Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 1
Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum staó. HÚSEV BYGGINGAVORUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garöavcgi 1S - sfmi 11151 þar sem fagmennirnir versla. hosey /T 22. árgangur Vestmannaeyjum, 23. feb. 1995 6. tölublað - Verð kr. 120 - 5ími: 9Ö-13310 - Myndrlti: 96-11293 Bæjarstjóm: Af hverju smíða- nefnd? Á síðasta fundi hafnarstjórnar var samþykkt að Sveinn Valgeirsson, Ágúst Bergsson, Grím ur Gíslason, Olafur Kristinsson hafnar'stjóri og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri verði í smíðanefnd vegna nýs Lóðs. Þetta var samþykkt athugasemda- laust í hafnarstjóm en í bæjarstjóm lagði minnihlutinn til að hafnarstjóm verði jafnframt smíðanefnd vegna nýs lóðs. Tillagan var felld meó fjómm atkvæðum meirihluta sjálf- stæðismanna en fulltrúar V-Iista og H-Iista greiddu tillögunni atkvæði. Ragnar Óskarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með bókun sem hann og Guómundur Þ.B. Ólafsson lögðu fram. Þar mótmæla þeir því að kosin sé sérstök smíðanefnd vegna nýs lóðsbáts. „Við teljum að með því lýsi meirihlutinn vantrausti á réttkjöma hafnarstjóm sem eðlilegt er að sjái um málið.” sögðu þeir í bókuninni. I umræöum um málið sagði Ragnar að skipun smíðanefndar- innar væri í hróplegu ósamræmi við stefnu Sjálfstæðismanna að fækka nefndum á vegum bæjarins. „En ég verð að viðurkenna að vegir Sjálf- stæðisflokksins geta verið órann- sakanlegir,” sagði Ragnar. Rétt er að geta þess að Sveinn, Ágúst og Grímur sitja í hafnarstjóm og aó öllu jöfnu sitja bæjarstjóri og hafnarstjóri fundi stjómarinnar. Fyrir utan sitja Helgi Ágústsson (D) og Hörður Þórðarson (V). Nauðungaruppboö: Sjö íbúðir á einum degi Á miðvikudaginn í síðustu viku voru sjö húseignir í bænum seldar nauðungarsölu sem verður að teljast mikið í ekki stærra bæjar- félagi. Georg Kr. Lárusson, sýslumaður, segir að nokkuð langt sé síðan húseign hafi verið seld á hér upp- boði. Var það í nóvember sl. og skýrir það að nokkm þennan fjölda. „Þetta er engu að síður mjög mikið, þegar sjö íbúðir eru seldar nauðung- arsölu á einum degi í ekki stærri bæ en Vestmannaeyjar eru,” sagði Georg. Loðnuflutningarnir af Strandveginum Embætti sýslumanns sendi for- stöðumönnum Isfélags og Vinnslu- stöðvar bréf í gær þar sem þeim er gert að keyra loðnu eftir Strand- vegi í lokuðum pöllum eða fínna aðra akstursleið. Hjá embættinu fengust þær upplýsingar að því hefðu borist margar kvartanir um mengun á Strandvegi vegna leka af vömbílum sem aka loðnu eftir honum. Emb- ættiö segir kvartanimar á rökum reistar og mega viðkomandi eiga von á að flutningamir verði stöðvaðir án frekari fyrirvara. Strax í gær var ákveðið aó létta loðnuflutningunum af hluta Strand- vegar. Keyra bílamir nú eftir Tangá- vegi, Skildingavegi og eftir Strand- vegi vestan við Eyjabúð. Stýrimaöurinn á Gullbergi VE: Gengur glatt Frá því um helgi hefur verið stöðug og góð loðnuvciði og hafa bátarnir haft stuttan stans á miðunum. Veðrið hefur verið einstaklega gott og hjálpar það mikið til. Pálmi Magnússon, stýrimaður á Gullbergi VE, var að vonum ánægður þegar blaðið hafði samband við hann á þriðjudaginn. Þeir vom að koma frá því að landa rúmum 700 tonnum í Þorlákshöfn og em þar meó komnir með tæp 3000 tqnn. Stærsta farminum lönduðu þeir í Eyjum á laugardaginn, 955 tonnum að sögn Pálma. Unniö á vöktum í loðnufrystingu I gær voru komin 26 þúsund tonn af loðnu á land í Vestmannaeyjum. Isfélagið var búið að frysta 500 tonn og taka á