Fréttablaðið - 20.02.2015, Side 17

Fréttablaðið - 20.02.2015, Side 17
FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2015 | SKOÐUN | 17 Miðinn gildir aðeins aðra leið. Þeir sem fara eiga ekki aftur- kvæmt. Þrátt fyrir það sótt- ust tvö hundruð þúsund manns eftir að fá að komast í ferðalag til reikistjörnunnar Mars. Hol- lensku samtökin Mars One hafa nú birt lista yfir hundrað einstak- linga sem eiga þess kost að gerast landnemar á rauðu plánetunni árið 2024. Enginn Íslendingur er í hópn- um. Byggt á fréttum vikunnar hefði þó verið æskilegt að senda eftirfarandi fyrir okkar hönd: Sigrún Magnúsdóttir: Umhverfis- ráðherra á skilið fyrsta plássið í geimskutlunni fyrir frammistöðu sína í stóra þýðingarmálinu. Að upplifa stjórnartíð Framsóknar- flokksins er eins og að sogast inn í þátt af Fawlty Towers þar sem Klaufabárðunum hefur verið falinn daglegur rekstur hótels- ins. Að láta Framsóknarflokk- inn stýra landinu er svona eins og að láta Spaugstofuna stýra fréttastofu RÚV. Ekki að furða að Áramótaskaupið skrifi sig sjálft. Sigrún komst á spjöld sögunn- ar þegar hún birti landsmönnum vísindarannsóknir sínar um … nei, ég meina skáldverk sitt um skaðsemi erlendra kjötafurða. Hún hefði getað látið þar við sitja. En Sigrún er eins og gott Júróvisjónlag, maður veit aldrei hvenær hápunktinum er náð. Í vikunni óskaði Sigrún eftir því að að þýðendur Evróputilskip- ana sýndu þjóðhollustu í verki og þýddu ósómann sem okkur berst með lögum og reglum vegna EES-samningsins Íslendingum í hag. Óstaðfestar heimildir herma að hugmyndin hafi verið innblás- in af sjálfshjálparbókinni The Secret sem bókstafsþýðingar- menn eins og Gauti Kristmanns- son myndu þýða sem Leyndar- málið en Sigrún kýs að kalla Áfram Ísland. The Secret fjallar um þá nýaldarkenningu að með því að hugsa nógu stíft um eitt- hvað sem maður vill að sé satt rætist óskin. Innblásin af hug- myndafræði Sigrúnar ætla ég að þýða frasann „one small step for man, one giant leap for mankind“ sem „lítið skref fyrir konu, þungt farg af Íslendingum“. Góða ferð, Sigrún. Frosti Sigurjónsson: Þingmað- ur Framsóknar í Reykjavík, Frosti Sigurjónsson, meintur skynsemis maður – með áherslu á meintur – tryggir sér næst- ur sæti í skutlunni til Mars. Frosti, sem situr í utanríkismála- nefnd Alþingis, komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að Ísland, afskekkt eyja lengst norður í Atl- antshafi sem minni hluti mann- kyns veit að er til, sé einfaldlega ekki nógu einangruð. Frosti sagðist geta hugsað sér að beita sér fyrir endurmati á aðild að EES. Mars hljómar sem hinn fullkomni áfangastaður fyrir Frosta. Mars er í sjö mán- aða fjarlægð frá jörðu svo lítil hætta er á óvæntum heimsókn- um eða sendingum frá Evrópska efnahagssvæðinu. Fólkið sem byggja á Mars mun rækta sinn eigin mat en skilyrði til rækt- unar á Mars líkjast einmitt þeim íslensku. Veigunum skola landnemar niður með hreinsuðu þvagi. Bon appetit og bon voyage. Stjórnendur Strætó: Fáir eiga jafnmikið skilið að fá að kynnast reisu á óvæntar slóðir og stjórn- endur Strætó sem boðið hafa notendum ferðaþjónustu fatlaðra ítrekaðar óvissuferðir upp á síð- kastið. Mikilvægt er þó að þeim sé ekki hleypt að stjórnvelinum svo skutlan endi ekki einhvers staðar í öðru sólkerfi. Hefur einhver spurt þá hvað þeir gerðu við Jimmy Hoffa? Og hvar er