Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Page 6
Fimmtudaginn 23. janúar 1992 - FRÉTTIR
• Auróra með innfæddum Nepalbúum.
komum út úr skóginum á þann stað
sem við ætluðum að tjalda og nokkrir
burðamannanna villtust frá hópnum
en þeir skiluðu sér til baka aftur svo
það fór vel. Tjöldunum var slegið
upp og kokkarnir hófu matreiðslu í
eldhústjaldi. Um kvöldið skall á
snjóstormur svo það sá vart úr aug-
unum um tíma en það gerði ákveðna
jólastemmningu hjá okkur að fá
snjóinn. Það var ofboðslega fallegt
útsýni þar sem við vorum og við
nutum þess að virða fyrir okkur
útsýnið. Við kveiktum eld til þess að
hlýja okkur við og sungum jólalög
við varðeldinn til þess að skapa
jólastemmningu. Síðan var borin
fram jólamaturinn. Mér hefði eflaust
ekki þótt þetta merkilegur jólamatur
hér heima en þetta var ágætt og
merkilega gott miðað við þær að-
stæður sem matreiðslan fór fram við.
í forrétt var borið fram poppkorn.
Aðalrétturinn var hæna, sem kokk-
urinn hafði lifandi meðferðis og slátr-
aði um leið og matreiðslan hófst, og
með henni var borið fram spínat,
hrísgrjón og einhver sterk sósa. Þá
borðuðum við einnig laufabrauð,
sem við höfðum meðferðis, með
þessu.í eftirrétt var síðan skreytt
svampkaka og þar á eftir var það svo
te og koníak.
Eftir matinn gáfu Sherparnir, en
svo kallast burðarmennimir, okkur
gjafir. Það er reyndar ekki siður hjá
þeim að gefa gjafir um jól en þeir
vissu um okkar siði og vildu því
skapa okkur jólastemmningu. Karl-
mennirnir fengu nepalskar húfur og
konurnar perlufestar. Þetta kom
okkur öllum skemmtilega á óvart.
Seinna um kvöldið fórum við síðan
út þar sem við kveiktum á stjörnu-
ljósum og útikerti sem við höfðum
með að heiman en um klukkan ellefu
skreið hver fjölskylda í sitt tjald.
• Bjami hvílir sig. í baksýn má sjá
stórbrotið landslag fjallanna sem þau ferð-
uðust um.
• Fjölskyldan framan við tjald sitt í hlíðum llimalaya á aðfangadagskvöld. Frá vinstri: Bjarni, Sighvatur, Agúst og Auróra.
Sungu jólalög vid
varðeldinn d
adfangadags-
kvöld
© Kvöldteið sötrað við varðeldinn.
Auróra segir að jólahaldið hafi
verið all frábrugðið því sem þau eigi
að venjast hér heima en engu að
síður hafi þau fundið fyrir jólá-
stemmningunni, þó á ann'an hátt en
venjulega. „Á aðfangadag var
lengsta gangan uppá við hjá okkur í
ferðinni. Við byrjuðum daginn á að
ganga í einn og hálfan tíma niður í gil
en síðan tók við ganga úpp bratta
fjallshlíð í sex tíma. Gegnum þéttan
skóg. Það var komið myrkur er við
Það era örugglega ekki margir
Eyjamenn sem hafa lagt leið sína til
Nepal, hvað þá að þeir hafí haldið
jólin hátíðleg í tjaldi í fjallshlíðum
þrjú þúsund metra yfír sjávarmáli.
Fyrir síðustu jól lagði fjögurra
manna fjölskylda úr Eyjum land
undir fót, ásamt 10 öðrum íslending-
um og hélt til Nepal þar sem áformað
var að dvelja um jól og áramót. Þeir
Eyjamenn sem þarna voru á fcrð
voru Bjarni Sighvatsson og Auróra
Friðriksdóttir, ásamt sonum sínum
þeim Ágústi og Sighvati.
Fréttir fengu Auróru í spjall, til að
segja frá ferðinni og hveraig jóla-
haldið fór fram hjá þeim í Nepal.
