Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2008, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.11.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.200 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1.581 krónur með vsk. á mánuði. Elli­ og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1.363. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. ­ 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Framkv.stj. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Ritstjóri: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Blaðamenn: Magnús Magnússon magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson th@skessuhorn.is Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sigrun@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson augl@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Þeim er ekki sætt leng ur Ekki mun of sög um sagt að nú gusti um ís lensku rík is stjórn ina og emb­ ætt is menn sem í skjóli henn ar sitja eins og púk ar á fjós bit um þrátt fyr ir aug ljós emb ætt is af glöp. Á stand ið í efna hags mál um og fjár hag heim il anna hef ur nú þró ast með þeim hætti að nú ver andi ráða menn njóta ekki leng ur trausts til for ystu. Sjö af hverj um tíu styðja ekki leng ur rík is stjórn ina þrátt fyr ir að hún hafi sest við völd með yfir 70% fylgi eft ir þing kosn ing ar vor ið 2007. Um 90% þjóð ar inn ar tel ur í könn un Skessu horns að stjórn mála menn axli ekki nægj an lega á byrgð eig in (mis)gjörða. Sú nið ur staða ætti eng um að koma á ó vart því það er ein fald lega ekki venja hér á landi að stjórn mála­ menn víki þrátt fyr ir að þeir hafi ít rek að framið af glöp, sýnt af sér ó trú verð­ uga hegð un eða séu ein fald lega ekki hæf ir til þess starfs sem þeir hafa tek­ ið að sér. Þetta er sorg leg stað reynd og þvert á þær venj ur sem ríkja í þeim ná granna lönd um okk ar sem við svo oft ber um okk ur sam an við. Ís lend ing ar öskra á breyt ing ar og sí vax andi fjöldi fólks tek ur þátt í mót­ mæl um á torg um og stræt um þar sem rödd rétt læt is ins hljóm ar. Fólk hef ur feng ið nóg. Það vill breytta stjórn un ar hætti þar sem spill ing í skjóli stjórn­ mála flokka fær ekki leng ur þrif ist. Ís lend ing um of býð ur hvern ig til tölu lega fá menn ur hóp ur auð valds­ og fjár glæfram anna hef ur far ið offari í skjóli banka kerf is ins og kaf siglt efna hag lands manna með vit neskju og að því er virð ist með vilja stjórn mála manna. Und an því verð ur ekki vik ist að þeir sem bera á því á byrgð verða nú að víkja. Fólk öskr ar á ný og heil brigð­ ari gildi í ís lensku stjórn ar fari þar sem sið ferði verð ur bætt, spill ing í skjóli stjórn mála flokka heyr i sög unni til og fjár glæfra menn og eig ur þeirra verða kyrr sett ar með an mál þeirra verða rann sök uð ofan í kjöl inn. En til þess þarf að setja lög ­ lög sem nú ver andi stjórn völd ætla sér aug ljós lega ekki að setja. Reynd ar tel ég að sök inni um hvern ig far ið er verði ekki ein vörð ungu skellt á sitj andi rík is stjórn. Hún er einnig síð ustu rík is stjórna og stjórn ar­ and stöðu flokka því þeir hafa ekki stað ið sig í því nauð syn lega eft ir lits­ og að halds hlut verki sem minni hluta flokk ar eiga að sinna. Hvar eru t.d. lög in um há marks um fang banka kerf is mið að við stærð hag kerf is? Hvar er frum­ varp um kyrr setn ingu eigna stór glæfram ann anna? Hvað er yf ir leitt að ger­ ast í höfð inu á þeim stjórn mála mönn um, bæði í minni­ og meiri hluta á Al­ þingi, sem tala nið ur ís lensku krón una en vilja samt halda á fram að nota hana? Eru þess ir menn hæf ir? Mitt svar er NEI. Mið að við al gjört fum og ráða