Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2009, Síða 22

Skessuhorn - 18.11.2009, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER Hann er á vakt inni á hafn ar skrif­ stof unni á Akra nesi, rýn ir í tölvu­ skjá inn og horf ir yfir hafn ar svæð­ ið. Hann flett ir upp mynd um af fiski skip um í tölv unni og sýn­ ir mynd af síðu tog ar an um Ak ur­ ey AK­77. Þeg ar út gerð Ak ur eyj ar­ inn ar var hætt var hún seld til Fær­ eyja en skil að aft ur þar sem dönsk lög leyfðu ekki kaup á svo gömlu skipi. Síð an kom hún til baka og lá inn á Hval firði í ár eða meira en var svo seld til Nor egs árið 1964. Nú er hún hins veg ar í Kanada og hef­ ur ver ið breytt í glæsi legt segl skip. Það er Ein ar Guð munds son hafn­ ar vörð ur og vigt ar mað ur á Akra­ nesi sem upp lýs ir þetta um Ak u r­ eyna en Guð mund ur fað ir hans var lengi á skip inu. Ein ar er starfs mað­ ur Faxa flóa hafna og þenn an dag inn eru sam starfs menn hans, hafn sögu­ menn irn ir, inn í Hval firði á tveim ur bát um til að að stoða ol íu skip sem er að lesta olíu úr geymslu tönk un­ um þar. Það er ekki að sjá á Ein­ ari að hann hafi lent í hremm ing­ um um æv ina. Þó hef ur hann feng­ ið ým is legt að reyna. Að eins 29 ára gam all varð hann fyr ir slysi úti á sjó sem hafði þær af leð ing ar að taka þurfti hægri fót inn af hon um ofan við hné og vinstri fót ur inn marg­ brotn aði. Hann seg ist hafa jafn að sig ó trú lega fljótt og aldrei feng­ ið veru legt á fall eft ir slys ið. Á fall­ ið, sem hon um finnst meira og erf­ ið ara, kom hins veg ar 21 ári seinna, en þá lét ust for eldr ar hans á svip­ leg an hátt þeg ar bíll þeirra hafn aði í Akra nes höfn. Á humar ver tíð sem krakki Ein ar Guð munds son fædd­ ist á Skaga strönd árið 1954, son ur hjón anna Guð mund ar Sveins son­ ar og Mar grét ar Guð brands dótt ur. Hann er næstelst ur fjög urra barna þeirra og á auk þess hálf bróð ur sam mæðra. „ Pabbi var Hún vetn­ ing ur en mamma úr Reykja vík. Þau bjuggu á Skaga strönd þeg ar ég fædd ist og pabbi stund aði sjó inn. Þeg ar ég var eins og hálfs árs árið 1955 flutt umst við svo á Akra nes og hér hef ég ver ið nán ast alla tíð síð­ an.“ Eins og hjá mörg um strák um á Skag an um á þess um árum var hug­ ur Ein ars við sjó mennsk una enda pabbi hans stýri mað ur og skip stjóri á Akra nesi. Leið Ein ars lá því fljót­ lega á sjó inn. „Ég var ekki nema tíu eða ell efu ára þeg ar ég fór heilt sum ar með pabba á humar veið ar á Höfr ungi litla. Við lögð um upp í Þor láks höfn og þarna var ég nán­ ast allt sum ar ið. Svo árið 1969 þeg­ ar ég var 15 ára fór ég upp á hálf­ an hlut á Ólaf Sig urðs son AK­370 en pabbi var þar stýri mað ur. Sá sem var upp á hinn hálfa hlut inn á móti mér var son ur Ein ars Árna­ son ar skip stjóra, Mart einn, sem nú er sam starfs mað ur minn hérna við höfn ina. Við Matti vor um þarna sam an í einu plássi þessa ver tíð.“ Sext án ára var Ein ar svo kom inn á Ólaf Sig urðs son sem full gild ur há­ seti en vet ur inn eft ir lauk hann svo gagn fræða prófi frá Gagn fræða skól­ an um á Akra nesi árið 1971. Romm búð ing ur inn í Eyj um Næstu árin var Ein ar svo á ýms um bát um af Skag an um. Var með Stef­ áni Lárusi Páls syni á Sól fara og á humar veið um á Víði. „Það var þeg­ ar ég var á Sól far an um sem við Valli vauna feng um okk ur Romm búð­ ing inn. Það var land lega í Eyj um og við svang ir. Við sáum að kokk ur inn hafði skil ið eft ir á vaxta graut í potti svo við sett um hann á elda vél ina og skellt um einni flösku af rommi út í. Þetta var besti romm búð ing ur sem við höf um feng ið. Svo var ég með Oddi á Hliði á Skírni AK­12 og síð an í fyrstu á höfn Bjarna Sveins­ son ar á Skírni AK­16 bæði í Norð­ ur sjón um og á loðnu.