Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 3
i fúlustu alvöru Það hefur orðið að samkomu- lagi að Garri stingi niður penna af og til í FRÉTTIR um þetta og hitt sem honum liggur á hjarta. Nú á þessum árstíma væri því líklega eðlilegast að skrifa um sinubruna því fólk virðist ekki halda vatni, hvorki hér eða í Reykjavík yfir sinubrununum og skiptast menn í tvo hópa yfir gagnsemi eða þá skaðsemi sinu- brennslu. En Garri ætlar ekki að skrifa um sinubruna að þessu sinni. heldur atvinnumál og mór- al í Vestmannaeyjum. Það eru komin nokkuð mörg ár síðan Garri fluttist hingað til Eyja og aldrei hefur hann fyrr fundið fyrir þeirri tilfinningu að íbúarnir hér séu uggandi um sinn hag. vegnaatvinnumála. Hér hef- ur alltaf verið nóg að gera, at- vinnulausir uppi á landi hafa getað komið hingað ef eitthvað hefur á bjátað með atvinnu þar. Að sumarlagi hafa börn brott- fluttra Eyjamanna jafnan getað komið hingað og fengið vinnu í frystihúsi. En nú er annað uppi á teningnum. Hver skyldi hafa trú- að því fyrir tveimur þremur árum að atvinnuleysi yrði skráð í Eyj- um og það á hávertíð? Og það bæði sjómenn og verkafólk. Er nema von að fólk sé uggandi um sinn hag? Kvóti, kvóti, æpa menn og hrópa, rétt eins og hægt sé að skella allri skuldinni á kvótamál. Vissulega hafa takmarkanir á fiskveiðum sitt að segja en ekki allt. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessari jarðkringlu sem atvinnu- leysi gerir vart við sig og þetta er ekki fyrsti staðurinn. Þar sem samdráttur á borð við þennan hefur átt sér stað, hafa menn yfirleitt brugðist við á tvennan hátt. Annars vegar að láta hlutina ganga at sjálfu sér, gráta gamla góða tíma og hugsa sem svo að við þessu sé ekkert að gera. Þetta sé eins og hver önnur bölvun sem lögð sé á lýðinn og því verði að hlýta. Hins vegar hafa menn snúið við blaðinu, hætt að gráta og barma sér og fundið nýjar leiðir til að mæta vandanum, lagt á hilluna úrelta atvinnuvegi og fundið sér eitt- hvað nýtt að gera. Og nú kann einhver að spyrja hvort eitthvað slíkt sé hægt að gera í bæ eins og Vestmannaeyj- um þar sem allt hefur snúist um fisk. Og af hverju ekki? Það sem vantar, er hugsandi fólk með hugmyndir. Og númer eitt er að yfirvöld, þá sérstaklega bæjaryf- irvöld, séu með á nótunum og jákvæð, helst í fararbroddi. Og þar skortir nokkuð á hjá okkur. Stjórnendur okkar eru allt of daufir og bundnir við gamlan hugsunarhátt. Það er ekki nóg að stilla upp einhverri nefnd, gefa henni nafn- ið Atvinnumálanefnd, setja í hana eitthvert skrípahö og varpa svo öndinni léttar. Ut úr slíku kemur ekkert að gagni, í mesta lagi hægt að hlæja. Slíka nefnd þýðir ekki að skipa eftir pólitískum litarhætti, helst mætti enginn pólitíkus vera í henni. Pólitíkusareigaþaðnefni- lega til að hugsa í fortíðinni og það gengur ekki í svona nefnd. Og meðan fólk er svo jarð- bundið því að ekkert sé hægt að gera í Vestmannaeyjum annað en að veiða fisk og verka fisk, þá verður hér áfram atvinnuleysi hangandi yfir meðan dregur úr afla. Það ætti að