Fréttablaðið - 03.02.2015, Síða 2
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
HEILBRIGÐISMÁL Haraldur Líndal
Haraldsson, bæjarstjóri Hafn-
arfjarðar, segir lágt tilboð í St.
Jósefs spítala í Hafnarfirði ekki
hafa komið sér á óvart. Hann
telur ólíklegt að gengið verði að
85 milljóna króna tilboði í eign-
ina.
Hæsta tilboð sem barst í hús-
næðið hljóðaði upp á 85 milljón-
ir króna sem er langt undir fast-
eignamati hússins. Sjúkrahúsið
er í sölumeðferð hjá Ríkiskaup-
um og var hæsta tilboð frá fyrir-
tækinu Stofnási ehf., sem hefur
áform um að breyta húsnæðinu
í hótel eða íbúðir.
St. Jósefsspítali er í eigu Hafn-
arfjarðarbæjar og ríkissjóðs.
Hafnarfjarðarbær á 15 prósenta
hlut í eigninni á móti 85 prósent-
um ríkisins. Fasteignamat hús-
næðisins hljóðar upp á 382 millj-
ónir króna og því er hæsta boð
í húsnæðið langt undir því eða
um fjórðungur af fasteignamati.
Haraldur segir gott að vita
hvað markaðurinn er tilbúinn
að greiða fyrir eignina en telur
ólíklegt að gengið verði að þessu
tilboði. „Upphæð hæsta tilboðs-
ins kom mér ekki á óvart, ég
verð að viðurkenna það. Ég átti
von á því að hæsta tilboð yrði
einhvers staðar undir hundrað
milljónum. Það var vilji ríkisins
að fara þessa leið og nú vitum
við hvað markaðurinn er tilbú-
inn að greiða fyrir húsið,“ segir
hann.
Gunnar Gunnarsson, eigandi
Stofnáss ehf., sem átti hæsta til-
boðið í fasteignina, telur að það
þurfi að breyta húsnæðinu fyrir
um 200 milljónir til að koma því
í gang. „Það er útséð um það að
heilsutengd starfsemi verði í
húsinu. Menn hafa reynt það. Ég
bauð í húsnæðið með fyrirvara
um breytingu á starfsemi í hús-
inu,“ segir Gunnar. Hann telur
ólíklegt að boði sínu verði tekið.
„Ég á frekar von á því að öllum
tilboðum verði hafnað.“
Hugmyndir hæstbjóðanda
eru að breyta húsnæðinu í íbúð-
ir eða hótel. Haraldur vill ekki
tjá sig um þær hugmyndir að
svo stöddu, „Bæjarstjórn mun
fjalla um málið á miðvikudaginn
næstkomandi. Hins vegar er það
alveg ljóst að þessar hugmyndir
munu ekki hugnast mörgum, til
að mynda hagsmunasamtökum
St. Jósefsspítala. Ég tel að þessu
tilboði verði ekki tekið og húsið
sett aftur í söluferli.“
Hollvinasamtök St. Jósefs-
spítala lögðu í haust blessun
sína yfir söluferli hússins með
þeim kvöðum að við mat á til-
boðum væri heimilt að horfa til
þess hvort starfsemi í húsinu til
framtíðar tengdist heilbrigðis-
þjónustu. sveinn@frettabladid.is
Líklegt að öllum til-
boðum verði hafnað
Hæsta boð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði hljóðaði upp á um 23 prósent af fast-
eignamati hússins. Ríkiskaup annast sölu hússins sem er í eigu Hafnarfjarðarbæjar
og ríkisins. Upphæðin kom mér ekki á óvart, segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar
ST. JÓSEFSSPÍTALI Þar hefur engin starfsemi verið um nokkra hríð og hafa Hafn-
firðingar barist fyrir því að heilsutengd starfsemi verði í húsinu.
Það var
vilji ríkisins
að fara þessa
leið og nú
vitum við
hvað markað-
urinn er
tilbúinn að greiða fyrir
húsið.