“ Ein ar fór svo í Stýri manna skól­ ann 1975 og kláraði fyrsta stig ið. „Ég fór svo aft ur um haust ið til að taka ann að stig ið en í þeirri von að ég fengi náms lán. Síð an kom í ljós, eft ir að ég var byrj að ur um haust ið, að ég fékk ekki lán ið. Ég hætti því fyr ir jól og fór aldrei aft ur í Stýri­ manna skól ann, hef því að eins þessi 120 tonna rétt indi sem fyrsta stig ið gef ur.“ Eft ir þetta lá leið in á skut­ togar ann Kross vík þar sem Guð­ mund ur pabbi Ein ars var skip stjóri og upp frá því varð öll sjó mennsk­ an á tog ur um. Hann fór á Ósk­ ar Magn ús son og var þar til árs ins 1983 að skip ið fór í véla rskipti og þá fór Ein ar að vinna í frysti húsi HB & Co. Þetta ár urðu kafla skil í lífi Ein ars. Drauma starf ið og drauma stað ur inn Skaga strönd hafði alltaf tog að í Ein ar. Þang að fór hann á hverju sumri og sem krakki hafði hann ver ið þar öll sum ur. Þar voru afi hans og amma á samt mörg um ætt­ ingj um. Þeg ar hér er kom ið sögu er Ein ar orð inn fjöl skyldu mað ur, kom inn með konu; Öldu Björns­ dótt ur og tvo syni, ann an nokk­ urra mán aða gaml an en hinn sex ára. „Mig hafði alltaf dreymt um að flytja til Skaga strand ar en þeg ar ég er þarna í sum ar fríi 1983 hitti ég fyr ir til vilj un Ebba, sem var skip­ stjóri á frysti tog ar an um Örv ari, fyrsta frysti tog ar an um sem gerð­ ur var út hér við land. Ég spurði hann um pláss á Örv ari en hann sagði ekk ert laust pláss en sagði mér bara að sækja um. Svo fór ég heim að vinna í frysti hús inu en einn dag inn í á gúst mán uði, þeg ar ég kem heim í há deg inu, seg ir Alda mér að hringt hafi ver ið frá út gerð Örv ars og ég ætti að hafa sam band, sem ég gerði. Þá var mér sagt að ég gæti feng ið pláss ef ég væri kom­ inn til Skaga strand ar klukk an átta um kvöld ið. Þá fór allt í gang hjá mér. Gústi verk stjóri í frysti hús inu gaf mér strax leyfi til að hætta og ég fékk far norð ur með vini mín­ um frá Skaga strönd sem var þá að koma með Akra borg inni að sunn­ an á leið norð ur. Þetta gekk upp og þarna var ég kom inn í drauma­ starf ið á drauma staðn um.“ Ein­ ar seg ir að hon um hafi ver ið gert ljóst strax að hann yrði að flytja á Skaga strönd og vera með lög heim­ ili þar. Það hafi ver ið regla hjá út­ gerð inni að all ir í á höfn borg uðu út svar á Skaga strönd. „ Þetta var föst stefna hjá fyr ir tæk inu og marg­ ir í á höfn inni áttu lög heim ili í skrif­ borðs skúffu út gerð ar inn ar. Það var ekk ert mál af minni hálfu að flytja og Alda var til bú in að koma norð­ ur. Við feng um þarna leigt hús hjá frænda mín um og Alda kom norð­ ur með strák ana.“ Möl brotn aði og höf uð­ kúpu brotn aði að auki Ver an um borð í drauma skip inu og bú set an á drauma staðn um varð ekki löng hjá Ein ari því 30. nóv em­ ber 1983 varð at burð ur sem mark­ aði tíma mót í lífi hans, að eins fjór­ um mán uð um eft ir flutn ing inn til Skaga strand ar. „Við vor um að taka troll ið. Það ó klárað ist eitt hvað á raf magns spil inu og ég þurfti að fara fram fyr ir spil ið til að kom ast að rof an um og slá því út. Lík lega hef ég far ið inn í hönk ina þeg ar ég gekk að rof an um. Reynd ar veit ég ekki hvað gerð ist nema ég fór á löpp un um inn á spil kopp inn og slóst þar til nokkra hringi. Það möl­ brotn uðu báð ar lapp ir. Sú hægri var nokk uð heil en hnéð illa brot­ ið. Vinstri löpp in var marg brot in. Haus inn fékk sinn skammt því ég höf uð kúpu brotn aði á þrem ur stöð­ um og marð ist á heila. Þeg ar lækn­ arn ir voru svo að reyna að bjarga löpp un um á mér voru þeir í fyrstu miklu hrædd ari um vinstri löpp ina en þá hægri. Það fór þó svo að sú hægri var tek in af mér ofan við hné. Það sem réði úr slit um í því var að allt smá æða kerf ið aft an í hnés bót­ inni var ó nýtt og því lít ið blóð flæði nið ur.