Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 42
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 22
Dagskrá:
Erasmus+ menntun
• Nám og þjálfun
• Samstarfsverkefni
Menningaráætlun ESB - Creative Europe
Kynningin hefst kl. 12:00 með léttu hádegissnarli.
Skráning á www.erasmusplus.is
Nám og þjálfun: Umsóknarfrestur til 4. mars 2015
Samstarfsverkefni: Umsóknarfrestur til 31. mars 2015
Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB veitir skólum, stofnunum, félagasamtökum, sveitarfélögum og
Menningaráætlun ESB - Creative Europe styrkir menningarstofnanir hvers konar, bókaútgefendur, menningarmiðstöðvar,
Fimmtudaginn 5. febrúar kl.12:00 – 13:30, Borgartúni 30, 6. hæð
Kynningin verður einnig send út á vefnum
Kynningarfundur í Reykjavík
Tækifæri og styrkir
í Evrópusamstarfi
Erasmus+ og Creative Europe
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
SPORT
HANDBOLTI Umræðan í kringum
lið Katar á nýafstöðnu HM er ekk-
ert sérstaklega jákvæð. Það var
áhugavert að þjálfarar og leik-
menn margra liða veigruðu sér
við að ræða dómgæsluna í leikj-
um liðsins á mótinu. Pólverjar
sprungu þó eftir undanúrslitaleik-
inn gegn Katar.
Þeir klöppuðu hæðnislega fyrir
dómurunum eftir leikinn og einn
þeirra sagði að allir gætu séð að
það hafi verið löngu búið að ákveða
úrslit leiksins. Hann sagði líka að
dómarar leiksins ættu aldrei að fá
að dæma aftur.
„Ég get ekki fullyrt neitt um
spillingu en ég get sagt mína skoð-
un. Mér fannst lykta af því að það
væri verið að dæma viljandi með
Katar,“ segir Kjartan Steinbach
en hann var formaður dómara-
nefndar Alþjóðahandknattleiks-
sambandsins, IHF, í ein átta ár og
þekkir þessi mál vel sem og menn-
ina sem standa í kringum dómara-
málin. „Það var farið að túlka regl-
urnar öðruvísi núna. Þessi túlkun
gerir það að verkum að ef dómar-
arnir vilja vera óheiðarlegir þá
geta þeir falið það betur.“
Þegar komið var út í útsláttar-
keppnina fannst flestum áhorf-
endum sem það hallaði verulega
á andstæðinga Katar. Kjartan er
sammála því.
„Ef við teljum frá 16-liða úrslit-
unum þá fannst mér Katarbúar
hagnast á dómgæslunni í öllum
þremur leikjum sínum á leið í
úrslitin. Þetta lítur út eins og að
þeim hafi verið hjálpað í úrslit,“
segir Kjartan en hann segir aftur
á móti að Katarar hafi ekki feng-
ið dómgæsluna áberandi með sér í
úrslitaleiknum gegn Frökkum.
Katar vann þrjá leiki í útslátt-
arkeppninni til þess að komast í
úrslit. Dómararnir í þeim leikjum
voru frá Króatíu, Makedóníu og
Serbíu.
Feðgar með völdin
Formaður dómaranefndar EHF,
Dragan Nachevski, var þar að
auki eftirlitsmaður á ritaraborð-
inu í leikjum Katar í átta liða og
undanúrslitaleiknum. Hann er líka
í dómaranefnd IHF og sonur hans
var annar dómaranna í leiknum í
8-liða úrslitunum gegn Þýskalandi.
„Mér fannst það mjög undarlegt.
Ég hefði aldrei samþykkt að hafa
kallinn á borðinu þegar sonurinn
er að dæma ef ég hefði enn verið
að stýra málum þarna. Ég hefði
enn síður samþykkt að hafa hann
á borðinu í undanúrslitaleiknum
og þá var hann í þeirri stöðu að
ráða öllu á ritaraborðinu,“ segir
Kjartan.
Þó svo ekki margir hafi þorað að
tjá sig á HM þá býst Kjartan við
því að menn fari að gera það núna.
„Það munu ýmsir menn opna sig.
Menn sem vildu ekki opna munn-
inn í Katar. Okkar þjálfarar í
Katar með erlendu liðin fóru til að
mynda mjög varlega í öllu sem þeir
sögðu. Það var ekki fyrr en eftir
undanúrslitaleikinn sem menn létu
í sér heyra. Einn Pólverjinn var þá
dæmdur í sex mánaða bann og það
bann er byggt á skýrslu Dragans
Nachevski. Það veit ég. Ég held að
sú umræða sem fer í gang núna
verði þess valdandi að við þurfum
ekki að hafa áhyggjur af dómgæsl-
unni þegar upp er staðið.“
henry@frettabladid.is
ÞAÐ VAR LYKT AF SPILLINGU
Kjartan Steinbach, fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á
heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. Kjartan segir ýmislegt annað hafa verið undarlegt.
