Fréttablaðið - 03.02.2015, Síða 16

Fréttablaðið - 03.02.2015, Síða 16
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Í NÆRSAM- FÉLAGINU „Með verkefninu er horft til nágranna- landa þar sem þjónusta við geð- fatlaða og einstak- linga með geðrask- anir fer að mestu fram í nærsam- félaginu. Þar fara þeir helst inn á sjúkrahúsin sem þurfa á bráðainn- lögnum að halda.“ Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut nýlega Nýsköpunarverðlaunin 2015 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn en í ár voru um 50 verk- efni tilnefnd. Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars að „Geðheilsustöð- in í Breiðholti sé tímamótaverkefni í þjónustu við geðfatlaða. Með Geðheilsu- stöðinni er ætlunin að veita heildræna þjónustu fullorðnum einstaklingum sem greindir hafa verið með geðraskanir og draga m.a. þannig úr innlögnum á geðsvið Landspítalans.“ Að sögn Sigríðar Hrannar Bjarnadótt- ur, geðhjúkrunarfræðings og verkefna- stjóra Geðheilsustöðvar Breiðholts, hafa verðlaunin töluverða þýðingu fyrir starfsmenn og þjónustu stöðvarinnar. „Verðlaunin stuðla vonandi að því að vekja meiri athygli á verkefninu svo hægt sé að styrkja það enn frekar, því auðvitað má gera enn betur til að auka gæði þjónustunnar. Vonandi verða þau einnig hvatning til að útfæra sams kon- ar starfsemi fyrir aðra hluta Reykjavíkur og önnur sveitarfélög.“ TVÆR STOÐIR Hún segir einnig að mikilvægt sé að vekja athygli almennt á samfélagsgeð- þjónustu og þeirri nauðsyn að sam- hæfa þjónustu sem þegar sé til staðar í þessum málaflokki. „Víða í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum er verið að gera frábæra hluti og nokkur samfélagsgeð- teymi eru nú þegar starfandi víða. Þó er mikilvægt að samhæfa betur og setja stefnu varðandi þjónustuna.“ Að sögn Sigríðar er starfsemi Geð- heilsustöðvarinnar tímamótaverk- efni þar sem starfsemi hennar hvíli á tveimur meginstoðum; það er heilbrigð- is- og félagsþjónustu. „Verið er að færa þjónustuna enn frekar út í nærsam- félagið með samvinnu félagsþjónust- unnar og geðheilbrigðisþjónustunnar. Með verkefninu er horft til nágranna- landa þar sem þjónusta við geðfatlaða og einstaklinga með geðraskanir fer að mestu fram í nærsamfélaginu. Þar fara þeir helst inn á sjúkrahúsin sem þurfa á bráðainnlögnum að halda. Víða erlendis er einnig ríkari hefð fyrir þéttri samvinnu félags- og heilbrigðiskerfis, stofnana í nærumhverfi og þriðja stigs stofnana sem sjúkrahúsin eru.“ SKILVIRKARI ÞJÓNUSTA Með meiri samvinnu þeirra stofnana sem eru í nærsamfélaginu segist Sig- ríður vonast til þess að skilvirkni þjón- ustunnar aukist til þeirra sem eiga við geðrænan vanda að stríða, að boðleiðir verði styttri og betri yfirsýn fáist yfir þá þjónustu sem er í boði í þjóðfélaginu. Fjölmargir starfsmenn með fjöl- breyttan bakgrunni koma að starfs- semi Geðheilsustöðvarinnar að sögn Sigríðar. „Að verkefninu koma meðal annars hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, geðlæknir, sál- fræðingur og tveir fyrrverandi notendur geðþjónustunnar sem starfa sem lið- veitendur við geðheilsustöðina.“ Starfsemi Geðheilsustöðvarinnar í Breiðholti er samvinna geðteymis Heimaþjónustu Reykjavíkur og Þjón- ustumiðstöðvar Breiðholts. Að verk- efninu kemur stýrihópur sem í eru full- trúar frá Embætti landlæknis, geðsviði Landspítalans, Velferðarsviði Reykjavík- urborgar, Þjónustumiðstöð Breiðholts og Heimaþjónustu Reykjavíkur. Að Nýsköpunarverðlaunum í opin- berri þjónustu og stjórnsýslu standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Há- skóla Íslands. ■ starri@365.is TÍMAMÓTAVERK- EFNI VERÐLAUNAÐ NÝSKÖPUN Með starfssemi Geðheilsustöðvarinnar í Breiðholti er þjónusta við fólk með geðraskanir færð út nærsamfélagið til hagsbóta fyrir alla aðila. MIKIL REYNSLA Fjölmargir starfsmenn með ólíka menntun og starfsreynslu koma að starfi Geðheilsustöðv- arinnar í Breiðholti. BETRI ÞJÓNUSTA „Verið er verið að færa þjónustuna enn frekar út í nærsamfélagið með samvinnu félagsþjónustunnar og geðheilbrigð- isþjónustunnar,“ segir Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Geðheilsustöðvar Breiðholts. MYNDIR/VALLI Þóra Guðlaug Ásgeirsdóttir, hómópati og brautryðjandi í sölu heilsuvara, rak ásamt eiginmanni sínum verslunina Heilsuhornið á Akureyri til fjölda ára. „Ég starfa í dag sem hómópati og hef í gegnum tíðina ráðlagt fjölda fólks inntöku á Solaray- bætiefnum. Þar sem ég þekki gæðin, þá get með góðri sam- visku ráðlagt öðrum Sol- aray.“ „Sunny Green Chloro- phyll eða blaðgrænu, ráðlegg ég fyrst og fremst vegna hreins- andi eiginleika hennar fyrir líkam- ann. Hún inniheld- ur líka fjölmörg víta- mín og steinefni. Chloro- phyll er líka mjög húðverndandi. Mörgum finnst sérlega jákvætt hvað hún virkar vel á andremmu og þá er hún best svona fljót- andi. Sunny Green-línan, sem er partur af framleiðslu Solaray, er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.“ CHLOROPHYLL LIQUID ● Hreinsar og hressir líkamann ● Inniheldur fjölmörg vítamín og steinefni ● Fær húðina til að ljóma ● Er góð gegn andremmu Solaray-bætiefni fást í apótekum og heilsuvöruverslunum. HREINSAR LÍKAMANN HEILSA KYNNIR Þóra Guðlaug Ásgeirsdóttir hómó- pati mælir með vörunum frá Solaray. ÞÓRA GUÐLAUG ÁSGEIRSDÓTTIR NÝ SENDING! AF VINSÆLU KULDASKÓNUM MEÐ MANNBRODDUNUM FYRI R DÖ MUR OG H ERRA Verð :24.0 00.- Skipholti 29b • S. 551 0770 Allar yfirhafnir á útsölu komnar á 50% afslátt ÚTSALA! ÚTSALA! 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 9 C -D 2 0 0 1 3 9 C -D 0 C 4 1 3 9 C -C F 8 8 1 3 9 C -C E 4 C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.