Fréttablaðið - 03.02.2015, Side 46
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26
MORGUNMATURINN
„Ég fæ mér undantekningarlaust
grænan djús á morgnana. Aðra
hverja helgi, þegar ég er að opna á
Kaffihúsi Vesturbæjar, fæ ég mér þó
nýbakað pain au chocolate.“
Fríða Dís Guðmundsdóttir söngkona
Íslenska kvikmyndin Nei er ekk-
ert svar verður sýnd á skemmti-
staðnum Húrra í kvöld. Mynd-
in, sem kom út í lok árs 1995, var
mjög umdeild á sínum tíma. Hún
var ekki gefin út á myndbandi eftir
sýningar í bíó og hefur verið nánast
ófáanleg.
„Við þekktum
bara aðila sem
tengist fram-
leiðslu myndar-
innar og hann
gat út vegað
okkur „master“
af myndinni, sem
er ekki gömul
léleg VHS-útgáfa
heldur „orginal“
af filmunni,“ segir Jóhann Ævar
Grímsson, sem ásamt Hugleiki
Dagssyni stendur fyrir sýningunni.
Þeir eru með þáttinn Hefnend-
urnir á Alvarpinu og standa fyrir
bíókvöldum fyrsta þriðjudag í
hverjum mánuði, þar sem þeir að
eigin sögn sýna „óhreinu börnin“ í
kvikmyndasögunni. „Þessi mynd
hlaut þann vafasama heiður að
vera fyrsta leikna íslenska myndin
sem var bönnuð börnum yngri en
sextán ára. Það mætti nú mögulega
mótmæla því þar sem margar verri
myndir voru öllum leyfðar á undan
þessari,“ segir hann.
Með aðalhlutverk í myndinni
fóru þær Heiðrún Anna Björns-
dóttir, sem lék sveitastelpuna
Siggu, og Ingibjörg Stefánsdótt-
ir fór með hlutverk Dídíar syst-
ur hennar. Myndin verður sýnd á
Húrra klukkan 20 í kvöld og eru
allir velkomnir, frítt inn og popp í
boði hússins. - asi
Grófu upp Nei er ekkert svar
Hefnendurnir sýna „óhreinu börnin“ í kvikmyndasögunni á bíókvöldum.
JÓHANN ÆVAR
GRÍMSSON BAKARÍSATRIÐIÐ Hér má sjá Ingibjörgu Stefánsdóttur í hlutverki sínu ásamt Helgu
Brögu Jónsdóttur.
„Þetta byrjaði þegar við lásum grein
á netinu, ég og maðurinn minn, þá
var einhver kona í Bandaríkjunum
sem áttaði sig á því að þau hjón-
in ættu ekkert félagslíf, þau voru
nýbúin að eignast barn og höfðu
ekki mikinn tíma til þess að fara
út og svona og ákváðu því að bjóða
fólki bara heim til sín,“ segir Ásdís
Eir Símonardóttir og skellihlær.
Hún hefur ásamt manni sínum,
Sigurði Páli Guðbjartssyni, hald-
ið matarboð með óvenjulegu sniði.
Hjónin ákváðu í kjölfar lesturs-
ins að halda slík matarboð einn
föstudag í mánuði með galopnum
gestalista. Matarboðin auglýsa
þau á Facebook og gestir skrá sig
í Google Docs-skjali en hámarks-
fjöldi er sjö manns. Þau sjá því
ekki um að bjóða gestunum, held-
ur bjóða þeir sér sjálfir.
Í matarboðunum er megin-
áhersla lögð á góðan félagsskap og
hversdagslega stemningu. „Pæl-
ingin með þessu var líka að þetta
ætti að vera svona „low mainten-
ance“, ekki flókið „gourmet“ mat-
arboð. Við erum bara með einfalda,
góða rétti og gestir geta komið með
eitthvað með sér; salat, drykki eða
eftirrétt.“
Fram til þessa hafa þau boðið
upp á lasanja og spaghettí með
kjötbollum en Ásdís segir helstu
áskorun matarboðanna fyrir sig
fólgna í því að bjóða gestum heim
án þess að hafa þrifið heimilið hátt
og lágt.
Matarboðunum hefur að sögn
Ásdísar verið vel tekið og iðulega
þétt setið við matarborðið og von-
ast Ásdís og Sigurður eftir því að
gestalistinn verði enn fjölbreytt-
Halda matarboð með
galopnum gestalista
Ásdís Eir Símonardóttir og Sigurður Páll Guðbjartsson halda matarboð með gal-
opnum gestalista þar sem áherslan er lögð á góðan félagsskap og stemmingu.