SVEKKTIR Pólverjar voru brjálaðir eftir að hafa tapað fyrir Katar í undanúrslitum
HM. Kjartan er á innfelldu myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI „Ég veit ekki hvort fólk
þorir ekki að fara á móti honum,
en ég er með margar hugmyndir
sem ég vil koma fram og tel mig
alveg tilbúinn í þetta.“
Þetta segir Jónas Ýmir Jónas-
son, 38 ára starfsmaður Suður-
bæjarlaugar og knattspyrnuáhuga-
maður, við Fréttablaðið, en Jónas
Ýmir hefur boðið sig fram til for-
manns KSÍ. Hann fer því upp á
móti Geir Þorsteinssyni, sitjandi
formanni, sem hefur sinnt starfinu
síðan 2007.
„Hann er búinn að vera formað-
ur í átta ár og unnið frábært starf,
en nú er kominn tími á breyting-
ar. Það hefur enginn gott af því að
vera of lengi í starfi. Mér finnst að
kjörtímabilið ætti að vera fjögur
ár í senn og menn mættu mest sitja
tvö kjörtímabil,“ segir Jónas.
Síðar í vikunni ætlar að Jónas
Ýmir að koma á framfæri hug-
myndum sínum um framtíðar-
stefnu KSÍ, en það er þó eitt sem
brennur hvað helst á honum.
„Þetta virðist vera svolítið lokuð
klíka. Ég vil opna þetta meira og
t.a.m. opna bókhaldið og leyfa
fólki að sjá í hvað peningarnir
fara. Geir hefur gert margt gott,
en samt eru hlutir sem þarf að
laga og bæta. Framboð mitt opnar
allavega á umræðu um þessa hluti
og það er gott fyrir alla að breyta
hugsunarhætti sínum. Ekkert
varir að eilífu,“ segir Jónas Ýmir.
Hann segist hafa fengið stuðn-
ing eftir að framboðið var kynnt
í gær og býst við meiri stuðningi
síðar í vikunni þegar hann kynn-
ir sínar hugmyndir. Jónas hefur
íhugað lengi að fara í framboð.
„Ég hugsaði þetta fyrir síðustu
formannskosningar en augljós-
lega gerði ég ekkert í því þá. Ég
hef pælt í þessu síðustu tvö ár og
lét verða af þessu núna. Það hafa
allir gott af smá samkeppni og það
á líka við um formann KSÍ,“ segir
Jónas Ýmir, skellir svo upp úr og
bætir við í gamni: „Ekki meir,
Geir.“
Jónas hefur verið knattspyrnu-
áhugamaður frá blautu barns-
beini og mætt á nær alla leiki liðs-
ins í þrjá áratugi. „Ég var þarna
líka í gegnum erfiðu tímana. Við
pabbi eru miklir FH-ingar þó ég
sé líka í mikilli Haukafjölskyldu.
Þó við séum FH-ingar þá eru engin
vandamál í fjölskyldunni,“ segir
hann léttur í bragði.
Jónas er í sambúð með Hjör-
dísi Pétursdóttur, geislafræðingi
á Landspítalanum, en þau hafa
verið í sambandi í 19 ár. Þau eiga
tvö börn: Stúlku sem er sex ára og
dreng sem er þrettán ára.
„Strákurinn hefur ekki mikinn
áhuga á fótbolta en sú litla æfir
bæði handbolta og fótbolta með
FH. Það er mikil íþróttaástríða í
henni eins og pabba sínum,“ segir
Jónas Ýmir Jónasson. tomas@365.is
Gott að opna
umræðuna
Jónas Ýmir Jónasson býður sig fram á móti Geir
Þorsteinssyni sem formaður Knattspyrnusambands
Íslands. Vill leyfa fólki að vita hvað gerist hjá KSÍ.
FRAMBOÐ Jónas Ýmir Jónasson ætlar í framboð gegn sitjandi formanni KSÍ. Kosið
verður á ársþingi sambandsins 14. febrúar næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
9
C
-D
B
E
0
1
3
9
C
-D
A
A
4
1
3
9
C
-D
9
6
8
1
3
9
C
-D
8
2
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K