Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Side 11
Fimmiudagurinn 9, september 1993 ,;
ORÐSPOR
Tölvuskólar eru nú eins og aörir
skólar aö hefja starfsemi sína. í
hús hafa veriö borin dreifbréf þar
sem skólar ofan af landi eru
meöal annars aö auglýsa sína
starfsemi. Er gott eitt um þaö aö
segja. En benda má fólki á aö
Tölvuskóli Vestmannaeyja er
einnig aö hefja starfsemi sína og
segir ekki máltækið „hollur er
heimafengin baggi.
Friffi í Eyjabúð er í blaöinu í
dag aö auglýsa sérstaka Eyja-
mannaferð til Edinborgar, síö-
ustu helgina í október. Er á-
stæða til benda fólki í ferðahug á
þessa stuttu en áreiðanlega
skemmtilegu ferö.
Flutningafyrirtækið HSH, sem
þeir sendibílstjórar Sigmar
Pálmason, Henrý Erlendsson og
Höröur Ingvarsson eiga, hefur
keypt Emmuhúsiö svo-
kallaða á Básaskersbryggju. Þar
veröur í framtíðinni aö-
staöa þeirra fyrir móttöku og
afhendingu vara sem þeir flytja
meö Herjólfi. Fram aö þessu
hafa þeir ekið öllum vörum, stór-
um og smáum heim til fólks og í
fyrirtæki. Áfram munu þeir gera
það ef óskaö er.
Flutningafyrirtæki Magnúsar
Magnússonar hefur einnig keypt
húsnæöi undir sína starfsemi,
vestari hluta kjallarans í
Brimnes. Þar verður hann meö
móttöku og afhendingu vara
sem hann flytur.
Háskólinn hefur hinsvegar
keypt eystri hluta kjallara
Brimness, þar sem aöstaða
hans veröur í framtíðinni, fyrir þá
starfsemi sem hann verður meö
í Eyjum.
Gaujulundur sem þau hjónin
Erlendur Stefánsson og Guö-
finna Ólafsdóttir hafa veriö að
rækta upp á undanförnum árum,
er enn aö stækka og fegrast.
Þau vinna mikið í þessum sælu-
reit sínum og árangurinn er eftir
því. Skipta þeir orðið mörgum
þúsundum, gestirnir sem þang-
aö hafa komið í sumar.
Hrekkjalómafélagið minntist
þess í sumar að liöin voru 10 ár
frá stofnun þess. Félagið var
stofnað viö kaffiboröiö á Fréttum
og fyrst hrekkurinn var opnu-
grein i blaöinu, þar sem ágæti
Asmundar Friörikssonar var
mjög dregið í efa, og voru mynd-
ir af honum við ýmis tilefni, notuö
sem sönnunargögn. Blaöið var
síöan boriö út til Ásmundar og
frúar hans snemma morguns,
viö lítinn fögnuð þolandans, sem
mátti sig vart hræra eftir lestur-
inn. Þessi útgáfa af Fréttum var
reyndar aðeins prentuö í einu
eintaki og aöeins ætluö til aö
hrekkja Ásmund.
Stefán Runólfsson verður sex-
tugur á morgun, 10. september
og ætlar aö halda uppá afmælið
í Oddfellowhúsinu. Stefán er
þegar mættur til Eyja til aö undir-
búa afmælisveisluna. Daginn
eftir ætlar hann svo á 80 ára
afmælsfagnað uppáhaldsfélags
síns, íþróttafélagsins Þórs, þar
sem hann ætlar aö vera veislu-
stjóri.
Þeir sem lesið hafa Fréttir
undanfarið, hafa tekiö eftir skoð-
anaskiptum milli Sveins Hauks-
sonar og Sigurgeirs Scheving á
síðum blaösins. Það hefur hins-
vegar vafist fyrir mörgum, um
hvaö þeir eru aö deila.
Byggingstjórn nýs íþróttahúss
hefur sagt af sér störfum. Á-
stæðan er sú gð byggingu húss-
ins hefur veriö frestaö og verk-
efni nefndarinnar því engin aö
svo stöddu.
SKATASTARF
Nýtt starfsár er að hefjast og innritun nýrra og eldri félaga verður í
Skátaheimilinu við faxastíg laugardaginn 11. sept. og sunnudaginn 12.
frá klukkan 14.00- 18.00 báða dagana.
Allir krakkar, stúlkur og piltar sem eru 9 ára og eldri, eru velkomin.
Starfandi skátar eru hvattir til að mæta.
