Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Blaðsíða 15
* Asbjörn foringi gestasveitar Þórðar kakala vildi fá bóndann í Húsavík til liðsins, en hann falg sig. Tóku þeir þá konuna og höfðu með sér. Bóndi brá þá við og vildi heimta konuna, en þegar hann vUdi ekki láta sjálfan sig í skiptum fyrir hana, var honum veitt banasár með spjóti. Steingrímsfirði drógu sig allir undan liðsemd við Þórð, þegar þeir vissu Ásgrím ætla að sitja heima. Þá stofnaði Þórður gestasveit, en svo voru nefndar harðsnúnar sveitir, sem kóngar höfðu til erf- iðra og oft hættulegra sendi- ferða. Það var níu manna sveit, sem Þórður gerði út til að safna liði. Foringi hennar var hinn versti fantur en harður hermaður. Hann hét Ásbjörn þessi maður „einhleypingur og vaskur, en eigi var hann ættstór." Þórður var lítt hrifinn af honum, en hefur líklega séð orðið að ekki myndi duga í þessum sveitum annað en ofbeldi. Það er varla hægt að tala um liðsbón hjá Þórði lengur heldur liðsheimtu með hörðu. Og þótt hann hafi í fyrstu ekki ætlað sér aðra en þá, sem voru jafn ákafir hatursmenn Kolbeins og hann sjálfur, þá hefur hann auðvitað séð, að hann varð að fá eitthvert lið að tölunni líka, því það jók traust á honum, ef hann náði saman þó ekki væri nema til að sýnast tvö-þrjú hundruð mönnum. Hinir meiri mennirnir og reyndar alþýða manna líka bættist þá heldur í lið hans, þeg- ar hann riði um sveitir með sæmilegan flokk manna að fjöl- menni. Hitt þurfti ekki að verða mönnum eins ljóst, að þar væri margur tregur til fylgdarinnar. Tóku konuna og drápu svo bóndann Bændum hafði borizt til eyrna kvittur um ætlan Ásbjörns og hlaupið frá bæjum sínum og fólgið sig. Ásbjörn tók þá hús- freyjuna í Húsavík, en Högni hét bóndinn þar, í þeirri von, að bóndi hennar elti hana og það gerði bóndi líka og fékk með sér fleiri bændur. Þeir náðu Ásbirni og hans mönnum og heimtuðu konuna, en Ásbjörn vildi skipta á henni og bónda hennar. Það vildu bændur ekki og þá skaut Ás- björn spjóti að bónda konunnar og varð það banasár, guggnuðu þá bændur og fóru nokkrir með Ásbirni en aðrir fóru heim með Högna bónda helsærðan. Eftir þessu var allur liðsafnaður Ásbjörns. Þórður virðist ekki hafa talið sig hafa efni á að reka þennan harðsnúna mann frá sér meðan hann væri að eflast að styrk, en gerði það strax og hann taldi sig hafa efni á að losa sig við hann, enda jukust illvirki hans og einkum hofmóður. Hann fór að jafna sér við Þórð og það féll ekki Þórði kakala. Þegar Þórður rak Ásbjörn frá sér um síðir, fór hann til Tuma bróður Þórðar og kom hann Tuma til að fara að metast við Þórð bróður sinn og fara sínar eigin götur í baráttunni við Kolbein, en það var Tumi ekki fær um og Kolbeinn drap hann á Reykhólum en Ásbjörn drukkn- aði í á, þegar hann kom frá ill- virkjum nokkrum í Línakradal. En allt varð þetta síðar í sög- unni. Þegar Þórði þótti þrautreynt um liðsheimtu á Vestfjörðum reið hann suður í Dali að Saurbæ og þangað komu til hans Arnfirðingar og Barð- strendingar, sem honum höfðu heitið fylgi. Það var kvöldið fyrir Allraheilagramessu, það er 1. nóvember. Allt reyndist hið sama um lið- semd Sturlu, að hann kvaðst þess ekki búinn að rjúfa eiða sína við Kolbein, en sagði þess skammt að bíða, að Norðlend- ingar brytu á honum sjálfum og skyldi sín „þá ekki á bak að leita. En ríða mun ég með þér til Borgarfjarðar." Þórði fannst fátt um og sagð- ist ekki vita, hverju það skipti sig. I Borgarfirði komu til Þórð- ar Tumi bróðir hans og Teitur Styrmisson með nokkra menn og kannaði þá Þórður lið sitt og var það nær tvö hundruð manna. Það kom ekki til álita að ríða norður að Kolbeini svo fámenn- ur enda var liðið illa vopnum búið. Þórði var sagt að Loftur biskupsson (sonur Páls Jóns- sonar) sem þá bjó í Hítardal ætti gnægð vopna og „skjöldu marga og drjúgum önnur vopna". Það fannst Þórði maklegt, að Loftur hefði nokkra skömm af sér, svo mjög sem hann hefði verið mótsnúinn sínum frænd- um. Stórt og smátt borið til kirkju í Bræðratungu Lofti barst njósn og hljóp hann á skip og sigldi suður til Garða og settist upp hjá Þorleifi Þórðarsyni, frænda Þórðar í móðurætt. Þórður lét taka saman hross í Hítardal og tók þau og vopn öll þau er fundust. Sturla reið til baka vestur en Þórður með flokk sinn suður um heiði, Skarðaleið til Laugardals, þar sem hann kom til Tungu (Bræðratungu) til bús Gissurar. Þar var þá fyrir búi Þóra móðir Gissurar og hefur henni borizt