Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 23.02.1995, Blaðsíða 13
 ; ; ; . g Fimmti jdagurinn 23.febníar I995 ..!t:§Lfil..l!l..lk 1111 JÉmult 13 50 manns á kynningarfundi Þjóðvaka í Eyjum: Ihaldssemiverkalýðshreyfingarinnar -Bóndinn stal senunni frá Jóhönnu Siguróardóttur. Mcirihluti þeirra scm fylgdist meðkynningarfundi I’jóðvaka voru konur. Um 50 manns voru á kynningar- fundi Þjóðvaka í Eyjum í síðustu viku þar scm aðairæðumaður var Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- maður og formaður Þjóðvaka. Reyndar voru um 20 manns í upphafi fundarins cn fundarmönn- um fjölgaði þcgar á leið. Aðallcga var þar um að ræða Snótarkonur scm voru að koma af fundi hjá Snót þar sem samþykkt var heimild til vcrkfallsboðunar. Langflcstir fund- armanna voru konur. Umræður urðu nokkuð fjörlegar en óhætt er að scgja að Jóhanna hafí fallið í skuggann á fundinum fyrir Þorkeli Steinari Ellertssyni bónda. Kynningarfundurinn hófst með stuttum ávörpum áður en formaðurinn og aðalgestur fundarins tók til máls. Hreiðar Hcrmannsson frá Sel- fossi, og fyrrum smiður í Eyjum, lagði áherslu á sjávarútvegsmál í sinni ræðu. Hann vildi fá öll togveiðiskip út fyrir 30 mílumar og einungis leyfa línu- og netaveiðar þar fyrir innan. Hann vildi að allur fiskur væri full- unninn í landi því slíkt skapaði meiri atvinnu og sagði fiskveiðilögsöguna og fiskistofnana vera þjóðareign. Þjóðvaki vildi einnig að allur fiskur færi í gegnum fiskmarkaði hér á landi með fullvinnslu í huga. Þá vildi Hreiðar ekki kannast vió klofning í sjávarútvegsmálum innan flokksins. Ragnheiður Jónasdóttir, verka- kona frá Hvolsvelli, spurði hvort ástandið í þjóðfélaginu væri verka- fólkinu að kenna? Nei, sagði hún, það væri vegna óstjómar stjómvalda. Ragnheiður sagði að Þjóðvaki legði áherslu á mótun heilbrigðrar fjöl- skyldustefnu og vildi breyta þessu þjóðfélagi. Nógur væri auður landsins en honum væri óréttlátlega skipt. Þorsteinn Hjartarson, Brautar- holti Skeiðum, sem mun skipa efsta sæti listans á Suðurlandi, sagði aö kosningamar að þessu sinni myndu snúast um traust. Það skipti miklu máli hvaða einstaklingar veldust til forystu. Hann kont inn á sjávarútvegs- mál og sagði að Þjóðvaki vildi leyfa erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi, að hámarki 20%. Einnig vildi hann að aflaheimildir hagræð- ingasjóðs verði auknar. Hann benti Vestmannaeyingum á hvemig tengja mætti saman fiskveiðar og ferða- þjónustu, t.d. með því að bjóða ferðamönnunt í dagsferðir út á sjó þar sem ferðamenn fengju að taka þátt í veiðitúr. Þorkell Steinar Ellcrtsson, bóndi, tók næstur til máls og flutti tölu í gamni og alvöru, eins og það var orðað. Ohætt er að segja að hann hafí farið á kostum og stolið senunni á fundinum, m.a. frá aðalræðumanni kvöldsins. Hann lýsti því hvers vegna hann, ópólitískur maðurinn, hefði gengið til liðs við Þjóóvaka og hvatti fundarmenn til að gera slíkt hið sama. Frásögn Þorkels af koniu bóndans