Fréttir - Eyjafréttir - 23.01.1992, Page 7
FRÉTTIR - Fimmtudaginn 23. janúar 1992
0 Auróra á leið niður eina hlíðina. Aftan við hana sést í híbýli innfæddra.
0 Auróraog Bjarni tilbúin til göngu að morgni jóladags.
Kertí, spil og
fjórar smókökur
Þegar við vorum komin í tjaldið
okkar tókum við upp jólakort sem
við höfðum haft með okkur að heim-
an og lásum þar jólakveðjur frá
vinum og ættingjum. Þá opnuðum
við einn pakka sem við höfðum haft
með okkur. Innihald hans var rosa-
lega skemmtilegt. í honum var einn
lítill spilastokkur, fjögur lítil kerti og
fjórar súkkulaðismákökur. Það var
skemmtileg stund sem við áttum
þama í tjaldinu okkar en við ákváð-
um að geyma smákökurnar þar til
morguninn eftir.
Á jóladag vorum við síðan vakin
upp klukkan hálf sjö eins og alla aðra
daga. Þá var okkur fært heitt te og
þá borðuðum við jólasmákökurnar
sem við fengum í pakkanum að
heiman.
Um leið og við fengum teið á
morgnanna var okkur líka fært heitt
vatn til þvotta fyrir okkur í morgun-
sárið.
Annað jólahald, en á aðfanga-
dagskvöld, fór ekki fram hjá okkur
yfir jóladagana en um áramótin vor-
um við aftur komin til Katmandu og
héldum þau hátíðleg með pompi og
pragt á hótelinu sem við dvöldum á
þar.
Hótelið sem við dvöldum á var
ekta nepalskt og ekki í sama klassa
og nýju flottu lúxushótelin. Á gaml-
árskvöld hafði matsalur hótelsins
verið skreyttur með blöðrum og
knöllum. Síðan varborin fram hátíð-
arkvöldverður. Tandorry kjúklingur
með hrísgrjónum og salati. Á mið-
nætti fórum við síðan uppá þak
kveiktum á stjörnuljósum, skáluðum
í kampavíni og sungum „Nú árið er
liðið" en starfsmenn hótelsins héldu
smá flugeldasýningu. Þessi hátíðar-
höld á hótelinu voru bara gerð fyrir
okkur því það voru engin áramót
hjá innfæddum. í Nepal er allt annað
ártal en hjá okkur. Þar eru reyndar
tvö ártöl við líði, árið 1111 og árið
2048 en þessi skipting er í einhverj-
um tengslum við mismunandi trú
Nepalbúa.
Við dvöldum í fimm daga í Kat-
mandu en flugum síðan til Frankfurt,
þaðan til Parísar, Amsterdam, Lux-
emborgar og loks heim. Ferðalagið
tók rétt tæpan mánuð og er þessi ferð
með öllu ógleymanleg og ekki lík
neinni ferð sem ég hef farið áður,“
sagði Auróra.
Pundu nóvist
jólanna og snjór-
inn fullkomnadi
stemmninguna
Auróra segir að ef hún líti til baka
þá gæti hún vel hugsað sér að halda
önnur jól við svipaðar aðstæður.
„Þetta voru öðruvísi jól en við erum
vön að halda en þau verða okkur
örugglega þau eftirminnilegustu.
Það er talsvert frábrugðið að sitja
heima í stofu í hlýju og birtu, borða
venjulegan jólamat og taka upp
pakka eða að sitja kappklæddur í
tjaldi án alls munaðarins sem maður
er vanur á þessum tíma. Það eina
sem við höfðum af honum voru
smákökurnar fjórar og nokkrir kon-
fektmolar sem við höfðum með
okkur. Þrátt fyrir þetta fundum við
vel návist jólanna og ég held að
snjórinn sem féll þarna á aðfanga-
dagskvöld hafi fullkomnað stemmn-
inguna í huga okkar. Þegar við
horfðum yfir svæðið, þar sem tjöldin
voru, að morgni jóladags var þetta
svipað og falleg mynd á jólakorti.
Ótrúlegt landslag til allra átta og sjö
lítil tjöld sem stóðu uppúr snjóbreið-
unni á sléttunni sem við dvöldum á.
Ég er mikil jólamanneskja og það
voru margir, sem þekkja mig, hissa
á að ég væri til í að fara út um jólin,
hvað þá að fara til Nepal og dvelja
þar í tjaldi um hátíðina. Ég var
dálítið kvíðin en ég sé ekki eftir
þessu og get vel hugsað mér að fara í
einhverja svona ferð aftur um jól.
Þetta voru öðruvísi jól en ákaflega
eftirminnileg og sitja örugglega ofar-
lega í minningabankanum í framtíð-
inni,“ sagði Auróra Friðriksdóttir,
Nepalfari. rj q
IÓTRÚLEGT EN SATT!
Allir herrajakkar, margir litir og gerðir
KR. 4.300,-
lAllar herrabuxur, margir litirl
11861
Sighwatur Bjarnason nýróðinn framkvaemdastjóri Vinnslustöðvarinnar:
Besta fjárf estingin liggur i fólkinu
-en baeta verdur nýtingu á húsnaedi og taekjum.
