Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Side 9
Guöni Grímsson vélstjóri og golfaluij>amaöur:
Hola í höggi eftir 32ja ára bið
Guðni Grímsson, vélstjóri hjá Raf-
veitunni, sem er orðinn 55 ára
gamall og hefur spilað golf í 32 ár,
náði draumahöggi allra kylfinga í
móti Golfklúbbsins sl. laugardag,
þegar hann fór holu í höggi. Svo
skemmtilega vildi til að drauma-
höggið kom á fyrsta opinbera
mótinu í Eyjum þar sem leikið er á
allar 18 holurnar, en nú er verið
stækka golfvöliinn um helming og
taka í notkun 9 holur í viðbót.
Þetta er í fyrsta skipti sem Guðni
fer holu í höggi á ferlinum. Það var á
nýja vellinum, á 14. holu sem er par 3
og 124 metra löng. „Ég er nú frekar
höggstuttur og notaði trékýlfu. Við
vorum þrír í holli og sáum allir þegar
kúlan skoppaði einu sinni til tvisvar
og small síðan í stönginni og datt
ofan í holuna. Ég neita því ekki að
það fór fióringur um mig, þetta var
alveg frábært. Mér gekk nú illa í
mótinu en þessi hola virðist eiga
mjög vei við mig því daginn áður
þegar ég fór einn æfingahring, fór ég
þessa sömu holu á tveimur höggum,
sem er einu undir pari,“ sagði Guðni.
14. holan er syðsta hola nýja vallar-
ins. Þegar horft er frá pallinum blasir
Alsey við sjóndeildarhringinn í öllu
sínu veldi og holan sem slík er mjög
skemmtilegt eins og reyndar flestar
holumar á nýja vellinum.
Guðni hóf að iðka golf árið 1961 á
gamla golfvellinum inn í Dal, sem
var 6 holu völlur. Hann segir að það
hafi verið mjög skemmtilegur völlur.
Fjórða holan var þá inni við ræðu-
pallinn sem er nú inn í Dal, fimmta
holan var inn í botni þar sem vatns-
pósturinn er og síðasta holan við
gamla golfskálann.
Skemmtilegur
félagsskapur
„Ég er nú með 16 í forgjöf en var
með 8 þegar ég var upp á mitt besta.
Golfið er mitt helsta áhugamál en það
er fastur liður hjá mér að fara einn
hring á hverjum einasta degi eftir
vinnu. Ég er nú í félagsskap sem er
kallaður Svarta gengið og við spilum
mikið saman. Þetta átti að vera
niðrandi viðumefni á okkur því við
vorum taldir hálf skrýtnir að vera að
spila einnig á vetuma. En þetta er nú
orðið mjög algengt hjá kylfingum í
Eyjum og því verðum við að teljast
brautryðjendur. Það skemmtilegasta
vió golfið er auðvitað félags-
skapurinn og útiveran. Það er ekkert
sem jafnast á við að spila golf með
góðum félögum í góðu veðri,“ sagði
Guðni.
Aðspurður um nýja völlinn sagði
Guðni að sér litist ljómandi vel á
hann. Það væri nú kannski lítið að
marka þetta svona fyrst en umgjörðin
og landslagið væri stórkostlegt og
tekist sérlega vel til við að hanna
völlinn. „ 18 holu völlur á eftir að laða
marga kylfinga til Eyja í framtíðinni
og hér eiga eftir að fara fram mörg
stórmótin sem er ómetanlegt fyrir
bæjarfélagið. Ég er nú mjög virkur í
Kiwanisklúbbnum og er formaður
golfnefndar Kiwanisklúbbanna hér á
landi og við ætlum aö halda okkar
landsmót í Eyjum á næsta ári á 18
holu vlíli. Ætli það komi ekki um 60
til 70 manns hingað í tengslum við
mótið,“ sagði Guðni Grímsson að
lokum.
Þess má geta að Guðni ætlar að
drífa sig til Florída í október n.k. í
„sumarfrí" og er, það ekki í fyrsta
skiptið. Guðni segir að Florída sem
mikil golfparadís og aðeins sé t.d.
tveggja tíma keyrsla til 35 golfvalla.
Þetta kallast á íslensku að vera með
golfbakteríu.
Guðni við 14. holuna sem hann fór holu í höggi um hclgina. I>etta er í
fyrsta skipti á 32ja ára golfferli sem honum tekst að afrcka það.
Hverfandi
atvinnu-
leysi og
íbúum
fjölgar
Atvinnuleysi virðist á
undanhaldi í Vestmannaeyjum
ef marka má niðurstöðu at-
vinnuleysisskráningar fyrir
ágúst 1993, en samkvæmt
henni voru 19 án atvinnu um
mánaðamótin síðustu. Eins
virðist sem íbúum sé farið að
fjölga á ný eftir nokkra fækkun
undanfarin misseri.
