Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2008, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 26.11.2008, Blaðsíða 28
Íslenskar barna- og unglingabækur DRAUGAHÖNDIN Bjarni Bjarnason Myndskr.: Kjartan H. Grétarsson Mamma var búin að biðja Kolbein um að passa sig á sjóðandi heitu fótabaðsvatn- inu. En hann var í sjóræn- ingjaleik og það virtist svo upplagt að láta skipið sigla á alvöru vatni í balanum. Og úbbs . . . hann gleymdi sér. Óhlýðnaðist mömmu sinni. Það hafði hann aldrei ætlað sér að gera. Á ferð sinni um bæinn leitar Kolbeinn að svari við þeirri spurningu hvers vegna maður gerir stundum hluti sem stríða gegn betri vit- und. Og síðan hefur eitthvað óskaplega dularfullt komið fyrir höndina á honum . . . 96 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-21-1 Leiðb.verð: 2.980 kr. SAGA UM STELPU Kristín R. Thorlacius Myndskr.: Erla Sigurðardóttir Í sveitinni áttu allir að gera eitthvað til gagns og stelp- unni fannst alls ekki leiðin- legt að reka kýrnar. Þær voru notalegur félagsskapur. En á næsta bæ var hundurinn Bólu-Bangsi. Það var vissara að vara sig á honum. 32 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-07-5 Leiðb.verð: 2.480 kr. Íslensk skáldverk BLÓÐBERG Ævar Örn Jósepsson Voveiflegir atburðir við Kára- hnjúka eru rannsakaðir sem hugsanlega mannskæðasta hryðjuverkið á Íslandi. Blóðberg er þriðja sagan eftir Ævar Örn þar sem lögreglumennirnir Stefán, Katrín, Guðni og Árni takast á við flókin morðmál. 403 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-10-5 Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja HÁLMSTRÁIN Magnús Sigurðsson Sögumaður er ungur Íslend- ingur, staddur í sólríkri borg við Miðjarðarhafið og glímir þar við orðsins list. Óvel- komnar hugsanir ásækja hann eins og draugar úr forn- um sögum, heimþrá gerir vart við sig og ekki er laust við að hitasvækjan þarna suður frá trufli einbeitingu hans. Magnús Sigurðsson er ung- ur höfundur sem stígur hér fram á ritvöllinn með sína fyrstu bók. Stíllinn er fágaður og sögupersónurnar búa um sig í huga lesandans. 128 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-09-9 Leiðb.verð: 3.980 kr. LAND TÆKIFÆRANNA Ævar Örn Jósepsson Ísland var land tækifæranna í augum Mareks Pawlak. Hér ætlaði hann að hefja nýtt líf ásamt unnustu sinni og bróð- ur, réttu megin laganna og laus við alla fortíðardrauga. Hann fór að vinna í bygg- ingabransanum – en sá svo ný tækifæri sem hann gat ekki með góðri samvisku lát- ið ónotuð. Líkt og Marek var Daníel Marteinsson í byggingabrans- anum, þótt á öðrum forsend- um væri. Á undraskömmum tíma varð hann einn ríkasti maður landsins, svellkaldur útrásarvíkingur sem baðaði sig í kastljósi fjölmiðla og að- dáun almennings jafnt sem ráðamanna. Haustið 2008 reynist ör- lagaríkt. Andrzej, bróðir Mareks, finnst myrtur og stór- kostleg spilaborg Daníels og útrásarvina hans hrynur, með skelfilegum afleiðingum fyrir alla íslensku þjóðina. Þegar illa útleikið lík Daníels finnst í hálfkláruðu risaeinbýlishús- inu (sem hann var að reisa í stað þess sem hann lét rífa) reynist því enginn skortur á grunuðum . . . Rannsóknarlöggurnar Katr- ín, Guðni, Árni og Stefán finna fljótlega tengsl á milli þessara gjörólíku manna – en hvort þau skipta einhverju máli er svo allt annar hand- leggur. 356 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-16-7 Leiðb.verð: 4.980 kr. SANDÁRBÓKIN Pastoralsónata Gyrðir Elíasson Fráskilinn málari sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Dvöl hans í þessari sér- kennilegu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. Ýmis- legt reynist þó standa í veg- inum. Gyrðir Elíasson er einn listfengasti rithöfundur þjóð- arinnar. Sandárbókin er nýr áfangi í höfundarverki hans og var lofuð einróma af lesendum og gagnrýnend- um þegar hún kom út árið 2007. 118 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-9772-7-8 Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja SKÍTADJOBB Ævar Örn Jósepsson Árni, nýliðinn í rannsóknar- lögreglunni, og þrautreynd- ur yfirmaður hans, Stefán, mæta á vettvang þar sem maður hefur látið lífið eftir að hafa fallið niður af hárri íbúðablokk. Skítadjobb er fyrsta sag- an eftir Ævar Örn þar sem lögreglumennirnir Stefán, Katrín, Guðni og Árni takast á við flókin sakamál. Eftir bókinni hafa verið gerðir vin- sælir sjónvarpsþættir, Svartir englar. 347 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-11-2 Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja Sögumaður er hinn góðkunni útvarps- og fréttamaður Finnbogi Hermannsson. Stíllinn ætti að koma kunnuglega fyrir sjónir þeim sem hafa hlustað á pistla Finn- boga gegnum tíðina, góðlátleg kímnin á sínum stað og tekur völdin í textanum. Reykjavík eftirstríðsáranna lifnar við fyrir galdur tungumálsins. Í húsi afa míns . . . makalaus bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.