„Starfið leggst vel í mig,“ sagði
Sighvatur Bjarnason, nýráðinn fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í
samtali við FRÉTTIR. Aðspurður
vildi hánn ekki úttala sig um breyt-
ingar á þessu stigi. Sagðist þurfa tíma
til að setja sig inn í reksturinn og
kanna aðstæður. En hann er bjart-
sýnn á að fyrirtækið eigi möguleika á
að vaxa og dafna. „Mitt helsta verk-
efni verður að beina Vinnslustöðinni
inn á leiðir til að það geti orðið að
veruleika. Ef við höfum ekki aðstöðu
til að reka sjávarútvegsfyrirtæki ■
Vestmannaeyjum er það hvergi hægt
á íslandi.“
Hann horfir líka til EES samning-
anna og telur að þeir geti eflt Vest-
mannaeyjar. „Ef samningar um Evr-
ópskt efnahagssvæði verða að veru-
leika erum við mjög vel settir því
hvergi á íslandi er styttra á helstu
markaði okkar í Evrópu.
Sighvatur er Vestmannaeyingur,
útskrifaðist frá háskólanum í Árhus
árið 1987 sem rekstrarhagfræðingur
og hóf sama ár störf hjá Sambandi
íslenskra fiskframleiðenda. í sept-
ember árið 1990 tók hann við starfi
framkvæmdastjóra hjá framleiðslu-
og sölufyrirtæki SÍF í Frakklandi.
Heitir það Nord Morue og keypti
SÍF fyrirtækið þetta ár og hefur það
vaxið mjög undir stjórn Sighvatar.
Fyrir um ári síðan var starfsmanna-
fjöldi 110 en í dag vinna þar 190
manns og var veltan 2,3 milljarðar
íslenskra króna á sl. ári. Mesturliluti
framleiðslunnar fer beint á neyt-
endamarkað.
Sighvatur segir að með sameiningu
Fiskiðjunnar og Vinnslustöðvarinn-
ar í eitt fyrirtæki skapist svigrúm til
að snúa vörn í sókn. Vandamálin séu
þó ekki að baki því skuldirnar eru
enn þær sömu. Hvað framtíðina
varðar horfir hann mest til fullnýt-
ingu aflans, en vill þó ekki vera með
yfirlýsingar á þessu stigi. „Kvótinn
minnkar ár frá ári og því alveg á
Sighvatur Bjarnason, nýráðinn framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
hreinu að við verðum að fá meiri arð
af þeim afla sem fæst og skiptir þá
ekki máli hvaðan hann kemur. Það
verður að kaupa þann fisk sem býðst
ef hráefnið fæst á viðráðanlegu verði.
vegsfyrirtæki þannig að ég held að i
framtíðinni verði horft meira til full-
vinnslu aflans til að nýta fjárfestingu
fyrirtækisins betur. Við erum iiieð
miklar fjárfestingar og margt fólk í
vinnu og fyrirtækið verður að bera
sig til að tryggja hag beggja."
Sighvatur segir að fullvinnsla sjá-
varafla skili sér í meiri vinnu og
tekjum sem komi bæði starfsfólki og
fyrirtækinu til góða. Hann horfir
mjög til samnings um Evrópskt efna-
hagssvæði, sem mun ef af verður.
opna okkur leiðir inn á markaði í
Vestur-Evrópu. „Þá mun fullvinnsl-
an skila sér til fulls því markaður er
fyrir allar fisktegundir og alla gæða-
flokka."
Sighvatur neitar því ekki að
reynsla hans crlendis í sölu á fullunn-
inni vöru til smásöluverslana komi
honum til góða í nýju starfi en bendir
um leið á að Vinnslustöðin er innan
sölusamtaka sem selja fiskafurðir á
erlendum mörkuðum. Þurfi fyrst og
fremst að markaðssetja Vinnslustöð-
ina innan þeirra og koma í takt við
nýja tíma. „Það er gefið mál að við
veröum að byggja upp sterkt fyrir-
tæki og leita þeirra leiða sem þarf til
að svo geti orðið. Mitt starf verður
að beina fyrirtækinu inn á þessar
leiðir, en til að árangur náist þarf
samstöðu stjórnenda og starfsfólks,
sem er besta fjárfesting hvers fyrir-
tækis. Skiptir þá ekki máli hvað gerst
hefur heldur verður að horfa fram á
við.“
Sighvatur talar af reynslu því hann
segir að uppbygging fyrirtækisins í
Frakklandi hefði aldrei orðið þetta
hröð ef ekki hefði komið til gott
samstarf við stéttarfélag starfsfólks-
ins.
„Annars vil ég vera með sem
minnst af yfirlýsingum núna, held að
það sé betra að láta verkin tala.“
Að lokum var Sighvatur spurður
að því hvenær væri von á honum til
starfa. „Ég er með sex mánaða
uppsagnarfrest og það gæti því farið
svo að ég komi með fyrstu pysjun-
um.“