Það er nokkuð langt síðan
lægri tölur um atvinnuleysi hafa
sést í Vestmannaeyjum en um
síðustu mánaðamót. Af 19 á skrá
voru sjö konur og tólf karlar og
voru vörubílstjóramir þeirra fjöl-
mennastir, eða tíu. Tveir
verkamenn voru án atvinnu og
tvær verkakonur en í öðrum
greinum vareinn atvinnulaus.
Þetta góða atvinnuástand er
farið að segja til sín því íbúum er
farið að fjölga á ný. A bæjarskrif-
stofunum gaf Aki Heinz blaðinu
þær upplýsingar að íbúum hefði
fjölgað um fjóra frá 1. desember
sl. Þó þetta sé ekki há tala hefur
þróunin verið að snúast við upp á
síðkastið að sögn Áka. Ibúar voru
4884 1. desember en __ á
þriðjudaginn voru þeir 4888. Áki
sagði að taka yrði þessa tölu með
nokkrum fyrirvara því hann
sagðist vita um fólk sem flust
hefur í burtu og á eftir að tilkynna
aðsetursskipti en á móti kemur
fólk sem flust hefur hingað og á
eftir að láta skrá sig.
Kostaði sex milljónir að koma einum
sturtubotni fyrir í einbýlishúsinu
Trausti Marinósson ætlaði að
stækka baðhcrbergið í húsinu sínu
fyrir tveimur árum um 1,5 fer-
metra til að koma þar fyrir
sturtubotni. Það endaði með því að
hann þurfti að rífa allt innan úr úr
húsinu eða 105 fermetra vegna
sagga og fúkka og því hefði hann
getað komið sturtubotninum fyrir
hvar sem var í húsinu! Um 800
þúsund króna smá breytingar urðu
að stórframkvæmdum upp á tæpar
sex milljónir króna.
Trausta þekkja flestir Eyjamenn
sem eru komnir til vits og ára. Hann
keyrir vörubíl fyrir Vinnslustöðina og
hans vörumerki er að vera glaður og
hress í bragði. Hann býr á Hólagötu 2
í einbýlishúsi sem er komið til ára
sinna.
Trausti Marinósson.
I mars 1991 var Trausti orðinn
. þreyttur á því að komast bara í bað
þannig að hann keypti sér sturtubotn
og hugði sér nú gott til glóóarinnar.
En í kjölfarið þurfti hann aö stækka
baðherbergið um 1,5 fermetra á
kostnað svefnherbergisins. Margt fer
öðruvísi en ætlað er því þegar Trausti
fór að rífa niður veggi og innréttingar
á baðherberginu kom í ljós svo mikill
saggi og fúkkalykt að ekki var stætt á
öðru en að rífa aðeins meira.
Trausti segir að þegar hann hafi
farið af-stað hafi honum ekki órað
fyrir því hve húsið var illa leikið að
innan því þegar hann var hálfnaður
við að rífa veggi og úr loftinu, sá
hann fram á að hann þyrfti aó rífa allt
heila klabbið. „Mér var ráðlagt að
hætta þama, byggja upp það sem ég
var búinn aó rífa og taka síðan hinn
helminginn við seinna tækifæri.
Þegar ég fór aó skoða þetta nánar sá
ég að það var alveg út í hött því þá
hefði ég aldrei losnað við fúkka-
lyktina úr húsinu. Ég ákvað því aó
taka enn frekar til hendinni og rífa allt
út,“ sagði Trausti, sem sýnir blaða-
manni myndir frá framkvæmdunum.
Allt innan í húsinu, milliveggir og
loft og hver einasti nagli í húsinu er
nýtt af nálinni og húsið er auðvitað
alveg óþekkjanlegt frá því sem var.
Trausti hefur fækkað herbergjum og
opnað það mikið að innan og er öll
vinna til fyrirmyndar og mjög bjart
og skemmtilegt um að litast í húsinu.
Hann segir sjálfur að hann hafi fengið
úrvals iónaðarmenn til liðs við sig og
það hafi margt skemmtilegt boriö á
góma með þessum hressu mönnum í
uppbyggingarstarfinu.
„Þetta átti upphaflega að kosta um
800 þúsund en endaði í tæpum sex
milljónum. Þetta var auðvitað gífur-
legt áfall peningalega en þetta
blessast einhvem veginn,“ sagði
Trausti.
Framkvæmdum lauk hálfu ári
seinni og þá gat Trausti loksins flutt
aftur inn. Sex milljón króna sturtu-
botninn er kominn á sinn stað og
Trausti fær sína köldu sturtu á hverj-
um morgni!
Séð í áttina að gluggunum á salerninu og svcfnherginu eftir að búið var að
rifa allt innan úr húsi Trausta.
Trausti horfir út þar sem borað var fyrir nýjum glugga á húsinu. Síðan
var múrað upp ú horngluggann sem er til vinstri.