Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 30.04.1992, Blaðsíða 11
FRÉTTIR - fimmfudaginn 30. apríl 1992 # ÍBV lék sinn síðasta leik í handbotlanum í vetur þegar liðið tapaði þriðja leiknum í fjögurra liða úrslitunum um íslandsmeistaratitilinn á móti FH á mánudaginn 22 -19. Hér heima unnu strákarnir örugglega á laugardaginn, 26 - 22 í stórglæsilegum leik. Þrátt fyrir að liðið kæmist ekki í úrslitaleikina geta Eyjamenn vel við unað og verður úrslitakeppnin mörgum ógleymanleg, bæði stuðningsmönnum og leikmönnum. Sérstaklega leikurinn í Hafnarfirði þar sem hátt í 1000 Eyjamenn hvöttu menn til dáða og höfðu sigur á áhorfendahekkjununi. A þessari mynd Inga Tómasar sést Belo skora eitt af 10 mörkum sínum í leiknum á laugardaginn. Hqndbolti yngri flokka: Þrjú Eyjalið i verðlaunasœti Handknattleikstímabilið 1991-92 er nú senn á enda eftir mjög við- burðaríkt og skemmtilegt tímabil. Yngri flokkar Þórs, Týs og ÍBV náðu ágætis árangri í ár og m.a. féll einn bikarmeistaratitill í skaut Eyja- liðs og tvö önnur lið náðu verðlauna- sæti á íslandsmótinu. Sá árangur sem ber fyrstan að nefna er árangur 3. flokks kvenna ÍBV sem náðu þeim frábæra árangri að sigra Bikarkeppni HSÍ í sínum flokki í æsispennandi leik geen Nú þegar handboltatímabilinu fer að Ijúka hjá íþróttafélögum landsins fer handboltalandslið íslendinga að hefja sinn undirbúning fyrir stórmót- in í sumar. Hjá yngri kvennalandsliðum er sá undirbúningur að hefjast og hafa t.d. stúlknalandslið (U-16) og unglinga- landslið (U-18) hafið sinn undirbún- ing. Þar eiga Eyjamenn sjö fulltrúa þar af eru fimm hafið æfingar með stúlknalandsliðunu en þær eru Ragna J. Friðriksdóttir, Sara Guð- jónsdóttir, Laufey Jörgensdóttir, Berglind Sigmarsdóttir og Elísa Sig- urðardóttir. í unglingalandsliðinu eru tveir fulltrúar frá ÍBV og eru það þær íris Sæmundsdóttir og Helga Kristjánsdóttir. VESTMANNAEYINGAR GAGNVARIÐ TIMBUR Allt efni í Sólbekkinn Skjólvegginn Giröinguna Gerum tilboð í allt efni Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggmgavorur á einum slal HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA HUSEY [rr\ Valsstúlkum sem ÍBV sigraði með fjórum mörkum 19- 15. Stelpurnar náðu hins vegar ekki að sína sitt besta í úrslitakcppni íslandsmótsins þar sem þær náðu ekki að tryggja sér sæti í fjögurraliða úrslitum. Tvö önnur Eyjalið komust alla leið í úrslitaleik Bikarkcppni HSÍ en það voru lið 2. flokks karla og kvenna ÍBV. Strákarnir léku gegn Val þar sem Valsstrákar sigruðu nokkuð örugglega. Stúlkurnar léku hins vegar gegn Fram í úrslitaleik þar sem þær síðar nefndu fóru með bikarinn heim. 2. flokkur ÍBV. Bæði 2. flokkur karla og kvenna ÍBV náðu ágætum árangri á íslands- mótinu þar sem strákarnir höfnuðu í 3. sæti og kræktu þar með í brons- verðlaun en stúlkurnar höfnuðu ífj- órða sæti í sínum flokki. 