Fréttablaðið - 03.02.2015, Síða 22
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
4 3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR
Bílar verða sífellt öruggari og
tölur um dauðaslys fara víðast
mjög lækkandi um heim allan. Þó
eru ekki allir bílar jafn öruggir.
Insurance Institute for Highway
Safety (IIHS) í Bandaríkjun-
um hefur tekið saman á hvers
konar bílum af árgerð 2011 lík-
legast er að ökumenn og farþeg-
ar láti lífið í umferðaróhöppum.
Þar kemur í ljós að smærri bílar
eru hættulegastir. Efstur á lista
er Kia Rio, en í hverjum milljón
slíkum bílum hafa 149 látið lífið.
Næsthættulegasti bíllinn er Niss-
an Versa en þar má búast við 130
banaslysum og í þriðja sæti er
Hyundai Accent með 120 bana-
slys.
Níu öruggustu bílarnir án
dauðaslysa
Þegar skoðaðir eru öruggustu bíl-
arnir kemur í ljós að í einum níu
bílgerðum má gera ráð fyrir að
enginn látist. Þetta á við bílgerð-
irnar Audi A4 4WD, Honda Odys-
sey, Kia Sorento 2WD, Lexus RX
350 4WD, Mercedes Benz GL-
Class 4 WD, Subaru Legacy 4WD,
Toyota Highlander Hybrid 4WD,
Toyota Sequoia 4WD og Volvo
XC90 4WD. Athygli vekur hve
margir þessara bíla eru fjórhjóla-
drifnir, en 13 þeirra 19 bíla sem
reyndust öruggastir voru fjór-
hjóladrifnir.
Enginn svo öruggur fyrir átta árum
Þegar IIHS gerði sams konar
könnun fyrir átta árum var engin
bílgerð sem náði þessum eftir-
sótta árangri og er það til vitn-
is um hve bílar og umferðar-
mannvirki eru nú orðin örugg-
ari en þau voru fyrir áratug. Að
sögn IIHS er langt þangað til
bílaumferð krefst ekki manns-
lífa, en sú staðreynd að margar
bílgerðir ná þessum árangri nú
sýni þó að þessu takmarki megi
ná í framtíðinni, en það krefjist
bæði öruggari mannvirkja og að
bílaframleiðendur haldi áfram á
þessari jákvæðu braut varðandi
öryggi bíla sinna. Í Bandaríkjun-
um dó 33.561 í umferðinni árið
2012 en árið 2013 létust 32.719.
Tölur fyrir síðasta ár liggja ekki
fyrir.
Því stærri, þeim mun öruggari
Í könnun IIHS kemur einnig í
ljós að tæknilegar framfarir til
aukins öryggis í bílum sé megin-
orsök lækkandi dánartíðni í um-
ferðinni. Sterkari yfirbygging
og öryggisbúnaður í bílum hafi
komið í veg fyrir 7.700 dauðaslys
árið 2012, hefði engin framþró-
un í smíði bíla orðið frá árinu
1985. Í niðurstöðum IIHS sést
einnig að stærri bílar eru örugg-
ari en minni og í minnsta flokki
bíla megi sjá að búast megi
við að meðaltali 115 dauðsföll-
um á hverju milljón seldra bíla.
Í flokki smærri 4 dyra bíla má
búast við 51 dauðaslysi, en þarna
munar strax miklu frá minnsta
flokki bíla. Í miðstærðarflokki
bíla má búast við 29 dauðaslys-
um og í flokki stærri fólksbíla má
búast við 24 dauðaslysum.
HÆTTULEGUSTU OG
ÖRUGGUSTU BÍLARNIR
Dánartíðni í umferðinni eykst eftir því sem bílar eru minni.
Subaru Legacy er einn þeirra níu bíla sem þykja öruggastir, samkvæmt rannsókn IIHS.
Þ
egar Porsche hóf sölu
á Cayenne- jeppanum
sögðu aðdáendur
Porsche-bíla að það
væri ágætt ef Porsche
fengi aura í kassann
við sölu jeppa svo
nota mætti þá til smíði sportbíla
eins og Porsche 911. Það sama
var uppi á teningnum þegar sala
Panamera-bílsins hófst, sem og
sala Macan-jepplingsins. Lík-
lega hafa þeir sömu ekki gert
sér grein fyrir hvað framleiðsla
þessara þriggja bíla hefur gert
fyrir Porsche og hve mikið þeir
hafa aukið heildarsölu Porsche.
Í áætlunum móðurfyrirtækis-
ins Volkswagen, að verða stærsti
bílaframleiðandi heims árið 2018,
var gert ráð fyrir því að sala
Porsche-bíla yrði komin í 200.000
á ári frá og með árinu 2018.