Valli? Skógafoss-skemmdarvargarnir: Þær fóru ekki hátt fréttirnar af kynningarfundi sem skipulags- og byggingarfulltrúi Rangár- þings eystra boðaði nýverið til um mat á deiliskipulagstillögu sem snýr að nýju hóteli sem reisa á við Skógafoss. Til að koma í veg fyrir að svæðið kringum einn fal- legasta foss landsins verði eyði- lagt með byggingum sem líta út eins og háhýsin í Skuggahverfinu hafi fallið um koll er rétt að moka öllum þeim sem standa að verk- efninu inn í geimskutluna. Hót- elið mun sóma sér vel á Mars. Hippsterar þjóðkirkjunnar: Trú er eins og typpi, sagði Jón Gnarr í grein í Fréttablaðinu um síð- ustu helgi. Unga og sæta lið þjóð- kirkjunnar var ræst út til að sýna fram á að kirkjan er líka hipp og kúl. Niðurstaðan var grein í Fréttablaðinu sem innihélt þrisv- ar sinnum fleiri typpi en grein Jóns – og ekki nóg með það, þau hækkuðu um píku. Sorrí, krakk- ar. Þetta voru einum of mörg kynfæri með morgunkaffinu. Farvel. Undirrituð: „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar,“ sagði söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir sem söng lagið Piltur og stúlka í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem fram fór um síðustu helgi. Vísaði hún þar í orðbragð fólks á netinu um sam- borgara sína. Til að taka ómakið af komm- entakerfum landsins sparka ég sjálfri mér um borð í geim- skutluna til Mars með tilheyr- andi hnýtingum. „Vitleysingur, femínisti, heimsk ljóska. Hvað ætlar Fréttablaðið að birta næst? Kannski grein eftir ISIS?“ Eða eins og einn „aðdáandi“ undir- ritaðrar orðaði það svo listrænt í einu kommentakerfanna í kjölfar síðasta pistils: „Hefur þú ekkert merkilegra að gera en að gera sjálfa þig marklausa á síðum sorprits?“ Hittumst á Mars árið 2024. Íslendingar í útlegð Í DAG Sif Sigmarsdóttir rithöfundur Til að taka ómakið af kommentakerfum landsins sparka ég sjálfri mér um borð í geimskutl- una til Mars með tilheyr- andi hnýtingum. „Vitleysing- ur, femínisti, heimsk ljóska. Hvað ætlar Fréttablaðið að birta næst? Kannski grein eftir ISIS?“ Gerum við allar apple vörur Það er til siðs á Íslandi. Trúið mér, þannig er það. Í þessu pínulitla sam- félagi þar sem maður getur hætt að telja eftir eeeinn. Þar látið þið kerfið tala fyrir ykkur við hvert tækifæri. Rétt eins og við værum svo mörg og stór, að hvert ykkar þurfi að svara svo mörgum, að starfsmenn fyrir- tækisins ykkar anni því ekki – að þeir „þurfi“ að svara öllum fyrirspurnum með því að senda erindi þeirra þjáðu Beint. Til. Lögfræðings. En vitiði hvað? Þetta fólk sem þið reynið endalaust að kreista eitthvað út úr – það getur ekki meir. Þessi lenska að tala ekki saman nema með lögfræðibréf- um – hún gengur ekki leng- ur. Þessi hugmynd að það skili árangri – hún gengur ekki upp. Kúnnarnir fara á sósjalinn, drepa sig eða flytja til Noregs. Og hvernig gengur þá að inn- heimta kröfur? Og næsta kynslóð, kynslóðin sem á að erfa skuldirnar, kyn- slóðin sem elst upp við þessa örmögnun? Hún örmagnast líka og borgar ekki eyri. Hvað græð- ið þið þá á yndislega einka- eða opinbera akrinum ykkar uppi í skýjunum? Ekkert. Þið skíttapið. Að sparka í liggjandi aumingja SAMFÉLAG Kristín Elfa Guðnadóttir rithöfundur 1 9 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D C -C 6 C 0 1 3 D C -C 5 8 4 1 3 D C -C 4 4 8 1 3 D C -C 3 0 C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.