Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Síða 5
FRÉTTIR - Fimmtudaginn 23. janúor 1992
BINGO
BINGÓ I ÞÓRSHEIMILINU í KVÖLD KL. 20:30
Meðal Elnita saumavél, matur fyrir tvo á Muninn, Gufustraujárn,
vinninga! kaffivél, útvarpstæki með tvöföldu segulbandi, o.m.fl.
STUÐNINGSMANNAFÉLAG ÞÓRS
0 Á þessarí teikningu sést þversnið af sorpeyðingarstöðinni og vinnslukerfi hennar
1. Daggeymir fyrir sorp.
2. Innmötunarband.
3. Háhitaofn, þrep 1.
4. Háhitaofn, þrep 2, (eftirbrennsla á gasi og reyk).
5. Sjálfvirk öskulosun.
6. Varmaskiptirsem tengist Fjarhitun.
7. Fellibúnaður fyrir reyk frá stöð.
Sorpbrennsla rís i sumar
- leitað til aðila innanbœjar um smíði hluta hennar.
0 Þannig gæti sorpbrennslustöðin hugsanlega litið út.
Á föstudaginn skrífuðu Guðjón
Hjörleifsson bæjarstjórí og Johann-
es Akkerhaugen frá Norsk Hydro
undir samning um smíði sorpbrennsl-
ustöðvar sem rísa á í sumar. Heild-
arfjárfesting er um 100 milljónir
króna og á stöðin að vera tilbúin til
notkunar fyrir næsta vetur. Henni
hefur ekki enn veríð valinn staður en
ákvörðun um það mun liggja fyrir á
næstu dögum. Með tilkomu stöðvar-
innar skipa Vestmannaeyjar sér í
fremstu röð sveitarfélaga á landinu í
sorphirðumálum.
I ræðu Guðjóns bæjarstjóra við
þetta tækifæri kom fram að með
undirskriftinni sé fengin niðurstaða í
störf nefndar sem bæjarstjórn kaus
til að kanna möguleika á að hér risi
sorpbrennslustöð. Eftir ferð til
nokkurra Evrópulanda lagði nefndin
til að gengið yrði til samninga við
Norsk Hydro sem var með hagstæð-
asta tilboðið. Er það það sameigin-
legt álit nefndarinnar að stöð eins og
Norsk Hydro býður sé mjög heppileg
fyrir Vestmannaeyjar. Mun nefndin
ásamt tveimur fulltrúum úr HUN
nefnd fjalla um endanlega staðsetn-
ingu hennar. Reiknað er með að
sorpbrennslustöðin komi til Eyja
með nýjum Herjólfi í júní nk.
Guðjón sagði að samhliða stöðinni
verði byggt upp myndarlegt gáma-
svæði og verður heildarfjárfesting,
þ.e. stöð og húsnæði undir hana,
gámar og frágangur gámasvæðis, nýr
öskubíll og gámabíll samtals tæpar
100 milljónir króna. „Það sem gerir
gæfumuninn að farið var út í slíka
fjárfestingu er að niðurstöður sorp-
brennslunefndarinnar eru töluvert
betri en gert var ráð fyrir, bæði hvað
varðar rekstur og tekjumöguleika,"
sagði Guðjón.
Þá sagði hann að nefndin hefði
lagt áherslu á að hluti stöðvarinnar
yrði byggður innanbæjar. „Fulltrúar
frá Norsk Hydro hafa verið í viðræð-
um við fyrirtæki í bænum um að þeir
0 Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, og Johannes Akkerhaugen, sölustjórí
Norsk Hydro, undirrita samning um kaup Vestmannaeyjabæjar á sorp-
brennslustöð frá Norsk Hydro.
tækju að sér smíði ákveðinna hluta
stöðvarinnar og munu þeir gera
Norðmönnunum tilboð fyrir ára-
mót.“
Verkefnin sem um ræðir eru raf-
lögn og smíði brennsluofns og á
Skipalyftan að skila inn tilboðum í
smíði hans fyrir 27. þ.m. Smíði húss
yfir stöðina verður í höndum bæjar-
ins;
Sorpbrennslustöðin verður sú full-
komnasta á landinu og fyrsta háhita-
brennslan. Frá henni kemur engin
lykt þannig að staðsetning er ekki
vandamál. Hún framleiðir um 1,5
MW orku sem fer inn á veitukerfi
Bæjarveitna. Eru það um 12% af
meðalorkuþörf til húshitunar í
bænum.
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hve-
nær stöðin verður tilbúin til notkun-
ar, en stefnt er að það verði fyrir
næsta vetur.
Að lokum má geta þess^ð Norsk
Hydro ætlar að gefa tré sem gróður-
sett verða í kringum stöðina.