Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 11
Skemmtistaðirnir í Vestmannaeyjum: „Kolruglaður bransi" 'Skemmtistaðabransinn í Eyjum hefur gengið í geghtfm miklar hremmingar á undanförnum árum. Eigendur hafa komið og farið, staðirnir eru of margir og vonlaust fyrir þá alla að lifa á brennivínssölu til þeirra 400-500 manna sem heimsækja öldurhúsin í leitað upplyftingu um helgar. FRÉTTIR tóku púlsinn á þeim aðilum sem eru í skemmtistaðabransanum í Eyjum í dag. Þórður Norðfjörð kokkur leiglr rekstur Calypso sem er einn fimm skcmmtistaða í bænum. Þegar aðeins er litió nokkur ár aftur í tímann hafa breytingamar verió ótrúlegar. Fyrir rúmum áratug voru Skansinn og Hallarlundur upp á sitt besta og samkeppnin höró. Skansinn hafói betur en haföi blætt þaö mikió út aö staðurinn átti sér ekki viðreisnar von eftir þann slag. Einnig kom tii sögunnar skemmtistaðurinn Vina- minni í Kiwanishúsinu 1987 en sá staður varö ekki langlífur. Viö rckstri Skansins og Gestgjafans tóku nýir rekstraraöilar og nöfnunum breytt í Höfóinn og Við félagamir. I nokkur misseri sátu þeir einir aö markaönum. En vorið 1993 varð sprenging í skemmtistaðabransanum því til sögunnar komu þrír nýir skenimti- staðir með skömmu millibili. og allt pöbbar. Þetta voru Skútinn, endur- reistur eftir eldsvoða, Muninn sem opnaði á nýjum stað að Bámstíg 1 og Mánabar. Nú voru staðimir orðnir fimm og einfaldlega allt of margir. Nokkrum mánuðum síðar gáfust leigjendur Höfðans og Okkar féla- ganna upp og eigendur húsnæðisins neyddust til að hella sér í skemmti- staðabransann. Þeir létu Höfóann halda sínu nafni en Við félagamir fengu nafnið HB Pöbb. Það varð aðeins upphafið að þrengingunum á markaðnum. Eigendur Munins leigðu Þórði Norðfjörð staðinn sem nú gengur undir nafninu Calypso. Þá var Skútinn sleginn Sparisjóðnum og reksturinn leigður Fógetanum úr Reykjavík. Tveir skemmtistaðir eru því í leigu um þcssar mundir. Eftir eigendaskipti, breyttar kenni- tölur, leigur og aðrar sviptingar á markaðnum, eru flestir á því að skemmtistaðirnir hafi ekki enn gengið í gegnum allan hreinsunareldinn. Skemmtistaðimir era einfaldlega of margir, skemnttanafíklar of fáir, vín- sala er ntun minni en fyrir nokkrunt árum og þar að auki hefur útleiga frjálsra félagasamtaka á salarkynnum sínum töluvert að segja fyrir stóru skemmtistaðina. Og það er dýrt aó reka skemmtistað í dag. Sem dæmi kostar árs skemmtanaleyfi um 160 þúsund kr. Starfsmannahald er kostn- aðarsamt en þaó er opinbert leyndarmál að flest starfsfólk þiggur svart kaup fyrir vinnu sína í þessum geira. Annars fengist ekki starfsfólk í slíka aukavinnu. Alagning á víni er ntjög ntisjöfn en yfirleitt um 120-150 prósent og út úr hverri flösku af sterku víni er reynt að fá tvöfalt andvirði hennar. A álagningunni lifa flestir skemmtistaðimir og á meðan hver gestur drekkur eitt til tvö glös á bamum, er ekki nema von að skemmtistaðaeigendur beri sig illa. „Ekki hægt að treysta á nokkurn skapaðan hlut“ Rafn Pálsson, hótel- og skemmt- anastjóri Höfðans, HB Pöbb og Bræðraborgar, tók vió rekstri skemmtistaðanna fyrir rúmu ári síóan. Hann var eiginlega neyddur til þess því þeim aðilum