóri: „Það er aukaaðal- fundur hjá LA 19. júní. Efni fundar- ins er að kynna skýrslu samráðshóps LA, SN og MH um fyrirhugaðan sam- rekstur félaganna þriggja. Vonir standa til að einnig verði hægt að kynna á þeim fundi starfsemi næsta árs. a Á MYNDINNI ERU Ólafur Stefánsson býflugnabóndi, Ólöf Hallgrímsdóttir frumkvöðull í ferðaþjónustu og eigandi Vogafjóss, Sólveig Pétursdóttir listakona með meiru og Ari Gunnarsson sem nýtti hvítasunnuhelgina í fermingu. Háskólinn – flagg- skip Norðurlands Hermt hefur verið að dauði og djöfull einkenndi e.t.v. atvinnu- og vitsmunalíf á Akureyri ef ekki nyti við tveggja „stofnana“, annars vegar Háskólans á Akureyri og hins vegar Samherja. Þetta er umdeild staðhæfing en ég hef fylgst með þróun Háskólans á Akureyri sem fréttamaður allt frá stofnun og einnig stundað nám við skólann – ekki alls fyrir löngu. Í stuttu máli er niðurstaða mín að mikilvægi Háskólans á Akureyri sé vanmetið á landsvísu og ekki síst í eigin heimabyggð, Akureyri. Þegar umsóknarfrestur rann út í síðustu viku höfðu 1082 umsóknir um skólavist borist HA. Þetta er mesti fjöldi umsókna frá stofnun skólans. Ein deild skorar þar hæst í vinsældastökki milli ára. 82ja% prósenta aukning er í grunnnám í fjölmiðlafræði, en svo skemmtilega vill til að hægt væri að kenna sérstakt námskeið um fjölmiðla og Samherja og gæti þar margt áhugavert komið á daginn. Einnig sækja fleiri um en í fyrra í sjávarútvegsfræði, líftækni, sálfræði, félagsvísindum, hjúkrunarfræði og í kennaradeild, þar sem aukningin er veruleg eða um 60%. Næsta laugardag verða útskrifaðir frá Háskólanum á Akureyri yfir 300 nemendur. Sá sem hér skrifar var í útskriftarhópnum fyrir tveimur árum. Það var gleðidagur, því gæði námsins höfðu komið mér á óvart. Fjölþættur bakgrunnur kennara nýttist mjög vel. Kennarar komu frá ýmsum heimshornum, sumir fyrirlestranna fóru fram á ensku, námsefnið reyndi á fjölþætta ástundum og námskröfur voru ágætar. Allir sem lögðu vinnu í námið voru líklegir til að komast yfir hindranir en enginn fór dansandi diskó í gegn. Kennarar skólans voru boðnir og búnir til að veita ráðgjöf og liðveislu. Vísanir þeirra á heimildir voru mjög áhugaverðar. Nemi í grunnnámi í háskóla er eins og á sundi í miðju Atlantshafinu. Hlut- verk kennara er að kasta til hans litlum flotholtum og siglingartækjum svo hann komist yfir hafið og fari að læra á hvernig svamla skuli í menntasjónum. Stundum er hafið lygnt en stundum úfið. Að njóta leiðsagnar kennara sem koma utan frá, hafa menntað sig í nágrannalöndum og færa svo heim til Akureyrar dýnamíska alþjóðlega strauma er hreinlega ómetanlegt fyrir nemendur. Í opnuviðtali blaðsins í dag er rætt við dósent í kennaradeild við Háskólann á Akureyri. Dósentinn bendir á að skólar eins og HA hafi skyldur við nær- samfélag ekki síður en heimsbyggðina alla. Dósentinn rekur byggðalegt mikilvægi skólans en sannað þykir að byggðaröskun hefði orðið meiri ef framsýnit fólk hefði ekki komið HA á fót fyrir ekki svo löngu síðan. Háskólinn á Akureyri hefur fjöregg ungs fólks í hendi sér og vel þarf að hlúa að stofnuninni svo eggin brotni ekki. HA er enginn sveitaskóli þótt hann sé staðsettur utan höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti er sumt sem bendir til að HA sé heimsborgarleg stofnun sem hafi sérstaka þýðingu í byggðalegu tilliti. Tryggja þarf sjálf- stæði skólans og fjárhagslegar bjargir um alla tíð. En það þarf líka að gagnrýna skólann og veita honum aðhald. Öll þurfum við aðhald. Björn Þorláksson

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.