móti 10 þúsund tonnum í bræðslu. I Vinnslustöðinni var búið að frysta 800 tonn og í bræðslu voru komin 14 þúsund tonn. Frá því um helgi hafa veiðarnar gengið vel enda veður verið gott. Loðnan er sex tíma siglingu austan við Eyjar og stoppa bátarnir stutt á miðunum. Unnið er á vöktum hjá Isfélagi og Vinnslustöð og er fryst á fímm stöðum og um borð í þremur frystiskipum. Það eina sem skyggir á er að Ioðna er blönduð og hlutfall hængs er mun hærra en hrygnu. Tefur það vinnsluna en menn eru að gera sér vonir um að stærri loðna sé í göngunni sem er að ganga upp að Suðausturlandi. Gullberg VE kemur til hafnar í Eyjum með 955 tonn. Kraftaverk í Sorpeyðingarstööinni eöa röö af tilviljunum? Mynd af Kristi vildi ekki í eldinn -Stööin stoppaöi fyrirvaralaust án þess aö bilun kæmi fram á mælum. í haust gerðist það að Sorpeyð- almáttugum frekar en kraftaverk. Prestar Landakirkju, Jóna Hrönn Guð faóir lét hann ekki vcrða dauó- ingarstöðin stoppaði fyrirvariaust. „Stöðin sló allt í einu út og ég fór Bolladóttir og Bjarni Karlsson segja anum að bráö, heldur vakti hann upp Ekki kom fram í stjórntöflu hver að athuga hvað væri að gerast því þetta svo sannarlega óvenjulegan áþriójadcgi.ÞannighefurGuðrofió ástæðan var. Guðmundur Rich- ekkert kom fram á stjómtöflunni. Ég atburö og einkar táknrænan í sjálfu vitahring dauöans í mannlífinu, rétt ardsson, sem þá starfaði í stöðinni, kíkti á færibandið sem flytur sorpíð í sér. „Þaó verður hver að gera það eins og þessi litli atburður í Sorpu kannaði hvað valdið gæti þessu. brennsluofninn og efst á því’ sá ég upp vió sig hvort hann lítur á þetta rauf hringrás Sorpeyðingarstöðv- Klifraði hann m.a. upp á færiband mynd af Jesú. Myndin, sem er sem einbera tilviljun eóa beínt arinnar. Þannig má líta á þennan og á enda þess fann hann mynd af nokkuð stór og í ramma með gleri, inngrip Guðs inn í mannlífið. Sé hér atburð sem táknrænan helgileik. Jesú Kristi. Vó hún salt ofan við op vó salt á bandinu. Ég tók hana niður um hreina tilviijun að ræóa þá er hún Hins vegar er freistandi að sjá hér brennsluofnsins og tók Guðmund- og sctti í gangogþá var allt í lagi.” sérlega táknræn og getur minnt beint inngrip Guðs handar. Og því ur hana niður. Ræsti hann síðan Þetta er ekkí í fyrsta skipti sem okkur á iægingu Guðssonar, að hann skyldi ekki vera svo?” sögðu Jóna stöðina og fór hún í gang eins og stöóin slær út. „Það hefur gerst áður sem er Guó áhimnum kom fram sem Hrönn og Bjami sem leggja til aó ekkert hefði í skorist. Sjálfur telur en alltaf komió fram í töflunni hver maóur í „mannlífssorpinu" háóur litið verði á þennan fallega atburð Guðmundur að þama hafí ráðið ástæðan er. Ég veit ekki hvað gerðist. öllum mannlegum takmörkunum og eins og litinn Guðlegan glaðning eóa röð tilviljana en prestarnir segja Þettagæti verið röð aftilviljunum en gekk loks til móts við hinsm örlög stef í dýrðarsöng jarðlífsins. þennan atburð tákn frá Guði þctta er svolítiðdularfullt.” allra manna, dauðann sjálfan. En FJOLSKYLDU- TRYGGING j TRYGGINGA FASTEIGNA- j jMIÐSTÖÐIN HF. TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR ÖG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 11535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 13235 FAX13331 r BtHJARBILIÐ ! SÍMI 12800 -Fax 12991 Vetraráætlun Herjólfs Frá Vestmamaeyjum: KL 08:15 Frá Þorlákshöfr: KL 12:30 Sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum kL 14:00 Frá Þorlákshöfn kL 18:00 T I I I I I I I I I I I I -I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.