í sjávarþorpið Vestmannaeyjar var bráöskemmtileg. Hann sagði m.a. frá því að hann heföi farið á bryggjumar þar sem var verið að landa upp. úr loðnubátunum. Eftir að hafa hleypt í sig kjarki, fór Þorkell upp í brú á einum bátnum. Þar hitti hann fyrir m.a. eldri mann meó grásprengt hár og lífsreynsluna í augunum, og unga stúlku, um tvítugt. Þau tóku tal santan og ræddu saman um lífsins gagn og nauðsynjar. Þorkell sagðist hafa bent þeim á að ýmislegt væri að í þjóðfélagi okkar, t.d. að 160 ntanns væm atvinnulausir í Eyjum. En þá svaraði gamli maðurinn að bragði: „Þetta eru ekkert annað en helvítis kommúnistar sem nenna ekki að vinna." Þegar Þorkell sneri sér að stúlkunni, sagði hún að þaó væri til- gangslaust fyrir hann að reyna aö fá sig til liðs við Þjóðvaka því hún væri blá, hefði alla tíð verið blá og yrði ávallt blá í gegn. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- maður og fomiaður Þjóðvaka, kom víða við í ræðu sinni. Hún hóf mál sitt á því aó spyrja hvcrs vegna fólk ætti að treysta henni nú, eftir að hún hefói setið í ríkisstjóm í 7 ár? „Eg gafst upp” sagði Jóhanna. Hún sagðist ekki hafa treyst sér enn eina ferðina að lofa hinu og þessu fyrir kosningar í sínum gamla flokki, en ekki geta staðið vió þaó. Gamla fíokkakerfíð hefði ein- faldlega gefíst upp við að takast á við vandamál þjóðfélagsins í dag og væri hrætt við Þjóðvaka. Hér á landi ríkti stéttaskipting en því vildi Þjóðvaki breyta með nýjum vinnubrögðum. Henni varð tíðrætt um smákóngaveldi sem gerói allt til þess að tryggja sérhagsmuni sína. Jóhanna sagðist vilja ganga á hólnt við þetta kerfi og fá réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar. Hér væri tvöfalt launaketfi sem þyrfti að stokka upp. Þá sagði hún að fjór- flokkamir hefðu ekki þorað að takast á við lífeyrissjóðakerfíð en Þjóðvaki vildi fækka lífeyrissjóóum í landinu. Jóhanna talaði einnig mikið um skattamál. Hún sagöi fyrirtæki búa við skattaparadís og yfirvöld auglýstu landið sem Singapore norðursins fyrir erlenda fjárfesta, að hér væri lág- launasvæði. Þessu vill Þjóðvaki breyta og hætta skattfrelsismörk upp allan launastigann. Einnig vildi flokkurinn setja á stóreignaskatt og fjármagnstekjuskatt en Jóhanna benti á að Island væri eina landið innan OECD sem ekki væri með slíkan skatt. Jóhanna vildi gera auknar kröfur til atvinnulífsins þar sem alltaf væri byrjað og endaó á fólkinu á gólfínu. Framleiðni íslenskra fyrir- tækja væri með því lægsta sem þekktist. Næst kont Jóhanna inn á fjárlög ríkisins. Hún sagöi niðurskurð þar vera handahófskenndan. Heilbrigðis- kerfið væri of dýrt og efla þyrfti félagsmálakcrfið. Þá benti hún á að meðan Itún hefði verið félags- málaráðherra hcfði verið 28% raun- spamaður í kcrfínu. Jóhanna spurði af hverju skuldastaða heimilanna í land- inu væri svona slærn. Það væri ekki húsbréfakerfinu að kenna heldur lágum launum fólks. Þjóðvaki vildi skuldbreytingar hjá fólki sem hefði lent í