Skessuhorn


Skessuhorn - 26.09.2007, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.09.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1400 krónur með vsk á mánuði en krónur 1300 sé greitt með greiðslukorti. Elli­ og örorkulíf.þ. greiða kr. 1050. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. ­ 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Alfons Finnsson, Snæfellsnesi 893 4239 Birna G Konráðsdóttir 864­5404 birna@skessuhorn.is Kolbeinn Ó. Proppé 659­0860 kolbeinn@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson augl@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Leiðarinn Meðal þeirra mála sem kynnt voru á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga í síðustu viku var hugmynd um stofnun Markaðsstofu Vesturlands. Tillagan hlaut ekki eiginlega afgreiðslu, enda hugsuð sem fyrsta kynning, en liggur nú á borði nýrrar stjórnar SSV sem vafalaust færir hana nær framkvæmdastigi. Hér í Skessuhorni var hugmynd um Markaðsstofu kynnt fyrr á þessu ári. Síðan hafa menn verið að velta málinu fyrir sér á vettvangi ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og nú síðast Vaxtarsamnings Vesturlands sem stöðugt vex ásmegin enda úr talsverðu fjármagni að moða. Nú hillir þannig undir að brýnu hagsmunamáli fyrir Vesturland verði hrint í framkvæmd. Hugmyndin er að starfsemi Upplýsinga­ og kynningarmiðstöðvar Vesturlands verði breytt í Markaðsstofu Vesturlands og hlutverkið jafnframt fært út. Innan Markaðsstofunnar rúmist þannig allt markaðs­ og kynningarstarf fyrir Vesturland sem landssvæðis, bæði fyrir sveitarfélögin tíu, hagsmunasamtök og atvinnulíf allt. UKV hefur fram til þessa einvörðungu sinnt kynningu á ferðaþjónustu á Vesturlandi en stefnt er að því að Markaðsstofan taki að sér markaðssetningu landshlutans í mun víðara samhengi. UKV hefur frá stofnun verið rekin sem hlutafélag í 70% eigu sveitarfélaga og með afar lítilli beinni þátttöku hagsmunaaðila, þ.e. ferðaþjónustufyrirtækjanna sem þó er unnið fyrir. Slagkraftur í þeirri starfsemi hefur því verið lítill, þrátt fyrir að þar starfi ágætt fólk. Því er eðlilegasti hlutur að UKV verði breytt með þessum hætti og fyrirtæki í ferðaþjónustu sem og öðrum atvinnugreinum komi með myndarlegri hætti að markaðssetningu Vesturlands. Það eru hagsmunir íbúa á Vesturlandi að kynning landshlutans verði eins mikil og markviss og kostur er. Því yrði hlutverk Markaðsstofu mjög fjölþætt og krefjandi og fyrirséð að rekstur slíkrar kynningarmiðstöðvar mun kosta mikið. Ávinningurinn er hinsvegar enn meiri ef vel lukkast. Ég sé fyrir mér að Markaðsstofan hafi aldrei færra starfsmenn en 4­5 og nái þannig að afkasta miklu í útgáfu­ og kynningarstarfi. Verkefnin munu snúast um rekstur gagnagrunna, útgáfu, miðlun, þátttöku á sýningum og kaupstefnum og vel mætti ímynda sér að fyrsta stóra verkefnið væri framkvæmd atvinnuvegasýningar vestlenskra fyrirtækja í Reykjavík, svo dæmi sé tekið. Stofnun og rekstur Markaðsstofu krefst þess að þau fyrirtæki sem vilja að fyrir þau verði unnið, komi að stofnun þess með hlutafjárframlagi. Þannig verði dregið úr