Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagurinn 23. febrúar 1995 / / Utgerö Jóns Olafssonar á Hólmi og afkomenda hans frá 1916 til þessa dags: Lét smíða Qfeig III, fyrsta stálbát Islendinga -Kom hann til hafnar í Eyjum þann 17. febrúar 1955 eóa fyrir 40 árum síðan. Útgerð Ófeiganna, eins og þeir eru kallaðir í daglcgu tali í Eyjum, á sér langa sögu sem má rckja allt til ársins 1916. Saga útgerðarinnar er um margt athyglisverð, ekki síst fyrir það að hún lét smíða fyrsta stálbátinn sem smíðaður var fyrir Islendinga og var hann um leið fyrsti stálbáturinn í Eyjatlotanum. I>arna var kominn Ófeigur III sem kom til hcimahafnar þann 17. febrúar 1955 eða fyrir 40 árum. Atti hann eftir að reynast hið mcsta afla- og happaskip. Þá var útgerðin í eigu Þorsteins Sigurðssonar frá Klátindi og Ólafs Sigurðssonar frá Skuld. Árið 1988 tók Friðrik Ásmunds- son, skólastjóri Stýrimanna- skólans, saman sögu útgerðar Jóns Ólafssonar á Hólmi og afkomcnda hans í Vestmannaeyjum frá árinu 1916 ársloka 1988. „Engin útgerð, sem nú er rekin hér í Vestmannaeyjum hefur verið svo lengi i sömu ætt. Enn cr haldið áfram, nú er í smíðum glæsilegt skip í Svíþjóð, 160 til 170 rúmlestir með 995 Álphavél. Það er væntan- legt um mitt ár 1988,” segir Friðrik um útgerðina þetta ár. Síðan cr búið að sclja einn bát, Ófeig II og nýi báturinn, sem hann nefnir, Ófeigur VE er kominn til landsins og hefur reynst mjög vel. I>orsteinn Sigurðsson á Blátindi, tengdasonur Jóns á Hólmi og Ólafur Sigurðsson, skipstjóri frá Skuid, höfðu tekið við útgerðinni árið 1955 þegar Ófeigur III var smíðaður og um þcnnan kafla í sögu útgerðarinnar segir Friðrik: -I>ortseinn og Ólafur létu smíða þennan bát í Hollandi. Hann var fyrsti stálfiskibátur sem íslending- ar cignuðust. Hann var 66 rúmlestir með 220 hcstafla Grenaa-vél. Koma hans vakti mikla athygli. Hann var vel heppn- aður og var mikið happa- og aflaskip. Nú gerðu þeir félagar út tvo Ófeigur III VE 325, fyrsta stálfiskiskip sem smíðað var fyrir íslendinga, kemur til hafnar í Vestmannaeyjum 17. febrúar 1955. Báturinn var smíðaður í Hollandi og var 66 brúttólestir. báta til ársloka 1958. Árni Hanncsson vélastjóri hjá Ólafi tók við gamla bátnum. Þessi Ófeigur var hér fyrst á vetrarvertíð 1955 og var Ólafur skipstjóri til ársloka 1959 er nýr Ófeigur, Ófeigur II VE 324 kom nýsmíðaður frá A-Þýskalandi. I>á gerðu þeir aftur út tvo báta cftir stutt hlé. Grétar Skaftason, sem var stýri- maður á Ófeigi III frá upphafl, varð skipsstjóri á honum 25. nóvember 1959 til 5. maí 1962. Sigurbjörn Sigurfinnsson varð þá skipstjóri til 19. maí 1966. Örn Friðgcirsson tók hann til 10. maí 1974. Ólafur Sigurðsson var með hann í nokkra daga, 16. maí til 7. júní 1967. Stefán Friðriksson var skipstjóri 31. október 1974 til 13. maí 1976. Örn Friðgeirsson aftur 4. júní 1976 til 15. ágúst 1978. Lýður Ægisson tckur hann 21. febrúar Áhöfn og eigendur Ófeigs III: Grétar Skaftason, Þorsteinn Sigurðsson, Gunnar Haraldsson, danskur vélstjóri sem setti vélina niður, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Sigurðsson , skipstjóri og Jón, togararskipstjóri úr Rcykjavík sem sigldi bátnum upp með Ólafi. ' I>að var glatt á hjalla á verkfallsskrifstofu Kcnnarafélags Vest- mannaeyja á þriðjudaginn. Var tíminn m.a. nýttur til þess að grípa í prjóna. Engin verkfallsbrot FRETTIR litu við á verkfallsskrifstofu Kennarafélags Vest- mannaeyja á þriðjudaginn. Þá var þriðji dagur í verkfalli og aó sögn Gísla Magnússonar, formanns félagsins, hafði ekki komið til verk- fallsbrota í Vestmannaeyjum. Nánast öll kennsla liggur niðri og nær verkfallið ti.l tæplega 1200 nemenda og um 70 kennara. Eina starfsemin sem fram fer í skólunum er að skólaathvarf og skóladagheimili eru opin. Auk þess kenna stundakennarar, en það er hverfandi lítið þannig að segja má að allt skólastarf sé lamaó. Ófeigur III á síldveiðum. 