Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Blaðsíða 9
heldur þau koma frá Bruxelles,
Ghana eða Reykjavík. Móðirin
hefur aldrei til stórborgarinnar
komið og dæturnar eru endan-
lega farnar að heiman, burt frá
hinni „unheimliche" heimasetu,
innilokun móðurinnar (J. Diel-
man); okkar er ferðin, okkar er
hreyfingin. Myndin verður
stefnumótsstaður móður og
dóttur þar sem þær standa and-
spænis hvor annarri, horfa og
birta sig og hvor aðra yfir haf,
milli kynslóða, gegnum siðvenj-
ur, þar sem þær verða tvær hlið-
ar samsvörunar á sömu veru:
Konunni. Með þessari aðferð,
þessari formgerð, sem er rétti-
lega um leið innihald verksins,
losar Akerman kvikmyndina við
bókmenntalega hækju sína,
frásögnina (narration) og gerir
hana að tærri kvikmyndalegri
upplifun. Hin tvö rými móður og
dóttur eru einnig losuð við per-
sónugervingu og eftir er vera
þeirra ein sem með samruna
opnar leið til nýs skilnings.
Ur djúpinu
Það er reyndar ekki einsdæmi
að stefna saman ólíkum rýmum
og tíma í mynd og texta og hefur
þar farið á undan og gengið enn
lengra önnur kona sem einnig
hefur verið kynnt á kvikmynda-
hátíð hér: Marguerite Duras.
Með mynd hennar India Song
var blað brotið í kvikmyndasög-
unni. Þar er fléttað saman þrem
aðalrýmum sem ekki síður birt-
ast í texta en mynd. En heimur
og saga indversku betlikonunn-
ar og hinna holdsveiku er ekki
minni uppistaða í verkinu held-
ur en sú, sem lýtur að Anne M.
Stretter, konu franska sendi-
herrans, ræðismanninum, og ef
til vill er tilvist hinna fjögurra
ónafngreindu og andlitslausu
persóna sem spinna sögu hinna
og sína eigin sú mikilvægasta.
Þessar persónur koma fram
tvær og tvær í fyrri og seinni
hluta myndar á tónbandi einu, í
fyrri hluta eru það 2 konur sem
talast við, þeirra samband virð-
ist þrungið ástríðu og angist og
reyna þær að rifja upp atburði
er gerðust í Calcutta á Indlandi
1937. Það sem er ef til vill ein-
kennilegast við þessar raddir er
að þær eru á sviði þar sem tím-
inn er afnuminn, þær tilheyra
ýmist fortíð eða nútíð nema
hvoru tveggja sé, með þeim
skapast nýr tími, tími sköpunar-
verksins, tími kvikmyndar. Þær
eru staddar mitt á milli höfund-
ar, áhorfanda og verks, birta til-
urð þess, gangverk og drifkraft.
Þær virðast vera persónugerv-
ing þess sem gerist með höfundi
andspænis list sinni. Meðvituð
hugsun og hin dula (,,hin“), í
árdjúpi sköpunar. Þeirra verk er
að leiða fram og stýra persónum
sem koma við sögu og myndgera
þeirra rými. En eðli þess sem
þær reyna að segja okkur er
slíkt að hvorki verður það sýnt
né sagt. Það er þýðingarlaust að
ætla sér að sýna holdsveikina,
andlega og líkamlega tæringu
betlikonunnar, sem sleit af
brjósti sér hvert barnið á fætur
öðru á áratuga langri ferð sinni
meðfram bökkum Ganges-
fljótsins. Það er ófullkomið og
óheiðarlegt að reyna að sýna
þann hrylling, það huglost, sem
fólst í því hjá ræðismanninum
að skjóta á hina holdsveiku.
Ótækt að þykjast túlka hið
svarta sólarskin Anne Marie
Stretter. Þetta allt vilja þó
raddirnar koma áleiðis til
okkar. Hvað er til bragðs?
Það verður fyrir þeim að sýna
sendiherrahjónanna í Calcutta,
og þar af aðeins afmarkað rétt-
hyrnt rými (svið) sem að auki
vegna spegilveggs endurkastar
sinni eigin mynd og lokast þann-
ig um sjálft sig. — Um leið og
þessi speglun opnar til viðari
túlkunar á byggingu verksins
sjálfs. Þetta rétthyrnda svið fer
að virka eins og forboðna borgin
í Peking, þetta tæmda miðsvæði
sem öðlast merkingu sína vegna
og eingöngu vegna þess sem
utan er.
Innan þessa rétthyrnings eru
rifjaðir upp 3 síðustu dagar
fyrir sjálfsmorð A.M. Stretter,
síðasta gestamóttakan, en aldr-
ei, og það kemur fram á marg-
víslegan hátt, reyna þær persón-
ur sem fram koma að „verða“
þær manneskjur sem um ræðir,
heldur eru þetta túlkendur í
höndum raddanna og hlýða
þeim í einu og öllu líkt og væru
þetta leikbrúður í fangi
svartklædda meistarans í jap-
önsku Bunraku-leikhúsi. Annað
er það sem eykur ennfremur
þessi verfremdung-áhrif og það
er að þær persónur sem fram
koma opna aldrei munninn í sín-
um samræðum en það er nokkuð
sem á sér enga hliðstæðu í sögu
talmynda nema í einu atriði
Gullaldar Louis Bunuel. En hjá
Bunuel er þessi notkun í allt
öðrum tilgangi. Öll orðræða á
sér stað til hliðar við mynd eins
og í Bunraku og þar er að finna
kjarna þessa aðskilnaðar mynd-
ar og texta; þar verður ljóst að
A.M. Stretter er endanlega horf-
in, þetta er liðið; það sem við
getum gert er að gera okkur að
einhverju leyti í hugarlund hvað
gerðist og hvernig. Og þar erum
við komin enn nær þeirri ver-
fremdung sem var aðeins mögu-
leg hingað til í leikhúsi og sem
hefur gefið leikhúsi miklu meira
frelsi til að hverfa frá natural-
isma þar eð það sleppur við
sjálfspeglun áhorfandans og
andspænis þessari fjarlægingu
er unnt að segja: þetta er kvik-
mynd.