Haraldur Líndal Haraldsson
FRAKKLAND, AP Réttarhöldin yfir
Dominique Strauss-Kahn hófust í
borginni Lille í Frakklandi í gær.
Reiknað er með að þau standi í
þrjár vikur.
Hann er, ásamt þrettán öðrum,
ákærður fyrir tengsl við vændis-
hring og á yfir höfði sér allt að tíu
ára fangelsi og hálfa aðra milljón
evra í sektir.
Sanrine Vandenschrik, ein
vændiskvennanna, segist hafa
sagt lögreglunni að ef Strauss-
Kahn ætli að halda því fram að
hann hafi ekki vitað að þarna
hefðu verið vændiskonur á ferð, þá
væri hann að reyna að „fá okkur
til að trúa því að hann sé einfeldn-
ingur og lítur á okkur sem fífl“. - gb
Réttarhöld hafin í Lille:
Réttað yfir
Strauss-Kahn
BANDARÍKIN, AFP Íbúar í Chicago-fylki í Bandaríkjunum áttu í fullu
fangi við að komast úr snjónum eftir mikla snjókomu þar aðfaranótt
mánudags. Tæplega 50 sentimetra lag af snjó þakti götur borgarinnar,
sem er fimmta mesta snjókoma þar í borg í sögunni. - fbj
Íbúar Chicago í Bandaríkjunum eru óvanir mikilli snjókomu:
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó
SÓPAÐ AF BÍLNUM Chicago-búinn Marcus Neris þurfti að grafa bíl sinn úr fönn og
sópa af honum áður en hann komst að heiman. FRÉTTBLAÐIÐ/AFP
SAMFÉLAG Embætti landlæknis
stendur fyrir árlegri tannverndar-
viku 2. til 7. febrúar í samstarfi við
Tannlæknafélag Ísland og þetta
árið er hún helguð því að kynna
landsmönnum mikilvægi þess að
draga úr sykurneyslu undir kjör-
orðinu Sjaldan sætindi og í litlu
magni. Meðal sykurneysla hvers
Íslendings nemur 60 kílóum á ári.
Náttúrulækningafélag Íslands
benti á fyrir nokkru að neysluhlut-
fall barna væri jafnvel enn hærra
en hjá fullorðnum.
Embætti landlæknis hefur opnað
nýjan vef, sykurmagn.is, þar sem
er að finna myndrænar upplýsing-
ar um viðbættan sykur í ýmsum
matvælum, einkum sætindum og
sykruðum gos- og svaladrykkjum.
Markmið síðunnar er að efla
færni barna og foreldra þeirra í
fæðuvali. Matvörur sem eru sér-
staklega markaðssettar fyrir
börn eru oft og tíðum ekki þær
æskilegustu fyrir þau. Nokkur
dæmi eru tekin á síðunni, þar má
til dæmis sjá að í 250 ml fernu af
Svala með appelsínubragði er sem
nemur 9 sykurmolum en hver syk-
urmoli er 2 grömm. Í 100 ml af
drykknum eru 7,2 grömm af við-
bættum sykri.
Í tilefni átaksins var gefið út
myndbandið Sykur á borðum, í
því er litið inn hjá fjölskyldu sem
ætlar að eiga notalega stund við
sjónvarpið. Myndbandið verður
aðgengilegt á vef Embættis land-
læknis á síðunni Tannvernd og á
að verða til vitundarvakningar.
- kbg
Meðalsykurneysla Íslendinga 60 kíló á ári. Neysla barna jafnvel talin meiri en fullorðinna:
Matvörur fyrir börn oft óæskilegar
179 SYKURMOLAR Ef fjölskylda ætlar
að fá sér 500 g af blandi í poka og
drekka með því einn lítra af kók hefur
hún neytt sem nemur 179 sykurmolum.
