Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1983, Blaðsíða 12
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur Undarlegur ferðalangur í umferðinni í Róm. Hver er sá risavaxni maður, allur í reifum, og ríðandi á búkka uppi á bflpalli? Svarið er Markús Árelíus fyrrum keisari í Rómaveldi, eða öllu heldur styttan af honum, 1800 ára gömul, sem var að tærast upp vegna loftmengunar. Hér er verið að fara með keisarann til viðgerðar. Ég er ekki einn þeirra, sem stunda sólarlandaferðir að stað- aldri, og held mig frekar við ís- lenskar óbyggðir, orðinn saddur á kirkjum og köstulum í útland- inu. Én þrátt fyrir svokallaða virkni er líka fyrir hendi þörf og geta til þess blátt áfram að liggja í leti og sól svo sem tvær vikur á nokkurra ára fresti. Það var gert á baðstaðnum Lignano fyrir botni Adríahafsins í byrj- un september sl. á vegum Útsýn- ar. Það er lagt af stað frá Rosmhvalanesi kl. 10 árdegis með Arnarflugi. Hingað til hef ég naumast þekkt það fyrirbæri, nema sem eitthvert bitbein milli Steingríms Hermannssonar og Flugleiða eða stjórnarandstöð- unnar. (Og má manni á sama standa, hver hagnast á fluginu um leið og fyrirtæki tapa bók- haldslega.) En nú verður þetta áþreifanlegt sem flugvél með einkar lipurri afgreiðslu og ýt- arlegri útsýnislýsingum flug- stjórans en maður hefur lengi átt að venjast. Svona er það, meðan menn eru að ryðja sér braut í samkeppninni, hugsar maður. En það er a.m.k. gott, meðan það varir. Flugið tekur 4 tíma, og það er lent hjá Trieste, auðvitað í sól og 25—30 stiga hita. Þá er klukkan orðin 4 á Ítalíu. Og eftir eðli- legan útskipunartíma kemur klukkustundar rútuferð til Lign- ano, m.a. um þær slóðir, þar sem Ernest Hemingway kvaddi vopnin sællar minningar í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá erum við undir leiðsögn Svavars Lárus- sonar, aðalfulltrúa ferðaskrif- stofunnar á staðnum. Þegar til Lignano kemur, er afhentur lykill að íbúð í Luna- byggingunni, sem er stór stofa með svölum og svefnherbergi, eldhúskrók með kæliskáp og baði. Af ólæknandi nöldursemi reynir maður að finna einhverju ábótavant, en það er ekki auð- velt. Jú, gott ljós mætti vera yfir spegli í baðinu, og sturtuhaus- inn er ekki eins og í Sundhöll Reykjavíkur. Það er komið undir kvöld, þegar búið er að raða í skápa og skúffur, og baðströndin orðin auð. En hún er könnuð morgun- inn eftir. Frá því er fyrst að segja, að sandurinn á þessari strönd er með afbrigðum smágerður og mjúkur, svo að sárfættum manni finnst hann ganga í flókaskóm. Sama er að segja um hafsbotninn. Þarna gætir tals- vert flóðs og fjöru, og þarf stundum að vaða drjúgan spöl til að geta synt. Fyrir þá, sem eru vatnshræddir og fyllast skelfingu, ef þeir botna ekki, er ágæt aðferð að vaða til hafs upp í háls og synda svo til baka. Þá er aldrei hætta á botnleysi. Síðan lætur maður sólina þurrka sig. Bráðódýrar strá- mottur fást, sem gott er að liggja á í sandinum, en það er líka hægt að leigja sér legustól og/ eða sólhlíf, til að geta hulið sig í skugga, ef sólin verður þjakandi. íbúðagestir geta auðvitað matreitt fyrir sig sjálfir, því að nóg er af matvörubúðunum. En því nenna fæstir, fyrir utan morgunverð. Ymsar tegundir veitingastaða eru útum allt, þar á meðal nokkrir á jarðhæð hinn- ar geysistóru Luna-byggingar. Og maturinn er yfirléitt mjög góður, kjötið einstaklega mjúkt. Helst er, að okkur þyki hann nokkuð olíuborinn. Drykkjar- föng eru auðvitað óteljandi frá ölkelduvatni upp í viskí. En mér kom einna mest á óvart, hvað mjólkin var góð. Og varð mér þá einatt hugsað til vinar okkar Giuseppe Verdi, sem einmitt var kúabóndi á Pósléttunni, og þótt- ist þess fullviss, að kýrnar væru allar af Verdi-kyninu. Annað kom þó meira á óvart, en það var kunnátta afgreiðslu- fólks í íslensku. Af gömlum vana þreifar maður fyrst fyrir sér með þýsku eða ensku, en veit þá ekki fyrr til en svarað er á syngjandi ítalskri íslensku: „Kótilettur í tómatsósu“ eða eitthvað álíka. Fyrir utan ís- lenska ferðamenn er þarna mest um Þjóðverja og Austurríkis- menn, enda ekki nema tveggja tíma akstur frá austurrísku landamærunum í norðri. Og þótt Italirnir kunni ekki mikið í þeirra tungumáli, skynja þeir fljótt, að við erum ekki þýsk og bregða þá fyrir sig þeim tugum íslenskra orða, sem þeir hafa lagt sér til gegnum árin. I þriðja lagi vakti heiðarleiki starfsfólksins nokkra furðu. Maður býst við því, að sjálfsagt þyki að reyna að féfletta útlend- inginn. I byrjun kunna menn harla lítið á ítölsku lírurnar með sín- um svimandi upphæðum (1000 lírur eru innan við 10 krónur). Og hefði verið hægurinn hjá að gefa rang^ til baka. En það var öðru nær. Þetta var talið oní mann af stakri þolinmæði og Horft úr lofti yfir þann hluta Lignano, sem heitir Punta Faro.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.