Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Side 3
FRÉTTIR - Fimmtudaginn 23. janúar 1992
J
Kaupfélagið Coðahrauni
v.
TILBOÐSVÖRUR Vorum einnig að fá mikið úrval af BUTONI PASTAVÖRUM
8 WC rúllur á kr. 208,- 12. WC rúllurákr. 265,- Verðum með hið sívinsæla hrossakjöt
2 Eldhúsrúllur á kr. 109,- Hrossa snitsel á 703,- kr. kg.
2 lítra Uppþvottalögur á kr. 109,- Hrossa gullas á 703,- kr. kg.
1 kg. Kornflex á kr. 269,- Munið grilluðu kjúklingana á föstudag
ATH! Verðum með opið kl. 10:00 -13:00 á laugardag
Alvarlegt bífhjólaslys
Mjög alvarlegt umferðarslys varö
á sunnudagskvöldið þegar bifhjól
lenti í árekstri við bifreið á mótum
Heiðarvegar og Bessastígs. Tvennt
var á hjólinu og voru bæði flutt á
sjúkrahús. Ökumaður var síðar um
kvöldið fluttur til Reykjavíkur þar
sem gert var að sárum hans.
Að sögn lögreglu var henni til-
kynnt um slysið rétt fyrir klukkan 7 á
sunnudagskvöldið. Tildrög þess voru
að bifreiðinni var ekið austur Bessa-
stíg áleiðis yfir Heiðarveginn en hjól-
inu var ekið suður Heiðarveg og
skall á bifreiðinni miðri. Tvennt var
á hjólinu og slasaðist ökumaðurinn
mjög alvarlega. Var hann fluttur til
Reykjavíkur klukkan 9 um kvöldið.
Stúlka sem var farþegi meiddist
minna.
Bifhjólið skemmdist töluvert en
bifreiðin er nánast ónýt.
Rannsókn slyssins er ekki lokið og
lýsir lögreglan eftir vitnum að að-
draganda þess og eða slysinu sjálfu.
lOOOtonnafsíld
Fjórír sfldarbátar lönduðu hér í
síðustu viku 1022 tonnum eftir sjö
veiðiferðir. Þá lönduðu tveir troll-
bátar afla sínum í stöðvarnar og
Sighvatur Bjarnason kom með slatta
af loðnu.
Af síldarbátum landaði Guð-
mundur VE mestu 498 tonnum , í
tveim löndunum. Guðrún landaði
tvisvar, samtals, 255 tonnum og
Styrmir landaði einnig tvisvar, sam-
tals 179 tonnum, og Kap landaði
einu sinni 90 tonnum.
54 tonnum af þorski og ufsa var
landað í ísfélagið. Bjarnarey landaði
11 tonnum og Heimaey 43 tonnum.
Pá landaði Sighvatur Bjarnason
300 tonnum af Ioðnu hjá FIVE í
síðustu viku.
VÉLSTJÓRAR
Fundur verður haldinn í Básum á morgun. föstudaginn
24. janúar, kl. 20:00.
Fundarefni:
Öflun heimildar til handa stjórn og trúnaðarmanna-
ráði til verkfallsboðunar.
Stjórnin
• Grútarmengunin út af Eiðinu, sem vart varð við í byrjun vikunnar var
greinilega í renjun í gær. Ekki hefur enn tekist að finna hvaðan grúturínn
kemur, nema að hann kom úr skolplögninni.
Handknattleikur:
Nœstu leikir ÍBV
Meistaraflokkur karla ÍBV hefur
aðeins leikið tvo leiki það sem af er
þessu ári en leik ÍBV og Víkings sem
átti að fara fram sl. föstudag var
frestað vegna veðurs en veðurguð-
imir ætla ekki að vera Eyjamönnum
hliðhollir í vetur og hefur það komið
niður á leikjaprógrammi strákanna.
Leikurinn gegn Víking hefur verið
settur á 1. feb. n.k. og fer sá leikur
fram hér í Eyjum, en næsti leikur
ÍBV verður gegn FH í Hafnarfirði
n.k. miðvikudag. Það verðurþví um
tvo erfiða leiki að ræða, en IBV er
nú í 6. sæti og má lítið bera útaf þar
sem ekki er langt í næstu lið. Keppn-
in á eflaust eftir að vera hörð um sæti
í úrslitakeppninni en átta efstu liðin
að lokinni deildarkeppninni ná að
tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.
Stúlkurnar í ÍBV eiga hins vegar á
brattan að sækja og eru þær nú
staddar í neðri hluta 1. deildarinnar.
N.k. þriðjudag fá stúlkurnar í heim-
sókn lið Fram sem skipar nú eitt af
efstu sætum deildarinnar og verður
þetta mikilvægur leikur fyrir ÍBV
því sigur er nauðsynlegur í þessum
leik.
Það veitir því ekki af stuðningi
Eyjamanna nú þegar keppnin er sem
allra hörðust svo Eyjamenn nái að
halda nafni ÍBV sem hæst á lofti
bæði í karla og kvenna flokki.
Viðskiptavinir athugið
NORÐURHÖFN, VESTMANNAEYJUM
Sími: 98-12411, Farsími: 985-28504
Fax: 98-11687
Höfum allt tll línuveiða.
Línur, ábót, belgi,
baujustangir og krökur.
Getum boðið gúmmí-
vettlinga á mjög
góðu verði.
Höfum allar stærðir og
gerðirafkeðjum, lásum
og annarri járnvöru til
togveiða. Einnig blakkir
og gilskróka.
Getumnú loksins boðið
aftur Viking flotvinnu-
gallana, fyrstu þrjár
sendingarnar seldust
uppáeinni viku.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
auglýsingar
íbúð óskast
3ja eða 4ra herbergja íbúð ósk-
ast á leigu nú þegar.
Upplýsingar © 12849.
Barnapössun
Getum bætt við okkur börnum
hálfan eða allan daginn á reyk-
lausum vinnustað. Séríbúð fyrir
börnin. Lokaður garður.
Lóa og Guðný Boðaslóð 20.
Upplýsingar® 12903.
Til leigu
Tvö herbergi með sérinngangi
og sér baði. Leigjast saman eða
í sitt hvoru lagi.
Upplýsingar © 12281, eftir kl.
19:00.
Bíll til sölu
Mazda 626 1600, árgerð 1986,
ekinn 65.000 km. Fallegur og
góður bíll. Verð kr. 550.000,-
stgr.
Upplýsingar S 12217.
Bíll til sölu
Toyota Tercel árgerð 1987,4X4,
station, lítið ekinn.
Upplýsingar S 12695.
fbúðtil leigu
70 fm. íbúðtil leigu.
Upplýsingar S 92-27208.
Þrekhjól óskast
Óska eftir að kaupa þrekhjól á
sanngjörnu verði.
Upplýsingar S 12832.
Bíll til sölu
Galant árgerð 1986 til sölu. Skipti
á ódýrari koma til greina.
Upplýsingar S 13007 og
©985-20169.
Bíll til sölu
Til sölu Chrysler Voyager, árgerð
1991.
Upplýsingar S 13141 eða
12666, Birgir Sveinsson.