Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Side 8
8 Fimmtudagurinn 9. september 1993 Kðvarð Matthíasson seni er nýkoininn frá Knglandi þar sem hann reyndi fyrir sér sein atvinnuniaður í ballskák: - Náði góðum árangri meðal atvinnumannanna og er ákveðinn í því að prófa þetta aftur á næsta ári. Eyjamaðurinn Eðvarð Matthíasson sem nú er á sínu 23. aldursári, lét drauminn rætast í sumar. Hann fór til Englands og reyndi fyrir sér í atvinnumennskunni í snooker eða ballskák eins og það kallast á íslensku. Árangurinn var ágætur, alla vega sá lang besti sem Islendingur hefur nokkru sinni náð á erlendri grund. Eðvarð er reynslunni ríkari eftir að hafa prófað hinn harða heim atvinnumennskunnar og stefnir ótrauður út að nýju í janúar n.k. En þetta er fyrst og fremst spurning um að fjármagna byrjunina á ferlinum meðan hann er að skapa sér nafn úti í hinum stóra heimi og ef það tekst, ætlar Eðvarð að hella sér í slaginn meðal hinna stóru. Eðvarð er sonur Matthíasar Nóasonar og Vígdísar Hansen. Hann er núverandi Islandsmeistari í ballskák en hann varð einnig Islandsmeistari 21 árs og yngri árið 1989. Hann byrjaði seint að æfa þessa listrænu íþróttagrein en hefur náð ótrúlega góðum árangri. Fas Eðvarðs einkennist af stóískri ró og allt hans yfirbragð virðist eins og sniðið í góðan ballskákspilara. Þeir sem þekkja til þessarar íþróttagreinar sem snýst um að skjóta niður kúlurn með kjuða samkvæmt kúnstarinnar reglum í göt á grænu keppnisborði, vita að ballskákíþróttinni fylgir mikið taugastríð. Sá sem hefur sterkustu taugarnar hverju sinni ber sigur úr býtum. Eðvarð er einmitt þessi rólega og yfirvegaða manngerð sem lætur ekkert koma sér úr jafn- vægi og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Eðvarð kom til Eyja sl. mánudag cftir tæplega þriggja mánaða dvöl í Englandi. Hann var mættur í málningarvinnuna inn í Skipalyftu strax á þriðjudagsmorgun þar scm blaðamaður náði tali af honum þar scm hann var að bletta Guðmund VE. Fyrst var hann spurður um gcngi sitt scm atvinnumaður í Englandi. Besti árangur íslendinga koma inn í mótið og sjónvarpið komið í spilið. Þetta eru sterkustu mótin sem hægt er að komst í og keppt er með útsláttarfyrirkomulagi. Eg tapaði alls 8 leikjum og sjö af þeim með minnsta mögulega mun, 5- 4.“ - Lckst þú við einhverja fræga spil- ara? „Frægasti spilarinn var kona, Alixon Fischer að nafni, en hún er tvöfaldur heimsmeistari og meðal þeirra fremstu í dag. Eg tapaði 5-4 fyrir henni.“ „Þetta gekk bara bærilega," segir Eðvarð hógvær. „Alla vega er þetta besti árangur sem Islendingur hefur náð í atvinnumennskunni. Eg tók þátt í átta mótum á þessum tveimur og hálfa mánuði sem ég var í Englandi. I þremur mótum komst ég í 5. umferð, í fjórum í 4. umferð og í einu í 3. um- ferð. Það eru kannski um 700 manns í hverju móti og allir að stefna að því sama, að komst í 8. umferðina en þá eru peningaverðlaun í boði, þeir bestu Ekki nógu vel undirbúinn - Varstu búinn að undirbúa þig nægilega vel áður en þú fórst út að prófa atvinnumennskuna? „Nei, ég var engan veginn nógu vel undirbúinn. Eg sé það nú að ég verð aó standa allt öðruvísi að þessu næst. Það þýðir ekkert að hafa þetta sem eitthvað hobbý. Eg þarf að æfa eins Vijídís Hanscn, móðir Kðvarðs: Hann varð að prófa Móðir Eðvarðs, Vigdís Hanscn, scgir að það sé cfni í hcila bók