Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 2
Fimmtuduginn 30. april 1992 - FRÉTTIR Sorpbrennslunefnd: Hreinsibúnadur er fullnœgiandi í grein í DV á laugardaginn er því haldið fram að hreinsibúnaður vænt- anlegrar snrpbrennslustöðvar sé úreltur, hreinsi aðeins ryk og rcvk, en öll hættulegustu efnin fari út í andrúmsloftið. Þessu mótmælir sorpbrennslunefnd og segist frá upp- hafi hafa unnið í nánu samstarfi við Hollustuvernd ríkisins, Heilbrigðis- eftirlitið og umhverfisráðuneytið. í greinargerð sem sorpbrennslu- nefnd sendi bæjarráði á mánudaginn er hreinsibúnaðinum, sem verður í sorpbrennslunni, lýst. Þar segir að forbrennsla verði við hærra brennslu- stig en tíðkast hefur, eða allt að 950 gráður. Eftirbrennsla verður við allt að 1000 gráður þar sem hæfilegur biðtími er tryggður til þess að tryggja bruna hættulegra kolefnis- sambanda. Frá eftirbrennsluhólfinu fer reykurinn í gegnum margfaldan fellibúnað, þar sem sót og rykagnir verða felldar út. Þennan hátt á rykhreinsun segir nefndin hafa verið tíðkaðan í sorp- brennslustöðvum um allan heim síð- asta áratug. Hjá Norsk Hydro hcfur þessi búnaður verið þróaður í marg- hólfa búnað sem beitt er í dag. „Þessi aðferð, ásamt mjög fullkomn- um tölvustýrðum stjórnbúnaði, cr ein sú alfullkomnasta til rykhreins- unar sem völ cr á í dag,“ segir orð- rétt í greinargerðinni. Einnig vísar nefndin til bréfa frá Hollustuvernd, Heilbrigðiseftirliti og umhverfisráðuncyti þar sem þeir segja að fram komi að mengunar- varnir stöðvarinnar og annar tækni- búnaður uppfylli öll skilyrði sem sett eru fram í væntanlegu starfsleyfi stöðvarinnar. Sorpbrennslunefnd segist hafa miðað við kröfur dagsins í dag í vali á hreinsibúnaði og segir að ekki sé fyrirsjáanlcgt að á næstu árum verði breyting þar á. Greinilegt er þó að þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig því við hönnun húsnæðis stöðvarinnar er gert ráð fyrir að hægt verði að koma fyrir búnaði til þungmálmahreinsunar ásamt vothreinsibúnaði cf þörf krefur. En það var einmitt megin- inntakið í grein DV, að innan ekki langs tíma yrði gerð krafa um slíkan búnað, sem kostar tugi milljóna í uppsetningu. Sorpbrennslunefnd horfir talsvert til þess að hér verði brennt sjúkra- hússorpi af fastalandinu og segir að það sé víðast brennt með sama hætti og hér verður gert. „Okkur er ekki kunnugt um að gerð sé krafa um af- sýringu, eins og getið er um í grein- inni, enda er smithætta trúlega mest fyrir brennsluna. Unnið er að starfs- leyfi hjá Hollustuvernd ríkisins, fyrir brennslu sjúkrahússorps í Vest- mannaeyjum," segir nefndin. Ekki er nefndin hress með grein- arskrif DV, segir að vandalítið sé að fá þúsundir skoðana um ágæti hinna ýmsu hreinsibúnaða, allt eftir því hvaða umræðu menn óska eftir. „Við eru sannfærð um að við erum með mjög góðan og fyllilega full- nægjandi búnað í væntanlegri sorp- brennslustöð," eru lokaorð skýrsl- unnar. Gönguför á söguslóðir Menningarmálanefnd stóð fyrir göngu og skoðunarferð á söguslóðir á sunnudaginn. Um 80 manns tóku þátt í göngunni og var gengið á Skansinn, þar sem Jón Traustason rakti sögu þessa nierka mannvirkis sem nú hefur verið endurhyggt. Við höggmyndina Tyrkja Guddu hélt Októvía Andersen smá tölu og eins við legstein Kohle kapteins í kirkjugarð- inum. Á myndinni er Jón Traustason að rekja sögu Skansins fvrir göngumenn, sem voru á öllum aldri. Garðeigendur PI_/EGIN G LEIGUFLUG VALS ANDERSEN Vestmannaeyingar! Kynnið ykkur möguleikana í leiguflugi okkar hvert áland sem er eftir óskum og hentugleikum. Flug til Selfoss og Reykjavíkur öll kvöld, eftir þátttöku. LANG ódýrustu fargjöldin milii lands og Eyja eru frá Bakka i Landeyjum. Flug milli lands og Eyja er einfaldur og f Ijótlegur ferðamáti. © 13255 á flugvelli og © 13254 heima bílasími 985-22643 VORFAGNAÐUR 1. MAÍ Stórdansleikur í Týs- heimilinu, stóra salnum HLJÓMSVEIT GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR heldur uppi dúndrandi FJÖRI frá kl. 22 - 03 Aldurstakmark 20. ár Hver man ekki stemmninguna á Litla pallinum Verð kr. 1.500,- Knattspyrnufélagið Týr Tnnginn: Plæging kartöflugarða er að hefjast. Garðar skulu vera merktir með áberandi horn í horn stikum, nafni og heimilis- fangi. Athugið að tína grjót og spýtur úr görðum. EINUNGIS GARÐAR SEM ERU MERKTIR MEÐ NAFNI OG HEIMILISFANGI VERÐA PLÆGÐIR. ATH. Merkja verður garðana fyrir laugardaginn 2. maí ef eigendur ætla að fá þá plægða. ' Áhaldaleigan sf. Skildingavegi 10-12 Sími 13131 og 985-27574 (/%) %. 12210 °'VgavE&' ' Opinn alla daga Tanginn verður opinn alla daga vikunnar frá og með laugardeginum og eins verður opið í hádeginu. Opnunartími verslunarinnar verð- ur einnig lengdur. verður opið frá kl. 9 á morgnana til klukkan 8 á kvöldin frá mánudegi til föstudags, en laugar- daga og sunnudaga verður opið frá klukkan 11 til 5 síðdegis. Með þessu er Tanginn að fara inn á nýjar brautir í þjónustu sinni við viðskiptavini. „Þetta er krafa tímans og hefur tíðkast í Reykjavík lengi," sagði Gísli Geir Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri Tangans. „Við teljum að þetta auki þjónustu við viðskipta- vinina og það sem gerir þetta kleift eru vaktavinnusamningar sem við náðum við Verslunarmannafélag Vestmannaeyja. Mun stærsti hluti starfsfólksins skipta deginum með sér á vöktum og hefur það mælst vel fyrir." Að lokum vildi Gísli vekja athygli á því að opnunartími bátaverslunar- innar verður óbreyttur, frá kl. 9 til 6 alla virka daga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.