Fréttablaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 30
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 12 3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR Volkswagen ætlar að kynna nýjan Golf GTD Variant á komandi bílasýningu í Genf í mars. Þarna er á ferðinni lengri útgáfan á Golf GTD sem nú fæst hér á landi. Þessi bíll er enn einn langbakurinn frá hinni stóru Volkswagen-bíla-  ölskyldu sem státar af ríflegu afli þótt hann sé nú ekkert í líkingu við bíl eins og Audi RS6, en þá fremur Skoda Octavia RS og Seat Leon ST Cupra. Golf GTD Variant verður með 181 hestafls dísilvél, eins og nafnið gefur til kynna, og sprengirými hennar er 2,0 lítrar og togið 280 Nm. Hann er 7,9 sekúndur í hundraðið og ætti því að verða ári skemmtilegur bíl, enda með stífa sport öðrun og stýringu. Auk þess er hann með breytta brettaumgerð frá hefðbundn- um Golf og nýtt grill, allt til að gera hann örlítið gæjalegri. Bíllinn stendur á 17 tommu álfelgum og þakbogarnir eru svartir. Sportsæti eru í bílnum og pedalarnir úr ryðfríu stáli. Eitt það athygliverðasta við þennan bíl er lág eyðsla hans þrátt fyrir gott aflið, en hún er uppgefi n 4,5 lítrar. Hollenski sportbílaframleiðandinn Spyker, sem lýstur var gjaldrota þann 18. desember síðastliðinn, er bara alls ekki gjaldþrota. Þessu komust dómarar að er þeir tóku fyrir áfrýjun stjórnenda Spyker á þessum úrskurði frá því fyrir jól. Það voru kröfuhafar í Spyker sem þrýstu á um gjaldþrotaskiptin og fengu þeir kröfum sínum fram- gengt frá hollenskum dómstólum. Eftir að staða Spyker hafði hins vegar verið skoðað betur komust dómstólar í Hollandi að því að ekki hefði verið rétt að lýsa fyrir- tækið gjaldþrota og sneru því úrskurðinum við. Þessi ákvörðun breytir að sjálfsögðu öllu fyrir Spyker og nú ætlar fyrirtækið að halda þeim áformum sínum til streitu að setja á markað Spyker B6 Venator-bílinn sem fyrirtækið vann að fyrir þessar hremmingar. Er það tiltölulega smár sportbíll á ferð sem höfða á til breiðari hóps viðskiptavina en með fyrri gerðum Spyker-bíla. Í áframhaldi verður svo unnið að þróun rafmagnsbíls, en það hefur lengi staðið til hjá Spyker og það í samstarfi við bandarískan raf- hlöðuframleiðanda. Gjaldþrotameðferð Spyker snúið við Golf GTD Variant í Genf Það hljómar kannski ekki sem svo há tala að bílaframleiðandi ráði 192 nýja starfsmenn á einu ári, en þar sem þeir bættust við ekki nema 983 starfsmenn, þá telst það mikið. Það sem meira er, Lamborghini ætlar að ráða annað eins á þessu ári og ekki hljómar það illa fyrir vinnumarkaðinn á Ítalíu, en þar er gríðarlegt atvinnuleysi, sér í lagi á meðal ungs fólks. Flestir þessara starfsmanna eru tæknifólk og sérfræðingar og flestir þeirra undir 30 ára aldri. Lamborghini hefur  ölgað starfsfólki um 500 manns á síðustu  órum árum og er þetta enn eitt bílamerkið sem heyrir undir Volkswagen sem stækkar ört. Lamborghini seldi 2.530 bíla á nýliðnu ári og sló með því við metsöluárinu 2008 með 100 bílum. Nýr Hurácan, sem brátt fer í sölu, mun vafalaust verða til þess að salan á þessu ári verður talsvert meiri en í fyrra. Lamborgh ini er einnig með jeppa, sem fengið hefur vinnuheitið Urus, á teikniborð- inu og ef eða þegar hann verður að veruleika ættu sölutölurnar að taka enn eitt stóra stökkið. Lamborghini fjölgaði um 20% í fyrra 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: Taktu Krók á leiðarenda á þinni leið 0 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 9 C -E 5 C 0 1 3 9 C -E 4 8 4 1 3 9 C -E 3 4 8 1 3 9 C -E 2 0 C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.