Fréttablaðið - 03.02.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 03.02.2015, Síða 6
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað heitir íþróttamaðurinn sem setti Íslandsmet í bæði 200 og 400 m hlaupi um helgina? 2. Hvaða fyrirtæki hefur fengið styrk til að halda áfram vöruþróun úr fi sk- roði? 3. Á vegum hvaða tímarits keppir fata- hönnuðurinn Elísabet Karlsdóttir? SVÖR: 1. Kolbeinn Höður Gunnarsson. 2. Codland í Grindavík. 3. Á vegum ítalska Vogue. GRIKKLAND Barack Obama Banda- ríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráð- herra Bretlands, sagði einnig nauð- synlegt að leggja áherslu á hag- vöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferða- lagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjár- málaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að sam- komulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsfor- seti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsan- legar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsip- ras, vann stórsigur í þingkosn- ingum fyrir rúmri viku út á lof- orð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, held- ur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri lands- framleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendi- nefnd Evrópusambandsins, Evr- ópska seðlabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref. gudsteinn@frettabladid.is Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja Obama Bandaríkjaforseti segir nauðsynlegt að hjálpa Grikkjum til hagvaxtar frekar en að leggja áfram alla áherslu á niðurskurð. Ráðamenn nokkurra Evrópu- ríkja hafa tekið í sama streng. Fjármálaráðherra Grikklands segist bjartsýnn. JANIS VARÚFAKIS Fjármálaráð- herra nýju grísku stjórnarinnar hélt í gær á fund George Osborne, hins breska starfsbróður síns, í Downing- stræti númer ellefu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Greiðslur til Bald- vins Jónssonar fyrir kynningu á íslenskum vörum í Bandaríkj- unum voru teknar upp að nýju í utanríkisráðuneytinu eftir að Baldvin skilaði skýrslum um framvindu verksins. Utanríkisráðuneytið borgar Baldvini samtals 36 milljónir fyrir markaðsstörf á þessu ári og í fyrra. Baldvin fékk ekki umsamda 4,5 milljóna króna greiðslu í september. Ráðuneytið sagði Baldvin ekki h a fa sk i l a ð inn t i lsk i ld - um skýrslum um framvindu verkefnisins. „ Þ a ð e r ágreiningur um það sem ég vil gera til þess að hlíta samn- ingnum sjálfum,“ útskýrði hann í samtali við Fréttablaðið í októ- ber. Baldvin skilaði inn tveimur skýrslum í nóvember og des- ember og fékk í kjölfarið sept- embergreiðsluna upp á 4,5 millj- ónir króna og þriggja milljóna króna desembergreiðslu. „Að mati stjórnar voru þessi gögn fullnægjandi samkvæmt samningnum og grundvöllur til greiðslna sem getur um í samn- ingi fyrir september og desem- ber,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins. Að sögn Urðar tók stjórn verk- efnisins ekki saman nein gögn um það sem Baldvin lagði fram. Í annarri skýrslunni kveðst hann ætla að reyna til þrautar að ná mönnum saman um sam- eiginlega vinnu á sviði markaðs- mála. „Sem því miður er nánast ekki til staðar – jafn augljóst og það er að hagsmunir geta vel farið saman og sparað umtalsverða fjármuni en um leið aukið verð- mætin,“ segir hann. - gar Utanríkisráðuneytið aftur byrjað að greiða fyrir markaðsstörf Baldvins Jónssonar: Skilaði stöðuskýrslum og fékk 7,5 milljónir BALDVIN JÓNSSON HEILBRIGÐISMÁL Stjórnvöld ætla ekki að endurnýja samning Félags sjúkraþjálfara við Hrafn- istu um rekstur endurhæfingar- rýma sem ætluð eru öldruðum sem enn búa í eigin húsnæði. Félag sjúkraþjálfara segist harma þá ákvörðun í fréttatil- kynningu og leggur áherslu á að endurhæfing sé ein alhagkvæm- asta meðferð fjármuna í heil- brigðiskerfi okkar. „Þessi gjörningur er í hróp- legri andstöðu við það markmið að