eignaraðild þeirra sem ekki hafa beina hagsmuni, eins og sveitarfélaga, og um leið aukið vægi þeirra sem hafa allt sitt undir að landshlutinn sé vel kynntur. Reynsla mín segir mér að þá muni ýmsum bregða í brún sem fram til þessa hafa haldið að sér höndum í eigin kynningarstarfi en nýtt sér óspart vinnu og dugnað annarra sem kynnt hafa landshlutann. Í dag fer markaðssetning á Vesturlandi fram með ýmsum hætti og af ýmsum aðilum. Vafalítið er hún viðamest á vegum Skessuhorns með vikulegu víðlesnu fréttablaði, fjölsóttum fréttavef og með árlegri útgáfu ferðablaðs fyrir Vesturland. Tvímælalaust á síðastnefnda útgáfan heima sem eitt verkefni nýrrar Markaðsstofu, nái hugmyndin á framkvæmdastig. Þá má nefna markaðsstarf sem í dag er unnið af All Senses ferðaþjónustuklasanum, á vegum lítilla svæðisbundinna ferðamálafélaga, einstakra sveitarfélaga og af ótalmörgum öðrum. Öll eiga þau verkefni heima á Markaðsstofu. Ég fagna því að umræða um stofnun Markaðsstofu Vesturlands er loks komin af stað. Til að vel takist til þarf hinsvegar að vanda vel til stefnumörkunar fyrir nýtt félag og ákvarða í upphafi hvaða verkefnum stofan eigi að sinna og hverjum ekki. Mín skoðun er sú að Markaðsstofan eigi frá upphafi að líta á Vesturland sem starfssvæði sitt og þannig verði litið framhjá landfræðilegri skiptingu í Dali, Snæfellsnes, Borgarfjörð og Akranes. Það er heildarávinningur að þessi fjögur svæði hafi fleira sameiginlegt en SSV og Skessuhorn, eins og staðan er í dag. Eins og ég hef oft nefnt áður þá á enginn landshluti fleiri sóknarfæri en einmitt Vesturland. Markaðsstofa Vesturlands mun styðja við að þau sóknarfæri verði nýtt. Magnús Magnússon. Markaðsstofa Vesturlands Gísli S Ein ars son bæj ar stjóri í fylgd barn­ anna. For stöðu mað ur fram­ kvæmda sviðs Borg ar­ byggð ar, Sig urð ur Páll Harð ar son hef ur sagt starfi sínu lausu og hætt ir 1. nóv­ em ber næst kom andi. Páll S. Brynjars son sveit ar stjóri sagði í sam tali við Skessu­ horn að Sig urð ur Páll væri bú inn að ráða sig til ann arra starfa þar sem hann byrj ar 1. nóv­ em ber. Aug lýst verð ur eft ir nýj um for stöðu manni mjög fljót lega. „Þá hef ur Jón Frið­ rik Jóns son sem hef ur ver ið um sjón ar mað ur fast eigna, einnig á kveð ið að láta af störf um hjá sveit ar fé lag inu. Á kveð ið var á síð asta fundi byggða ráðs að ráða ekki í hans stað að svo stöddu, held ur mun Ás geir Rafns son yf ir taka hluta af verk efn­ um hans. Einnig á að út búa starfs­ að stöðu fyr ir um sjón ar mann fast­ eigna í Safna hús inu í Borg ar nesi svo það eru mikl ar breyt ing ar í gangi hjá fram kvæmda sviði sveit ar­ fé lags ins,“ sagði Páll sveit ar stjóri. bgk Vik urn ar 2. ­ 5. og 8. ­ 12. októ­ ber munu nem end ur 10. bekkja Grunda skóla og Brekku bæj ar skóla á Akra nesi sinna gang brauta vörslu í kring um skól ana á morgn ana frá klukk an 7:40 ­ 8:05. Lög regl an mun halda úti virku um ferð ar eft ir­ liti þann tíma sem gang brauta varsl­ an stend ur yfir og að stoða nem­ end ur. Sam hliða þessu verða unn in marg vís leg verk efni tengd um ferð og um ferð ar menn ingu í skól un