sem voru meó HB Pöbb og Höfðann á leigu tókst ekki að halda úti rekstrinum. Hvemig kemur þessi bransi honum fyrir sjónir eftir árs starf? „Hann er alveg kolruglaður. Það er bara eitt orð yftr það. Það er ekki hægt að treysta á nokkum skapaðan hlut. Það er alveg sama hversu góð númer boðið er upp á. Eina helgina er allt troðfullt cn þá næstu hálftómt. Eins og um síðustu helgi vorum við með Bong. Það mættu um eitt hundrað manns samtals bæði föstudags- og laugardagskvöld. Bong kom síðast í BRENNIDEPLI fyrir tveimur mánuðum og vakti mikla athygli. En svo hrynur aðsóknin núna. Það er erfitt að finna ástæður fyrir þessu, nema helst að mikið hafi verið að gera í loðnunni.” Rafn segir að það hafi verið metn- aður hans aö bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval af skemmtikröftum og reyna að höfða til sem flestra, allt frá Eymönnum og upp í Tweety. Hann hafi stýrt þessu eins og hann hafi talið hagkvæmast og t.d. aldrei verið með opið á báðum stöðum í einu, þ.e. HB Pöbb og Höfðanum. „Þá erunt við bara í samkeppni við sjálfa okkur. Það er miklu betra að geta stjómað þessu. Það er vonlaust að vera með allt fullt öðrum megin en nokkrar hræður á hinum staðnum. Það er of dýrt að gera það.” Það var opinbert leyndarmál í skemmtanabransanum hér á árum áður, og má rekja til þess þegar samkeppni Skansins og Mylluhóls/- Hallarlunds var hvað hörðust, að hljómsveitir ofan af landi mökuðu krókinn með heimsókn til Eyja. Að skreppa til Eyja eina helgi var eins og að fá góðan lottóvinning því skemmtistaðimir borguðu fast verð, alveg sama hvort aðsóknin var góö eða léleg. Rafn segir að þegar hann byrjaði hafi hann heyrt tölur frá 32 upp í 380 þúsund sem hljómsveitir fengu fyrir að koma til Eyja og spila. Að spila upp á prósentur af aðgangseyri máttu stórhljómsveitimar ekki heyra á minnst. „Eg fór strax í að breyta þessu. Þetta gekk einfaldlega ekki upp. Hjá okkur leika hljómsveitir aóeins upp á prósentur í dag og fá þá yfirleitt 40-60 prósent af aðgangseyri. Eg sé ekkert eftir því að hljómsveitimar fái betur út úr þessu ef vel gengur. Og ef aðsóknin er léleg að þeir fái minna. Þá tapa báðir aðilar í stað þess að hljómsveitin fékk alltaf sitt. Það var alltaf veitingaaðilinn sem sat uppi með áhættuna. Þetta var svona víðast hvar á landsbyggðinni en kannski einna verst hér. En ég hef verið í sambandi við góða aðila úti á landsbyggðinni vegna þessa. Við höfum verið að bera saman bækur okkar og samræma aðgerðir og nánast allir eru komnir með prósentu.” • Rafn segir að allir aðilar, með heil- brigða skynsemi, sjái að skemmti- og veitingastaðimir í Eyjum séu of margir. Skemmtistaðimir era fimm að berjast um 350-500 hræður sem fara að meðaltali út á lífió um hverja helgi. Það gefi auga leið að fimm staðir lifa ekki á því. Allir staðimir, nema þá Höfðinn þegar hann er opinn, treysti á vínsölu og segir Rafn að meóaltalið í vínsölunni sé aðeins um eitt glas á mann í dag. Þetta hafi minnkað mikið á undanfömum áram og fólk fái sér frekaf í staupinu heima og komi því seinna út á lífið um helgar. Aðspurður hvort útleiga frjálsra félagasamtaka á sölum sínum til skemmtanahalds, komi ekki niður á