Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 8
Fimmtudaginn 30. april 1992 • FRÉTTIR Steinnr Ágústsson skrifar: *■_ mai # Stcinar Ágústsson. Þessi dagur er löggiltur frídagur alþýðufólks á Islandi og úti í hinum stóra heimi. Ég hef alltaf haldið mikið upp á 1. maí. Þessi dagur er og á að vera hátíðis- og baráttudagur alþýðunnar á hverjum tíma. Við skulum heldur ekki gleyma frum- herjunum sem ruddu brautina og þjöppuðu fátæku verkafólki saman og stofnuðu verkalýðsfélögin. í þá daga réði afl peninganna öllu og atvinnurekendur áttu allt og jafnvel fólkið líka. Fátæktin var gífurleg, stopul vinna á þessum árum sem mótun verkalýðshreyfingarinnar var í burðarliðnum. 1. maí þökkum við þessum foringjum og samstöðu þessa fólks árangur velferðarinnar i dag. Við sem komin eru á miðjan aldur munum líka fátækt og atvinnuleysi og skömmtunarseðla, höft og bönn. Braggahverfin arfleifð hernámsins og heimsstyrjaldarinnar og kjallara- holurnar. Sem betur fer heyrir þetta að mestu sögunni til. I öllu lífsgæða- kapphlaupinu eru því miður allt of margir í úti í kuldanum. Stærsti smánarbletturinn í þjóðfélaginu í dag er launamisréttið og atvinnu- leysið, sem er mjög alvarlcgt mál fyrir alþýðuheimilin og þjóðfélagið allt. I. maí fögnum við frelsi, verkfalls- rétti og öðrum mannréttindum. Við fögnum öll, frjálshuga fólk, falli kommúnismans, þjóðfélagi kúgunar og ofbeldis þar sem alþýða manna þarf að standa í löngum biðröðum cftir brauði og öðrum nauðsynjum, ef þær cru þá til. En er þá bara ekki allt í lagi í okkar þjóðfélagi. Við erum að vísu vaxin uppúr kjallara- holunum en okkur gcngur illa að stjórna okkar eigin þjóðfélagi. Kvótasvínaríið og gámaútflutningur- inn eru smánarblettir. Stöðugleiki cr það sem þarf. Hver vill óðaverðbólgu og gengisfelling- ar? Enginn. Nú eru að nást samningar um nýja þjóðarsátt. Um meira er víst ekki hægt að semja en er ekki ömurlegt í okkar bæjarfélagi skuli vcra um hávertíð yfir hundrað manns atvinnulausir. Sameiningog hagræð- ing er sjálfsagt af því góöa. En eig- um við ekki öll scm hér búa að sam- einast um að halda áfram aö byggja upp okkar bæjarfélag og að allir hafi næga atvinnu. Það cr von mín á þessum dcgi að hér verði fegurra og betra mannlíf. Á þessum degi cigum viö að hafna kolvitlausri fiskvciöistcfnu ogeigum aö hafa landhclgina okkar fyrir okk- ur sjálf. Fylgjast mcð því sem er að gcrast úti í hinum stóra hcimi og hafna öllum nátttröliasjónarmiðum. I. maí sameinnumst við um betra Island vinnu fyrir alla og stöðug- leika. Höfnum kúgun og ófrclsi. Gleðilega hátíö og gleðilegt sumar. Steinar Ágústsson • Starfsmenn Netagerðar Ingólfs. Wetagerð Ingólfs 45 nra: Fyrirtœki í f ararbroddi Á föstudaginn var þess minnst að 45 ár eru liðin frá stofnun Netagerö- arinnar Ingólfs sem Ingólfur The- ódórsson netageröarmeistari stofn- aöi 24. apríl árið 1947. