Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 8

Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 8
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 STJÓRNMÁL Nýr sendiherra, Robert C. Barber, kom í fyrsta sinn til Íslands föstudaginn 23. janúar síð- astliðinn. Hann ætlar að nýta tím- ann til að skoða landið vel, fyrst Reykjavík og nágrenni, en segist vonandi síðar geta skoðað allt landið. Bandarískum ferðamönnum hefur fjölgað verulega hérna á landi. Spurður út í það segir Barber að það þýði vissulega að verkefnum sendiráðsins fjölgi. „Það er ýmis- legt sem við getum hjálpað með og gerum allt sem við getum. Ég held að Bandaríkjamenn séu í öðru sæti þegar kemur að fjölda ferðamanna á Íslandi og það er frábært. Þetta er allt fólk sem er að koma hingað af góðri ástæðu. Við vildum gjarnan ná fyrsta sætinu.“ En hann bendir líka á að það sé tækifæri til að fjölga íslenskum ferðamönnum í Banda- ríkjunum og hann vilji gjarnan ýta undir þá þróun. Hann segist líka gjarnan vilja leggja sitt af mörkum við að auka viðskipti milli ríkjanna. „Það er beggja hagur að viðskiptin aukist.“ Barber bendir á að hann hafi reynslu af því að starfa með nýsköpunarfyrirtækjum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum og unnið með frumkvöðlum. „Ég hlakka til að verða talsmaður á mörgum ólík- um sviðum, þar á meðal viðskipta- sviðinu,“ segir sendiherrann. Barber segist hafa átt fjölda funda síðan hann kom hingað til lands og margir þeirra hafi verið viðskiptafundir. Hann hafi meðal annars fundað með Amerísk- íslenska viðskiptaráðinu og hitt forstjóra fjölda fyrirtækja hérna. „Ég var svo lánsamur að hitta líka fólk úr viðskiptalífinu, og annars staðar frá, í móttöku Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þegar ég afhenti trúnaðarbréf mitt á mið- vikudaginn,“ segir hann. Þá vekur Barber athygli á því að hann hafi heimsótt Íslenska sjávar- klasann. „Það er mjög góður hópur fyrirtækja þar, sem á það sameig- inlegt að hafa sjálfbærni og hag- kvæmni að leiðarljósi. Þar eru svo miklir möguleikar á að flytja þær vörur og þá þjónustu til Banda- ríkjanna.“ Ísland eigi líka sókn- arfæri vegna þekkingar sinnar á jarðhita. Ekki einungis í samskipt- um við Bandaríkjamenn heldur við fleiri aðila. Þessi þekking hafi til að mynda mikla þýðingu fyrir upp- byggingu í Eþíópíu. Samskipti Íslands og Bandaríkj- anna hafa breyst nokkuð frá því sem var á tímum kalda stríðsins. Skiptir Ísland jafn miklu máli fyrir Banda- ríkin og áður? „Íslendingar og Bandaríkja- menn hafa verið miklir bandamenn í marga áratugi, allt frá því að lýð- veldið var stofnað. Þjóðirnar eru miklir bandamenn í NATO og Ísland skiptir Bandaríkin virkilega máli,“ segir hann. Bandaríkjamenn hafi kunnað vel að meta þessi tengsl. „Samskipti þróast með tímanum og ég get ekki haft áhrif á það sem hefur gerst fram að þessum tíma. En ég ætla að gera allt sem ég get til að auka samskiptin, bæði tví- hliða samskipti og líka þar sem við erum hluti af stærri hreyfingum. Norðurskautsráðið er til að mynda vettvangur þar sem ég held að hags- munir Bandaríkjanna og hagsmunir Íslands fari saman. Það eru margar leiðir, bæði innan ráðsins og í tví- hliða samskiptum og sem félagar í NATO, þar sem Ísland skiptir Bandaríkin miklu máli. Ég vonast til að geta stutt við þau samskipti á meðan ég er hér.“ Barber segir að lokum að Ísland hafi fylgst vel með þróun mála í Úkraínu og Bandaríkjamenn kunni vel að meta það. Hann segist hafa hitt Gunnar Braga Sveinsson utan- ríkisráðherra á föstudagsmorgun. „Honum hefur verið mjög umhugað um þetta mál og hann hefur verið skýr í afstöðu Íslands til deilunnar í Úkraínu. Bandaríkin kunna vel að meta það. Ísland hefur boðið fram stuðning sinn, ekki bara í orðum heldur líka með gjörðum.