leysi stjórn valda í efna hags mál um síð ast­ liðna tvo mán uði tel ég ein sýnt að all ir þeir 63 þing menn sem nú sitja á Al­ þingi Ís lend inga verði að víkja ­ fyrr ná ist ekki sátt með al þjóð ar inn ar. Það er ein fald lega nauð syn legt að fram fari alls herj ar út skipt ing í þing manna­ liði því þjóð in vill breyt ing ar og hún á þær skil dar. Við vilj um fólk sem við get um treyst og við höf um ekki ráð á öðru en að taka þá á hættu að skipta al­ veg út. Þetta eru því ekki breyt ing ar ein göngu breyt ing anna vegna. Leið in er í raun afar ein föld. Nú þurfa Ís lend ing ar að standa upp frá eld hús borð­ un um, fara út og taka virk an þátt í stjórn mál um. Þeir þurfa að velja sér einn stjórn mála flokk, eða stofna nýja, og taka virk an þátt í flokks starfi á þeim vett vangi sem hugn ast þeim best. Það þarf að fella fá menn ar valda klík ur sem stjórn að hafa öll um flokk um hér á landi í reyk fyllt um smá her bergj um síð ustu ár. Starf gras róta stjórn mála flokk anna þarf að þola dags ljós ið. Það er í þess um flokks fé lög um út um allt land sem hið raun veru lega lýð ræði fer fram. Það er nefni lega ekki í kjör klef an um þó því sé hald ið að okk ur. Þar höf um við í und an förn um kosn ing um „ neyðst“ til að merkja við ein hvern einn fram boðs lista þrátt fyr ir að innst inni vær um við hundóá nægð með það manna val sem þar var í boði. Ég segi því hik laust: Ís lend ing ar ­ tök­ um virk an þátt í póli tík og stuðl um að því að hæf ara fólk taki sæti á Al þingi strax næsta vor. Ein ung is þannig nást fram nauð syn leg ar breyt ing ar. Magn ús Magn ús son Kom in er hreyf ing á fram kvæmd­ ir við upp bygg ingu or lofs­ og frí­ stunda byggð ar á Helln um á Snæ­ fells nesi, sem leg ið hafa niðri síð­ ustu miss er in. Norsk ur eign ar að­ ili er nú kom inn inn í fé lag ið sem bygg ir húsa þorp ið. Síð asta mán­ uð inn hef ur ver ið unn ið í lögn um við hús in og að verja þau fyr ir vet­ ur inn, en eft ir því sem Skessu horn hef ur fregn að er á form að að halda á fram við bygg ingu hús anna næsta sum ar. Það var fé lag í eigu Þor steins Jóns son ar og fleiri sem byrj aði bygg ingu hús anna á Helln um fyr­ ir um þrem ur árum. Um er að ræða 17 hús, 40­100 fer metr ar að stærð en sum þeirra eru á tveim ur hæð­ um. Ó ljóst hef ur ver ið um fram­ vindu þessa fé lags og hef ur Þor­ steinn Jóns son einn að al eig anda varist frétta, en ljóst er að veru leg hreyf ing er kom in á fram kvæmd­ irn ar á Helln um og sýnt að norski að il inn virk ar sem vítamínssprauta á frek ari upp bygg ingu á Helln um. Þar til fram kvæmd ir hófust fyr­ ir rúm um mán uði leit út fyr ir að hús in lægju und ir skemmd um, til að mynda var kross við ar klæð ing á þeim orð in vel viðruð. þá Tíu fyr ir tæki hlutu sl. mánu dag tveggja millj óna króna styrk frá fjár mála ráðu neyt inu til at vinnu­ mála kvenna en sam tals út hlut aði ráðu neyt ið 50 millj ón um króna til alls 56 verk efna. Verk efn in að þessu sinni voru afar fjöl breytt, svo sem þjón usta, fram leiðsla, hönn un og fé lags leg verk efni. Með al þeirra sem hlutu tveggja millj óna króna styrk var geit fjár set ur Jó hönnu B. Þor valds dótt ur bónda á Háa felli í Hvít ár síðu. Þar fyr ir hug ar hún að byggja upp mið stöð geit fjár rækt­ un ar í land inu. Þar er þeg ar stund­ uð mark viss geit fjár rækt un. Fyr ir­ hug að er að vinna vör ur úr af urð­ um geit anna og selja á staðn um og í völd um versl un um. Verk efn ið snýst enn frem ur um að vernda ís­ lenska geit fjár stofn inn frá út rým­ ing ar hættu. Með al ann arra verk efna sem hlutu styrki ráðu neyt is ins má nefna Dýra kotsnammi en fram leiða á gæða