sem hægt sé að scgja um son sinn, þótt það sé kannski erfitt að scgja það svona á almanna færi. „Hann mjög ákveðinn og fer sínu fram og hefur mikið keppnisskap, enda þýðir ekkert annað í íþróttum. Auk þess er hann vel greindur. Hann byrjaði 14 ára gamall að taka í kjuða og þaó kom fljótt í ljós að hann hafði góðan skilning og fína kjuðameðferð. Til að ná árangri í snooker verður höfuðiö aö vera í lagi. Eg hef fylgst með honum allan hans feril og mér fannst einna skemmtilegast þegar hann varð unglingameistari Islands á sínum tíma og auðvitað var gaman þegar hann varð Islandsmeistari í vetur. Strákurinn hefur þurft að hafa mikið fyrir þessu og situr ekki við sama borð og aðrir. Hann þarf að vera að þvælast þetta á milli lands og Eyja í keppnir. En hann hefur einnig fengið mikið út úr þessu. Hann hefur ferðast víða og ég held að hann hafi komið í flestar heims- álfumar. Auðvitað vildi maður að hann hefði haldið áfram að læra en hann ræður þessu algjörlega sjálfur og við styðjum við bakið á honum. Hann varð að fara erlendis að prófa atvinnumennskuna. Eg held að hann hefði aldrei verið í rónni og ávallt séð eftir því hefði hann ekki a.m.k. reynt það. Auðvitað er ég stolt af stráknum. Hann hefur svo mikla hæfileika," sagði móðir Eóvarðs, Vigdís Hansen, að lokum. Eðvarð Matthíasson mættur í vinnuna í Skipalyftuna eftir tæplcga þriggja mánaða dvöl crlcndis. mikið og ég get, 5-6 tíma á dag eins og þessir karlar þama úti gera. Hingað til hef ég æft kannski einn tíma á dag og ekki einu sinni alla daga vikunnar. Ég þarf að æfa miklu meira ef ég ætla að ná árangri." - Hefur þetta verið draumur hjá þér lengi? „Já, ég hef gengið með þetta lengi í maganum. Eftir að ég varó íslands- meistari í apríl sl. ákvað ég að fara út. Það má segja að titillinn hafi verið vendipunkturinn. Undirbúningur og skipulagning hófst í vor og ég fór til Englands 20. júní sl. 011 mótin fóru fram í Blackpool á Englandi. Astæðan er sú að þeir sem eru að byrja og hafa ekki náð langt, þurfi ekki að ferðast mikið. Fyrstu átta um- ferðimar í mótunum fara fram í Blackpool en síðan þegar stóru karl- amir koma inn í þetta í 9. umferð, fara 32ja manna úrslitin fram annars staðar í Englandi eða hvar sem er í heiminum." - Hvernig bjóstu í Englandi? „Ég reyndi að spara eins og ég gat. Auðvitað gat ég ekki leyft mér að búa á hóteli heldur á Bed and Breakfast eins og tjallinn segir, eða á einskonar gistiheimili með morgunverði. Þá bjó ég tvær vikur í húsbíl hjá vini mínum, til að fá kostnaðinn niður. Það fór fram ein umferð á dag í mótunum og þurfti maður að vinna fjóra fyrstu leikina til að komast í gegnum fyrsta hjallann. Það tókst þrisvar sinnum. Annars var lítið við að hafa. Ég æfói auðvitað eins og ég gat en það var bara hægt að bóka borð um klukku- tíma á dag en yfirleitt náði maður 2 til 3 klukkutímum. Þá æfði ég í hálftíma þá daga sem ég spilaði, en hver leikur gat staðið yfir í 5 klukkustundir. Þess á milli lék ég stundum golf og það var góð afslöppun." Ævintýrið kostaði 200 þúsund - Hvað settir þú markið hátt áður en þú fórst út? „Ég setti engin markmið sem slík heldur en að gera betur en íslendingar hafa áður gert í svona mótum og það tókst. Ég hcld að ég hafi staðið mig þokkalega vel því ég var að lcika gegn spilurum sem hafa ekki gert neitt annað en verið atvinnumenn." Eðvarð