Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Qupperneq 4
 Fimmtudagurinn 9. september 1993 Sjállboðaliðasamtök um náttúrvernd: Utbjuggu göngustig i Kaplagjotu -Hafa áhuga á að búa til fleiri stíga á Heimaey á næstu árum. Félagið Krabbavörn í Vestinannaeyjum: Veitir öllum fjárhagsaðstoð -sem þurfa að leita sér lækninga vegna krabbameins. Um 20 manna hópur frá Sjálf- boðaliðasamtökunum um náttúru- vernd lögðu stíg í brekkunni niður í Kaplagjótu á laugardaginn. Þar sem brattast er mynda steinar tröppur sem minnka verulega slysahættu því í vætutíð er brekkan mjög hál. Er þess skemmst að minnast að í sumar fótbrotnaði ferðamaður í Kaplagjótu. Þessi samtök eiga sér ekki langa sögu, voru stofnuð vorið 1986, en á þessum tíma hefur þeim vaxið fiskur um hrygg. Starfsemin byggist fyrst og fremst á vinnuferðum á friðuð svæði og þá sérstaklega þau sem mikið eru sótt af ferðamönnum. Verkefnin eru af ólíkum toga, mest er um stígagerð á viðkvæmum stöðum þar sem göngustígar þurfa að falla svo vel inn í landslagið að þeir sjáist vart, en bera samt sívaxandi fjölda ferðamanna. Önnur verkefni sem samtökin vinna að eru sáning og landgræðsla, lagfæring gróður- skemmda vegna aksturs utan vega, stikun jeppavega og lokun villislóða svo eitthvað sé nefnt. Þessar upplýsingar eru að finna í bæklingi um samtökin, en Þorvaldur Öm Arnason, annar tveggja verk- stjóra í ferðinni, sagði í viðtali við FRÉTTIR að ferðin til Eyja væri sú sjöunda á árinu. Helgina áður kom hann í vettvangskönnun við annan mann og lögðu þeir á ráðin um stíginn í Kaplagjótu í samvinnu við Auróru Friðriksdóttur, formann HUN-nefndar. Hann sagði að verk- efni hér séu næg fyrir samtökin. Tók Þorvaldur sem dæmi stíginn upp úr Herjólfsdal sem er farinn aó grafast verulega niður. Þama sagði hann að væri verðugt verkefni fyrir samtökin. „Það þarf að hugsa út nýja leið upp Dalinn og undirbúa verkið og skipu- leggja áður en hafist verður handa. Við erum tilbúinn og ef fólki hér líkar það sem við erum aó gera komum við örugglega næsta sumar.“ Auróra var mjög ánægð með fram- tak fólksins og sagði það til eftirbreytni. Eini kostnaóur bæjarins er fargjaldið með Herjólfi sem er ekki nema brot af vinnuframlagi fólksins ef það það yröi reiknað í tímakaupi. í síðustu viku auglýsti Félagið Krabbavörn í Vestmannaeyjum merkjasölu Krabbameinsfélags íslands og var tekið fram að þrír fjórðu ágóðans rynni til félagsins hér. Til að forvitnast nánar um starfsemi Krabbavarnar í Vm. hafði blaðið samband við Kristínu Baldvinsdóttur, for- mann félagsins og Eddu Tegader ritara. Þær upplýstu að tilgangur félagsins væri eingöngu sá, að styðja við bakið á þeim sem þurfa að leita sér lækninga vegna krabbameins. Upphaflega var Krabbavöm stofnað í Vestmannaeyjum árið 1949 og var Einar Guttormsson læknir fyrsti formaður félagsins. Starfsemin lá niðri í nokkur ár en félagið var endurreist árið 1990 og í dag eru félagar 302. „Við viljum gjaman fá fleiri í félagió því félags- gjöldin, sem em aðeins 500 krónur á ári, eru okkar eina trygga tekju- lind og svo hluti af merkjasölu Krabbameinsfélags íslands," sagði Kristín. Edda sagði að eini tilgangur félagsins væri að létta undir með þeim sem þurfa að leita sér lækninga vegna krabbameins. „Við styrkjum alla Vestmannaeyinga fjárhagslega sem þurfa að leita sér lækninga í Reykjavík og á síðasta ári fengum við hingað fólk sem hélt fund um krabbamein og var hann vel sóttur. Við viljum leggja áherslu á að við emm ekki að safna peningum og viljum því hvetja fólk sem þarf á aðstoð að halda vegna krabbameins að hafa samband við félagið," sagði