10 tíma ferdalag
„Þetta var heilmikið ferðalag enda
er Nepal langt í burtu. Það er í Asíu
og löndin sem liggja að því eru Kína,
Indland og Tíbet. Við flugum 14.
desember frá Keflavík til Luxem-
borgar þaðan sem við ókum gcgnum
Rínardalinn til Frankfurt, sex tíma
keyrslu. Frá Frankfurt flugum viö til
Dubai og þaðan til Katmandu, sem
er höfuðborg Nepal. Þetta ferðalag
var í einni lotu og 30 tímum eftir að
viö Iögðum af stað frá Keflavík
Vorum við í Katmandu í Nepal. Við
stoppuðum þar í tvo daga til að jafna
okkur á ferðalaginu og ná að aðlaga
okkur tímamuninum en í Ncpal er
klukkan sjö tímum á undan okkar.
Eftir tveggja daga dvöl í Kat-
mandu var ekið í átt til Himalaya-
fjalla þar sem ætlunin var að ganga í
hálfan mánuð um Gorka, sem er
fjallahérað. Við ókum í bíl sem hefði
örugglcga verið talin gjörónýtur á
íslandi, algjörri druslu, og vegirnir
voru hræðilegir. Þröngir fjallavegir í
snarbröttum hlíðum. Á þeim slóðum
sem við ætluðum að ganga um er
ákaflega lítið um ferðamenn. Þangað
eru erfiðar og litlar samgöngur og
þjóðvegirnirsem hlykkjast um hlíðar
Himalayafjalla eru mjóir cöntiu-
stígar sem ckki eru færir neinum
farartækjum og því ekki hægt að
ferðast um þá öðru vísi en fótgang-
andi.
Flest börn
með hor
(búar Nepals eru 19 milljónir og
þar af búa 800.000 í höfuðborginni
Katmandu. Aðrir íbúar búa flestir í
fjallaþorpum. Bústáðirnir þættuekki
merkilegir hér á landi, kofaskrífli
sem oftast hafa eina hliðina opna. Á
gólfinu er síðan fleti þar sem sofið er
og eldstó þar sem þeir elda matinn
sinn á opnum eldi en aðrir innan-
stokksmunir eru oftast ekki í þessum
hreysum. Þessir kofar veita ekki
mikla vörn gegn kuldanum sem er á
nóttunni yfir þennan tíma enda voru
margir kvefaðir þarna, flest börn
með hor og börn og fullorðnir með
sýkingar í augum. Við myndum ekki
kalla þetta mannabústaði hér heima
og ég er viss um að ef svona kofar
væru hér í Eyjum léti HUN nefndin
rífa þá strax,“ sagði Auróra og ætti
að vita hvað hún syngur í þessum
efnum enda formaður HUN nefnd-
arinnar.
„Þetta fólk lifir á ýmiskonar
ræktun. Það ræktarhveiti, hrísgrjón,
te, kjartöflur og ýmislegt fleira. Bæði
notar það þessa ræktun sér til matar
og svo er hluti hennar seldur. Það er
gífurleg fátækt þarna og lífsbaráttan
erfið enda er meðalaldurinn ekki
hár. Til dæmis er meðalaldur karl-
manna ekki nema 46 ár.“
Við vorum með hóp innfæddra
fylgdarmanna með okkur. 30 manns
sem sáu um burð á farangri, tjöldun
og eldamennsku. Við gistum í tjöld-
um því enga gististaði er að hafa
þarna og við urðum að vera vel
útbúin. Þurfjum fjölbreyttan
klæðnað. Hitinn á daginn var 18 til
20°C en á kvöldin og nóttunni fór
hitinn niður fyrir frostmark.
Á þessum hálfa mánuði gengum
við 300 til 330 kílómetra, upp og
niður fjallshlíðar. Mest fórum við
upp 600 metra á einum degi og hæst
komumst við í 3400 metra hæð yfir
sjávarmál, en Katmandu er í 1300
metra hæð. Það er geysilega eftir-
minnilegt að hafa farið þarna um og
þetta er ekki líkt neinu sem ég hef
áður séð. Þetta var eins og að detta
út úr nútíðinni og fara nokkrar aldir
aftur í tímann."
Þetta voru ödru vísi jól
en ókaflega eftirminnileg
-Auróra Friðriksdóttir segir ffró ferðalagi fjöl-
skyldu hennar um hlíðar Hímalayaf jalla um jólin.