erfíðleikum, t.d. atvinnumissi eða orðið fyriráfalli. Þá gagnrýndi Jóhanna meirihlutann í Eyjunt harkalega, fyrir að hafa af fólki í Eyjum 15-20 þúsund krónur á mánuði í húsaleigubætur. Þetta væri mikil kjarabót og hefði í för með sér 10% hækkun í ráðstöfunartekjur fyrir hjón og 17% fyrir einstaklinga. Þetta hefói meirihlutinn í Eyjum ekki samþykkt. Einnig gagnrýndi hún sveitarfélögin fyrir aö hafa ekki staðið sig sem skyldi vió framkvæmd félagslega íbúðakerfisins. Til að bregðast við vandanunt í kerfinu vildi Jóhanna lækka fymingu og hafa sveigjanlegri vaxtakjör. Um klofninginn í Þjóðvaka á lands- fundinum, sagði hún að það mál hefði verið blásið upp í fjölmiðlum. Aðeins 4-5 fundamtenn hefðu gengið út þar sem þeir hefðu við ósáttir við ályktun fundarins í sjávarútvegsmálum. Að lokinni framsögu Jóhönnu urðu fjörlegar umræður þar sem Jóhanna var spurð um hin ýmsu mál. Aðallega brunnu á fundarmönnum sjávarút- vegsmál, félagslega íbúðakerfíð og launamál. Jóhanna sagði m.a. um verkalýðshreyfinguna í landinu að hún væri stöðnuð. Hún þyrfti að skoða sig innan frá en þar væri íhajdssemi nokkuð mikil. A kynningarfundinunt vom látnir ganga undirskriftarlistar þar sem stuðningsmönnum Þjóðvaka gafst kostur á að skrá nafn sitt. Tveir stuðn- ingsmenn skráðu sig á listann en fleiri að hugsa málið, að sögn formanns Suðurlandsdeildar Þjóðvaka. ÞOGU Jóhanna í ham í ræðustól. A myndinni eru einnig Hreiðar Hermannsson og formaður Suðurlandsdeildar Þjóðvaka. Þorsteinn Hall- ÉtÉ Alþýðuflokkurinn hcfur ráðið Þorstein Hall- grímsson, kylfing og netagerðarmann, sem kosningastjóra fyrir aiþingiskosningarnar 8. apríl nk. Hann hóf stðrf sl. mánudag og mun Alþýðuflokkurinn opna kosningaskrifstofu á laugardaginn Heiðarvegi 6, við hlið hárgreiðslustofu Gunnhildar. „Ég var bcðinn um aó taka þetta aó mér og sló strax til þrátt fyrir að hafa verió frekar óháður í pólitíkinni hingaö til. Þetta kemur sér vel fyrir mig því ég er aó jafna mig í bakinu. En stefnan er að koma okkar manni, Eyjamanninum Lúðvík Bergvinssyni, inn á þing. Þaó yrði mjög sterkt fyrir kjördæmið og er mjög raunhæft markmið. GcSð kosning í Vestmannaeyjum myndi tryggja það,” sagði Þorsteínn. í framhjáhlaupi Föstudaginn 17/2 fór fram sjöunda og síðasta umferð á Skákþingi Vestmannaeyja. Staðan fyrir síðustu umferð var þannig að Hrafn Amarsson stóó best að vígi með 5Vi vinnig en næst kom Ægir með 5 og Sigurjón með 4 vinninga. Aðrir meó minna og komu ckki til með að blanda sér í toppbaráttuna. Aður en seinasta umferðin hófst höfóu Agúst Omar og Agúst Om teflt skák sem var frestað úr 6. umferð, ásamt Páli Amasyni og Andrési sem áttu líka frestaða skák úr 3 umferð. Ágúst Omar vann sína skák og Páll vann einnig sína skák, en Andrés átti skák- ina unna á tímabili en sást yfir vinninginn. Svo Páll slapp með skrekkinn. En víkjum að 7. umferð. Ágúst Omar tefldi við Ægi og vann Ægir skákina nokkuó léttilega. Greinilegt var aö þreyta sat í Gústa því hann