Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Blaðsíða 6
Oiréspw
Bæjarráð fundar með fjárlaga-
nefnd. í bæjarráði á mánudaginn
var upplýst að fjárlaganefnd
Alþingis hefði boðað ráðið á sinn
fund miðvikudaginn 29. þ.m.
Stefnt er að því að leggja fram
drög að greinargerð vegna þessa
fundar á næsta bæjarráðsfundi.
Fjölbreytt veiði. Sigurður
Einarsson og Bogi Sigurðsson
héldu vió þriðja mann í veiðitúr
fyrir skömmu. Ætluðu þeir að
renna fyrir silung í Grenilæk í
nágrenni Kirkjubæjarklaustur.
Ekki segir frekar af för þeirra en
fengurinn var í meira lagi
skrautlegur, einn minkur, þrjár
mýs og fjórir fiskar.
Skaut blysi að gæsunum. Og
hér er önnur góð veiðisaga.
Hörður Adolfsson. veitinga-
maður á Skútanum, er mikill
veiðimaður. Stundar bæði lax-
og gæsaveiðar af miklum krafti.
Eitt sinn sem oftar var Hörður á
gæsaskytti.íi. Eldsnemma að
morgni hafði hann komið sér’
fyrir til að bíða eftir fyrsta
morgunfluginu. Ekki var orðið
bjart af degi þegar fyrsti
hópurinnu kom fljúgandi og í
áttina að staðnum þar sem
Hörður lá í leyni. Hörður, sem
var orðinn kaldur, lifnaði allur
við. Hann dró skot úr skotfæra-
beltinu með miklu tilþrifum,
hlóð haglabyssuna og beið þess
sem verða vildi. Gæsirnar nál-
guðust og nálguðust og þegar
þær voru komnar í færi miðaði
Hörður og hleypti af með til-
heyrandi hvelli. Enginn gæs féll
þó til jarðar. I stað þess lýstist
himinn upp eins og dagur væri.
Hörður vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið en fljótlega rann upp
fyrir honum ljós; hann hafði sett
blys í byssuna í staðinn fyrir
skot.
Af Geirseyri á Hesteyri.
Bergur-Huginn hf. hefur keypt.
vöruafgreiðslu Herjólfs hf. og
ætlar að flytja þangað af Geirs-
eyrinni sem Frímúraramir
keyptu nýlega. Magnús Kristins-
son, framkvæmdastjóri
Bergs-Hugins, varð í sumar hel-
tekinn af hestamennsku. Er hann
með stóðið á stórbýlinu Lyng-
felli, sem gárungamir kalla
South Fork, og nú finnst þeim
við hæfi að kalla Herjólfsaf-
greiðsluna Hesteyri.
Sveinn Hauksson vill koma að
leiðréttingu vegna greinar sinnar
í síðasta blaði. Þar vitnar hann í
indjánahöfingjanp Seattle sem
mælti árið 1854.1 greininni mis-
ritaðist ártalið, 1985 í stað 1854.
Er Haukur beðinn velvirðingar á
þessum mistökum.
Til athugunar fyrir foreldra
pysjukrakkanna. Nokkuð hefur
verið um það að lögreglan hafi
haft afskipti af krökkum sem eru
að leita að pysjum á kvöldin og
nóttunni. Talsvert er um að
krakkamir hafi verið án endur-
skinsmerkja, á Ijóslausum
hjólum og sum hafa hreinlega
verið illa klædd. Vill lögreglan fá
foreldra í lið með sér til að kippa
þessu í liðinn.
Annað atriði sem athugull maður
benti blaðinu á var, að oft eru of
margar pysjur saman í kassa.
Þrengslin valda því að pysjumar
byrja að slást og eru kassamir
oft blóði drifnir eftir nóttina.
íþróttafélagið Þór 80 ára í dag:
Minnismerki um stofnfélagana
reist við Þórsheimilið á næsta ári
-Þriggja daga afmælishátíð hefst í kvöld og lýkur með afmælisfagnaði á laugardaginn.
Líkan af minnismerkinu sem rís við Þórsheimilið næsta ár.
