Fréttablaðið - 03.02.2015, Page 20
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
2 3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR
www.visir.is/bilar
BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is
Sími 512 5457
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
S
íðasta ár var ár milli-
stærðarbílanna í Evr-
ópu. Bílar eins og
Volkswagen Golf,
Skoda Octavia, Toyota
Auris og Peugeot 308
seldust gríðarlega vel
og sala þeirra, sem og margra
annarra bíla í þessum stærðar-
flokki, tók stórt stökk. Einstaka
bílar í þessum flokki voru með
gríðarmikla söluaukningu. Góð
dæmi um þetta er að sala Seat
Leon jókst um 60%, Peugeot
308 um 59% og Skoda Octavia
um 27%. Ekki átti þetta þó við
alla bíla í þessum flokki, en sala
sumra, sérstaklega bíla sem farn-
ir eru að eldast af núverandi kyn-
slóð, minnkaði. Dæmi um það eru
Hyundai i30 með 15% minnkun,
Renault Megane með 10% minnk-
un og Opel/Vauxhall með 9%
minnkun. Söluaukning þeirra bíla
sem gekk best að selja gerði þó mun
meira en að vega upp sölu þeirra
bíla sem seldust ver en á árinu 2013
og því varð mikil aukning í flokkn-
um. Spá sumir því reyndar að heild-
arsalan í flokknum muni falla úr
þremur milljónum bíla í Evrópu í
fyrra í 2,9 milljónir bíla í ár.
Mikil velgengni Volkswagen-bíla öl-
skyldunnar
Gengi Volkswagen-bílafjölskyld-
unnar var gríðarlega gott í þess-
um flokki í fyrra og voru bílar fyr-
irtækisins með 51% sölunnar í
álfunni. Komu þar mest við sölu
bílarnir Volkswagen Golf, Skoda
Octavia, Skoda Rapid og Seat Leon.
Frá 2010 hefur Skoda Octavia farið
úr sjötta sæti í sölu í flokknum og
upp í það þriðja. Skoda Rapid seld-
ist 114% betur í fyrra en árið 2013.
Í Þýskalandi var fór sala Skoda
Octavia upp fyrir sölu Ford Focus,
en Focus var samt í öðru sæti allra
bílgerða í sölu í Evrópu. Þýska-
land er orðið stærsti sölumarkað-
ur Skoda-bíla á eftir heimalandinu
Tékklandi. Sala Skoda Rapid fór á
árinu í fyrra upp fyrir sölu bíla eins
og Citroën C4 og Kia cee’d og er það
til vitnis um frábært gengi í sölu
Skoda-bíla. Sala Seat Leon fór upp
úr áttunda sæti söluhæstu bíla í
flokknum í Evrópu og upp í það
sjötta með sölu á 113.537 bílum.
HELDUR VELGENGNI BÍLA
AF MILLISTÆRÐ ÁFRAM?
Bílar frá Volkswagen-bílafjölskyldunni voru með 51% sölunnar í
Evrópu í flokki bíla í millistærð. Skoda Rapid með 114% aukningu.
S
ubaru er þessa dag-
ana að kynna nýja kyn-
slóð hins fjölhæfa Sub-
aru Outback, bíls sem
hæfir vel íslenskum
aðstæðum og selst
hefur mjög vel hér á
landi til margra ára. Fjölmörg-
um bílablaðamönnum er nú boðið
að reyna bílinn í Ljubliana í Sló-
veníu og var bílablaðamaður
Fréttablaðsins og Vísis á meðal
þeirra í síðustu viku. Var bíllinn
bæði reyndur í ófærð og á ágæt-
um vegum Slóveníu og Ítalíu og
verður ekki sagt annað en að eina
ferðina enn hafi Subaru tekist
að smíða bíl sem þjónar næstum
öllum þörfum ökumanna, ekki
síst þeirra sem krefjast mikillar
drifgetu, flutningsrýmis, öryggis
og þæginda farþega.
Outback sameinar margt
Þessi bíll sameinar nefnilega svo
margt. Fyrir það fyrsta er hann
frábær er kemur að erfiðari að-
stæðum og þar sem hann er bæði
háfættur og búinn rómuðu fjór-
hjóladrifi Subaru er hann afar
hentugur bíll þar sem snjór og
erfiðari vegir mæta ökumönnum.
Hann er mjög rúmgóður bíll sem
fer létt með vísitölufjölskylduna á
ferðalagi og með mikið flutnings-
rými. Hann er einn öruggasti bíll
sem hægt er að eignast, en Subaru
hefur einfaldlega fengið hæstu
einkunn öryggisstofnana um heim
allan fyrir allar bílgerðir sínar.
Magnaður Eyesight-öryggis-
búnaður
Með nýjum Eyesight-öryggis-
búnaði, sem enginn annar bíla-
framleiðandi státar af, er Out-
back orðinn enn þá öruggari og
er þar á ferð staðalbúnaður. Eye-
sight er athyglisverður búnað-
ur sem styðst við tvær mynda-
vélar sem greina hættu með þrí-
víðum hætti og getur tekið yfir
stjórnbúnað bílsins ef hættu ber
að höndum. Hreint magnað var að
prófa þennan búnað þar sem ekið
var hratt að aðsteðjandi hættu og
öllum pedölum sleppt og taugarn-
ar þandar. Bíllinn brást fullkom-
lega við og stöðvaðist sjálfur áður
en að árekstri kom. Subaru Out-
back verður sem fyrr boðinn með
dísil- og bensínvél og báðar af box-
er-gerð, eins og í öllum öðrum
gerðum Subaru-bíla. Reynsluakst-
ursgrein um nýja kynslóð Subaru
Outback mun brátt birtast í bíla-
blaðinu.