er nú stigahæstur ís- lendinga í ballskák og á 700 manna afreksmannalista er hann rétt fyrir ofan miðju. Eðvarð er því meðal 300 bestu snookerleikara í heimi um þessar mundir. - Hvernig gengur að ná endum saman cftir svona ævintýri? „Mér reiknast til að þessi ferð hafi kostað mig um 200 þúsund krónur og er þá allt inn í þeirri tölu, flugfar og uppihald. Ég fékk ekkert verðlaunafé enda þarf að komst í 8. umferð til að fá einhvem pening. Fyrir utan þessi stóru mót, tók ég einnig þátt í einu litlu móti aukalega. I mótinu voru margir sterkir spilarar og ég komst alla leið í undanúrslit. Þar tapaði ég fyrir strák sem er númer 45 á heims- listanum. í þessu móti vann ég t.d. Dean Reynolds sqrn er frægur spilari og er númer 28 á heimslistanum.' Peningaverðlaunin í svona auka- mótum fara eftir fjölda þátttakenda og þetta mót var í minni kantinum. Ég fékk í minn hlut um 60 pund sem er um 6000 íslenskar. Sigurlaunin voru helmingi hærri eða 120 pund?' Ákveðinn í að prófa aftur - Nú er atvinnumennskan í ball- skák harður hcimur og ekki miklir peningar í boði. Hvað með fram- haldið hjá þér? „Þetta var mér mjög dýrmæt reynsla því nú veit ég að hverju ég geng. Framhaldið er nokkuð bjart því ég hef tvö möguleika á styrktar- aðilum erlendis sem ég ætla að athuga nánar. Ef ég fæ styrktaraðila þama erlendis sem ég tel kannski 70 til 80% líkur á, þá er ég ákveðinn í að flytja til Englands og reyna áfram fyrir mér í atvinnumennskunni. Þetta kemst á hreint nú í janúar og ef allt gengur upp fer ég út eftir áramótin næstu. En þangað til þarf ég að æfa eins mikið og ég mögulega get. Þetta er auðvitað mjög erfitt því ég þarf að vinna fulla vinnu til að afla tekna en ég verð að gera eins vel og ég get.“ Eðvaró hefur æft ballskák í aðeins ' 8 ár. Hann byrjaði 14 ára að æfa þessa göfugu íþrótt sem hefur vaxið ásmegin úti í hinum stóra heimi síðustu árin: „Ég byrjaði frekar seint að æfa miðað við flesta. Þetta byrjaði þegar mamma og pabbi settu upp billjardstofuna hér en þá hafði ég aldrei komið nálægt þessu. Það voru því hæg lieimatökin fyrir mig. Þetta hefur að mestú leyti verið sjálflær- dómur. Ég hef aldrei fengið neina kennslu og héf éngan þjálfara eins og þeir bestu, en ég hef auðvitað fengið punkta hjá sumum sem hafa komið að góðum notum.“ - Hvað er það skemmtilcgasta við ballskákina? „Það er spennan. Þettá er mikið taugastríó og spumingin um hvemig maður meðhöndlar streitu og hvort maður nær tökum á spennunni eða ekki. Þetta er mikil nákvæmnisíþrótt og ef taugamar eru ekki í jafnvægi riðlast spilið." Fingrafimur Eðvarð er. ekki bara fimur með kjuðann því frístundum spilar hann á klarínett, sem er hans helst áhugamál. Hann er því fingrafimur með af- brigðum. Hann Ieikur með Lúðrasveitinni og hefur blásið nokkrum sinnum opinberlega með hinum ýmsu sveitum. Eðvaró hefur einnig mikinn áhuga á íþróttum og þótti liðtækur knattspymumaður í yngri flokkunum. En allt hans líf snýst um ballskákina um þessar mundir og þar ætlar hann sér stóra hluti. Eóvarð lét drauminn rætast, tók áhættuna og ákvað að prófa hinn harða heim atvinnumennskunnar. Þaó þarf hugrekki og áræðni til að gera slíkt. Hann er reynslunni ríkari og ef allt gengur að óskum, verður Eðvarð aftur kominn út í atvinnumennskuna á nýju ári. Þorsteinn Gunnarsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.