Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 12

Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 12
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS N ú er spurt hvað búi margar þjóðir á Íslandi. Hafi nokkurn tíma verið ástæða til að spyrja þessarar spurningar er það nú. Það er alvarleg staðreynd að tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar þénuðu 257,6 milljarða króna árið 2013. Það samsvarar 21,5 prósentum af heildartekjum Íslendinga. Sama hlutfall var 17,6 prósent árið 2012. Árið 2012 og 2013 tóku tekjuhæstu fimm prósentin stærri sneið af tekjukökunni. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar við spurningum Árna Páls Árnasonar um tekjuskiptingu sem og eignaskiptingu Íslendinga. Með einfaldasta hætti má segja að í svörum ráðherrans komi berlega í ljós að ójöfnuð- urinn er mikill hjá okkur og hann vex. Íslenskt þjóðfélag er lagskipt. Fámennur hópur á mikið og þénar langt umfram þörf. Á sama tíma eru hófsamir leiðtogar láglaunafólks að leggja fram kröfur, vegna komandi kjarasamninga, kröfur sem eru langt frá neysluviðmiðum. Þeir krefjast þess að umbjóðendurnir verði áfram með lægri tekjur en þarf til að lifa sæmandi lífi í nútíma- samfélagi. Bjarni Benediktsson lagði sem sagt í gær fram upplýsingar um ríku Íslendingana. Fyrir réttri viku voru aðrar upplýsingar kunn- gerðar. Þær komu úr velferðarráðuneyti Eyglóar Harðardóttur. Í fréttum af þessu tilefni má lesa að tæplega sex þúsund og tvö hundruð Íslendingar búa við sára fátækt. Velferðarvakt félags- málaráðherrans vill að barnabætur verði auknar og lágmarks- framfærsluviðmið verði skilgreint. Rúm níu prósent landsmanna eru undir lágtekjumörkum og með minna en hundrað og sjötíu þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Næstum helmingur þeirra býr í leiguhúsnæði. Einn þriðji er einhleypur og tuttugu og sjö prósent einstæðir foreldrar. Tvö prósent Íslendinga eða tæplega sex þúsund og tvö hundruð manns búa við sára fátækt. Er hægt að tala skýrar? Framundan eru hörð átök þar sem tekist verður á um kaup og kjör. Svo miklu munar á stöðu þessara ólíku hópa að þeir geta vart talist til sömu þjóðar. Því er spurt: Hvað búa margar þjóðir á Íslandi? Formælandi Samtaka atvinnu- lífsins segir þann tíma að baki að þeir sem minnst hafa og minnst fá hafi forgang á aðra. Hvers vegna er vont að segja til um eftir að hafa lesið nýjustu gögn beggja öfganna, þeirra háu og þeirra lágu. Í raun má segja að allt sé í steik og við siglum að ófriðarbáli. Báli sem var aukið í gær. Algjör trúnaðarbrestur er milli þeirra sem deila á vinnumarkaði og ríkisstjórnar Íslands, sem er sögð ein sú svikulasta sem reyndir samningamenn muna. Trúlegast hugnast fáum að horfa upp á þann geysilega mun sem er milli ríkra og fátækra. Vandi þeirra sem þurfa að semja um kaup og kjör næstu ára er drjúgur. Miklir, en ótrúlega ólíkir, hagsmunir eru undir. Líkur á friðsælli lausn versnuðu við upplýsingar gærdagsins. Nú er að sjá hverjar afleiðingarnar og viðbrögðin verða. Enn hafa þau lítil verið vegna staðfestingar á fátæktinni. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um upp- byggingu heilbrigðisþjónustunnar í kjölfar þess að samið var við lækna ætti að vera okkur öllum mikið fagnaðarefni. Þar er kveðið á um samkeppnishæfni við Norður- löndin varðandi aðbúnað starfsfólks og laun, byggingu nýs Landspítala og endur- nýjun tækja svo fátt sé nefnt. En í yfirlýsingunni segir jafnframt „opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum“ innan heilbrigðisþjón- ustunnar. Það liggur í augum uppi að hér er átt við aukna þátttöku einkaaðila í vel- ferðarþjónustunni og aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Orð fjármálaráðherra í kjölfar undirritunar fyrrnefnds sam- komulags benda þar að auki eindregið til þess að nú þegar séu áform innan