1979 og er með hann til miðs september 1983, þegar útgerðin keypti Árna í Görðum og tók Lýður við honum. Yngvi Skarphéðinsson varð skipstjóri á Ófeigi III á eftir Lýð eða frá upphafi árs 1984 til ársloka 1986. Guðmann Magnússon tók hann þá til loka árs 1987. í upphafi árs 1988 varð Ægir Örn Ármannsson skipstjóri, þar til báturinn stran- daði á Hafnarnesi við I>orlákshöfn 19. febrúar þar ár. Þar ónýttist hann er áhöfnin bjargaðist í þyrlu Landhclgisgæslunnar. Ófeigur III var gerður út fyrstu árin á línu og net á vctrarvertíðum og síld norðan- og austanlands á sumrin. Seinni árin var hann cingöngu á netum á veturna og trolli á sumrin. Árið 1987 var hann fyrst eingöngu á trolli. Ófeigur III var lengdur á Akranesi 1965, varð hann þá 86 rúmlestir. Ný Caterpillar-vél var sett í hann um leið. Nýtt stýrishús var byggt á hann sumarið 1973 og aftur var sett ný Caterpillar-vél í hann árið 1977. Þannig rekur Friðrik sögu þcssa merkilega báts og koma margir skipstjórar við sögu. Útgerð Ófeiganna er enn við lýði og er hún í höndum Viktors Hclgasonar, tengdasonar I>orstcins á Blátindi, þannig að ennþá er hún innan sömu ættarinnar. Gerir hún út Ófeig VE sem hefur reynst mikið aflaskip undir skipstjórn Guðmanns Magnússonar. Hreiðar Örn Stefánsson, æsku- lýðsfulltrúi Landakirkju, mátti sjá á cftir hárinu á sunnudagskvöldið og gengur hann um með pottlok til að skýla skallanum. Hreiðar, sem cinnig starfar með KFUM og K, hafði heitið krökk- unum þar að láta hárið fara ef þau næðu að safna ákveðinni pen- ingaupphæð fyrir poppmessu sem var í Landakirkju á sunnu- dagskvöldið. „Krakkarnir eru að safna fyrir ferð til Danmerkur í sumar og lét ég þá plata mig til þess að krúnuraka mig ef þcir næðu ákveðnu marki fyrir popp- mcssuna scm var á sunnudaginn. Þeim tókst að ná tilscttu rnarki, safna 50 þúsund krónum, og því varð hárið að fara. Viktor rakari framdi raksturinn og nú má spcgla sig í skallanum á mér.” Gjafir og annað til Hraunbúða 1994 N.N. gaf 5000 krónur, ágóði af hlutaveltu Jónínu Kr. Þorvalds- dóttur, Sólveigar Jónsdóttur, Emu Óskar Grímsdóttur og Elfu B. Hjálmarsdóttur kr. 440, Sævar Þ. Jóhannesson sendi bókasafni Hraunbúða bókagjöf í minningu foreldra sinna, þeirra Jóhannesar J. Albertssonar og Mörtu Péturs- dóttur, ágóði af hlutaveltu Berglindar Jóhannesdóttur 8 ára og Guðrúnar Lenu Eyjólfsdóttur 7 kr. 620, í maí buðu verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum heimilisfólkinu í kaffi, Eyjakjör við Hólagötu færði heimilisfólki og starfsmönnum konfekt, ágóði af hlutaveltu Lárusar Georgssonar og Ólafs M. Jónssonar kr. 980, ágóði af hlu- taveltu Ástu Jónu Jónsdóttur og Ingu S. Amadóttur kr. 1360, ágóði af hlutaveltu Svölu Jónsdóttur, Andreu Gísladóttur og Karenar Aspar Birgisdóttur kr. 1380, Kvenfélagið Heimaey gaf þrjú sjúkrarúm ásamt fylgihlutum, Starfsmannafélag Hraunbúða og aðstandendur heimilisfólks gáfu andvirði kaffisölu til kaupa á tveimur sjúkrarúmum, ágóði af hlutaveltu Kristínar Stefánsdóttur, Önnu Kristínar Magnúsdóttur og Berglindar Jónsdóttur kr. 1200, Shell gaf tíu spilastokka, Bamakór Hamarsskóla kom og söng fyrir heimilisfólk og starfsmenn, Kvenfélagið Líkn gaf aðventu- krans, Samkórinn söng, einnig söngfólk frá Betel, Heildverslun H. Sigurmundss. hf. færði heimilis- fólki og starfsfólki konfekt á aðfangadag, einnig komu Kiwanismenn og konur og sungu, með þeim var góður hópur jólasveina sem færðu öllum sæl- gætiskassa, Guðrún Sveinbjöms- dóttir gaf tvær bækur, Mér leggst eitthvað til, Sagan um Sesselju á Sólheimum og einnig, Veistu ef vin þú átt, minningar Aðalheiðar Hólm Spans. Fyrir hönd Hraunbúða með niiklu þakklæti, Lea Oddsdóttir, hjúkrunarforstjóri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.