njósn, því að allt hafði verið borið í kirkju, sem gagnast mátti Þórði, „svo að þar var eng- inn hlutur inni til matar nema flautaker eitt“. Menn Þórðar vildu drepa fé, en Þórður bannaði það og sagði það tefja för þeirra og hermenn yrðu að búa að þeim mat, sem til væri. Þórði barst njósn af því, að Hjalti biskupsson hefði dreg- ið saman flokk manna niður í Flóa og skipaði þá Þórður mönnum sínum til ferðar og ætlaði að Hjalta. Hann bað þá menn að ríða á undan, sem kunnugir væru leiðum í Flóan- um, því að þar er víða mýrlent og illt yfirferðar með hesta. Þá varð það, að nokkur hluti liðsins brást Þórði og olli því Tumi bróðir hans, sem taldi það fjar- stæðu að ríða niður í Flóa til að berjast við Hjalta, „og ríði allir austur yfir ár, þeir sem mér vilja fylgja." Gekk þá liðið í tvo staði. Áttu þá menn hlut að við Þórð að ríða heldur austur yfir ár og kváðu þar von liðveizlu. Það er glöggt, að þarna hefur Þórður sem oftari viljað tefla djarft og mönnum eins og Hrafni Odds- syni og Svarthöfða, sem þarna voru með honum, og ekki ódjarf- ir til orustu, hefur þótt það fífl- dirfska að leggja til orustu við Hjalta, sem eflaust hefur verið með mörg hundruð manna. Hrafn og Svarthöfði fengu oft talið Þórði hughvarf, þegar hann í ákafa sínum vildi berjast en líklega, eða sú var reynslan, hefur Þórður haft rétt fyrir sér, þótt hann legði ekki til orustu, ef hann fann, að jafnvel þessum mönnum ógnaði það. Þórður fylgdi ráðum þeirra Hrafns og Svarthöfða, enda liðið klofið, og reið austur um til Keldna um nóttina. Hálfdán reyndist sama sinnis og áður, að hann taldi Þórð engan afla hafa til hernað- ar og það myndi engu breyta, þótt hann legði Þórði eitthvert lið. Þórður bað Hálfdán að fá sér þá einhverja menn til fylgd- ar, þótt hann sæti heima sjálfur, en Hálfdán veikst einnig undan því og sagðist þurfa að tala við bræður sína. Steinvöru konu hans líkaði stórilla, og reið Þórður brott. Þórður reið á Breiðabólstað í Fljótshlíð og stökkti þaðan Ormi, bróðursyni Gissurar, og settist í bú hans. Hjalti biskupsson var ekki ör- uggur um sigur yfir Þórði, þótt Hjalti hefði lið miklu meira og þegar hann frétti af Þórði komnum með flokk manna í hér- aðið brá hann á það ráð, að ríða norður í land á fund Kolbeins en bað bændur að sitja fjölmenna í Skálholti og biskup að fara með sáttaboð til Þórðar og draga á langinn sáttaumleitanirnar, þar til Kolbeini hefði unnizt tími til að koma að norðan. Bændur settust á Skálholtsstað einir sex hundruð saman og biskup gerði sem Hjalti bað hann og fór að finna Þórð á Breiðabólstað og leita fyrir sér um sættir. Biskup flutti sáttamálin „ákaflega" en Þórður var hinn þverasti og vildi að Steinvör systir sín og Hálfdán segðu ein upp sættina. Biskup sagðist hvorki geta játað því né neitað fyrir hönd bænda og fór aftur heim á Skálholts- stað, en Þórður lagði ríkt á við hann að senda menn sem skjót- ast til sín að segja sér hverju bændur svöruðu. Biskup dró það í tvo daga um- fram það, sem ákveðið hafði ver- ið og þá kom sendimaðurinn til Þórðar og sagði honum, að bændur neituðu alveg þeim sátt- um sem Þórður bauð. Þórður reið þá þegar af stað með flokk sinn og að Keldum. Hálfdán hafði riðið ofan í Odda. Þórður sendi þá Dufgussyni, Kolbein og Björn til móts við Hálfdán en Steinvör stefndi saman bændum, sem hún hafði fangstað á, öllum í einn stað og bað þá búna að ríða þann veg, sem þeir Þórður og Hálfdán. En Hálfdán karlinn reyndist ekki fremur en fyrri daginn til búinn að ríða með Þórði. Hann kvað það óráð að ríða á helgan stað að bændum þeim er eigi væri slægja til, og kvaðst hvorki mundu fara og ekki sína menn, „en Þórður má fá sóma sinn af bændum í tómi.“ Hálfdán sendi menn til þeirra bænda, sem Steinunn hafði stefnt saman, og bað þá fara heim. 'Ekki er getið viðbragða Steinunnar, en stirt hefur ef- laust verið hjónalífið á Keldum næstu daga og Hálfdán bóndi átt lítilli blíðu að fagna hjá konu sinni í rekkjunni, en það var sem kunnugt er fangaráð stórlátra kvenna fyrrum að setja bændum sínum afarkosti um rekkjubrögðin, ef þeir gengu í mót vilja þeirra. Kannski hef- ur Hálfdán verið kyrr í Odda næstu daga. Þórði hótað bannsetningu Þórður reiddist orðsendingu Hálfdánar og reið af stað með flokk sinn til Skálholts. Hann hafði þá sanna njósn um fjöl- menni þeirra í Skálholti, að þar voru nær sex hundruð manna og Frh. á bls. 18 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.