Góð sala á nýjum og vinsæl-
um bílum Porsche á undanförn-
um árum hefur orðið til þess að
þetta 200.000 bíla markmið mun
næsta örugglega nást á þessu
ári, en Porsche seldi 190.000
í fyrra. Söluaukningin á milli
ára var 17% og svo góð sala var
til dæmis í desember að í þeim
mánuði náðist 39% söluaukning
frá fyrra ári. Ein ástæða bjart-
sýni Porsche með að ná 200.000
bíla sölu, er að í fyrra var
Macan- jepplingurinn aðeins í
sölu hluta ársins. Samt náðist að
selja 45.000 bíla og því ættu þeir
að verða talsvert miklu fleiri á
þessu ári. Kaupendur Macan-
jepplingsins eru að tveimur
þriðju hlutum til nýir Porsche-
eigendur, en það á mun síður við
aðrar gerðir Porsche-bíla.
PORSCHE ER ÞRJÚ ÁR Á
UNDAN SÖLUMARKMIÐI
Ætlaði að ná 200.000 bíla sölu 2018 en það næst líklega í ár.
Afar mjótt var á mununum hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW
og Benz hvað ölda seldra bíla varðar í Bandaríkjunum á nýliðnu ári.
BMW seldi 339.738 bíla þar en Mercedes Benz 330.391 bíl. Allt síðasta
ár var óljóst hvort fyrirtækið myndi selja fleiri bíla á árinu, en það var
svo afar góð sala BMW í desember sem skar á milli. Mercedes Benz
varð söluhærra en BMW vestra árið 2013, en BMW var söluhærra árið
2012. Það var svo 9,8% söluaukning BMW í fyrra samanborið við 5,7%
aukningu hjá Benz, sem færði BMW aftur toppsætið. Einn annar lúxus-
bílaframleiðandi er þó að nálgast þá tvo þýsku, þ.e. Lexus, og það frekar
hratt. Söluaukning Lexus í fyrra nam 13,7% og heildarsalan var 311.389
bílar. Audi var þó með meiri söluaukningu en áðurnefndir þrír framleið-
endur, en aukning Audi nam 15,2% og seldust 182.011 bílar í fyrra. Með
þeirri sölu komst Audi upp fyrir Cadillac í sölu meðal lúxusbílafram-
leiðenda. Cadillac seldi 170.750 bíla, Acura (í eigu Honda) 167.843 bíla,
Infi nity (í eigu Nissan) 117.300 bíla og Lincoln 94.474 bíla.
BMW hafði Benz undir
í sölu í Bandaríkjunum
Mini-bílafyrirtækið er í eigu BMW og nú þegar á BMW í samstarfi við
Toyota við þróun og smíði smávaxins sportbíls sem gárungarnir hafa
kallað hina nýju Toyota Supra eða arftaka BMW Z4. Fyrirtækin tvö ætla
ekki að láta þar við sitja þar sem til stendur að hanna og smíða saman
nýjan undirvagn undir nýjan Mini-bíl sem fá mun nafnið Mini Minor og
yrði minnsti bíllinn í Mini- ölskyldunni. Þennan undirvagn ætlar Toyota
svo einnig að nota fyrir einhvern sinna bíla. Hugmyndin að nýjum og
agnarsmáum Mini er ekki ný af nálinni en slíkur bíll var kynntur fyrir
órum árum á bílasýningunni í Genf og kallaður þar Mini Rocketman.
Mini hefur allar götur síðan hummað fram af sér smíði þess bíls og hefur
greinilega leitað í nokkurn tíma samstarfs við annan bílaframleiðanda
við þróun hans til að minnka kostnað. Nú er hann fundinn og í sjálfu sér
eðlilegt framhald af samstarfi við Toyota með smáa sportbílinn.
Mini Minor
í samstarfi með Toyota
Mitsuhishi Pajero hefur verið óbreyttur frá árinu 2006, en fáir bílar í dag
eru státa af níu ára gamalli hönnun. Því er alveg kominn tími á nýja kyn-
slóð Pajero og hana ætlar Mitsubishi að kynna á bílasýningu í Chicago
sem hefst eftir fáeinar vikur. Nýr Pajero mun bjóðast sem Plug-In-Hy-
brid bíll, en ekki er fullljóst hvort svo verður strax og sala þessarar nýju
kynslóðar bílsins hefst. Það gæti talist einkennilegt að Mitsubishi velji
bílasýningu í Bandaríkjunum til að sýna þessa nýju kynslóð Pajero þar
sem hann hefur ekki verið í sölu þar í landi frá árinu 2005. Líklega gefur
því staðarvalið til kynna að sala Pajero muni aftur he ast þar vestra
með tilkomu þessa nýja bíls. Mitsubishi ætlar ekki að láta það duga að
kynna nýjan Pajero heldur verður einnig kynntur í Chicago nýr jepplingur
sem byggir á hugmyndabílnum GC-PHEV concept sem sýndur var á
bílasýningunni í Tókýó árið 2013. Líklega verður það endanleg fram-
leiðsluútfærsla bílsins sem verður til sýnis í Chicago.
Nýr Mitsubishi Pajero í Chicago
Porsche Macan
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
9
C
-C
D
1
0
1
3
9
C
-C
B
D
4
1
3
9
C
-C
A
9
8
1
3
9
C
-C
9
5
C
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K