VIÐSKIPTI Eigendur tískuvöru-
verslunarinnar Kron verða á
fimmtudag með 400 gölluð skópör
til sýnis í verslun sinni. Um verður
að ræða listrænan gjörning vegna
dóms sem féll í Hæstarétti í síð-
ustu viku þar sem þeim var gert
að greiða skóframleiðendum sam-
tals 18 milljónir króna. Yfirskrift-
in verður „Myndir þú kaupa þessa
skó með 20 prósenta afslætti?“
Hugrún Árnadóttir segir skó-
pörin sem þau fengu frá framleið-
andanum öll vera gölluð en fram-
leiðandinn hafi boðið þeim afslátt.
Það vildu þau ekki þiggja en kröfð-
ust þess að skórnir yrðu teknir til
baka. Úr varð fyrrgreint dómsmál.
- sks
Gjörningur með skópörum:
Eigendur Kron
ósáttir við dóm
BJÖRGUN Viðamikil björgunaraðgerð stóð yfir í gær
á Norðurlandi en 22 björgunarsveitarmenn fóru upp
á hálendið til að bjarga sjö íslenskum ferðalöng-
um, þar af tveimur börnum, sem voru þar fastir í
tveimur jeppum. Þrjár björgunarsveitir tóku þátt í
aðgerðum, Súlur, björgunarsveit Akureyrar, Hjálp-
arsveitin Dalbjörg frá Eyjafjarðarsveit og Björgun-
arsveitin Þingey frá Aðaldal.
Fólkið hafði ekki verið í símasambandi síðan
klukkan tíu á sunnudagskvöld þegar það óskaði
eftir aðstoð björgunarsveitarinnar. Björgunarsveit-
armenn komu fólkinu til aðstoðar um áttaleytið í
gærmorgun sem var þá heilt á húfi, en það hafði þá
hafst við í einum bílanna um nóttina.
,,Fólkið var nokkuð vel búið og gerði það rétta, að
halda kyrru fyrir í bílnum,“ segir Skúli Árnason,
formaður björgunarsveitarinnar Súlna, í samtali við
Fréttablaðið. Fólkið var í jeppaferð og hafði komið
úr Kerlingafjöllum og var á leið ofan í Bárðardal
með viðkomu í Bárðarfelli. Er þessi leið töluvert
algeng að sögn Skúla. ,,Einn bílanna bilaði og stopp-
uðu hinir bílarnir til þess að veita aðstoð en festust
í kjölfarið. Þau festu sig á Dragleið sem er á milli
Laugafells og Sprengisandsleiðar.“ Fólkið kom heilt
á húfi til Akureyrar um níuleytið í gærkvöldi og
fékk heita súpu. Skúli segir ferðalangana alla mjög
þreytta og uppgefna, einnig björgunarsveitarmenn-
ina. ,,Þetta er búinn að vera mjög langur sólarhring-
ur hjá þeim öllum.“ - ngy
Björgunarsveitir aðstoðuðu sjö ferðalanga sem festust á hálendinu:
Föst með tvö ung börn í bílum
BJARGAÐ Ferðalangarnir sem festust á hálendinu aðfaranótt
mánudags eru komnir heilir á húfi til byggða.
SPURNING DAGSINS
Páskar í Barcelona
1. - 5. apríl
Verð frá 109.900 kr.*
og 12.500 Vildarpunktar
á mann á hótel Ayre Gran Via með morgunverði
*Verð án Vildarpunkta 119.900 kr.
Fararstjóri er Kristinn R. Ólafsson
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair
Guðný Hrund, er autt rúm
betra en illa skipað?
„Það er illa skipað að hafa þessi
rúm auð.“
Legurými heilbrigðisstofnunar Hvammstanga
eru ekki notuð þar sem ríkið hefur ekki
tryggt fjármagn til reksturs. Guðný Hrund
Karlsdóttir er sveitarstjóri Húnaþings vestra.
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
9
C
-B
4
6
0
1
3
9
C
-B
3
2
4
1
3
9
C
-B
1
E
8
1
3
9
C
-B
0
A
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K