skemmti- og veitingastöóum sem era í rekstri alla daga og allan ársins hring, ypptir Rafn öxlum í hálfgerðum upp- gjafartón og segir lítið hægt að gera við því. Reyndar sé sýslumaður að gera gangskör í því að taka á tímabundnum vínveitingaleyfum og það sé af hinu góða. En hvemig gengur að reka hótel, matsölu- og skemmtistað í Eyjum? „Það má segja að þetta bakkar hvert annað upp. Rekstur hótelsins er aðal- lega yfir sumartímann en við reynum þá að gera meira fyrir skemmtistaðina á vetuma. Eg segi það fyrir mitt leyti, miðað við það að vera með cldhúsið í rúmt ár, að ég myndi ekki vilja standa í því að reka veitingastað í Vest- mannaeyjum án þess að hafa hótel. Ég hefði aldrei trúað því þegar ég tók nauðbeygður við rekstri HB Pöbb og Höfðans að þessi bransi gæti verið svona klikkaður. Það er ekki treyst- andi á nokkum skapaðan hlut,” vora lokaorð Rafns. „Of margir skemmti- staðir“ Vignir Guðmundsson þjónn, sér um rekstur Lundans sem áður hét Skútinn. Sparisjóður Vestmannaeyja eignaðist húsnæðið á uppboði í lok síðasta árs en hefur Ieigt reksturinn Fógetanum í Reykjavík, þrátt fyrir að aðilar innanbæjar hefðu boðið í rekst- urinn. í samtali við FRÉTTIR sagði Vignir að reksturinn hefði verið erfiður það sem af er árinu. En síðasta helgi hefði verið góð og vonandi færi vegur skemmtanabransans vaxandi með hækkandi sól og batnandi atvinnulífi. „Aðsóknin frá því Lundinn opinaði hefur verið þolanleg mióað við árstíma. En málið er að skemmti- staðimir eru allt of margir, þeir era fimm að lokka til sín 400-500 manns um hverja helgi. Það er alveg á mörkunum að hægt sé að draga fram lífió á þessu og byggist fyrst og fremst á því að halda öllum kostnaði í algjöra lágmarki.” Eftir að pöbbamenningin hélt innreið sína í Eyjuni fyrir nokkrum misserum síðan, hefur skapast sú hefð aó enginn aðgangseyrir er að pöbb- unum. Vignir segir að af þeim sökum gangi engan veginn að bjóða upp á stór bönd. Aðsókn sé einfaldlega engin sé rukkað inn. Það hafi rnarg- sannað sig. Aðeins sé hægt að bjóða upp á trúbadora og þeir eru á föstu kaupi. „Það er allt öðruvísi kostnaður ef við fáum hljómsveitir. Skemmti- staðurinn borgar feróir, uppihald og gistingu. Þetta er fljótt að komá ef það eru 4 til 5 í hljómsveit. Þá bætast við tugir þúsunda í aukakostnað, fyrir utan launaliði,” segir Vignir. Um frjáls félagasamtök og útlcigu þeirra á salarkynnum og jafnvel vín- veitingaleyfi, segir Vignir að það sé allt í lagi að félagsskapurinn sem á salarkynnin, nýti þau sem slík. En þegar verið sé að leigja salinn út til annarra hópa, sé verið að ryðjast inn á starfsemi veitinga- og skemmtistaða í Eyjum. „Það era í gangi um hverja einustu helgi 2 til 3 einkasamkvæmi í leiguhúsnæði út í bæ. Þetta hefur tölu- vert að segja fyrir okkur sem eram að reyna að lifa á þessu.” Vignir segist hafa ofan í sig og á eins og komió er en hann hafi mikið fyrir þessu. Hann vinnur einn fimmtu- dags- og sunnudagskvöld og starfs- mannahald er í algjöra lágmarki föstu- dags- og laugardagskvöld. „Það er ekki hægt að treysta á neitt í þessu. Þetta hefur verið frekar rólegt hjá mér en svo er allt fullt eins og um síðustu helgi. Og ég skil ekkert