BJÓÐA Í MAT Á sdís og Sigurður halda matarboð með opnum gestalista og mæla
með að fleiri prófi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRIMARINÓ
ari þegar fram líða stundir og ein-
staklingar þeim ótengdir skrái sig
og setjist niður til snæðings með
þeim.
„Í fyrsta skipti sem við héld-
um þetta urðu forföll á síðustu
stundu. Þá vorum við búin að
sjá hverjir voru búnir að læka
upphaflega statusinn okkar á
Facebook og sáum fólk sem var
tilvonandi nágrannar okkar.
Þannig vildi til að þetta var fyrr-
verandi kærasti systur hans frá
unglingsárunum þannig að við
buðum þeim bara,“ segir Ásdís
og bætir við glöð í bragði: „Svo
núna eru þau nágrannar okkar og
við heilsumst og spjöllum saman
af því að við erum búin að bjóða
þeim í matarboð.“
Ásdís segir samræðurnar í
matarboðunum lítið vandamál
og engar óþægilegar þagnir, því
mæli þau hjónin heilshugar með
því að fleiri fylgi þeirra fordæmi.
gydaloa@frettabladid.is
Leikkonurnar Guðrún Bjarnadóttir, Halldóra
Rut Baldursdóttir og Hildur Magnúsdóttir
vinna nú að leiksýningu sem segja mun sögu
einstaklinga sem þekkja til heimilisofbeldis.
„Við erum að safna sögum sem hugrakkt
fólk er tilbúið að deila með okkur; fólk
sem er þolendur, gerendur og aðstandend-
ur,“ segja þær, en verkið verður unnið með
aðferðum eins konar heimildaleikhúss sem
nefnist Verbatim.
„Það er ekki spurning að umræðan hefur
opnast og það hefur orðið vitundarvakning í
samfélaginu,“ segja þær og vilja leggja sitt
af mörkum til þess að opna umræðuna um
heimilisofbeldi enn frekar.
„Við erum að stefna á að setja upp sýn-
inguna einhvern tímann í haust. Þetta er
bara fyrsta skrefið, að safna þessum sögum
og finna fólk sem er tilbúið til þess að deila
þeim með okkur.“
Í síðustu viku settu þær inn auglýsingu
á Facebook og hafa fengið góð viðbrögð við
henni. Þær stefna á að safna fleiri sögum og
hvetja bæði konur og karla til þess að hafa
samband.
Allir þeir sem vilja deila sinni reynslu geta
haft samband í gegnum netfangið okkarsog-
ur@gmail.com en fyllsta trúnaðar verður
gætt við alla vinnslu verksins.
- gló
Safna saman sögum um heimilisofb eldi
Þrjár leikkonur vinna að leiksýningu sem segja mun sögu einstaklinga sem þekkja til heimilisofb eldis.
SAFNA SÖGUM Halldóra, Hildur og Guðrún stefna á að setja
sýninguna upp næsta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fatnaður kynnanna í Eurovision
á laugardagskvöld vakti mikla
athygli, þó einkum það að þær
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir,
Salka Sól Eyfeld og Guðrún Dís
Emilsdóttir voru allar klæddar í
svart.
Búningahönnuðurinn Filippía
Einarsdóttir sá um að fötin á þær.
„Ragnhildur var í æðislegum
kjól frá Ýri Þrastardóttur og með
hálsmen frá 1930. Gunna Dís var
í Armani-pallíettujakka og Salka
var í skemmtilegu pilsi úr Zara,“
segir Filippía.
Hún segir stelpurnar allar vera
ólíkar og því sé gaman að kynn-
ast þeim og fá að klæða þær. „Við
völdum að vinna með litleysu síð-
asta laugardag. Smá „tabúla-rasa“
og „gothic“ fíling, en svo verður
meira hjarta í þessu næst. Svo
má búast við stigvaxandi glam-
úr næstu kvöld,“ segir Filippía.
Hún segir það skipta höfuðmáli
að stelpunum líði vel í fötunum og
að orkan sé góð á sviðinu. „Maður
er eiginlega kominn með þjóðina
beint inn á rúmgafl og það er svo
gaman að valda smá fjaðrafoki og
heyra skoðanir fólks,“ bætir hún
við. - asi
Stigvaxandi glamúr
Fatnaður Eurovision-kynnanna vakti mikla athygli.
GLÆSILEGAR Kynnar keppninnar voru stórglæsilegir og spennandi verður að sjá í
hverju þeir verða næst. MYND/RÚV
Pælingin með þessu
var líka að þetta ætti að
vera svona „low mainten-
ance“, ekki flókið „gour-
met“ matarboð.
forsala hefst
á morgun
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
9
C
-C
3
3
0
1
3
9
C
-C
1
F
4
1
3
9
C
-C
0
B
8
1
3
9
C
-B
F
7
C
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K