Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 6
.............................................................................................................................................................................................................................'......................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................-...................................................................: • Sigurður Gunnarsson skorar mark á móti KA. Mikið hefur mætt á Sigurði Gunn- arssyni þjálfara meistaraflokks ÍBV í handbolta og hans mönnum síðustu daga og vikur í úrslitum íslandsmóts- ins. Hann er nú að Ijúka sínu fjórða tímabili hjá ÍBV, og því þriðja sem þjálfari liðsins. Árangur liðs ÍBV undir stjórn Sigurðar hefur verið mjög góður, bikarmeistaratitill í fyrra og nú komst liðið í (jórðungs- úrslit. Varð reyndar að lúta í lægra haldi fyrir FH í oddaleik, en er eftir sem áður góður árangur. í viðtalinu sem hér fer á eftir gerir Sigurður upp veturinn, segir álit sitt á úrslitakeppninni sem er í fyrsta skipti með þessum hætti, áhangend- um liðsins og síðast en ekki síst strákunum sem hann segir eiga tals- vert meira inni en þeir hafa sýnt til þessa. Stóra spurningin er samt, ætlar hann að vera áfram eða ekki? Því gat hann ekki svarað, en segist eiga erfitt með að sjá sjálfan sig þjálfa annað lið en ÍBV hér á landi. „Þetta form er skemmtilegt og skapar mikla stemmningu, sérstak- lega fyrir áhangendur liðanna, sem allt snýst nú um, að fólk skemmti sér,“ sagði Sigurður um úrslita- keppnina. „Pað er líka mun skemmtilegra fyrir leikmenn að spila og æfa þegar stemmningin er þetta mikil, en um leið erfitt því þetta eru margir leikir á stuttum tíma og allt úrslitaleikir. Þessu fylgir gífurlega mikið andlegt álag og spenna. Ég tala nú ekki um hér, í ekki stærri bæ, fer ekki hjá því að maður verði var við allan þennan mikla áhuga. Allt hjálpast þetta að til að gera keppnina skemmtilega en um leið erfiða. En þetta er hlutur sem verið er að reyna í fyrsta skipti og þar af leiðandi þurfa menn að venjast þessu.“ Lidid á talsvert inni Sigurður segir að keyrslan hafi verið fnikil á liðinu í úrslitunum, sex leikir á tveimur vikum þar af fjórir útileikir. „Þessu hafa fylgt miki! ferðalög, við höfum þurft að fara upp á land daginn fyrir leik og gista eftir leiki. Þetta er dýrt en um leið reynsla sem menn safna í sarpinn, mjög dýrmæt reynsla," sagði Sigurð- ur og lagði áherslu á orð sín. Það fer ekki hjá því að Sigurði þjálfari sárni tapið á móti FH. „Það munaði litlu að við kæmumst áfram, en ég get ekki sagt hvernig leikirnir hefðu farið á móti Selfossi,“ segir hann þegar liann er spurður hvort hann hafi séð fyrir sér ÍBV hampa íslandsmeistarartitlinum í vor. „Ég get ekki sagt hvernig leikir á móti Selfossi hefðu farið, en við áttum möguleika á að sigra þá.“ Sigurður er lítillætið uppmálað þegar hann er spurður að því hvort hann telji ÍBV eitt af fjórum sterk- ustu liðum landsins í dag. „Ég myndi hiklaust, eins og við spiluðum í 80% í úrslitakeppninni, stilla okkur upp þar. Við erum að glíma við ákvcðinn herslumun og hann vantaði. Við vorum grátlega nærri úrslitunum, ef við hefðum náð að jafna í fyrsta leiknum á móti FH er aldrei að vita hvernig hefði farið í framlengingu." Hann telur að þessi herslumunur sé til staðar og liðið hafi ekki enn náð fullum þroska. „Ég tel að liðið eigi enn talsvert inni. Þessir leikir gefa strákunum þekkingu og reynslu sem þeir búa að seinna meir." Studningsmerm ÍBV bestír „Við erum ekki í vafa," segir hann aðspurður hvaða lið eigi bestu stuðn- ingsmennina. „Það eru stuðnings- menn ÍBV, stuðningur þeirra hefur verið ómetanlegur." En hann segir að gott gengi liðsins og frábærir stuðningsmenn virðist fara í taugarnar á mörgum á fasta- landinu. „Ég sé. að það fer í taugarn- ar á fólki uppi á landi að við eigum gott lið. Okkur var spáð 8. til 9. sæti í deildarkeppninni, en við eru búnir að afsanna það. Þegar forráðamenn annarra liða tala um stuðningsmenn okkar er eins og samstaðan hér fari í taugarnar á þeim og nú vilja allir eiga bestu áhorfendurnar, en við eruni ekki í vafa og þessu þurfum við að halda." Sigurður Gunnarsson varar við að menn láti velgengnina glepja sér sýn. „Þó vel hafi gengið núna og í fyrra líka, mega liðsmenn, aðstandendur og stuðningsmenn ekki láta deigan síga og hafa í huga að árangur kemur ekki sjálfkrafa. Félög hafa brennt sig á því eftir velgengnistímabil að halda að fyrri árangur geti skapað vel- gengni." Hann bendir á félög eins og Val, Víking, Stjörnuna og fl. sem hafa lent í þessu. „Hjá Stjörnunni voru gerðar of miklar kröfur og óraunhæf- ar. Það gekk ekki, fólki fækkaði á leikjum og fannst allt ömurlegt." En hvað um framhaldið. ætlar Sigurður að þjálfa og leika með liði ÍBVáfram? „Ég hef ekki mikið hugsað út í það ennþá. Ég tel sjálfur að enn búi mun meira í þessum strákum. en það tekur tíma að ná upp „klassaliði". Ég sem þjálfari er að læra. geri mistök sem ég læri af, en það er alltaf spurning hvað þjálfari á að vera lengi hjá hverju liði. Þetta er spurning um tíma. Það getur verið að þjálfari sé orðinn leiður á leikmönnum og þeir á honum. Ég held þó að ég ætti erfitt með að fara að þjálfa annað lið hér á landi." Hafa önnur félög rætt við þig? „Það hefur verið rætt við mig, en óformlega, en hér er ég orðinn rót- gróinn." BINGO! BINGÓ í ÞÓRSHEIMILINU I KVÖLD KL. 20:30 Meðal vinninga: AEG ryksuga og rafdrifínn áleggshnífur STUÐNINGSMANNAFÉLAG ÞÓRS

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.