4. flokkur kvenna ÍBV sýndi líka góð tilþrif í vetur og náði góðum árangri á íslandsmótinu þar sem þær tryggðu sér bronsverðlaunin. Yngstu flokkarnir Yngstu flokkarnir hjá Þór, Týr og ÍB V leika ekki á íslandsmótinu og er þar af leiðardi leika þau nokkuð sjaldnar heldur en þeir eldri. Þó hafa liðin sent liðin á nokkur stórmót í vetur. Stærsta mótið fyrir yngri flokkana var Pepsí mótið þar sem 6. flokkur kvenna iBV sigraði, en mót þetta er orðið n.k. íslandsmót þar sem nær öll félög landsins senda lið til keppni. Árangur yngri flokka í Eyjum var því hinn besti í ár þrátt fyrir að margir hefðu gert sér vonir um betri árangur hjá sumum liðunum þar sem miklar vonir höfðu verið gerðar áður en keppnistímabilið hófst. Þess í stað komu önnur Eyjalið á óvart og náðu mjög góðum árangri þó svo að ekki hafi verið gerðar miklar vænt- ingar til þeirra. Eyjamenn mega hins vegar vera sáttir við árangurinn í vetur og ber þessi árangur Eyjalið- anna þess merki að Vestmannaeyjar er orðið stórveldi í handknattleik hér á landi. • 3. flokkur ÍBV, sem hreppti bronsverðlaun á Coca Cola niótinu sem haldið var í Eyjum um páskana, ásamt Einari Friðþjófssyni, þjálfara. Fró Handknattleiksródi og leikmönnum ÍBV: Takkfyrir frábœran stuðning Ágætu Eyjamenn og aðrir vclunn- arar I. deildarliðs ÍBV karla í hand- knattleik! Þá er lokið þessu keppnistímabili og er ekki hægt að segja annað en að árangur ÍBV hafi vcrið betri en flestir þorðu að vona. Við komumst í undanúrslit í bikarkeppninnar en töpuðum mjög naumlega fyrir Vals- mönnum. í deildarkeppninni höfnuðum við í 5. sæti og lékum gegn KA í úrslitakeppni í 8 liða úrslitum. Fyrsti leikurinn fyrir norðan tapaðist, en annar og þriðji leikur voru okkar, sérstaklega þriðji leikurinn fyrir norðan þar sem okkur tókst að ná frábærum leik. í þessum leikjum kom það bersýnilega í Ijós hvcrsu frábæra stuðningsmenn við eigum en á leikjunum á Akurcyri fylgdu okkur a.m.k. 60 stuðningsmenn scm gerðu sér lítið fyrir og yfirgnæfðu köll 1500 Akureyringa. í undanúrslitunum lékum viðgegn FH sem allir höfðu spáð sigri í byrjun móts og töldu margir að við ættum eftir að eiga erfitt uppdráttar gegn Hafnfirðingunum. En annað kom á daginn eins og við þekkjum öll í dag. FH sigraði fyrsta leikinn naumlega, þeir voru teknir í bakaríið í Eyjum í næsta leik en í þriðja leiknum sigruðu FH-ingar mjög naumlega og komust þar með í úrslitaleikina gegn Selfyssingum. • Þessir studdu sína menn. En það er óhætt að segja að við höfum unnið baráttuna á áhorfenda- bekkjunum því það fór ekki á milli mála í vetur og þá sérstaklega í úrslitakeppninni að við eigum bestu stuðningsmenn landsins. Að sjá milli 700 og 800 Eyjamenn á síðasta leikn- um gegn FH var stórkostleg sjón og var stemmningin eftir því. Um leið og við þökkum ykkur, bcstu stuðningsmönnum landsins, fyrir stórkostlegan stuðning í vetur, viljum koma því að framfæri að nú fara fram viðræður við leikmenn ÍBV um komandi vetur. Vonandi verður jafn gaman þá. Sjáumst öll í næsta stríði. Áfram ÍBV. Handknattleiksráö og leikmenn ÍBV. Knattspyrna, mfl.