NÝ KYNSLÓÐ SUBARU
OUTBACK Á LEIÐINNI
Er laglegri en síðasta kynslóð og útlitið sem afturhvarf til fortíðar.
Með Subaru Outback af árgerð 2015 er horfið aftur til fortíðar í útliti bílsins.
Ford átti ekki eitt af sínum betri árum í fyrra en hagnaðurinn minnkaði
um 56% frá árinu 2013. Ford hagnaðist um 429 milljarða króna í fyrra
en 965 milljarða árið áður. Fjórði árs órðungur síðasta árs var Ford ekki
fengsæll, en á honum varð aðeins sjö milljarða króna hagnaður, en 402
milljarða hagnaður árið 2013. Ljósið í myrkrinu var að þessi órðungur
var sá 22. í röð sem Ford hagnast og er því hálft sjötta ár síðan tap var
á rekstri Ford á einum árs órðungi. Ford tapaði markaðshlutdeild á
heimamarkaði í Bandaríkjunum og var með 14,9% markaðarins við enda
árs en 15,9% við árslok 2013. Á móti kom að hlutdeild Ford í Kína jókst
úr 4,1% í 4,5% á milli ára. Tekjur Ford í heild í fyrra minnkuðu um 2% og
námu 19.310 milljörðum króna.
Framlag af veltu Ford lækkaði frá 5,4% í 3,9% á milli ára og það telur
Ford ekki viðunandi. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum minnkaði ekki eins
mikið og á alheimsvísu, en þó samt um 22%. Þessi minnkaði hagnaður
Ford verður til þess að meðalarðgreiðslur á hvern hluthafa í Ford minnkar
úr 8.800 dollurum í 6.900. Spáin fyrir hagnað þessa árs hljómar upp
á 1.140 til 1.270 milljarða króna. Ford hefur miklar væntingar með nýja
kynslóð síns best selda bíls heima fyrir; Ford F-150, sem nú er byggður
að mestu úr áli, en hluti skýringarinnar á minnkuðum hagnaði síðasta
árs var að Ford þurfti að leggja niður framleiðslu á bílnum til að breyta
verksmiðjunum sem hann er framleiddur í. Kostnaður vegna innkallana
vó einnig drjúgt í lækkun hagnaðar.
Hagnaður Ford
minnkaði um 56% í fyrra
Þekktasta einstaka keppnin í mótaröðinni til heimsmeistara í rallakstri
er án vafa Monte Carlo Rally og fylgir sigri í henni mikill heiður. Ekki
minnkar sá heiður ef þar vinnst þrefaldur sigur, en það var einmitt það
sem Volkswagen náði fyrir skömmu. Það voru ökumennirnir Sebastian
Ogier, Jari-Matti Latvala og Andreas Mikkelsen sem óku allir Volkswagen
Polo-bílum og einokuðu verðlaunapallinn í þessari fyrstu keppni nýhafi ns
keppnistímabíls í rallakstri. Ogier hafði sigur, Latvala varð annar og
Mikkelsen þriðji. Þetta er í annað sinn sem Volkswagen tekst að fylla
verðlaunapallinn í einni keppni WRC, en það tókst einnig í Ástralíu í fyrra.
Volkswagen hóf að keppa í World Rally Championship (WRC) árið 2003
og hefur átt afar góðu gengi að fagna síðan.
Sigur Ogiers var sannarlega á heimavelli, en á einni sérleiðinni ók
hann fram hjá fæðingarstað sínum í Saint Julien-skóginum. Ogier sigraði
einnig í rallakstrinum í Monte Carlo í fyrra og var reyndar í öðru sæti,
rétt á eftir Sebastian Loeb, árið þar á undan. Þrefaldur sigur eins bíla-
framleiðanda í Monte Carlo Rally hefur áður náðst fi mm sinnum. Fyrst
náði Renault-Alpine því árið 1973, svo Lancia Stratos árið 1976, þá Audi
Quattro árið 1984, svo aftur Lancia, með Delta Integrale-bíl sinn árið
1989, og loks Citroën árið 2003. Þá óku fyrir Citroën ekki ófrægari menn
en Sebastian Loeb, Colin McRae og Carlos Sainz. Það vekur nokkra
athygli að sigursælir bílar frá Subaru, Mitsubishi, Toyota og Ford hafa
ekki náð þreföldum sigri í Monte Carlo Rally, þrátt fyrir að hafa á tíma
haft mikla yfi rburði í World Rally Championship.
Volkswagen með þrefaldan
sigur í Monte Carlo Rally
Skoda Octavia
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
9
C
-E
0
D
0
1
3
9
C
-D
F
9
4
1
3
9
C
-D
E
5
8
1
3
9
C
-D
D
1
C
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K