um. Öll um nem end um verða t.a.m. gef in end ur skins merki og mun lög­ regl an heim sækja alla ár ganga. Þór­ dís Þór is dótt ir, verk efn is stjóri um­ ferð ar fræðslu við Grunda skóla hvet ur nem end ur til að nýta virk­ an sam göngu máta, s.s. göngu, til að ferð ast til og frá skóla og er brýnt fyr ir for eldra og for ráða menn að kynna fyr ir þeim ör ugg ar göngu­ leið ir og ganga með þeim í skól ann. Þá eru öku menn beðn ir um að sýna sér staka var kárni nú þeg ar skyggja tek ur og minnt á að há marks hraði í ná grenni skóla er 30 km/klst. mm Síð asta föstu dag tóku börn í leik­ skól an um Vina bæ í Dala byggð fyrstu skóflustung una að nýj um leik skóla í Búð ar dal. Eins og fram hef ur kom ið í frétt um Skessu horns hef ur nýr leik skóli ver ið í burð ar­ liðn um um nokkurn tíma og eru nú fram kvæmd ir að hefj ast. Sveit­ ar stjórn Dala byggð ar hef ur samið við Gil bert El ís son um jarð vinn una og eru þær fram kvæmd ir nú að fara í gang. Eins og greint hef ur ver ið frá í Skessu horni bár ust tvö til boð í vinn una und ir hús ið. Þeim var báð­ um hafn að þar sem þau voru langt yfir kostn að ar á ætl un. Dala menn brugðu því á það ráð að semja við verk taka um ein staka verk þætti, eins og jarð vinnu. Til boð Gil berts hljóð aði upp á 1.112.000 en fyrri til boð fyr ir sam an verk þátt hljóð­ uðu upp á 3.816.800 og 3.134.100. Greini legt er því að um mik inn mun er að ræða. bgk Mok að fyr ir nýj um leik skóla á Akra nesi Krakk arn ir sem nú eru í leik­ skól an um Skáta seli á Akra nesi, en eiga eft ir að að dvelja í nýj um leik­ skóla við Ket ils flöt, mættu gal vask­ ir á svæð ið sl. föstu dags morg un til að taka fyrstu skóflustung urn ar að leik skól an um. Börn in voru búin for láta skófl um og áttu ekki í vand­ ræð um með verk ið. Ein beit ing in skein úr svip allra við staddra og þó að vissu lega mætti sjá á krökk un um að þeir skemmtu sér vel þá var ekki nokk ur vafi á að all ir vönd uðu sig við verk ið. Sum ir vildu klífa hærra en aðr ir í mold ar haug inn sem mok­ að var úr, eins og geng ur og ger ist í líf inu. Þá voru ekki all ir á eitt sátt­ ir um hvert ætti að henda því sem mok að var; ein hverj ir reyndu að hækka haug inn, aðr ir mok uðu aft ur fyr ir sig og einn og einn taldi sjálf­ sagt mál að henda mold inni í blaða­ mann. Hann gerði sér þó grein fyr­ ir al vöru máls ins og kippti sér ekk­ ert upp við það. Eft ir að krakk arn ir höfðu lok­ ið sér af tók verk tak inn við starf­ inu, bú inn öfl ugri am boð um. Það er fyr ir tæk ið Betri bær sem sér um verk ið og á skól inn að verða fok­ held ur 31. jan ú ar næst kom andi. Helm ing ur hús næð is ins, eða þrjár deild ir, verð ur tek inn í notk un 1. á gúst á næsta ári. kóp Marg ar hend ur vinna létt verk. Fyrsta skóflustung an að nýj um leik skóla í Búð ar dal Gunn ólf ur Lár us son sveit ar stjóri Dala byggð ar í hópi leik skóla barna sem tóku fyrstu skóflustung una að nýj um leik skóla í Búð ar dal. Gang brauta varsla tí undu bekk inga á Akra nesi Sig urð ur Páll hætt ir hjá Borg ar byggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.