Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2015, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 03.02.2015, Qupperneq 26
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 8 3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR F ram að þessu hafa fáir bílar frá Porsche verið búnir forþjöppu. Þar á bæ hefur ríkt nokk- ur tregða við að nota forþjöppur nema í allra öflugustu gerð- ir bíla fyrirtækisins. Því hafa flestar vélar Porsche verið „nat- urally aspired“ eins og sagt er upp á enska tungu um vélar sem hvorki fá aðstoð frá forþjöppum né keflablásurum. Á þessu verð- ur brátt breyting og frá og með árgerð 2016 verða svo til allir bílar Porsche búnir forþjöppu. Ástæða þessarar stefnubreyting- ar Porsche eru sífellt strangari reglur um mengun bíla. Porsche á í raun enga undankomuleið þar sem forþjöppuvæðing er skilvirk- asta leiðin til að minnka eyðslu bíla þeirra án þess að afl þeirra minnki. Í leiðinni mun Porsche minnka sprengirými flestra sinna bíla, en engu að síður mun afl þeirra bara aukast. Sá síðasti án forþjöppu Stutt er í að næsta árgerð Porsche 911 GT3 RS komi á markað og verður það síðasti bíll þeirrar gerðar frá Porsche sem ekki mun hafa forþjöppu í vélarhúsinu. Bíll- inn verður slétt 500 hestöfl og með bættu loftflæði ætti þessi bíll, sem sérhannaður er fyrir brautarakst- ur, að skera minnst 5 sekúndur af 7:20 tímanum sem hann hefur náð á Nürburgring-brautinni. Næsta gerð af hefðbundnum Porsche 911 Carrera mun sem sagt fá forþjöppu og minna sprengirými, en Porsche 911 Carrera S heldur sínu 3,8 lítra sprengirými en með aðstoð for- þjöppu mun hann skila 520 hest- öflum. Það er á pari við núverandi Porsche 911 Turbo. Porsche hefur einnig látið hafa eftir sér að stytt- ast fari í rafmagnsútfærslu 911 bílsins. Boxster- og Cayman-bílar Porsche munu einnig fá forþjöpp- ur, en aðeins fjögurra strokka vélar. PORSCHE FORÞJÖPPUVÆÐIST Frá og með árgerð 2016 verða svo til allir bílar Porsche búnir forþjöppu. Næsta gerð Porsche 911 GT3 er þó án forþjöppu. Lars Wrebo, forstjóri framleiðslu og innkaupa, ásamt Peter Mertens, forstjóra rannsókna og þróunar hjá Volvo, sjást hér í fyrsta nýja Volvo XC90. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg er stefnt að því að afhenda fyrstu bílana hér á landi í júlí. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir nýja Volvo XC90 enda markar hann stór tímamót hjá Volvo. Við fáum einungis takmarkaðan  ölda bíla fyrst um sinn og við hvetjum því áhugasama til að hafa samband við okkur í tíma til að tryggja sér einn af fyrstu Volvo XC90. Í fyrstu lotu koma bílar með dísilvélinni en síðar koma bílar með tengiltvinnvélinni. Það er þó hægt að panta báðar gerðir strax,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. G engi McLaren- liðsins í Formúlu 1 hefur ekki tal- ist gott að undan- förnu, en þetta sig- ursæla lið endaði í fimmta sæti á síð- asta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, átta titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppn- um Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðs- ins að kætast við nýjustu frétt- ir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistíma- bili verður sem sagt Honda-vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda, nafn hennar er RA615H og er hún forþjöppudrifin. Hún er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz-liðinu undir uggum en það lið drottn- aði yfir keppninni í fyrra. Það er þó ekki bara vélin sem verð- ur ný af nálinni hjá McLaren – bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturend- inn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíll- inn öðruvísi mál- aður og fær marg- ar nýjar aug- lýs- ingar, meðal ann- ars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auð- vitað verður auglýs- ing frá Honda. Öku- menn McLaren á kom- andi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button. MCLAREN ENDURNÝJAR KYNNIN VIÐ HONDA Hætti með Honda-vélar fyrir 23 árum en tekur nú upp þráðinn eitt liða í Formúlu 1-kappakstrinum næsta tímabil. Á bílasýningunni í Chicago, sem hefst 12. febrúar, ætlar Kia að kynna nýjan jeppling sem bæði verður drifi nn áfram af hefðbundinni bensínvél sem og rafmótorum. Bíllinn verður  órhjóladrifi nn og Kia segir að hann sé mjög seigur torfærubíll með fremur grófgert útlit. Samkvæmt því gæti hann verið líkt og Kia Soul á sterum, en víst er að hann er þó nokkuð háfættari en Kia Soul. Þessi bíll á að henta fólki sem eyðir mestum tíma sínum innan borgarmarkanna, en hefur engu að síður þörf fyrir bíl sem treysta má á erfi ðari slóðum stöku sinnum. Þessi hugmyndabíll Kia er því ekki ýkja  arri hugmyndafræðinni bak við Mitsubishi Outlander, sem einnig er tvinnbíll sem fær á að vera um að fara ótroðnar slóðir. Báða þessa bíla er ódýrt að reka þar sem flestir þeir kílómetrar sem þeim er ekið eru eingöngu á rafmagni. Kia kynnir nýjan tvinnjeppling Volvo framleiðir nú XC60, XC70 og XC90 Cross Country-bílana og eru tveir þeirra fyrstnefndu upphækkaðar útfærslur af V60- og V70-bílum Volvo, en XC90 er nýkynntur bíll og eini jeppinn sem Volvo framleiðir. Volvo framleiðir einnig V40-, S60- og S80-bílana og hefur nú í hyggju að bjóða allar bílgerðir sínar í Cross Country-útfærslu. Styttast fer þó í S90-bíl sem leysa mun af hólmi S80-fólksbílinn og því verður ný Cross Country-gerð hans líklega hækkuð gerð þess bíls. Einnig er ekki langt að bíða nýs V90-bíls sem leysa mun af hólmi núverandi V70-wagon, en Volvo mun einnig bjóða Cross Country-útfærslu þess bíls. Framleiðsla Volvo verður því frekar einföld, fi mm fólksbílagerðir sem allar munu einnig fást í Cross Country-útfærslu og svo jepplingurinn XC60 og jeppinn XC90. Fleiri Cross Country frá Volvo Söguleg stund hjá Volvo Porsche 911 GT3 árgerð 2015. 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 9 C -B E 4 0 1 3 9 C -B D 0 4 1 3 9 C -B B C 8 1 3 9 C -B A 8 C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.