er ekki vanur að gefast upp átakalaust. Sigurjón og Hrafn tefldu hörku skák, sem varð sú skák sem réði úrslitum um toppsætið og birtist hún hér á eftir mönnum til skemmtunar. Sigurjóni tókst að vinna og felldi þar með Hrafn af toppnum. Páll vann Ágúst Öm og Stefán lagði Andrés, sem tefldi með glymjandi rokkmúsík í eyrunum. Urslitin urðu því þau að Ægi tókst að verja titilinn annað árið í röó og er hann því Skákmcistari Vestmannaeyja 1995. Hann tapaði einni skák í mótinu, fyrir Hrafni Amarssyni, en vann hinar. Er hann vel að sigrinum kominn því hann vandaði sig mjög vel í skákunum og flanaði aldrci að neinu. Hrafn hóf mótið með feikna krafti og leit út fyrir að hann myndi vinna léttilega en er líða tók á endasprettinn dalaði úthaldið og því fór scm fór. Sigurjón byrjaði illa en er líða tók á mótið kom gamli styrkurinn fram og hann vann síðustu fjórar skákimar í röð og komst þar með í 3. sætið. Úrslitin urðu því þessi. 1. Ægir 0 Hallgrímsson með 6 vinninga af 7 mögulegum. 2. Hrafn Amarsson með 5 1/2 vinning. 3. Sigurjón Þorkelsson með 5 vinninga. 4. Stefán Gíslason með 4 vinninga. 5. Páll Amason mcð 3 1/2 vinning. 6. AgústÓEinarssonmeð3vinninga 7. Agúst Om Gíslason mcð 1 vinning. 8 Andrés Sigmarsson, en hann hlaut engan vinning í þesssu móti enda við ramman reip að draga og í fyrsta skipti sem hann tckurþátt í svo sterku móti. En koma dagar og koma ráð. Hann átti þó margar góóar skákir og m.a. átti hann unnið á móti Páli og jafntefli var ckki svo fráleitt í nokkrum skákum. En gömlu jaxlarnir voru oft erfiðir og nýttu sér reynslulcysi hanns- í endatafli til aó snúa á hann og losna úr klípunum. Enginn er annars bróðir í leik. Ekki er að efa það að þetta mót hefur orðið honum góður skóli og mættu fíeiri jafnaldrar hans, taka hann sér til fyrirmyndar. Ég læt svo fylgja hér með úrslita skákina milli Hrafns og Sigurjóns en hefði Hafn unnið hana hefði hann orðið meistarinn. Næstkomandi föstudag verður svo febrúarhraðskákmótið haldið kl 20 í Alþýóuhúsinu. Hrafn Arnarsson - Sigurjón Þorkelsson Vestmannaeyjum , 7. umferð 1995 1 ,e2-e4 c7-c6 2.d2-d4d7-d5 3.Rbl- c3 d5xe4 4.Rc3xe4 Bc8-f5 5.Re4-g3 Bf5-g6 6.Rgl-f3 e7-e6 7.h2-h4 h7- h6 8.Rf3-e5 Bg6-h7 9.Bfl-c4 Rg8-f6 10.Ddl-e2 Rf6-d5 H.Bc4-d3 Bh7xd3 !2.De2xd3 Rb8-d7 13.Re5- f3 Bf8-e7 14.a2-a3 Rd5-f6 15.0-0 0-0 16.c2-c4 Rd7-b6 I7.b2-b4a7- a5 !8.Bcl-d2 a5xb4 I9.a3xb4 Dd8-c7 20.c4-c5 Rb6-d5 21.b4-b5 c6xb5 22.Dd3xb5 b7-b6 23.c5-c6 Be7-d6 24.Rg3-e2 Hf8-c8 25.Hal- c I Rf6-e4 26.Bd2-e3 Ha8-a3 27.Be3-d2 Ha3xf3 28.g2xD Re4xd2 29.Hfl-dl Rd2xD+ 30.Kgl-fl Bd6- b4 3I.Rc2-g3 Rd5-c3 32.Db5xb4 Rc3xdl 33.Db4-b3 RD-d2+ og Hvítur gafst upp um lcið enda með koltapað tafl. 0-1 Með Skákkveðju Stebbi Gilla. Vestmannaeyjamcistarinn Ægir Hallgrímsson. Bíll til sölu Buick Skylark árgerð '81 til sölu. Vökvastýri, sjálfskiptur, 6 cyl.ný dekk. Verð aðeins 90 þúsund. Til sýnis og sölu hjá: BÍLVERK- Sími 12782

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.