efla getu og færni fullorðins fólks til að halda eigið heimili eins lengi og auðið er,“ segir í tilkynningunni. - ngy Endurhæfingarrými lokað: Mikilvægri starfsemi hætt SVÍÞJÓÐ Sjötíu starfsmenn á heimili fyrir aldraða í Gauta- borg vinna nú sex klukkustundir á dag í stað átta og halda fullum launum. Um er að ræða tilraunaverk- efni sem standa á í eitt ár. Fylgst verður með hvaða áhrif styttri vinnutími hefur á heilsu starfs- fólks og á störf þess til að geta metið hvort sex tíma vinnudag- ur komi í framtíðinni til greina hjá sveitarfélaginu. Ráða þarf 14 nýja starfsmenn vegna verkefnis- ins. Fjárframlög vegna þess eru átta milljónir sænskra króna eða um 128 milljónir íslenskra króna. - ibs Tilraun í Gautaborg: Vinna minna á fullum launum VIÐSKIPTI Samherji hefur samið við Sjóvá um öll vátryggingavið- skipti fyrirtækisins og tengdra félaga á Íslandi til næstu þriggja ára. Samningurinn er gerður í framhaldi af flutningi trygginga Samherja og tengdra félaga til Sjóvár í ársbyrjun 2014. „Samherji er eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem krefst sérhæfðrar trygginga- verndar. Samstarf til þriggja ára tryggir bestu þjónustu af hendi Sjóvár, sem rekur öflugt útibú á Akureyri þar sem Samherji er með höfuðstöðvar,“ segir Her- mann Björnsson, forstjóri Sjóvár. - ngy Samherji semur við Sjóvá: Sjá um vátrygg- ingar í þrjú ár SKIP SAMHERJA Fyrirtækið er eitt það umsvifamesta í sjávarútvegi á Íslandi. MYND/SAFN SAMHERJI SVÍÞJÓÐ Bandalag stjórnarand- stöðuflokkanna í Svíþjóð vill ásamt Svíþjóðardemókrötum leyfa skólaslit í kirkjum þegar á komandi sumri. Nú má eingöngu fjalla um trú í trúarbragðafræðslu og í sumum skólum hefur það verið túlkað sem svo að skólaslit megi ekki fara fram í kirkju, að því er segir á fréttavef Sænska dag- blaðsins. Verði breytingin á skólalögunum samþykkt verður einnig leyfilegt að nefna Jesú og syngja sálma. - ibs Sænska stjórnarandstaðan: Skólaslit verði leyfð í kirkjum HARMA ÁKVÖRÐUNINA Félag sjúkraþjálfara fékk samning um rekstur endurhæfingarrýma ekki framlengdan. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR STJÓRNSÝSLA Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra, segir engar reglur hafa verið brotnar þegar bandarísku fréttastofunni ABC var veitt leyfi til að senda út morgunþátt sinn frá lokuðu svæði við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Umboðsmanni Alþingis barst um helgina erindi þess efnis að fréttastofan bandaríska hefði fengið sérmeðferð og talið var að umsókn um að komast á lokað svæði hefði fengið hraðari með- ferð. Umboðsmaður staðfestir að erindið hafi verið móttekið. Víðir telur þá meðferð sem ABC-fréttastof- an fékk ekki á nokkurn hátt frábrugðna því vinnulagi sem almannavarna- dei ldin vinni eftir. „Umsóknin var innan allra þeirra marka sem við höfum sett okkur varðandi aðgang að lokuðu svæði vegna eldsumbrota í Bárðarbungu og eldgoss í Holuhrauni. Þarna hafi verið á ferðinni þrettán frétta- menn og tæknimenn. Fjórtán mönnum er heimilt að vera á svæðinu í einu. Má einnig segja að gerðar hafi verið meiri kröf- ur til öryggis þeirra. Fréttastof- an ætlaði sér að nota einungis þyrlur við flutninga á fólki en við gerðum kröfu um að einnig væri hægt að flytja fólk á jörðu niðri. Því þurfti þessi aðili að kosta meiru til í þjónustu,“ segir Víðir. „Allir fá sömu meðferð hjá okkur og enginn hefur hingað til fengið neina sérmeðferð.“ - sa ABC fékk leyfi til að senda út morgunþátt við gosstöðvarnar í Holuhrauni: Engar reglur brotnar við leyfið HOLUHRAUN ABC-fréttastofan sendi morgunþátt sinn Good morning America frá lokuðu svæði við Holuhraun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VÍÐIR REYNISSON VEISTU SVARIÐ? 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 9 C -D B E 0 1 3 9 C -D A A 4 1 3 9 C -D 9 6 8 1 3 9 C -D 8 2 C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.