“ Þeir á Örv ari höfðu ver ið á veið um úti af Pat reks firði og tog­ ar an um var í snatri siglt inn til Ísa­ fjarð ar þar sem Ein ar komst und ir lækn is hend ur. Hann var svo flutt­ ur með sjúkra flug vél til Reykja vík­ ur og við tók mik il lækn is með ferð á Borg ar spít al an um. Mán uð ur í minnis leysi Ein ar man ekk ert eft ir slys inu. „Ég man raun ar sára lít ið eða ekk­ ert eft ir túrn um sjálf um og ranka ekki al menni lega við mér fyrr en rétt fyr ir jól. Löpp in var tek in af mér 17. des em ber og ég var bara í lyfja móki all an þenn an tíma. Fyrsta sem ég man er að ég sat uppi í rúmi og bölsót að ist út í alla tein ana sem stóðu út úr vinstri löpp inni á mér. Þeir voru fyr ir mér því mér fannst ég þurfa að fara eitt hvað. Næst þeg ar ég man eft ir mér voru þess­ ir tein ar farn ir. Þeir höfðu ver ið tekn ir vegna þess að ég var alltaf að reyna að ná þeim úr. Ég var það rugl að ur og dóp að ur að ég fann ekki fyr ir því þeg ar ég var að jag ast í þess um tein um. Nokkru seinna þeg ar ég var kom inn á fjöl býl is­ stofu með gifs upp í klof á vinstri löpp datt mér í hug, í öllu rugl inu, að fara eitt hvert fram. Ég fór ein­ fald lega fram úr rúm inu þótt ég mætti það ekki. Einn stofu fé lag inn sá mig bara setj ast upp og fara fram úr. Auð vit að stóð ég ekki. Það vant­ aði aðra löpp ina og hin var gifsuð upp í klof. Ég hálf rot aði mig á ofn­ in um við rúm ið og möl braut gifs­ ið í þessu brölti. Þetta var milli jóla og nýárs. Ég var hins veg ar far inn að tala við fólk löngu fyrr og virt­ ist með fulla fimm en snar rugl að ur á milli. Vegna höf uð kúpu brot anna og mars ins á heil an um vissi eng inn í fyrstu hvort ég yrði al gjört græn­ meti eða ekki eft ir þetta.“ Hetj ur á Grens ás deild inni Ein ar fór í end ur hæf ingu á Grens ás deild inni fljót lega eft ir ára­ mót in og þar var hann fram í apr­ íl. Hann seg ir end ur hæf ing una hafa geng ið mun bet ur en nokk ur hafði þor að að vona. „ Vinstri löpp­ in tafði mest. Ég fékk fljótt gervi­ löpp og gat ýtt mér á fram í göngu­ grind. Gervi löpp in var í fyrstu höfð mik ið lengri en sú vinstri til að ég færi ekki nið ur á hana. Svo fékk ég spelku á vinstri löpp ina og þá gekk þetta fljótt og þá gat eng inn hald ið mér leng ur þarna inni. Það er mik ið af hetj um þarna á Grens ási. Mað ur sá þarna fólk sem var mjög illa far ið og ég hugs aði stund um um hvern fjand ann ég væri að væla. Svo er starfs fólk ið frá bært, það eru hetj ur í þeim hópi líka. Það kom oft fyr­ ir þeg ar mað ur var að staul ast um að starfs fólk horfði á mann basla en datt ekki í hug að rétta hjálp ar­ hönd enda átti mað ur að reyna að bjarga sér sjálf ur. Hefði hins veg ar eitt hvað kom ið fyr ir og ég til dæm­ is dott ið var þetta sama fólk fljótt til að hjálpa. Það eru snilld ar að ferð ir not að ar þarna við að koma manni af stað. Manni var ekki leyft að væla neitt þau voru pass lega hörð við mann.“ Ein ar seg ist í raun aldrei hafa feng ið neitt veru legt á fall eft ir slys­ ið. Hann seg ir svo marga góða hafa hjálp að sér. „Kon an mín stóð eins og klett ur við hlið mér og var hjá mér all ar stund ir en strák arn ir í pöss un hérna uppi á Skaga. Pabbi var mik ið hjá mér með an ég lá og var sem rugl að ast ur af lyfja gjöf inni. Mamma og öll fjöl skyld an studdu mig. Ég á ekki marga vini en þeir Ein ar Guð munds son hafn ar vörð ur á Akra nesi er býsna bratt ur þrátt fyr ir al var leg á föll Man hvorki eft ir slys inu né næsta mán uði á eft ir Ein ar Guð munds son. Ein ar er í dag í mikl um tengsl um við sjó menn ina á Akra nesi. Sjó mennsk an átti reynd ar að verða ævi starf ið með bú setu á drauma staðn um fyr ir norð an, en ör lög in gripu í taumana.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.