Edda. Kristín sagðist vilja leggja áherslu á að þó félagsmenn væm allir af vilja gerðir gætu þeir ó- mögulega vitað um alla sem rétt eiga á fjárhagsaóstoð frá félaginu. „Fmmkvæðið verður því aö koma frá sjúklingunum sjálfum eða að- standendum þeirra en ekki öfugt,“ sagði Kristín og sem dæmi um aðstoð sem félagið veitir nefndi hún að félagið greiðir leigu á íbúðum sem Krabbameinsfélagið hefur yfir að ráða í Reykjavík fyrir krabba- meinssjúklinga af landsbyggóinni. Er Krabbavöm í Vestmannaeyjum eitt fyrsta félagið sem það gerir. Þær sögðu að merkjasalan hefði gengið mjög vel og vildu þær koma á framfæri þakklæti til allra bæjar- búa og sölufólks sem vann frábært starf. Þeir sem vilja afla sér upplýsinga um starfsemi félagsins og þá aðstoð sem það getur veitt er bent á að hafa samband við Kristínu í síma 11872, Eddu í síma 11864, Trausta Mar í síma 11200 og. Herdísi í síma 11247. Stígurinn sem sjálfboðaliðarnir gcrðu liggur skábalt niður Kaplagjótuna. NÝFÆDDIR Vestmannaeyingar Þann 24. ágúst sl. eignuðust Helgja Björk Ólafsdóttir og Sigursteinn Leifsson dreng. Hann vóg 14 og hálf mark og var 52 sm. Drengurinn er frumburður þeirra: Ljósmóðir: Guðný Bjarnadóttir. Þann 22. ágúst sl. eignuðust Kolbrún Matthíasdóttir og Hörður Pálsson dreng. Hann vóg 16 merkur og var 53 sm. Drengurinn er frumburður þeirra. Ljósmóðir var Sigríður Þórhallsdóttir. Eyjamaður vikunnar: Elías Jensson skipstjóri Gæs er uppáhalds maturinn Elías Jensson stýrimaður, var skipstjóri á björgunarbátnum Þór sem kom s.I. sunnudag. Bátnum var siglt í áföngum frá Noregi. Fimm manna á- höfn var um borð og reyndist björgunarbáturinn mjög vel á leiðinni. Elías sýnir á sér hina hliðina fyrir lesendur FRÉTTA. Fullt nafn? Elías Vigfús Jens- son. Fæðingardagur og ár? 16. ágúst 1954. Fæðingarstaður? Vestmanna- eyjar. Fjölskylduhagir? Kvæntur Sigríði Gísladóttur og eigum við þrjú börn, Gísla, Jens Kristinn og Anítu. Bifreið? Ford Sierra. Menntun og starf? Stýrimanna- skólinn. Stýrimaður og skipstjóri. Fyrri störf? Allt mögulegt, t.d. hjá Bænum og Rafveitunni hér áóur, smíðar o.fl. en mest verið á sjó frá '73. Helsti galli? Oþolinmæði. Helsti kostur? Læt aðra svara því. Uppáhaldsmatur? Gæs. Versti matur? Hákarl. Uppáhaldstónlist? Tónlist síðari hluta sjöunda áratugarins. Uppáhalds íþróttamaður? Enginn sérstakur. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur ár? Hef lítið álit á þeim og því enginn sér- stakur í uppáhaldi. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir og náttúrulífsþættir. Hvaða sjónvarpsefni finnst þér Ieiðinlegast? Sápuóperur á borð við Dallas og Dynasti. Uppáhaldsleikari? Clint Eastwood er alltaf góður. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mikið af mínum frítíma undanfarin ár hefur farið í húsið, annars hef ég gaman af utiveru. Hvað veitir þér mesta af- slöppun? Góöur svefn. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Oheiðar- leiki og lævísi. Fallegasti staður sém þú hefur komið á? Þeir eru margir, en Ystiklettur með allan sinn fjöl- breytileika er fallegur svo og að horfa á sólaruppkomuna. Hvaða námsefni líkaði þér verst í skóla? Vélritun. Elías Vigfús Jensson. Hvað myndir þú gera ef þú yrðir bæjarstjóri í einn dag? Sennilega ekki neitt, myndi ekki vilja vera bæjarstjóri. Uppáhalds félag sem þú hefur starfað með? Hjálparsveit skáta og síðan Björgunarfélagið eftir sameiningu. Hvaða persóna í sögunni heill- ar þig mest? Engin sérstök. Hvað ertu hræddastuT við? Að verða ósjálfbjarga vegna slysfara eða annars, það sem ég ætti eftir ólifað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.