hunda­ og katt anammi úr ís­ lenskri lamba­, ung nauta­ og ung­ kálfalif ur. Þá hlaut við skipta hug­ mynd in Bjarma lund ur styrk en hún snýst um að bjóða upp á sveigj an­ leg ar skamm tíma­ og hvíld ar inn­ lagn ir fyr ir Alzheimersjúk linga. Þá var styrkt fyr ir tæki sem á að sinna fjöl breyti legri heima þjón ustu við fatl aða, aldr aða, lang veika og aðra þá sem þurfa stuðn ing og að stoð við að búa á eig in heim ili. Hall­ fríð ur Ó lafs dótt ir, fyrsti flautuleik­ ari Sin fón íu hljóm sveit ar innnar, hlaut styrk til að koma met sölu bók sinni um Maxí mús Mús íkús á fram­ færi er lend is í gegn um sér stakt fé­ lag sem þeg ar hef ur ver ið stofn að. Loks má nefna að Sól ey El ía sdótt­ ir leik kona hlaut styrk fyr ir fyr ir­ tæki sitt Sól ey, grös og heilsa sem fram leið ir snyrti­ og heilsu vör ur úr villt um ís lensk um jurt um. mm Meira leit að til mæðra styrks nefnd ar á Akra nesi: Leiðari Or lofs­ og frí stunda byggð in á Helln um. Ljós mynd/hb Kom in hreyf ing á bygg ingu hús anna á Helln um Aníta Gunn ars dótt ir for stöðu kona mæðra styrks nefnd ar inn ar á Akra nesi. „Það er hart í ári og meira leit að til okk ar núna en á síð asta ári. Ég er strax far in að skrá nið ur hjá mér fólk sem hef ur haft sam band. Fjöl­ skyldu svið Akra nes kaup stað ar vís­ ar fólki til okk ar sem þarf á að stoð að halda og það er greini legt að hafi ein hvern tíma ver ið þörf fyr­ ir mæðra styrks nefnd ina þá er það núna,“ seg ir Aníta Gunn ars dótt ir hjá mæðra styrks nefnd inni á Akra­ nesi en starf ið hjá nefnd inni fer fyrr af stað núna en á síð asta ári. Með Anítu í nefnd inni er Est er Magn­ ús dótt ir og með nefnd inni starfar Anna Lára Stein dal og Akra nes­ deild Rauða kross ins. Þetta er sjötta árið hjá mæðra­ styrks nefnd inni á Akra nesi og hef­ ur Aníta starf að með henni frá upp­ hafi, meira að segja á síð asta ári þeg­ ar hún var ný bú in að eign ast þrí­ bura. „Það er svo gef andi að vera í þessu. Fólk er svo inni lega þakk látt að mað ur fær þetta allt sam an til baka. Sér stak lega er það þeg ar við för um með send ing ar heim til fólks að mað ur fær því líku faðm lög in,“ seg ir Aníta þeg ar hún var ný bú in að taka á móti öli frá Öl gerð inni sem styrk ir mæðra styrks nefnd ina eins og áður, eins og reynd ar Víf il fell og mörg önn ur fyr ir tæki í borg inni og á lands byggð inni. Aníta seg ir að að al vanda mál­ ið hjá nefnd inni á Akra nesi núna sé að staða til að geyma fros in mat­ væli. For svars menn Vign is Jóns­ son ar hrogna vinnsl unn ar á Akra­ nesi hafa ver ið svo vin sam leg ir að lána frysti pláss, en nú get ur fyr­ ir tæk ið ekki lán að sín ar geymsl­ ur leng ur vegna reglna um að ekki megi geyma sam an kjúklinga og fisk, en kjúkling ar er einmitt meg­ in uppi stað an í því kjöt meti sem mæðra styrks nefnd fær til út hlut un­ ar. „Þeir voru einmitt að hafa sam­ band frá Ís fugli í Mos fells bæ en ég get ekki náð í fugl inn núna þar sem frysti pláss ið vant ar,“ seg ir Aníta. Mæðra styrks nefnd in á Akra nesi þjón ar einnig fólki um allt Vest­ ur land. Nefnd in fær gef inn mik­ inn hluta mat væl anna, með al ann­ ars fisk frá HB Granda og lax frá Norð ur fiski. Hangi kjöt og svína­ kjöt hef ur nefnd in keypt fyr ir pen­ inga styrk frá bönk un um og fyr­ ir tækj um í bæn um og á Grund ar­ tanga. Mæðra styrks nefnd verð ur eins og áður til húsa hjá Skaga leik­ flokkn um að Vest ur götu 119, sem enn eitt árið er svo vin sam leg ur að lána sína að stöðu. þá Oft var þörf en nú er nauð syn Geit og kiðling ar á Háa felli. Geit fjár set ur Jó hönnu fær mynd ar leg an styrk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.