Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.05.1991, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 16.05.1991, Blaðsíða 7
PRÉTTIR - Pimmtudaginn 16. maí 1991 gerð nemenda birtum við hér tvö ljóð sem flutt voru í Hamarsskóla og eru þau langt frá því versta sem skrifari þessa pistils hefur lesið: Mamma fer í leikfimi, á meðan stappar pabbi slubb. Systir mín hún Eyrún leitar að nýjum kubb, en ég held áfram að sauma. Kartöflurnar eru að verða til. Tíminn hefur aldrei áður verið svo lengi að líða. Hrefna Haraldsdóttir orti þetta kvæði. Haust Á haustin lækkar sólin, þá detta líka laufin af trjánum og fuglarnir fljúga til útlanda. Þá fer systir mín í skóla og ég líka. Undir þetta skrifar Daníel. Ekki var síður fjör í Barnaskólan- um á sunnudaginn og aðsókn ekki síðri en í Hamarsskóla. Á skólalóð- inni var boðið upp á grillaðar pylsur og innan dyra var margt að gerast. Hópur nemenda bauð þeim sem það vildu andlitsmálningu og voru margir ansi skrautlegir. Boðið var upp á vöfflur með rjóma og heitt kakó, sem gestir gæddu sér á eftir að hafa skoðað handavinnu nemenda, teikningar og fleira sem þeir hafa gert í vetur. Skóladagar eins og grunnskólarnir hér bjóða upp á eru gott framtak bæði fyrir nemendur, kennara og þá sem leggja leið sína í skólana til að kynna sér hvað þar fer fram. • Fylgst með skemmtiatriðum í Hamarsskóla. Um helgina var slegið upp skóla- dögunt í Hamarsskóla og Barna- skólanum og kom fjöldi fólks til að kynna sér afrakstur af vinnu nem- enda í vetur. Nemendur brugðu á leik og skemmtu bæði sjálfum sér og þeim fjölmörgu gestum sem komu. Hamarsskóli reið á vaðið og var með sinn skóladag á laugardaginn. Halldóra Magnúsdóttir skólastjóri sagði að milli 500 og 600 gestir hefðu komið að kynna sér það sem fram fer í skólanum, vinnu nemenda og fleira á þeirn þremur tímum sem opið var. „Það var stanslaus straumur frá klukkan tvö til fimm og það sem okkur fannst einna mest gaman að var að það voru ekki eingöngu for- eldrar nemenda sem komu, ömmur og afar, frændur og frænkur mættu líka í stórum hópum,“ sagði Hall- dóra. Nemendur buðu upp á leiksýn- ingu, ljóðalestur, söng, látbragðs- leik, einleik á píanó og ýmsar léttar uppákomur s.s. spákonu. „Þetta var mjög vel heppnað og ég held að allir hafi haft bæði gagn og gaman að þessu.“ sagði Halldóra að lokum. Til að gefa smá sýnishorn af Ijóða- Skólqcfqgar i Hamarsskóla og Barnaskóla: Míkið líf og ffjör 0 Leikrit í Hamarsskóla. 0 Mikið fjölmenni var á skóladeginum í Barnaskólanum. 0 Þessir krakkar úr Hamarsskóla sýndu látbragðsleik. 0 Þessar stelpur buðu upp á vöfflur og rjóma í Barnaskólanum. Orðspor Dís Sigurgeirsdóttir í Las Vegas. Eyjadísin, Dís Sigur- geirsdóttir, sem tók þátt í keppn- inni um titilinn ungfrú ísland á síðasta ári keppir í nótt um titilinn miss Universe í Las Vegas. Hún er verðugur fulltrúi okkar Eyja- manna, var kjörin Sumarstúlka Vestmannaeyja fyrir tveimur árum og var kjörin ungfrú Suður- land í kjölfar þess. Hersir í landsliðið. Hersir Sig- urgeirsson var nýlega valinn. í landsliðið í eðlisfræði. Keppnin fer fram í Svíþjóð, seinni hluta sumars og dvelst Hersir við æfingar í Reykjavík í sumar. Sigrún Elsa i 5. sæti. Sigrún Elsa Smáradóttir, okkar maður í fegurðarsamkeppni Islands varð í 5. sæti. í allt tóku 18 stúlkur þátt í keppninni og mega Eyjamenn vel una þessum úrslitum. Kaupa Gott fólk. Ástþór Jó- hannsson og Hlynur Ólafsson keyptu nýlega auglýsirjastofuna Gott fólk sem er ein af stærri auglýsingastofum landsins. Guðbrandur hættur. Guð- brandur Þorkelsson læknir sem hér hefur starfað síðustu fjögur ár er hættur. Síðasti starfsdagur hans var í gær. Aðspurður um framtíðina sagðist hann reikna með að fara til Stykkishólms til að byrja með. Arnar aðstoðarráðherra? Allar líkur eru á að Arnar Sigurmunds- son, framkvæmdastjóri Samfrosts, verði aðstoðarráð- herra Þorsteins Pálssonar í sjá- varútvegsráðuneytinu. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins hefur Þorsteinn rætt þetta við Arnar og er boltinn því hjá honum. Bæjarsjóður tapaði. Fyrir bæjarráði á mánudaginn lá niður- staða úr gerðardómi vegna Sól- hlíðar 19. Ágreingur kom upp milli verktaka og bæjarins sem settur var í gerðardóm og var hann bænum í óhag. Bæjarráð óskaði eftir skýring- um og greinargerð frá tæknideild um málið. Lengri opnunartími veitinga- staða. Áfengisvarnarnefnd mæl- ir með því fyrir sitt leyti að opnun- artími Skútans, Höfðans, Hallar- lundar og Okkar félaganna verði til klukkan kl. 2:30. Áður hafði nefndin mælt með því að sami opnunartími verði um helgar. Þetta hefur lengi verið baráttumál veitingastaðanna og bíða þeir nú ákvörðunar bæjarfógeta. ÞÓRSMÖRK Efnt verður til Þórsmerkurferðar dagana 15.-16. júní nk. Gist verður í skála - varðeldur - grill. Upplýsingar S 12159. eyverjar Erum byrjuö að seljafrábæra ísinn úr vélinni okkar á ný Langbesti ísinn í bænum, segja allir sem smakkað hafa Veitingaskálinn Friðarhöfn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.