Akureyri


Akureyri - 12.06.2014, Qupperneq 16

Akureyri - 12.06.2014, Qupperneq 16
14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS VI KU BL AÐ UM DAGINN OG VEGINN SILJA BJÖRK SKRIFAR Vélaval 560 Varmahlíð 453 8888 - velaval.is Tindar Ný sending af tindum í: - Rakstrarvélar - Snúningsvélar - Sópvindur Vélfræðingar – hugvitsmenn – hönnuðir. Hjallahraun 2 - 220 Hafnarfj. s. 562 3833 - 863 5512 www.asafl.is - asafl@asafl.is Helac um borð í Þóri SF 177 Ætla sko ekki að deyja svöng Fyrirhuguð fjölskylduferð til lands tækifæranna fór að valda mér ótæpilegum áhyggjum um eig- ið holdafar nú í byrjun árs. Jú, þó Kanarnir væru feitasta þjóð í heimi gat ég ekki séð sjálfa mig spranga um á bikiní við hliðina á sólbrún- um súpermódelum, enn að burðast með jólakílóin. Hófst þá hundrað- asta herferð mín gegn aukakíló- um, kalórítutalningar og líkams- ræktarferðir. Það gekk vel framan af en Adam var ekki lengi í paradís. Þannig er mál með vexti, að ég sver mig í ætt kúrudýra og nautna- seggja, og entist þetta líkams- ræktarátak mitt ekki í hálft ár eins og ætlunin var. Ég leit í spegilinn og mér til ómældrar óhamingju höfðu freistingarnar borið mig ofurliði. Ég er einfaldlega ekki þannig víruð að geta neitað sveittri flatbökusneið eða góðu vínglasi. Svo rennur það upp fyrir mér einn daginn, að eftir lokaprófana- mmiát og stöðugar kráarheimsókn- ir eftir vinnu, var aðeins mánuður til stefnu. Almáttugur, hugsaði ég! Nú verð ég sprangandi um með bjórbumbuna og sykraða appel- sínuhúð við hliðina á þvengmjóum Barbídúkkum. Í hálfgerðu kvíða- kasti hringdi ég í móður mína til að tilkynna henni að ég sæi mér einfaldlega ekki fært að mæta í ferðina, ég ætlaði bara að vera heima og skammast mín. Hafalda samviskubits yfir steikunum og víninu helltist yfir mig þegar ég fór í geðshræringu að þylja upp fyrir hana í símann hversu oft ég hafði sleppt ræktinni eða fengið mér samloku í stað próteinhristings. Lystisemdamanneskjan hún móðir mín hnussaði og sagði við mig “Ég veit ekki með þig dóttir góð, en ég ætla sko ekki að deyja svöng.” Þegar þú lest þetta, lesandi góð- ur, verð ég flatmagandi á strönd- um Flórída líklegast með einn ískaldan í annarri og amerískt súkkulaðistykki í hinni. a

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.