“ jonhakon@frettabladid.is Afstaða Íslands til Úkraínu er skýr Robert Barber, sendiherra Bandaríkjanna, vonast til þess að geta nýtt reynslu úr fyrri störfum til þess að styðja við aukin viðskipti Banda- ríkjanna og Íslands. Hann varð heillaður í heimsókn sinni til Íslenska sjávarklasans og segir Íslendinga geta nýtt þekkingu sína á jarðhita. SENDI- HERRANN Robert C. Barber kom til Íslands í fyrsta skipti 23. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN afsláttur af vítamínum til 12. feb.20% PIP AR \T BW A • SÍ A www.apotekarinn.is Vissir þú að kalk og D-vítamín eru bestu vinir? Apótekarinn mælir með neyslu D-vítamíns með kalki. D-vítamín eykur frásog á kalki í þörmum. Ég ætla að gera allt sem ég get til að auka samskiptin, bæði tvíhliða samskipti og líka þar sem við erum hluti af stærri hreyfingum. ATVINNUMÁL Frá stofnun VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs hafa 3.800 einstaklingar, af þeim 7.700 sem til sjóðsins hafa leitað, „útskrifast“ eða lokið þjónustu frá sjóðnum. Fram kemur á vef sjóðsins að við útskrift hafi 74 prósent þeirra verið virk á vinnu- markaði. Þessir tæplega þrír fjórðu útskrifaðra hafi þá ýmist farið beint í launað starf, virka atvinnu- leit eða í lánshæft nám. Þá komi fram í þjónustukönnun VIRK að 77 prósent svarenda telji í lok þjón- ustu að hvatning ráðgjafa VIRK hafi styrkt fyrirætlun þeirra um að snúa aftur til vinnu. Í lok síðasta árs notuðu um 2.400 einstaklingar þjónustu VIRK. Á árinu komu 1.783 nýir inn, sam- kvæmt upplýsingum sjóðsins, tæpum níu prósentum fleiri en 2013 þegar 1.639 einstaklingar leit- uðu til VIRK. „1.066 einstaklingar luku þjónustu 2014, um 18,5 pró- sent fleiri en 2013 en þá útskrif- uðust 899,“ segir á vef VIRK. Þar segir jafnframt að vísbendingar séu um að aðsókn að VIRK gæti verið að ná jafnvægi eftir mikinn vöxt undanfarin ár. - óká HJÁ VIRK VIRK er sjálfseignarstofnun sem ASÍ og SA stofn- uðu í maí 2008, en í ársbyrjun 2009 var svo gerð ný stofn- skrá með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnu- markaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Um 3.800 einstaklingar af 7.700 hafa frá upphafi útskrifast frá VIRK : Þrír fjórðu virkir á vinnumarkaði Ár Fjöldi 2010 1.155 2011 1.304 2012 1.236 2013 1.639 2014 1.783 Heimild: ASÍ ➜ Skráningar hjá VIRK síðustu ár ÚKRAÍNA Uppreisnarmenn í aust- anverðri Úkraínu segjast ætla að kalla fjölda manns til liðs við sig til að berjast við úkraínska stjórn- arherinn og stuðningssveitir hans. Alexander Sakhartsjenkó, leið- togi uppreisnarmanna, segir að leit- að verði til sjálfboðaliða og liðsöfn- unin eigi að hefjast innan tíu daga. „Þetta er gert til þess að stækka her okkar upp í hundrað þúsund manns,“ sagði hann við fjölmiðla. „Það þýðir ekki að við ætlum að bæta við okkur hundrað þúsund manns, heldur að her alþýðulýð- veldanna í Donetsk og Luhansk verði samtals 100 þúsund manna lið.“ Hörð átök hafa verið í landinu undanfarnar vikur. Tilraunir til þess að semja um vopnahlé hafa allar farið út um þúfur og engin lausn er í sjónmáli. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Christopher Miller, blaða- manni í Úkraínu, að afar ólíklegt sé að nægilega margir sjálfboða- liðar fáist. Líklegra sé að fá eigi fleiri rússneska hermenn til liðs við úkraínsku uppreisnarmennina. Rússnesk stjórnvöld hafa ávallt neitað því að rússneskir hermenn hafi farið til Úkraínu að berj- ast, en bæði úkraínsk og vestræn stjórnvöld hafa ítrekað fullyrt að þúsundir rússneskra hermanna hafi barist með uppreisnarliðinu. - gb Uppreisnarmenn í Úkraínu búa sig undir átök: Liðsauki kallaður út ÚTFÖR Í KÆNUGARÐI Úkraínskir hermenn bera félaga sinn til grafar, en hann féll í átökum við uppreisnarmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 9 C -D 6 F 0 1 3 9 C -D 5 B 4 1 3 9 C -D 4 7 8 1 3 9 C -D 3 3 C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.