Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 7
Rótarýhreyfingin er 90 ára í dag: Rótarýklúbbur Vestmanna- eyja verður 40 ára á þessu ári Minnismerkið um Oddgeir Kristjánsson, tónskáld, sem reist var á Stakkagerðistúni fyrir forgöngu klúbbsins. Friðrik Ásmundsson næiir merki í Óskar J. Sigurðsson, vitavörð í Stórhöfða, heiðursfélaga Rótarýkiúbbs Vestmannaeyja starfsárið 1993 - 1994. Rótarýfélagar vinna að gerð á undirstöðum undir útsýnisskífu sem rís á Stórhöfða í vor. Ólafur Ólafsson, núverandi forseti klúbbsins, nælir merki Rótarý í barm Hcru Óskar Einarsdóttur, scm gekk í klúbbinn fyrir skömmu ásamt Hönnu Maríu Siggeirsdóttur. Eru þær fyrstu konurnar sem ganga í klúbbinn. Stofnun Rótarýklúbbs Vestmannaeyja og aðdragandi Baldur Johnsen, héraðslæknir í Eyjum 1951 - 1960, hóf undirbúning að stofnun Rótarýklúbbs Vest- mannaeyja árið 1953. Hann var áður í Rótarýklúbbi Isafjarðar. Jafnframt er þess að geta að Þorvaldur Ámason í Hafnarfirði, umdæmisstjóri 1954 - 1955, fékk augastað á Eyjum fyrir nýtt landnám hreyfingarinnar. Þá er Baldur hafði undirbúió málið sem honum líkaði, kom Þorvaldur til Eyja. Undirbúningsfundur var svo haldinn 24. maí 1955 í Akóges- húsinu. Á fundinn komu 14 menn sem boðaðir höfðu verið og vissu fæstir hvað Rótraý var. Þorvaldur bætti úr þeirri vanþekkingu, flutti ýtarlegt erindi um sögu og þróun hreyfingarinnar. Kosin var þriggja manna undirbún- ingsnefnd, Baldur Johnsen, Guð- laugur Gíslason og Páll Þorbjömsson. Rætt hafði verið við 32 menn um þátttöku í stofnun rótarýklúbbs. Stofnfundur var haldinn í Samkomuhúsinu 26. maí 1955. 27 manns á fundi og gerðust stofnfélag- ar. I stjóm voru kosnir: Baldur Johnsen forseti, Magnús Bergsson varaforseti, Jón Eiríksson ritari, Baldur Ólafsson gjaldkeri og Páll Þorbjömsson stallari. Ekki varð þess vart, að þessi félagsstofnun hafi vakið athygli í bænum. Félagar hafa aldrei barið bumbur til kynningar. Rótarýklúbbur Vestmannaeyja verður því 40 ára 26. maí í ár.” Þannig segir Haraldur Guðnason frá stofnun Rótarýklúbbs Vestmanna- eyja sem verður 40 ára á þessu ári en Rótarýhreyfingin er 90 ára í dag. Ágrip af sögu klúbbsins Þó ekki hafi borið mikið á Rótarýklúbbnum í bæjarlífinu hefur hann beitt sér fyrir ýmsum málefnum, líknar- og menningarmálum. Strax á fyrsta starfsári sá klúbburinn um að útvega fötluðum manni bíl og fékk hann bílinn afhentan á fundi 16. ágúst 1956. Árið 1967 stofnaði klúbburinn Minningarsjóö um Oddgeir Kristjánsson, tónskáld og var það gert aó fmmkvæði Jóhanns Pálssonar. Oddgeir var klúbbfélagi frá 1956 til dauðadags, 1966. Á næstu árum gáfu íþróttafélögin og fleiri samtals 50 þúsund krónur í sjóðinn. Tilgangur sjóðsins var að styrkja fjárhagslega efnileg ungmenni úr Vest- mannaeyjum til framhaldsnáms í tón- list og tónlistarfræðum. Meðal annars vegna gossins 1973 kom ekki til þess að veittir væru styrkir úr sjóðnum en árið 1975 kom Bragi Ólafsson með tillögu um að reist yrði minnismerki um Oddgeir og. var hún samþykkt. Með þátttöku fleiri aðila var minnis- merkið reist á Stakkagerðistúni, er táknrænt útisvið, vígt í júní 1982. Klúbburinn, með Stefán Ámason