Tekið verður á móti árgjaldi sem er kr. 1.000,-
Með skátakveðju
SKÁTAFÉLAGIÐ FAXI
Atvinna.
Faglæröur starfskraftur óskasl að mötuneyti Hraunbúða. Um er að
ræða framtíðarstarf. Upplýsingar gefur forstöðumaður Hraunbúöa í
síma 11915 eða félagsmálastjóri í síma 11088.
Opnunartími í Féló.
Opið er sem hér segir:
Mánudaga kl. 15.45 - 22.00
Þriðjudaga kl. 15.45 - 21.00 (Bíó kl. 21.00)
Miðvikudaga kl. 15.45 - 22.00
Fimmtudaga kl. 15.45 - 20.00 (Bíó kl. 20 og 22)
Föstudaga kl. 15.45-18.30 (Diskó auglýst sérstaklega)
Laugardaga kl. 20.00 - 23.30.
Athugið að opið er í kvöldmatartímanum.
Beinar útsendingar í Féió á
næstunni.
Sunnudaginn 12. sept. kl. 15.00 / Liverpooi -.Blackburn Rovers.
Mánudaginn 13. sept. kl. 18.00 / Newcastle-Sheffield
Wednesday.
Sunnudaginn 19. sept. kl. 15.00 / Manchester United / Arsenal
Sunnudaginn 26. sept. kl. 15.00 / Ipswich Town / Tottenham
Hatspur.
Mánudaginn 27. sept. kl. 18.00 / Wimbeldon / Queens Park
Rangers.
Stefnt er að því að vera með beinar útsendingar frá ensku
deildinni í vetur.
Afmælisdiskó Þórs.
íþróttafélagið Þór verður með afmælisdiskó í Féló föstudagskvöld
fyrir þá sem eru undir fermingaraldri.
Frá skólagörðunum.
Tekið verður upp í Skólagörðunum laugardaginn 18. sept. kl.
10.30.
Vetrarbæklingur tómstundaráðs.
Félögum og stofnunum sem hafa æskulýðs-, tómstunda- og
íþróttamál á sinni könnu er gefinn kostur á að koma upplýsingum
um starfsemi sína í væntanlegan bækling sem tómstundaráð
mun gefa út. Þeir sem áhuga hafa þurfa að skila inn handriti til
undirritaðs eigi síðar en 17. sept. nk.
Tómstunda - og íþróttafulltrúi.
Viðtalstímar á tæknideild.
Frá og með 13. sept. nk. verða viðtalstímar og símatímar
bæjartæknifræöings, tæknifræðings og byggingafulltrúa daglega
milli kl. 13.00 og 14.00.
Bæjartæknifræðingur.
SkrifstofulKkni
Tölvuskóla
Vcstmannacsja
ogFÍV
I
So tima eÆdxij-íitol-utæ.ízninám
£Q Bóklegt nám: 74 tímar
íslcnska - rcttritun. uppsctning brcfa o.þ.h. Enska - Verslunar- og viðskiptacnska
Vcrslunarrcikningur Bókfærsla og laun Tollskýrslugcrð og útflutningspappírar
Tölvunám:
80 tímar
Almcnn tölvufræði. Bókfærsla og laun. Windows gluggaumhvcrfiö. Word rit\ innsla
Exccl Töflurciknir (gcrð útflutningspappíra o íl )
Verklegt nám:
26 tímar
Mcðal annars verður farið yfir cflirfarandi::
Töhufjarskipti - fax. modem. gagnancl og crlcndir gagnabankar. tðKupósthólf
Vclritun. fingrasetning á reiknivélar. Ljósritun'. prenlarastjórnun. skönnun imnda i
lölvu Simavarsta og skiptibord. boölæki og farsimar "Vinna vió tölvu"
F>rirt;ck|ahcimsókmr o.fi
Verð namskeiðsins er 130.000 kr, kennslugögn innifalin Ýmis greiðslukjör, þ.m.t.
Visa/Euro raðgreiðslur Kennt verður á kvöldin, 3 kvöld i viku
Skólasetning og afhending námsgagna verður í Framhaldsskólanum í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 18. sept kl 13“'. Nánari upplýsingar og skráning hjá
FIV í síma 11079 og TV í síma 11122
# v
LAMELLA
parket
Europe eik - Europe beiki
Til á lager
Staðgreiðsluverð kr. 2.967,-
HÚSEY
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
VESTMANNAEYJA
Garðavegi 15 - sfmi 11151
HÚSEY
jCT'