heil- brigðisráðuneytisins um að fara í auknum mæli leið einkarekstrar. Við þeirri leið ber að vara enda sýna rannsóknir að aukinn einkarekstur er leið til aukinnar misskipt- ingar. Hvort sem einkarekstur í heilbrigð- isþjónustu er boðaður í nafni „aukins val- frelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu heil- brigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í ára- tugi hefur ríkt samstaða um að halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera. Efling heilbrigðiskerfisins er mikilvæg en hún verður að byggja á skynsömum leið- um sem stuðla áfram að jöfnum rétti allra til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Vonandi er frekari sókn nú hafin til að við getum með sanni sagst standa jafnfætis nágrönnum okkar hvað varðar gæði og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem þjónustuna þurfa að nota. En í þeirri uppbyggingu verðum við að hafa hag landsmanna allra að leiðarljósi, stuðla að jöfnu aðgengi og réttlæti. Hagnaður sem til verður í heilbrigðis- kerfinu á að fara í frekari uppbyggingu kerfisins en ekki enda í vasa einkaaðila sem reka þjónustuna. Um leið og heilsa fólks fer að verða mögulegur gróðavegur fyrir einkafyrirtæki á markaði er hætt við að hinir efnaminni verði undir. Það er ekki í anda þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum vera kennd við. Það er ekki í anda jafnaðar og réttlætis. Höfnum leið misskiptingar í heilbrigðismálum HEILBRIGÐIS- MÁL Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Horfur á sáttum á vinnumarkaði versnuðu í gær: Hvað búa margar þjóðir á Íslandi? Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Óþörf opnun? Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra á þingi í gær út í viljayfirlýsingu sem gefin var út í tengslum við læknasamningana, en þar segir að opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum í heilbrigðiskerfinu. Svandís vildi meina að ætlunin væri að stíga skref til aukinnar einkavæðingar í heil- brigðiskerfinu, en ráðherra taldi það af og frá, fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðiskerfinu væri ekkert nýtt. Nefndi hann elliheimilið Grund, tann- lækna, starfsemi SÁÁ og heilsugæslu- stöðvar í Lágmúla og í Salahverfi sem dæmi. Eftir stendur þó sú spurning hví þurfi að gefa út viljayfirlýsingu um að opna á eitthvað sem þegar er galopið. Flytur hann heim? Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, á hauk í horni þar sem Guðmundur Franklín Jónsson fer. Sá hefur nú opn- að síðu til stuðnings forsetanum og er markmiðið að hvetja Ólaf Ragnar til að bjóða sig fram til forseta í næstu kosningum. Guðmundur Franklín hefur marga hildi háð í pólitíkinni og er þess skemmst að minnast að hann stofnaði flokkinn Hægri græna fyrir síðustu kosningar. Reyndar fékk hann ekki að bjóða sig fram, þar sem hann átti lögheimili utan landsteinanna. Kannski hann flytji heim fyrir for- setann? Ótækt eður ei Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, sagði á þingi í gær það ótækt að Kópavogsbær hefði lækkað laun karls til jafns við konu sem kærði bæinn vegna kynbundins launamunar. Ekki ætti að leiðrétta laun á þennan hátt og hún teldi að Kópavogsbær þyrfti að fara vel yfir málið. Um leið upplýsti hún að hún þekkti nokkur dæmi þess að laun starfsmanna í Stjórnarráðinu og opinberri stjórnsýslu hefðu verið lækkuð til að tryggja að ekki væri órökstuddur launamunur á milli kynja í sambærilegum störfum, þó ekki í kjölfar kæru. Væri ekki rétt að ráðherra upplýsti um þau til- felli, eða er það aðeins í kjölfar kæru sem gjörðin er ótæk? kolbeinn@frettabladid.is 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K _ N ? .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 9 C -A F 7 0 1 3 9 C -A E 3 4 1 3 9 C -A C F 8 1 3 9 C -A B B C 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.