hlusta á þá aðila sem koma fram með hugmyndir sem ekki snúast eingöngu um fisk og hætta að hlæja að þeim. Garrí. Grill - Grill - Grill Erum með allt á qrillið Nýtt - þurrkryddaö og marineraö kjöt Vorum að fá hin sívinsælu gasgrill á kr. 14.990,- SÉRTILBOÐ PIZZUR Kindabacobuff á kr. 691,- Paprikubuff á kr. 677,- á aðeins kr. 349 stk. Vorum að fá gróðurmold og kartöfluútsæði. KAUPFÉLAGIÐ GOÐAHRAUNI S12052 - Opið laugardaga kl. 10 -13 VESTMANNAEYINGAR Málningartilboð sem enginn getur hafnað 30% AFSLÁTTUR Á Útitex plastmálningu - Rex skipamálningu Rex þakmálningu - Texolin fúalög vegna útlitsgalla á umbúöum. meóan birgðir endast. Leitið ekki langt yfirskammt Allar byqqingavorur á einum sta HÚSEY TT HUSEY BYGGINGAVORUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garðavegi 15 - sfmi 1 1 151 USTAFASTEICNASALAjALHLIÐALÖCFRÆÐIÞJÓNUSTAFASTEICNASALAALHLIDALÖCFRCÐIÞJÓNUSTAFASTEICNAÍALAALHLIÐALðCFRJEÐIILHLIDALðCF Faxastígur 39, neðri hæð Stórt eldhús, tvö svefnherbergi, stofa og borðstota, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Bflskúrsplata. Verð: 5.600.000,- Áshamar 27 Mjög gott raðhús. Þrjú svefnherbergi, hol, stofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Bílskúr innbyggður. Verð: 9.000.000,- Dverghamar 41 Mjög gott parhús á mjög góðum útsýn- isstað. Fjögur svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslulofl. innbyggður bílskúr. hagstæð lán áhvil- andi. Skipti möguleg á einbýli. Verð: 8.700.000,- Báran, söluturn við Bárustíg Góður söluturn í hjarta bæjarins. Nýlega endurnýjað. Verð: Tilboð. Foldahraun 38 b og d Mjög þægilegar tveggja herbergja ibúðir á jarðhæð á góðum stað. Sérinn- gangur. Svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi ásamt geymslu. Verð: 3.500.000,- 2ja til 3ja herbergja fbúðir HEIÐARVEGUR 11, NEÐRI HÆÐ Stór þriggja herbergja íbúð. Verð: 4.100.000,- hagstætt verð. Stærri eignir FAXASTlGUR 33, NEÐRI HÆÐ Fjögurra herbergja íbúð. Þrjú svefnher- bergi, stór stofa, eldhús, baðherbergi, sér þvottahús og útigeymsla. Ath. hagstætt verð: 4.600.000,- Asavegur 12, efri hæð og ris Stór sérhæð á rólegum stað. Tvær stofur, 4 - 5 svefnherbergi, tvö baðher- bergi, stórt eldhús, þvottahús og geym- sla. Stór bílskúr. Risið er allt endurnýj- að. Verö. 8.000.000,- 'ögmannsstofan ^ Bárustíg 15, Vestmannaeyjum Jóhann Pétursson, hdl. Löggiltur fasteignasali Viðtalstfmi: 16:30 -18:00 Beinn sími: 13191 PT4l»»991VOnHiniVSVN9l3iSVdVlSflN9Miaarad901VOIlinniVSVN9iaiSV»lSnNQMI«rad301VanHlW1VSVN9l31SVdVlSnNör4ll»nid9 Vélstjórar Þeir vélstjórar sem hafa áhuga á aö dvelja í sumar í bústað félagsins aö Hraunborgum í Grímsnesi, láti vita fyrir 10. maí. - Þeir ganga fyrir sem ekki hafa fengið úthlutað áður. Upplýsingar í síma 12192, Gústaf eða Marta. Vélstjórafélag Vestmannaeyja Orlofsgreiðendur Þeir orlofsgreiðendur sem leggja orlof inn á reikninga í íslandsbanka eru vinsamlegast beðnir að leggja inn í síðasta lagi 7. maí. ÍSLAN DSBAN Kl RÆÐIÞJÖNUSTAFASTEICNA!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.