yfirlögregluþjónn í fararbroddi, átti hlut að því að hafist var handa um fomleifarannsóknir í Herjólfsdal sem Margrét Hermannsdóttir, fom- leifafræðingur, stjómaði á árunum 1971 til 1981. Klúbburinn safnaði einnig hluta af peningum sem fóru í að kaupa uppstoppaðan geirfugl. Árið 1958 gaf klúbburinn iít fræðslurit um Vestmannaeyjar á ensku. Baldur Johnsen samdi ritið en bærinn styrkti útgáfuna. Var því dreift erlendis, m.a. til 50 fiskibæja í Noregi. Af öðrum verkefnum sem klúbb- urinn hefur staðið fyrir má nefna að hann lét smíða farandbikar handa íþróttamanni ársins í Eyjum. Nefnd klúbbfélaga valdi kappann í samráði við íþróttafélögin. I nóvember 1983 var þessu hætt þar sem aðrir höfðu tekið að sér þetta verkefni. Einnig hefur klúbburinn, ásamt öðrum þjónustuklúbbum, keypt rannsóknatæki handa Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, ljósritunarvél handa Safnahúsi Vestmannaeyja, hlífðar- plötur á gólf Iþróttamiðstöðvarinnar, myndlykil l'yrir Hraunbúðiro.m.fl. Þá hefur klúbburinn gefið jólatré á sam- býli fatlaðra nokkur undanfarin ár, styrkt meðferóarheimilið Búhamri 17 og í tvígang unnið að landgræðslu- verkefnum á Haugasvæðinu. Stýri- mannaskólinn og Tónlistarskólinn hafa notið góðs af starfsemi skólans. Veitir klúbburinn verðlaun fyrir bestan árangur í íslensku í Stýri- mannaskólanum og fyrir besta á- stundun í Tónlistarskólanum. Heimaeyjargosið varð klúbbnum þungt í skauti. Fyrir gos voru félagar 38 en tíu þeirra sneru ekki aftur. Haldnir voru fimm fundir í Reykjavík en fyrsti fundurinn í Eyjum var haldinn 31. janúar 1974. Þennan tíma var starfið í hálfgerðum molum en um mitt ár 1974 var það aftur komið í fullan gang. Ymsir innlendir klúbbar hafa heimsótt Rótarýklúbb Vestmanna- eyja og félagamir hafa gert talsvert af því að heimsækja aðra klúbba. Klúbbfélagar hafa þegið boð erlendis frá og þeir hafa einnig tekið á móti Rótarýmönnum frá öðrum löndum, sent út námsfólk og tekið á móti námsfólki erlendis frá. Er öflugt skiptinemakerfi starfrækt innan Rótarýhreyfingarinnar og em flestir skiptinemamir, sem til landsins koma, sendir til Eyja til að kynnast hinni fögm náttúm hér. Rótarýklúbbur Vestmannaeyja hefur átt einn umdæmisstjóra, Harald Guðnason, sem var það árin 1964 til 1965. Það fylgir starfi umdæmisstjóra að halda umdæmisþing og var 18. umdæmisþingið haldið í Vest- mannaeyjum 5. til 7. júní 1965. Um 90 manns vom skráðir til þing- haldsins sem var um hvítasunnuhelgi. Esja, skip Ríkisskipa, var leigð til að flytja gesti til og frá Eyjum en þingið var haldið í Gagnfræðaskólanum. Fulltrúi forseta Rotary Intemational, Conrad Vogt-Svendson frá Noregi, mælti m.a. svo í ávarpi sínu: „Hvaða umdæmisstjóri er það sem getur haldið umdæmisþing sitt í næsta nágrenni við nýtt land með eldfjalli,” og átti þá við Surtsey. Hvað hefði hann sagt átta ámm síðar? Að lokum má geta þess aö tveir félagar í klúbbnum, Haraldur Guðnason og Valtýr Snæbjömsson, hafa fengið Paul Harris-orðuna sem er æðsta vióurkenning Alþjóðasam- taka Rotary. Heimildir: Ur bókinni, Rótarýhreyfingin á Islandi 50 ára, Rótarýkúbbur Vestmannaeyja eftir Harald Guðnasson. Hvað er