Myndin byggist upp á þver-
sögn fagurfræðinnar sem liggur
í því að minna hefur alltaf
meira í för með sér. Eða; í tak-
mörkun liggur víðáttan; óend-
anleg fjölbreytni liggur í ein-
faldasta kjarna. Þannig tak-
markar M. Duras sjónarsvið sitt
til að sýna meir. Á sama hátt
eimar myndin sinn eigin tíma:
Lítil sem engin sýnileg atburða-
rás en í þessum ofurhæga slætti
uppgötvar áhorfandinn, upplifir
og fylgir eftir örlagafléttu per-
sónanna, sem réttlætir full-
komlega þessa notkun tímans;
hægari taktur knýr fram
sterkari skynjun. Þetta stranga
myndform India Song lýtur
sömu formreglum og ljóðlist,
það er ekki ráðist beint framan
að hughrifunum, heldur er kom-
ið að þeim óvörum. Ládeyða og
hversdagsleiki er brotin á bak
aftur og þar með er hverju orði,
hverri mynd gefin frumkraftur
sinn og kyngi. En í fangi þessar-
Úr kvikmynd Helmu Sanders-Brahms: Þýzkaland, náföla
móöir.
Úr vörubflnum eftir Marguerite Duras.
ar fjarlægingar dansar ein-
kennilega líkamleg heillun í ná-
lægð og í hrynjanda raddanna, í
taktfastri tónlistinni frá tangó
til variationa, myndin er líkami
sem andar, þjáist, þráir, elskar
og æpir heila nótt og finnur síð-
an ró og yfirvegun, í morgunsár-
ið þegar allar ástríður hafa fjar-
að út.
Raddir
Texti öðlast þannig með rödd-
unum endurnýjaðan og ótrúleg-
an strykleika sem þungamiðja í
kvikmyndalegum efnivið og
þótti það mikil uppgötvun
hversu öflugt, „myndrænt"
framlag texti varð í kvikmynda-
sal. M. Duras hélt því áfram að
þreifa sig áfram um þessa áður
lítt könnuðu stigu og í myndum
eins og Le Camion (Vörubíllinn,
1977) og Aurelia Steiner (Fjórar
stuttræmur, 1980) virðist hún
hafa snert við sömu mörkum og
Malevitch í myndlist með
„Svarta ferhyrningnum". í
Vörubílnum hafnar M. Duras
því alveg að myndgera þau átök
sem eiga sér stað í persónum
myndarinnar og milli þeirra, en
fær til liðs við sig Gerard De-
pardieu, leikara sem hefði farið
með hlutverk vörubílstjórans ef
af venjubundinni sviðsetningu
myndar hefði orðið og með hon-
um les hún í gegnum handritið
fyrir framan kvikmyndaaugað,
handrit um konu, miðaldra konu
sem stendur einsömul úti á
þjóðvegi, úti í auðninni um
miðja nótt og stöðvar bíla. Þessi
vörubílstjóri tekur hana upp í,
þó sérstaklega konur sem komn-
ar eru á „vissan aldur“. Hann
fær ekkert á hreint hvaðan hún
kemur, hvert ferðinni er heitið
né hver hún er, en fær hins veg-
ar ýmislegt að heyra um önnur
mál eins og kommúnisma, inn-
flutt verkafólk, örvæntingu gyð-
inga, börn og fleira. Og það
er þessi kona sem fullyrðir „að
heimurinn fljóti að feigðarósi,
það er eina mögulega pólitíkin".
Annarri pólitík, sem boðið er
upp á, er ekki lengur hægt að
taka við, vonin um lausn í gegn-
um pólitísk völd er mesta aft-
urför nútímans og munurinn á
kommúnisma og kapítalisma því
ekki annar en munurinn á kúk
og skít. Inn í þennan upplestur
er skotið mislöngum köflum af
bláa vörubílnum þar sem hann
liðast um þjóðvegi, gegnum
akra, skóglendi, iðnaðarhéruð,
með sjávarsíðunni, í nóttinni,
undur þungum skýjabökkum
dagsins.
Áhorfandinn er færður inn í
myrkraherbergi kvikmyndar-
innar. Fyrir honum verður
myndin af vörubílnum að ímynd
og miðli orðsins. Myndin og orð-
ið er eitt. Þessi vörubíll er full-
fermdur af merkingu og mikil-
vægi verksins og er á leið til
áfangastaðar sem áhorfandinn
einn getur ákveðið hver er.
Þetta frelsi sem M. Duras gaf
áhorfandanum til eigin sköpun-
ar og ákvörðunar varð sumum
ráðvilla en öðrum varð þessi
kraftur myndvakningar ný von í
kvikmyndun og þar á meðal var
Jean-Luc Godard sem ekki hafði
hreyft í yfir áratug við kvik-
myndinni. Hjólaði hann í að
gera nýjustu mynd sína: Sauve
Qui Peut (La Vie) (Bjargi sér