íþróttafélagið Þór er í dag 80 ára
og verður þess minnst á margvís-
legan hátt. Einn liðurinn í
hátíðarhöldunum er kynning á
tillögu að minnismerki um stofn-
endur félagsins, sem ætlunin er að
rísi á næsta ári við Þórsheimilið.
Afmælishátíðin hefst í kvöld með
skrúðgöngu frá Iþróttamiðstöðinni
að Þórsheimilinu. Þar munu yngri
og eldri flokkur etja kappi í knatt-
spyrnu.
Minnismerkið er hannað af Amari
Ingólfssyni og er í tveim hlutum.
Annarsvegar er níu metra há fiagg-
stöng sem neðst myndar hluta af
nafni Þórs og hins vegar 1,5 metra
hátt tímahjól með ártalinu 1913. Frió-
bjöm Valtýsson, einn þcirra sem
hefur forgöngu um gerð minnis-
merkisins, segir að listamaðurinn
hugsi sér þennan hluta sem tímans
hjól og á hver tönn að standa fyrir
einn af stofnendum íþróttafélagsins
Þórs um leið og það tengist stofn-
árinu.
„Þetta er frumhugmynd hjá Amari
og getur hugsanlega átt eftir að taka
einhverjum breytingum. Líkan af
minnismerkinu verður til sýnis í
tengslum við afmælið og ef samstaða
næst um að reisa það verður stofn-
aður sérstakur sjóður,“ sagði Frið-
bjöm.
Friðbjöm segir að minnismerkinu
sé ætlaður staóur norðan vió Þórs-
heimilið, við heimkeyrsluna.
„Ætlunin er að það verði úr ryðfríu
stáli og ef allt gengur að óskum mun
það rísa á næsta ári og verða eins-
konar afmælisgjöf til félagsins,"
sagði Friðbjöm.
Af öðrum liðum hátíðarhaldanna
má nefna að Þórsheimilið verður
öllum opið í kvöld og á laugardaginn
og annað kvöld er dansleikur í Féló
fyrir krakka innan við fermingu. Á
laugardagkvöldið verður afmælishóf
í Kiwanishúsinu undir stjóm Stefáns
Runólfssonar. Bjöm Þorgrímsson,
framkvæmdastjóri Þórs, segir að mið-
verð á afmælishófið hafi verió
nokkuð á reiki, en til að fyrirbyggja
allan misskilning vill hann að fram
komi að miðinn kostar 3000 krónur
sléttaf.
Uppskeruhátið I>órara í iótboltanum:
Fjórir titlar á
Vestmannaeyjamótinu
Þórarar héldu uppskeruhátíð fyrir
yngstu knattspymukappana á sunnu-
daginn. Þar voru veittar viðurkenn-
ingar fyrir besta ástundun og mestu
framfarir í hverjum flokki. Þá fengu
markakóngamir einnig sínar
viðurkenningar.
Þá voru afhent verðlaun í Vest-
mannaeyjamótinu. Mrarar unnu fjóra
titla að þessu sinni, í 4. fl., 6. fi. A og
B og í 7. fl. B.
A eftir var pylsuteiti og var mikið
fjör að sögn Bjöms Þorgrímssonar
framkvæmdastjóra. Sérstaklega var
hann ánægður með hvað margir full-
orðnirmættu.
Á myndunum sést hluti krakk-
anna og á þeirri neðri eru Vest-
mannaeyja-meistarar í 6. fl. A.
SKÚTINN
Veitingastaður með sál
Jóhann Þór Baldursson
trúbador skemmtir fímmtudag,
föstudag og laugardag.
Sérstakur þríréttaður matseðill er
alla daga/ Verð aðeins kr. 1000,-
Heimsendingarþj ónusta
á PIZZUM,
fím. til kl. 1, fös. til kl. 3,
lau. til kl. 3, sun til kl. 1.
Sama lága verðið.
Kjúklingaútsolci í bitum
3 bitor, fronskor, sóso og solot kr. 700
Opið - Opið - Opið - Opið
Fimmtudag til kl. 01, Föstudag til kl. 03.
Laugardag til kl. 03 og sunnudag til kl. 01
GÓÐA HELGI