Rótarý? Rótarý er hreyfing manna úr við- skiptalífi og atvinnulífi. Rótarýhreyf- ingin er alþjóðafélagsskapur sem er starfandi í um 184 þjóðlöndum og í öllum heimsálfum. Félagar em á aðra milljón. Þessi alþjóðlegu samtök standa fyrir mannúðarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfs- greinum og hvetja til góðvildar og friðar í heiminum. Til marks um það er opinbert kjörorð alþjóða- hreyfingarinnar þetta: „Þjónusta ofar eigin hag” (Service Above SelO- Rótarý hófst í Chicago í Illinois, Bandaríkjunum 23. febrúar 1905. Stofnandinn var Paul P. Harris, lög- maður. Þann dag hittust Paul og þrír vinir hans - Silvester Schiele, kolakaupmaður; Gustavus E. Loehr, námaverkfræðingur; og Hiram E. Shorey, fatakaupmaður. Upphaflega hafði Paul í huga að fremja bræðralag með viðskiptafélögum. Fljótlega varð úr þessu hugsjón um þjónustu við aðra. Mennimir hittust til skiptis (in rotation) í fyrirtækjum sínum og þaðan er nafnið runnið. Til þess að klúbburinn endurspeglaði viðskiptalíf og atvinnustarfsemi í samfélaginu var einungis tekinn í hann einn úr hverri viðskiptagrein eða starfsgrein. Þetta var upphafið af flokkunarkerfi klúbb- anna. Byrjunin aó Rótarý- hreyf- ingunni var smá í sniðun en áran- gurinn, eins og fram hefur komið, orðinn alþjóðlegur. Hver Rótarýklúbbur er samtök leiðandi manna í viðskipta- og at- vinnulíft ákveðins sveitarfélags (borgar, bæjar) eða hverfis. Tilgangur þeirra er bræðralag og þjónusta og fyrir þeim eru forseti og stjóm. Klúbbfélagar em fólk með trausta skapgerð og góðan orðstír. Félagar verða aó starfa eða eiga heima í sama sveitarfélagi og klúbburinn er skráður. I svokölluðu Rótarýumdæmi tengjast klúbbamir í samræmi við stjómskipulag alþjóðahreyfingar- innar. Þar er í forystu umdæmisstjóri embættismaður alþjóðahreyfingar- innar, sem hefur það hlutverk að liðsinna klúbbunum. Umdæmis- stjórar em tilnefndir í hverju umdæmi fyrir sig og kosnir til eins árs í senn á Állsherjarþinginu. Umdæmisstjóri íslenska rótarýumdæmisins 1994-95 er Olafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Isafirói. Alþjóðahreyfmgin (Rotary Inter- national) er samtök allra Rótarý- klúbba um víða veröld. í stjóm hreyfingarinnar em forseti hennar og verðandi forseti og 16 aðrir félagar víðs vegar að úr heiminum. Skrifstofa hreyfingarinnar hefur aðalstöðvar í Evanston í Illinois, en það er úthverfi Chicago-borgar. Þar starfar fólk af margs konar þjóðemi og undir forystu aðalritarans (General Secretary). Utibú skrifstofunnar em í Sydney, Sao Paulo, Delí, Tókíó, Ztirich, Buenos Aires, Seoul og Manila. Fundir í hverjum Rótarýklúbbi em í hverri viku og er mætingaskylda hjá Rótarýfélögum. Það em bæði réttindi og skylda hvers Rótarýfélaga að leggja fram tillögur um nýja félaga. Til að halda uppi merki þjónustu- hugsjónarinnar eiga Rótarýmenn að taka virkan þátt í starfi þeirra nefnda sem forseti skipar þá til. Núverandi forseti Ólafur Ólafsson, tók við af Friðrik Ásmundssyni, en auk hans eru í stjóm, Jón Pétursson stallari, Hlynur Gunnarsson ritari, Óskar Óskarsson gjaldkeri, Friðrik varaforseti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.