af hverju það var. Vonandi veröur það þannig áfram en þetta er bransinn í hnotskum,” sagði Vignir. „Fer eftir því hvað menn skulda“ Jón Olafur Daníelsson rekur lang minnstu rekstrareininguna af pöbb- unum, Mánabar. Hann leigirhúsnæðið af Hertoganum og ber sig mjög vel. Svo virðist sem lítil eining eins og Mánabar sé sú eina sem gangi vel í þessum bransa í dag. „Hvemig þetta gengur fer aðallega eftir því hvaó menn skulda. Ef menn skulda mikið er ekki hægt að komast út úr því. Svo eru staóimir- hér of margir,” segir Jón Oli. Hann segir sinn staö það hæfilega stóran, eða lítinn, að yfirleitt er hann einn í vinnu og því er enginn launa- kostnaður að ráði og yfirbygginginn engin. „Þetta er tiltölulega einfalt og heimilislegt og algjör aukavinna hjá mér og ég á þetta skuldlaust. Einnig hef ég safnað traustum og góðunt kúnnum og þeir fá góðan afslátt hjá mér. Þetta gengur vel svona og fyrir vikió get ég leyft mér að vera eins ódýr og raun ber vitni. Sem dæmi er ég langódýrastur í Irish, sem ég sel mest af. “ Aðspurður um samkeppni frjálsra félagasamtaka segist Jón Oli ekkert finna fyrir því sjálfur. Hins vegar hafi það án efa áhrif á stóra skemmti- staóina. Ekki náðist í Þórð Norðfjörð á Calypso þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þess má geta að í næstu viku verður birt verðkönnun sem FRÉTTIR hafa gert á börum bæjarins. ÞOGU Veski Sveins Valdimarssonar hvarf með dularfullum hætti. Óskemmtileg lífsreynsla í sólarlandaferð: • • Ollum pening- unum var stolið - af Sveini Valdimarssyni þegar hann var aó skrá sig inn á hótelió. Þann 12. janúar sl. varð Sveinn Valdimarsson fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu á Kanarí, að öllum peningum sem hann hafði meðferðis, var stolið þar sem hann var að skrá sig inn á hótclið. Hafði hann lagt peningaveskið frá sér á borðið í móttökunni og meðan athyglin beindist að krökkum sem voru að leika sér hvarf veskið með öllu sem í því var, um 300 þúsund pesetum. „Við voram aó tékka okkur inn á hótelið Luna Golf á Marpalomaströndinni á Kanaríeyjum og lagði ég veskið frá mér á borðið. Islendingur stóð öðram megin við mig og fararstjórinn hinu megin. Augnablik beindist athyglin að krökkum sem vora að kasta á milli sín bolta í móttökunni og þegar ég leit við aftur var veskið horfið með öllu sem í því var, um 300 þúsund pesetum í reiðufé og sá ég það ekki meira,” sagði Sveinn og hefur hann enga skýringu á því hvemig veskið hvarf eöa hver tók það. „Ég fæ veskið aldrei til baka eða peningana og vil ég eindregið vara fólk við því að hafa mikla peninga með sér í svona ferðir. Það á ekki að hafa Lreiðufé nema 20 til 30 þúsund peseta, í mesta lagi því þama er mikill þjófafaraldur,” sagði Sveinn sem þama sá á eftir öllum sínum farareyri en sem betur fer hafði hann með sér kreditkort þannig að hann var ekki á flæðiskeri staddur. „í þær þrjár vikur sem við vorum úti heyrðum við á hverjum degi um-fólk sem varð fyrir barðinu á þjófunum og virtist aldrei of varlega farið. Ég vil því hvetja alla sem fara út að gæta sín vel því þetta virðist vera vaxandi vandamál,” sagði Sveinn að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.