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði og er enn því nýir menn hafa haldiö á lofti merki stofnand- ans. Sem dæmi um orðspor Ingólfs má nefna að árið 19X8 var liann sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að veiðarfæragerð. Starfsfólki, viðskiptamönnum og velunnurum var boðið til veislu í tilefni afmælisins og rakti Birkir Agnarsson framkvæmdastjóri fyrir- Sumaráætlun Herjólfs 1992 Gildir frá 1. maí -15. september Frá Frá Vestm. Þorlh. Alladaga, nema mánudaga og laugardaga 07:30 12:30 Mánudaga og laugardaga 10:00 14:00 AUKAFERÐIR Föstudagaog sunnudaga 17:00 21:00 Aukþess íjúní ogjúlí: Fimmtudaga 17:00 21:00 ATH: Ferðir falla niður á Hvítasunnudag og Sjómannadag. - Fjölskyldufargjöld - Hópfargjöld - Afsláttarkort - - LÁGU FARGJÖLDIN ERU HJÁ OKKUR - ATHUGIÐ: Sumaráætlunin verður óbreytt eftir komu nýja Herjólfs Herfólfur h$. • Topparnir í Netagerð Ingólfs. Frá vinstri; Erlendur Stefánsson, Arnmund- ur Þorbjörnsson og Birkir Agnarsson. tækisins sögu Netagerðarinnar við það tækifæri. Fyrirtækið óx fljótt og dafnaði undir stjórn Ingólfs Theódórssonar sem var einn af bestu netagerðar- mönnum landsins og þó víðar væri leitað. Hann var óragur að fara nýj- ar leiðir og með náinni samvinnu við skipstjóra og hæfum starfsmönnum tókst honum að koma fyrirtækinu í fremstu röð. Birkir nefndi m.a. Ing- ólfsbotninn og fyrsta loðnutrollið sem Ingólfur flutti inn með nokkrum útgerðarmönnum. Ingólfur var stórtækur í húsakosti og nýtur fyrirtækið þess í dag. Síðast var byggt við árið 1977, húsið stækk- að um helming, sett upp fullkomn- asta blakkarkerfi landsins fyrir næt- ur og byggð 4200 rúmmetra eld- traust veiðarfærageymsla. Árið 1985 keypti Hraðfrystistöð Vestmannaeyja Netagerð Ingólfs og í dag er hún sjálfstæð deild innan ísfélags Vestmannaeyja. „Við erum líklega eina fyrirtækið á landinu sem framleiðir og sér um viðhald á öllum tegundum og gerð- um veiðarfæra sem notuð eru hér við land. Við búum yfir ágætri veið- arfæraverslun, seljum allar stærðir og gerðir toghlera, svo eitthvað sé nefnt," sagði Birkir. Birkir sagði að enn væri reynt að halda uppi merki Ingólfs, sem lést árið 1988, á lofti og vera leiðandi afl í gerð og þróun nýrra veiðarfæra í beinni samvinnu við skipstjóra og útgerðarmenn. „Það nýjasta í okkar framleiðslu eru flottroll með yfir 20.000 fer- metra opnun og allt að 64 metra löngum möskvum fremst í trollun- um. Fyrsta trollið verður afgreitt nú urn mánaðarmótin í frystitogarann Vestmannaey. Það er ætlun okkar að selja trollin bæði hér heima og erlendis. Stórfyrirtækið Cosalt í Englandi hefur tekið að sér dreif- ingu og lofar hún góðu,“ sagði Birkir. Vegna þessa hafa þeir ákveðið að taka þátt í sjávarútvegssýningu í Kaupmannahöfn nú í endaðan maí. Að lokum greindi hann frá því að Netagerð Ingólfs ætlaði að standa fyrir ferð til Nýja Sjálands til að kanna búraveiðar. • IMeðal gesta í afmæli Netageröar Ingólfs voru þessar fallegu konur. F.v Inga Hrönn, Sigríður Sigurðardóttir, ekkja Ingólfs Theódórssonar, stofnand: | Netagerðarinnar, Rósa og Sigríður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.