ÍBV: Æfingaferð til Belgíu 1. deildarlið ÍBV er nú komið heim eftir vikudvól í Belgíu þar sem ÍBV liðið æfði og lék undir stjórn Sigurlásar Þorleifssonar þjálfara. Ferðin er einn af stóru undirbúnings þáttunum hjá liinu fyrir komandi keppnistímabil knattspymunnar en fyrsti leikur IBV verður 23. maí n.k. Liðið æfði á svæði belgíska stór- liðsins Elkeren þar sem aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru mjög góðar. „ Aðstæðurnar sem okkur voru boðn- ar þarna úti voru glæsilegar og ekki síst vellirnir sem æft var á sem voru eins og þeir gerast bestir,“ sagði Jóhannes Ólafsson formaður knatt- spyrnuráðs ÍBV. Jóhannes sagði að liðið hefði leikið mjög vel í leikjun- um en það hefði verið mikil þreyta í leikmönnum þar sem liðið hefur verið í miklum æfingum að undan- förnu. „Strákarnir léku allir mjög vel í þessari æfingaferð og sýndu það besta sem þeir gátu hverju sinni.“ Eins og flestum er nú kunnugt um hefur Slóveni gengið til liðs við ÍBV og hefur honum verið að ætlað að fylla upp ( það skarð sem Hlynur Stefánsson hefur skilið eftir sig. „Hann hefur sýnt góða takta með ÍBV liðinu í undanförnum æfinga- leikjum. Hann býr yfir miklum hæfi- leikum og hefur sýnt að hann mun styrkja IBV liðið í sumar þegar hann verður búinn að setja sig f spor knattspyrnunnar sem leikin er hér á landi," sagði Jóhannes Ólafsson að lokum. IBV lék sem áður segir fjóra leiki í æfingaferðinni til Belgíu og sigraði ÍBV tvær viðureignir 3 - 0 (Leifur 3 mörk) og 3 - 2 (Tómas, Martin og Sindri) en jafntefli endaði í tveimur sem enduðu báðar með einu marki gegn einu (Tómas og Huginn). Æfingaleíkir ÍBlf í Laugardaginn 2. maí kl. 13:00 leikur ÍBV gegn UBK sinn annan leik í Bæjarkeppni Vestmannaeyja og Kópavogs. Leikurinn fer fram á Malarvellinum við Löngulág. Fyrsti leikurinn endaði meðsigri UBK 1 - 3. Dagana 8. og 9. maí n.k. mun lið ÍBK koma hingað í heimsókn og leika hér tvo leiki. I framhaldi af því verður síðan hið árlega Essó mót haldið hér í Eyjum eins og vaninn er á. Mótið verður dagana 15. og 16. maí og verður leikið á Helgafells- vellinum. Fjögur lið taka þátt og eru það lið ÍBV, FH, KA og Grindavík. Húsnúmera- happdrœtti ÍBV í upphafi ársins var dregið í hús- númerahappdrætti Knattspyrnuráðs ÍBV. Enn hafa ekki allir vinningar gengið út og því byrtum við vinning- snúmerin aftur. 1. vinningur: Sóleyjargata 1. 2. vinningur: Foldahraun 40 2.h. a. 3. vinningur: Kirkjubæjarbraut 2. 4. - 6. vinningur: Dverghamar 35, Brimhólabraut 23 og Túngata 24. 7. - 9. vinningur: Búhamar 84, oessahraun 10, Hástcinsvegur 20. 10. - 15. viningur: Brattagata II, Brekkugata 11, Strembugata 22, Bárugata 7, Vcsturvegur 8 og Helgafellsbraut 5. 16. - 20. vinningur: Boðaslóð 3, Heiðartún 2, Vestmannabraut 24, Hrauntún 27 og Áshamar 61 2.h. c. 21. - 26. vinningur: Hólagata 5, Hólagata 7, Skólavegur 10, Folda- hraun 41 2.h. a., Búhamar 86 og Dverghamar 30. Vinningshafar sem enn eiga ósótta vinninga sína geta haft sam- band við Edda í sima 12132.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.