Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2008, Síða 28

Skessuhorn - 26.11.2008, Síða 28
Íslenskar barna- og unglingabækur DRAUGAHÖNDIN Bjarni Bjarnason Myndskr.: Kjartan H. Grétarsson Mamma var búin að biðja Kolbein um að passa sig á sjóðandi heitu fótabaðsvatn- inu. En hann var í sjóræn- ingjaleik og það virtist svo upplagt að láta skipið sigla á alvöru vatni í balanum. Og úbbs . . . hann gleymdi sér. Óhlýðnaðist mömmu sinni. Það hafði hann aldrei ætlað sér að gera. Á ferð sinni um bæinn leitar Kolbeinn að svari við þeirri spurningu hvers vegna maður gerir stundum hluti sem stríða gegn betri vit- und. Og síðan hefur eitthvað óskaplega dularfullt komið fyrir höndina á honum . . . 96 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-21-1 Leiðb.verð: 2.980 kr. SAGA UM STELPU Kristín R. Thorlacius Myndskr.: Erla Sigurðardóttir Í sveitinni áttu allir að gera eitthvað til gagns og stelp- unni fannst alls ekki leiðin- legt að reka kýrnar. Þær voru notalegur félagsskapur. En á næsta bæ var hundurinn Bólu-Bangsi. Það var vissara að vara sig á honum. 32 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-07-5 Leiðb.verð: 2.480 kr. Íslensk skáldverk BLÓÐBERG Ævar Örn Jósepsson Voveiflegir atburðir við Kára- hnjúka eru rannsakaðir sem hugsanlega mannskæðasta hryðjuverkið á Íslandi. Blóðberg er þriðja sagan eftir Ævar Örn þar sem lögreglumennirnir Stefán, Katrín, Guðni og Árni takast á við flókin morðmál. 403 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-10-5 Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja HÁLMSTRÁIN Magnús Sigurðsson Sögumaður er ungur Íslend- ingur, staddur í sólríkri borg við Miðjarðarhafið og glímir þar við orðsins list. Óvel- komnar hugsanir ásækja hann eins og draugar úr forn- um sögum, heimþrá gerir vart við sig og ekki er laust við að hitasvækjan þarna suður frá trufli einbeitingu hans. Magnús Sigurðsson er ung- ur höfundur sem stígur hér fram á ritvöllinn með sína fyrstu bók. Stíllinn er fágaður og sögupersónurnar búa um sig í huga lesandans. 128 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-09-9 Leiðb.verð: 3.980 kr. LAND TÆKIFÆRANNA Ævar Örn Jósepsson Ísland var land tækifæranna í augum Mareks Pawlak. Hér ætlaði hann að hefja nýtt líf ásamt unnustu sinni og bróð- ur, réttu megin laganna og laus við alla fortíðardrauga. Hann fór að vinna í bygg- ingabransanum – en sá svo ný tækifæri sem hann gat ekki með góðri samvisku lát- ið ónotuð. Líkt og Marek var Daníel Marteinsson í byggingabrans- anum, þótt á öðrum forsend- um væri. Á undraskömmum tíma varð hann einn ríkasti maður landsins, svellkaldur útrásarvíkingur sem baðaði sig í kastljósi fjölmiðla og að- dáun almennings jafnt sem ráðamanna. Haustið 2008 reynist ör- lagaríkt. Andrzej, bróðir Mareks, finnst myrtur og stór- kostleg spilaborg Daníels og útrásarvina hans hrynur, með skelfilegum afleiðingum fyrir alla íslensku þjóðina. Þegar illa útleikið lík Daníels finnst í hálfkláruðu risaeinbýlishús- inu (sem hann var að reisa í stað þess sem hann lét rífa) reynist því enginn skortur á grunuðum . . . Rannsóknarlöggurnar Katr- ín, Guðni, Árni og Stefán finna fljótlega tengsl á milli þessara gjörólíku manna – en hvort þau skipta einhverju máli er svo allt annar hand- leggur. 356 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-16-7 Leiðb.verð: 4.980 kr. SANDÁRBÓKIN Pastoralsónata Gyrðir Elíasson Fráskilinn málari sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Dvöl hans í þessari sér- kennilegu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. Ýmis- legt reynist þó standa í veg- inum. Gyrðir Elíasson er einn listfengasti rithöfundur þjóð- arinnar. Sandárbókin er nýr áfangi í höfundarverki hans og var lofuð einróma af lesendum og gagnrýnend- um þegar hún kom út árið 2007. 118 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-9772-7-8 Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja SKÍTADJOBB Ævar Örn Jósepsson Árni, nýliðinn í rannsóknar- lögreglunni, og þrautreynd- ur yfirmaður hans, Stefán, mæta á vettvang þar sem maður hefur látið lífið eftir að hafa fallið niður af hárri íbúðablokk. Skítadjobb er fyrsta sag- an eftir Ævar Örn þar sem lögreglumennirnir Stefán, Katrín, Guðni og Árni takast á við flókin sakamál. Eftir bókinni hafa verið gerðir vin- sælir sjónvarpsþættir, Svartir englar. 347 bls. Uppheimar ISBN 978-9979-659-11-2 Leiðb.verð: 1.980 kr. Kilja Sögumaður er hinn góðkunni útvarps- og fréttamaður Finnbogi Hermannsson. Stíllinn ætti að koma kunnuglega fyrir sjónir þeim sem hafa hlustað á pistla Finn- boga gegnum tíðina, góðlátleg kímnin á sínum stað og tekur völdin í textanum. Reykjavík eftirstríðsáranna lifnar við fyrir galdur tungumálsins. Í húsi afa míns . . . makalaus bók

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.